Morgunblaðið - 23.11.2019, Page 24

Morgunblaðið - 23.11.2019, Page 24
 Danir grípa til aðgerða til varnar rútugeiranum  SAF kalla eftir breytingum við kjarasamninga þar í landi og grafi undan heilbrigðri samkeppni. Frá og með 1. nóvember 2019 mega erlendar rútur því aðeins taka að sér eitt verkefni og keyra saman- lagt í sjö daga í einum mánuði í Dan- mörku. Fyrir túlkunarbreytinguna í Danmörku var starfstími erlendra rútufyrirtækja í landinu í raun og veru ekki afmarkaður á neinn hátt að sögn Engelbrecht. „Þess vegna höf- um við í Danmörku nú ákveðið að túlka reglugerðina á hátt sem trygg- ir það að um sé að ræða raunveru- lega afmarkaðan tíma,“ segir Engel- brecht. Að sögn Gunnars Vals Sveinssonar, verkefnisstjóra hópbif- reiðanefndar SAF, mega erlend rútufyrirtæki hér á landi á erlendum bílum með svokallað bandalagsleyfi starfa ótakmarkað í eitt ár en þurfa síðan að fara úr landi. Eftir það er þeim frjálst að koma hið snarasta til baka og hefja akstur á ný. Félagsleg undirboð á Íslandi Gunnar Valur segir að þau erlendu fyrirtæki sem starfi hér á landi, á er- lendum bílum með erlenda bílstjóra, hafi ekki sömu þekkingu og íslenskir aðilar á aðstæðum hér á landi. „Þau eru því líklegri til að vera ekki tilbúin í þá öryggisþætti sem þarf að hafa í huga þegar farið er af stað,“ segir Gunnar Valur. Því til viðbótar segir hann grun um að launakjör starfs- manna þessara erlendu rútufyrir- tækja séu töluvert lægri en kjara- samningar hér á landi kveða á um. „Danir eru að gera þetta vegna þess að þeir hafa upplifað líkt og við á Íslandi að þar er stundað mikið fé- lagslegt undirboð af erlendum rútu- fyrirtækjum. Ekki síst hvað varðar bílstjóra þeirra félaga. Þeir eru á miklu lægri launum sem fylgir auð- vitað minni kostnaður. Það þýðir að samfélagið verður fyrir skaða þar sem innlendir launamenn fá t.d. síður vinnu,“ segir Gunnar Valur. Hann nefnir einnig umsvif erlendra rútu- fyrirtækja í Danmörku. Segir hann að tveir þriðju hlutar af rútuflota á Kaupmannahafnarsvæðinu séu er- lendar rútur. Að sögn Gunnars eru erlendar stærri rútur hér á landi um 25-30 talsins auk fleiri minni bíla. „Þegar umfangið er svona mikið er um hreina sjóræningjastarfsemi að ræða,“ segir Gunnar Valur Í byrjun vikunnar varð rútuslys á Suðurlandsvegi undir Eyjafjöllum. Í samtali við Morgunblaðið hefur Sveinn Kristinn Rúnarsson, yfirlög- regluþjónn á Suðurlandi, staðfest að um hafi verið að ræða rútu á erlendu númeri á vegum fyrirtækisins Euro- pean Coach Service, og að bílstjórinn hafi verið erlendur. Það fyrirtæki hefur ekki rekstrarleyfi til fólks- flutninga frá Samgöngustofu en starfar á slíku leyfi í gegnum fyrir- tækið Nordic Excursion ehf. að sögn Sveins Kristins. Þá segir viðbragðs- aðili í frétt Vísis um málið að flestir ferðaþjónustuaðilar fari eftir því þegar Veðurstofan gefur út veður- viðvaranir, en þegar slysið átti sér stað var gul veðurviðvörun og náðu vindhviður á þeim tíma allt að 40 metrum á sekúndu. Í samtali við Morgunblaðið segir Sveinn Kristinn Rúnarsson þó að embættið finni ekki fyrir því að erlendir rekstraraðilar fari síður eftir veðurviðvörunum. Vilja stytta starfstíma erlendra rútufyrirtækja Morgunblaðið/Styrmir Kári Rútugeirinn 25-30 rútur í eigu erlendra fyrirtækja starfa hér á landi. BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Dönsk stjórnvöld hafa breytt túlkun sinni á reglugerð Evrópuþingsins og -ráðsins nr. 1073 frá árinu 2009 sem nær til gestaflutninga (d. buscabo- tagekørsel) og hafa með henni tak- markað verulega þann starfstíma sem erlendar rútur á vegum er- lendra fyrirtækja sem koma inn í landið hafa til þess að starfa innan Danmerkur. Að sögn Benny Engel- brecht, samgönguráðherra Dan- merkur, er breytingin gerð til vernd- ar danska rútugeiranum. Í samtali