Morgunblaðið - 23.11.2019, Side 28
28 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019
PFAFF • Grensásvegi 13 • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is
LeIðIsKrOsS
SeM ÞOlIr
ÍSlEnSkA
VeÐRÁTtU!
M/TÍMaRoFa Og JaRðVeGsHÆL
VERÐ 8.990 KR.
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Donald Trump Bandaríkjaforseti
virti ráð háttsettra embættismanna í
Hvíta húsinu að vettugi og beitti sér
fyrir rannsókn á „ósannri kenningu“
um að Úkraínumenn hefðu haft af-
skipti af forsetakosningunum í
Bandaríkjunum árið 2016. Þetta kom
fram í vitnisburði Fionu Hill, fyrrver-
andi embættismanns í þjóðar-
öryggisráði Hvíta hússins, þegar hún
svaraði spurningum leyniþjónustu-
nefndar fulltrúadeildar Bandaríkja-
þings vegna rannsóknar sem deildin
hóf með það fyrir augum að ákæra
forsetann til embættismissis.
Þingnefndin er að rannsaka hvort
Trump hafi fryst aðstoð að andvirði
nær 400 milljóna dala og frestað fundi
í Hvíta húsinu með forseta Úkraínu,
Volodimír Zelenskí, til að knýja fram
rannsókn í landinu á pólitískum and-
stæðingi Trumps og meintum afskipt-
um Úkraínumanna af kosningunum í
Bandaríkjunum. Forsetinn neitar því
að hann hafi gerst sekur um embætt-
isbrot og lýsir rannsókninni sem póli-
tískum „nornaveiðum“.
„Ósannindi af pólitískum
rótum runnin“
Fiona Hill var sérfræðingur
þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins í
málefnum Rússlands og Evrópu.
Trump skipaði hana í embættið árið
2017 og hún sagði af sér 19. júlí.
Hill kom fyrir þingnefndina í fyrra-
dag og sakaði repúblikana í nefndinni
um að reyna að vekja efasemdir um
að Rússar hefðu haft afskipti af kosn-
ingunum í Bandaríkjunum 2016.
„Þær spurningar og yfirlýsingar sem
ég hef heyrt virðast benda til þess að
sum ykkar í nefndinni teljið að Rúss-
ar og öryggisstofnanir þeirra hafi
ekki stjórnað herferð gegn landi okk-
ar – og að Úkraína hafi ef til vill gert
það, einhvern veginn, af einhverjum
ástæðum,“ sagði Hill. Hún hvatti
þingmennina til að hampa ekki
„ósannindum sem eru af pólitískum
rótum runnin“ og sagði að þeir ættu
ekki að reyna að vekja efasemdir um
þá niðurstöðu bandarískra öryggis-
stofnana að Rússar hefðu reynt að
hafa áhrif á kosningarnar. „Þetta er
skáldskapur sem rússnesku öryggis-
stofnanirnar hafa sjálfar búið til og
útbreitt,“ sagði hún um kenninguna
um að Úkraínumenn hefðu haft af-
skipti af kosningunum.
Segja Úkraínumenn hafa
stolið tölvupóstunum
Repúblikanar hafa skírskotað til
greinar í Politico árið 2017 um að
embættismenn í Úkraínu hafi reynt
að hjálpa Hillary Clinton, forsetaefni
demókrata, í kosningabaráttunni
2016 með því að veita ráðgjafa lands-
nefndar demókrata upplýsingar um
tengsl Pauls Manaforts, kosninga-
stjóra Trumps, við þáverandi forseta
Úkraínu. Manafort var dæmdur sek-
ur á síðasta ári um skattaundanskot
og fjársvik, m.a. í tengslum við
greiðslur sem hann fékk fyrir störf
sín í Úkraínu. The Wall Street Journ-
al segir að bandamenn forsetans hafi
reynt að nota greinina í Politico til
renna stoðum undir þá kenningu að
það hafi verið Úkraínumenn, en ekki
Rússar, sem hafi brotist inn í tölvu-
kerfi landsnefndar demókrata og
kosningastjóra Clinton til að stela
tölvupóstum og leka þeim í því skyni
að koma höggi á hana í kosningabar-
áttunni. Samkvæmt þessari kenn-
ingu á netþjóni landsnefndarinnar að
hafa verið laumað til Úkraínu í því
skyni að leyna þessu. Bandarískar
leyniþjónustustofnanir hafa vísað
þessari kenningu á bug og komist að
þeirri niðurstöðu að rússneskir hakk-
arar, sem talið er að tengist leyni-
þjónustu og her Rússlands, hafi brot-
ist inn í tölvukerfið að fyrirmælum
stjórnvalda í Kreml.
Hill sagði að Trump hefði stutt
þessa kenningu og virt að vettugi ráð
háttsettra embættismanna sem
sögðu að hún væri ósönn. Giuliani
hefði staðið fyrir rógsherferð á hend-
ur Marie Yovanovitch og beitt sér
fyrir því að Trump vék henni úr emb-
ætti sendiherra Bandaríkjanna í
Úkraínu í maí vegna þess að hún var
sögð grafa undan tilrauninni til að
knýja fram rannsóknirnar í landinu.
Hill sagði að John Bolton, þáverandi
þjóðaröryggisráðgjafi forsetans,
hefði látið í ljós miklar áhyggjur af
framgöngu Giulianis en ekki talið sig
geta komið í veg fyrir að Yovanovitch
yrði vikið frá. „Giuliani er hand-
sprengja sem á eftir að sprengja okk-
ur öll í loft upp,“ hafði Hill eftir
Bolton.
