Morgunblaðið - 23.11.2019, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 23.11.2019, Qupperneq 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019 3 herbergja neðri hæð 108,4m2 Innangengt er úr bílskúr í gegnumþvottahús, þá fylgir eigninni 113m2 sér afnotareitur á baklóð hússinsmeð timburverönd. 3 herbergja efri hæð 130,3m2 Aukin lofthæð, auka baðherbergi inn af svefnherbergimeð 40m2 svölum til suðurs. Allar upplýsingar veita Helga Pálsdóttir lögg. fasteignasali Sími 822 2123 helga@fastlind.is ÞorsteinnYngvason lögg. fasteignasali Sími 696 0226 thorsteinn@fastlind.is OPIÐHÚS laugardaginn23/11 milli klukkan 12 og 13 SJÓN ER SÖGU RÍKARI! Nýtt í sölu! Bjarkardalur 4-6 Reykjanesbæ Fullbúnar 3ja herbergja íbúðir með bílskúr. Frábær hönnun! Lind fasteignasala kynnir í einkasölu nýjar og glæsilegar, fullbúnar þriggja herbergja íbúðir í fjórbýlishúsi að Bjarkardal 4-6 í Reykjanesbæ. Íbúðirnar eru einstaklega vandaðar og skilastmeð gólfefnum á öllum rýmum, fallegum innréttingum, ísskápm. frysti, uppþvottavél og smekklegri lýsingu frá Lumex. Íbúðirnar erumeð bílskúr, sér inngangi og þvottahúsi. Verð frá 44,9milljónum. Íoktóberlok var þvífagnað að öld væriliðin frá því að verk-fræðingar hófu merkt íðorðastarf sitt. Ekki leið nema ár áður en Lestrarfélag kvenna fylgdi í kjölfarið með stofnun móðurmálsnefndar. Nýjan orðaforða þurfti til að lýsa breytingum á verklegum framkvæmdum, jafnt sem daglegu lífi, á mataræði, fatnaði og hýbýlum í bæj- unum. Einn aðalforsprakk- inn var Laufey Vilhjálms- dóttir, kona Guðmundar Finnbogasonar, formanns orðanefndar verkfræðinga. Hún var ekki að fara í fót- spor hans, heldur voru þau samstiga. Hún var hug- sjónamanneskja um mennt- un og íslenskukennslu, listfeng og þekkt af kraftmiklu frumkvöðla- starfi. Laufey var ein af stofnendum Kvenréttindafélagsins árið 1907 og ritari þess í mörg ár. Ung lauk hún prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík, og kenndi við þann skóla í tvö ár, en fór á kennaraskóla í Danmörku. Árið 1900 gerðist hún kennari við barnaskólann í Reykjavík og kenndi m.a. teikningu og lestur í 14 ár. Það vekur athygli að í kennaratíð sinni, á árunum 1908-9, gaf hún út stafrófs- kver í tveimur bindum sem naut mikilla vinsælda. Hún lagði mikinn metnað í út- gáfuna og fékk ungan myndlistarmann til að skreyta kverið. Sá hét Ásgrímur Jónsson og var þá rétt farinn að vekja á sér athygli fyrir listsköpun sína. Konur úr Kvenréttindafélag Íslands stofnuðu lesstofu fyrir konur árið 1907, nokkurs konar útlánasafn. Þar var bókum og tímaritum deilt, ekki síst um kvenréttindamál. Reksturinn var erfiður svo að fjórum árum síðar var Lestrarfélagið sett á fót. Laufey varð strax formaður og leiddi félagið til dauðadags árið 1960. Ári eftir stofnun félagsins var einnig opnuð lesstofa fyrir börn, hugsuð sérstaklega fyrir börn sem bjuggu við erfiðar aðstæður og þurftu á stuðningi við heimanám að halda. Mikill kraftur var í félaginu og árið 1920 var fyrrnefnd móðurmál- snefnd sett á laggirnar sem var ætlað að vinna að því að tekin verði upp góð íslenzk heiti á hlutum, vinnubrögðum í stuttu máli á öllum þeim margbreyttu fyrirbrigðum sem fyrir koma innan ,takmarka heimilanna‘, eins og sagt var í tillögunni. Í 4. árgangi tímaritsins 19. júní, 4. tölublaði árið 1921 birtist síðan langur orðalisti með hvatn- ingu um að nýyrði eða orð sem eru þegar í málinu væru notuð í stað almennt notaðra orða úr erlendum tungumálum sem sýnd voru í sviga, þar má t.d. nefna úrtak (prufa), snyrting (tojalett), heimilis- fang (adressa), veggfóður (betrek), blómvöndur (buket), fjölskylda (familía), tíska (móður), skóhlífar (galossíur), eldhús (kokkhús), her- bergi (verelsi), skrifstofa (kontór), nafnspjald (vísitkort) og tappa- togari (korktrekkjari). Gaman er að skoða þennan lista. Mörg fyrirbæri eru strax orðin úreld, önnur eru enn í fullu gildi. Lesendur eru hvattir til að nota svo eingöngu það er ykkur þykir betra. Máske kostar það dálitla fyr- irhöfn í fyrstu, en sú fyrirhöfn margborgar sig. Orðasmíð kvenna Tungutak Guðrún Nordal gnordal@hi.is Laufey Vilhjálmsdóttir. Fyrir liðlega viku gekk ég um myndarlegthús, skammt fyrir utan Köln í Þýzkalandi,þar sem einu sinni átti heima gamall maðursem hlýtur að hafa búið yfir ótrúlegu and- legu og líkamlegu þreki. Með mér var yngri bróðir minn, Gunnar Gunnarsson, fyrrverandi sendiherra, og við nutum leiðsagnar Bettínu Adenauer-Bieber- stein, sem er ein af barnabörnum Konrads Aden- auers, fyrsta kanslara Vestur-Þýzkalands eftir stríð, sem þarna bjó. Afkomendur hans hittast a.m.k. einu sinni á ári í þessu húsi. Þetta er myndarlegt hús en að öðru leyti eins og ósköp venjulegt heimili, eins og við þekkjum þau. Konrad Adenauer er eitt stærsta nafn í síðari tíma sögu Evrópu. Hann leggur grunn að Kristilega demó- krataflokknum í Þýzkalandi (flokki Angelu Merkel) og tekur að sér 73 ára gamall að leiða endurreisn Vestur-Þýzkalands eftir heimsstyrjöldina síðari, þeg- ar allt var í rúst í bókstaflegri merkingu og sálarlíf þýzku þjóðarinnar líka. Hann hvarf frá völdum 87 ára gamall og þá var endurreisn Vestur-Þýzkalands kom- in vel á veg. Þar sem við stóðum í skrifstofu gamla mannsins varð mér hugsað hingað heim og til umræðna hér og þá ekki sízt í mínum flokki, þar sem margvíslegar athugasemdir hafa fallið síðustu misseri um afskipti öldunganna þar, sem hafa fyrst og fremst falizt í að lýsa skoð- unum á málefnum líðandi stundar, sem hafa verið misjafnlega vel þegnar af yngri kynslóðum. Hverjum ætli hafi dottið í hug að fá svo gamlan mann til að leiða endurreisn Þýzkalands? Sennilega hafa þar átt hlut að máli einhverjir sem hafa talið að lífsreynsla hans og þekking á málefnum þýzku þjóðarinnar mundu koma að góðum notum. Adenauer dó 91 árs gamall, fjórum árum eftir að hann lét af kanslaraembætti. Nafn hans mun lifa í þýzkri sögu um aldir þegar yngri eftirmenn hans verða flestir gleymdir. En líklega mundi engum „Adenauer“ verða tekið opnum örmum í Sjálfstæðisflokknum í dag, þótt flokkurinn virðist hafa tapað endanlega um helmingi reglubundins fylgis frá fyrri tíð! Er það kannski umhugsunarvert á sama tíma og enn eitt áfallið ríður yfir þessa fámennu þjóð, þar sem er Samherjamálið? Við börðumst með kjafti og klóm til þess að losna við brezka veiðiþjófa af Íslandsmiðum. Hverjum hefði dottið í hug að hálfri öld síðar stæði fátæk Afríkuþjóð frammi fyrir Íslendingum í áþekku hlutverki og Bretar hér fyrr á tíð? Þjóðverjar hafa hins vegar ekki gleymt fortíð sinni, þótt um 75 ár séu liðin frá lokum heimsstyrjaldar- innar síðari. Í kjölfar umræðna á fundi þýzk-íslenzka félagsins í Köln mátti heyra mjög skýrt hversu sterk pólitísk samstaða er enn í Þýzkalandi um að þeir eigi að hafa hægt um sig þrátt fyrir að vera sterkasta efnahagsveldið í Evrópu. Um það virðist vera víðtæk samstaða ráðandi kyn- slóða stjórnmálamanna í nánast öllum flokkum, svo og meðal embættismanna og fjölmiðla. Er líklegt að á því verði breyting í fyrirsjáanlegri framtíð? Það var ekki að heyra á þeim, sem voru á fyrrnefndum fundi, þar sem m.a. var einn af fyrrverandi sendiherrum Þjóðverja hér á landi. En um leið er Þjóðverjum ljóst að það eru að verða viðhorfsbreytingar í Washington til tengsla Banda- ríkjamanna við Evrópuríkin. Þær eiga sér lengri sögu en Trump alveg