við Morgunblaðið kalla fulltrúar Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) eftir endurskoðun á túlkun íslenskra stjórnvalda á reglugerðinni, í takti við það sem Danir gera. Skoðun SAF byggist á félagslegum sjónarmiðum þar sem grunur leikur á að launakjör starfsmanna þessara erlendu rútu- fyrirtækja séu töluvert verri en kjarasamningar hér á landi fela í sér. Það sé skaðlegt fyrir geirann. Grafa undan heilbrigðri sam- keppni í danska rútugeiranum Í nýlegri grein ritaðri af Engel- brecht í Jyllands-Posten segir hann að það hafi aldrei verið ætlunin með fyrrnefndri reglugerð að leyfa tóm- um rútum að keyra þvert í gegnum Evrópu til þess eins að geta hafið starfsemi í öðru landi. Í greininni segir Engelbrecht að slíkum akstri fylgi félagsleg undirboð (d. social dumping) sem ríkisstjórn Dana er mjög í mun að berjast gegn og að starfsfólki þessara fyrirtækja séu greidd laun sem ekki eru í samræmi 24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ——— 23. nóvember 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.71 123.29 123.0 Sterlingspund 158.82 159.6 159.21 Kanadadalur 92.2 92.74 92.47 Dönsk króna 18.185 18.291 18.238 Norsk króna 13.454 13.534 13.494 Sænsk króna 12.759 12.833 12.796 Svissn. franki 123.75 124.45 124.1 Japanskt jen 1.129 1.1356 1.1323 SDR 168.82 169.82 169.32 Evra 135.92 136.68 136.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.0554 Hrávöruverð Gull 1468.9 ($/únsa) Ál 1747.0 ($/tonn) LME Hráolía 62.22 ($/fatið) Brent Hagnaður Lands- virkjunar nam á fyrstu 9 mán- uðum ársins 89 milljónum doll- ara, jafnvirði 11 milljarða króna. Hagnaðurinn nam 89,3 millj- ónum dollara yfir sama tímabil í fyrra. Rekstrartekjur félagsins námu 372,4 milljónum dollara, jafnvirði 46,2 milljörðum króna. Höfðu þær lækkað um 26,4 milljónir dollara frá því sem var á sama tímabili 2018 og jafngildir það 6,6% samdrætti. Hörður Arnarson, forstjóri félags- ins, bendir á að afkoma þriðja árs- fjórðungs hafi litast af ytri að- stæðum þar sem afurðaverð stórra viðskiptavina hafi verið lágt og þró- un álverðs verið neikvætt. Þá hafi orðið tekjutap vegna tímabundinnar stöðvunar þriðja kerskála Rio Tinto í Straumsvík. Högg Landsvirkjunar vegna þess nam 10 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði ríflega 1,2 milljarða króna. Svipaður hagnaður og í fyrra Hörður Arnarson  Landsvirkjun hagnast um 11 ma. ● Íslensk heimili tóku ríflega 15 millj- arða króna að láni hjá íslensku við- skiptabönkunum í októbermánuði. Juk- ust lánin um tæp 11% frá fyrri mánuði og hafa ekki verið meiri frá því í sept- ember í fyrra. Langstærstur hluti þeirra lána sem heimilin tóku voru húsnæð- islán með breytilegum vöxtum. Námu þau 14,3 milljörðum króna og jukust um 3,6 milljarða króna frá september- mánuði. Þetta kemur fram í gögnum Seðlabanka Íslands yfir ný útlán í bankakerfinu. Þau gögn ná aftur til árs- ins 2013 og þau sýna að á síðustu sex árum hafa fyrrnefnd lán með breyti- legum vaxtakjörum aldrei verið viðlíka umfangsmikil í nokkrum mánuði. Tölur yfir árið 2019 sýna þó að hraður vöxtur hefur verið í þessum lánaflokki frá því í maí þegar útlánin námu 7,5 milljörðum og jukust úr tæpum 4 milljörðum í apr- ílmánuði. Sérstaka athygli vekur að íbúðalán með föstum vöxtum drógust saman í októbermánuði. Það þýðir með öðrum orðum að meira var greitt upp í þeim lánaflokki en sem nam nýjum lán- tökum. Dróst lánaflokkurinn því sam- an um tæpan hálfan milljarð í mánuð- inum. Er það talsverður viðsnúningur frá septembermánuði þegar ný útlán með föstum vöxtum jukust um 1,4 millj- arða króna. Frá ármótum og út sept- embermánuð námu ný útlán í þessum lánaflokki að meðaltali 3,9 milljörðum. Íslensk heimili auka lán- tökur sínar hjá bönkum STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.