Aðstoðin fryst að
fyrirmælum Trumps
David Holmes, bandarískur
stjórnarerindreki í Úkraínu, kom
einnig fyrir nefndina í fyrradag og
kvaðst hafa orðið miður sín 18. júlí
þegar embættismaður í fjárlagaskrif-
stofu Hvíta hússins, OMB, hefði sagt
að aðstoðin við Úkraínu hefði verið
fryst. „Embættismaðurinn sagði að
fyrirmælin hefðu komið frá forsetan-
um og Mick Mulvaney [skrifstofu-
stjóri Hvíta hússins] greindi OMB frá
því án frekari skýringa,“ sagði hann.
Holmes sagði einnig að embættis-
menn í Úkraínu hefðu vitað um mitt
síðasta sumar að Trump hefði sjálfur
beitt sér fyrir því að stjórnvöld í
Kænugarði hæfu rannsóknirnar.
Gordon Sondland, sendiherra
Bandaríkjanna hjá Evrópusamband-
inu, hafði áður komið fyrir nefndina
og sagt að hann hefði farið að fyrir-
mælum Trumps með því að óska eftir
„quid pro quo“, eða endurgjaldi, frá
Úkraínumönnum. Sondland sagði að
með beiðninni um rannsóknirnar
hefði Giuliani óskað eftir endurgjaldi
fyrir heimsókn forseta Úkraínu í
Hvíta húsið í Washington. Hann
kvaðst aldrei hafa fengið skýrt svar
við því hvers vegna Trump ákvað að
frysta fjárhagsaðstoðina sem þingið
hafði samþykkt að veita Úkraínu
vegna hernaðar Rússa. Hann kvaðst
því hafa dregið þá ályktun að frestun
aðstoðarinnar tengdist einnig beiðn-
inni um rannsóknirnar. Sondland
hefur verið á meðal stuðningsmanna
Trumps, sem skipaði hann í sendi-
herraembættið í mars 2018.
Bill Taylor, staðgengill sendiherr-
ans í Úkraínu, sagði þingnefndinni að
hann teldi að bein tengsl væru milli
beiðninnar um rannsóknir og ákvörð-
unarinnar um að frysta fjárhagsað-
stoðina. Repúblikanar hafa bent á að
ekkert vitnanna heyrði forsetann
segja það berum orðum að aðstoðin
væri skilyrt rannsóknunum sem
hann beitti sér fyrir.
Aðstoðin veitt eftir kvörtun
Vitnin sem komu fyrir þingnefnd-
ina sögðu að enginn háttsettur emb-
ættismaður á sviði varnar-, leyni-
þjónustu- eða hermála hefði viljað að
aðstoðin yrði fryst. Nota átti féð til að
hjálpa Úkraínu í stríði sem hafði þeg-
ar kostað 14.000 Úkraínumenn lífið
og einn embættismannanna sagði að
fleiri myndu falla ef aðstoðinni yrði
haldið eftir. Aðrir töldu að seinkun á
aðstoðinni myndi vera Vladimír Pút-
ín Rússlandsforseta til framdráttar.
Úkraína fékk ekki fjárhagsaðstoð-
ina fyrr en 11. september, tveimur
dögum eftir að óþekktur „uppljóstr-
ari“ sendi aðaleftirlitsmanni leyni-
þjónustustofnana landsins kvörtun
vegna símasamtals Trumps við for-
seta Úkraínu 25. júlí, þegar Trump
óskaði eftir rannsóknunum.
Komi ekkert óvænt upp er nú gert
ráð fyrir að leyniþjónustunefnd full-
trúadeildarinnar skrifi skýrslu um
niðurstöður sínar og sendi hana síðan
til dómsmálanefndarinnar sem á að
semja ákæruna á hendur forsetan-
um.
Vildi rannsókn á „skáldskap“
Trump sagður hafa beitt sér fyrir rannsókn á „ósannri kenningu“ um að Úkraínumenn, en ekki Rúss-
ar, hafi haft afskipti af kosningum í Bandaríkjunum Aðstoð við Úkraínu fryst að fyrirmælum Trumps
AFP
Eiðsvarinn vitnisburður Fiona Hill, fyrrverandi embættismaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, og stjórnarerind-
rekinn David Holmes sverja eið áður en þau báru vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar meint embættisbrot Trumps.
svona ár, eitt og hálft, eða tvö. Hún
talaði illa um mig, vildi ekki verja
mig og ég hef rétt til að skipta um
sendiherra. Venja er að sett sé upp
mynd af forseta Bandaríkjanna í
sendiráðum. Hún var enginn engill,
þessi kona.“
Yovanovitch bar vitni fyrir rann-
sóknarnefnd fulltrúadeildar þings-
ins í vikunni sem leið og sagði að
sér hefði verið vikið úr embættinu
vegna „rangra staðhæfinga“
manna með „vafasöm markmið“.
Donald Trump Bandaríkjaforseti
hringdi í spjallþátt fréttasjónvarps-
ins Fox News til að gagnrýna Marie
Yovanovitch, sem hann vék úr emb-
ætti sendiherra Bandaríkjanna í
Úkraínu í maí. Hann sagði að hún
hefði neitað að setja upp mynd af
honum í sendiráðinu í Kænugarði.
„Þessi sendiherra, sem allir
segja að sé svo frábær, hún vildi
ekki hengja upp mynd af mér í
sendiráðinu,“ sagði forsetinn. „Hún
stjórnar sendiráðinu, þetta tók
„Hún vildi ekki hengja upp mynd af mér“
BANDARÍKJAFORSETI HRINGDI Í SPJALLÞÁTT TIL AÐ GAGNRÝNA FYRRVERANDI SENDIHERRA
AFP
Í vörn Donald Trump forseti á yfir höfði
sér ákæru til embættismissis.