Morgunblaðið - 23.11.2019, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.11.2019, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019 Töfrar eldamennskunnar byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið sé hjarta heimilisins. Innanhússarkítektar og sérfræðingar í heimilistækjum keppast við að hanna hágæða eldhús sem standast tímans tönn, með virkni, gæði og sveigjanleika að leiðarljósi. Eldhúsið er fjárfesting til framtíðar – tryggðu þér raunveruleg gæði á hagstæðu verði. Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Umhverfisstofnunar (UST) frá 23. nóvember 2018 um að vísa frá umsókn Hringrásar um starfsleyfi vegna niðurrifs togarans Orlik í Helguvíkurhöfn. Hringrás er eigandi skipsins. Fé- lagið sótti í desember 2017 um leyfi til niðurrifs á Orlik í Helguvíkur- höfn enda væri skylt að hafa starfs- leyfi. Hafði Orlik þá legið í Njarð- víkurhöfn frá hausti 2014. Til stóð að senda togarann í niðurrif erlend- is en vegna hættu á að hann sykki var hætt við það. Hringrás kannaði hjá Skipulags- stofnun hvort verkið yrði háð mati á umhverfisáhrifum. Niðurstaðan var að svo væri ekki. Hinn 11. október sótti Hringrás um leyfi til Umhverfisstofnunar til að rífa Orlik í Helguvíkurhöfn. Umhverfisstofnun synjaði félag- inu um leyfið. Það gæti aðeins gefið út starfsleyfi fyrir starfsstöðvar sem uppfylltu skilyrði til að taka á móti og rífa niður skip. Umhverfisráðuneytið veitti svo í júlí sl. Skipasmíðastöð Njarðvíkur tímabundna undanþágu frá kröfu um starfsleyfi vegna niðurrifs á Orlik. Vegna breyttrar staðsetn- ingar framkvæmdarinnar var sótt um breytingu á undanþágunni sem ráðuneytið veitti. Með hliðsjón af þessari heimild til niðurrifs kann- aði nefndin hvort Hringrás teldi enn forsendur fyrir kærunni. Kom þá fram að félagið taldi sig hafa orðið fyrir tjóni vegna tafa. Taldi nefndin að Hringrás gæti haft lög- varða hagsmuni af því að fá skorið úr um umrædda ákvörðun UST. Niðurstaða nefndarinnar var að hin kærða ákvörðun UST um frá- vísun væri slíkum annmörkum háð að ógildingu varðaði. Ljósmynd/Ingvar Jóel Í Njarðvíkurhöfn Miklar tafir hafa orðið á niðurrifi togarans Orlik. Ákvörðun UST um Orlik felld úr gildi  Annmarkar á synjun vegna niðurrifs Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Fyrir Alþingi liggur nú stjórnar- frumvarp til nýrra lyfjalaga, en gild- andi lyfjalög, nr. 93/1994, öðluðust gildi 1. júlí 1994. Við gildistöku þeirra laga var brotið blað á ýmsum sviðum lyfjamála hér á landi. Má í því samhengi m.a. nefna að reglur um lyfjaverslun voru rýmkaðar auk þess sem verðlagning lausasölulyfja var gefin frjáls. Frá því að lyfjalög tóku gildi hefur þeim margoft verið breytt og eiga margar breytingar uppruna sinn í tilskipunum og reglu- gerðum Evrópusambandsins. Lagt er til að markmið nýrra lyfja- laga verði að tryggja landsmönnum nægilegt framboð á nauðsynlegum lyfjum með öryggi sjúklinga að leið- arljósi og með sem hagkvæmastri dreifingu lyfja á grundvelli eðlilegr- ar samkeppni og í samræmi við þær reglur sem gilda á Evrópska efna- hagssvæðinu eða samkvæmt stofn- samningi Fríverslunarsamtaka Evr- ópu. Þá er jafnframt lagt til að markmið laganna verði að tryggja eftir föngum gæði og öryggi lyfja og lyfjaþjónustu, auk fræðslu um lyfja- notkun og að sporna við óhóflegri notkun lyfja og halda lyfjakostnaði í lágmarki. Er greint frá þessu í meginefni frumvarpsins. Fyrstu drög samin árið 2015 Meðal helstu nýjunga í frumvarp- inu má nefna að lagt er til að lyfja- greiðslunefnd verði lögð niður og verkefni hennar færð til Lyfjastofn- unar og Landspítala. Þá er lagt til að ábyrgð lækna, tannlækna og dýra- lækna vegna undanþágulyfja verði skýrð og að heimildir lyfjabúða til að veita afslátt af staðgreiðsluþátttöku- verði verði skýrðar. Nánar má lesa um nýjungar laganna í frumvarpinu sem birt er á heimasíðu Alþingis. Frumvarp nýrra lyfjalaga á sér nokkuð langa sögu en fyrstu drög þess voru samin af nefnd sem skipuð var af heilbrigðisráðherra árið 2015. Unnið hefur verið að því í heilbrigð- isráðuneytinu síðan þá í samráði við Lyfjastofnun, Lyfjagreiðslunefnd, Landspítala og Embætti landlæknis. Alls bárust 112 umsagnir um frum- varpið, m.a. frá bændum og dýra- læknum, eftir að það var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda. Komið var til móts við þær athugasemdir í því frumvarpi sem nú er lagt til að verði að nýjum lyfjalögum. Ný lög með öryggi sjúklinga að leiðarljósi  Stjórnarfrumvarp til nýrra lyfjalaga á borði Alþingis Lyfjalög » Öðluðust fyrst gildi árið 1994 og þóttu tímamótalög. » Hafa aldrei sætt heildarend- urskoðun á þeim rúmlega 25 árum sem liðin eru frá gildis- töku laganna. » Margt hefur breyst í skipu- lagningu stjórnsýslu. Morgunblaðið/Friðrik Lyf Núverandi lög tóku gildi 1994 og hafa ekki verið endurskoðuð í heild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.