eins og kröfur Bandaríkja- manna um að Evrópuríkin taki meiri þátt í kostnaði við þeirra eigin varnir voru komnar til fyrir tíma Trumps. Það sem hefur hins vegar breytzt er það að öllum er ljóst að Trump er óútreiknanlegur og til alls lík- legur. En um leið er eftirtektarvert að í Þýzkalandi sýnast menn ekki hafa jafn miklar áhyggjur af Rússum og ætla mætti. Ástæðan er sú að þar í landi telja menn efnahagslega stöðu Rússa svo veika að þeir hafi enga efnahagslega burði til þess að veita árásargirni sinni gagnvart nágrannaþjóðum út- rás. Stóra myndin er hins vegar sú að alþjóðapólitík Vesturlanda eins og við höfum þekkt hana er í ein- hvers konar uppnámi. Fyrir nokkrum dögum gengu fyrirsagnir í þýzkum blöðum út á að stjórnvöld þar í landi vildu beita sér fyrir eins konar nýju upphafi Atlantshafsbandalagsins, sem kannski má segja að sé viss viðurkenning af þeirra hálfu á kenningum Mac- rons, Frakklandsforseta um „heiladauða“ þeirra sam- taka. Þetta ástand allt skiptir okkur Íslendinga miklu máli. Við erum eftir sem áður nánast einir hér í Norður- höfum ásamt Færeyingum og Grænlendingum. Kínverjar og Rússar sækja á stóraukin áhrif á norðurslóðum. Eina vörn okkar í raun og veru er herstyrkur Bandaríkjamanna og að þeir líti á það sem sína hags- muni að halda þeim stórþjóðum tveimur í hæfilegri fjarlægð. Er hægt að treysta Bandaríkjum Trumps? Sú spurning er til umræðu í höfuðborgum Evrópu og hún hlýtur líka að vera til umræðu hér vegna þess að hún skiptir okkur mjög miklu máli. Í þeim efnum skipta friðaryfirlýsingar vinstri- manna hér nákvæmlega engu máli. Þar ræður harður veruleikinn ferð. Þess vegna er það orðið nánast kristaltært að við búum við meiri óvissu í utanríkismálum nú en við höfum nokkru sinni gert frá því að lýðveldi var stofn- að á Íslandi. Er ekki orðið nauðsynlegt að taka upp viðræður um þann veruleika við helztu bandalagsþjóðir okkar, svo að við vitum hvar við stöndum? Í húsi gamals manns … sem hefur búið yfir ótrúlegu andlegu og líkamlegu þreki Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Dagana 13.-14. nóvember 2019sat ég ráðstefnu í Vínarborg um austurrísku hagfræðihefðina, sem Carl Menger var upphafsmaður að en innan hennar störfuðu einnig Eugen von Böhm-Bawerk, einn skarpskyggnasti gagnrýnandi marx- ismans, Ludwig von Mises og Fried- rich A. Hayek. Ég var beðinn um að flytja erindi á ráðstefnunni og skoð- aði ég hugmyndatengsl Mengers og Hayeks. Menger velti því fyrir sér hvernig ýmsar hagkvæmar og heilladrjúgar venjur og stofnanir hefðu getað orðið til án þess að vera ætlunarverk eins né neins. Nefndi hann í því sambandi peninga, venju- rétt, markaði og ríkið. Hayek gerði síðan hugtakið sjálfsprottið skipulag að þungamiðju í kenningu sinni: Margt getur skapast án þess að vera skapað; regla getur komist á, án þess að nokkur hafi komið henni á; skipulag krefst ekki alltaf skipu- leggjanda. Þeir Menger og Hayek drógu báð- ir þá ályktun að sósíalismi hvíldi á hugsunarvillu. Sósíalistar skildu ekki hugtakið sjálfsprottið skipulag. Þeir teldu að allt hlyti að vera ætl- unarverk einhvers, ekki afleiðing flókinnar þróunar, víxlverkunar vit- unda. Þess vegna vildu sósíalistar endurskapa skipulagið, þótt það hefði að visu endað með ósköpum í Þýskalandi Hitlers, Rússlandi Stal- íns og Kína Maós. Þjóðernissósíal- istar kenndu gyðingum um böl heimsins en aðrir sósíalistar auð- valdinu. Angi af þessari hugsun er að líta á tekjudreifingu í frjálsu hag- kerfi sem ætlunarverk í stað þess að átta sig á því að hún er niðurstaða úr óteljandi ákvörðunum einstaklinga. Þeir Menger og Hayek voru líka sammála um að einstaklingsbund- inni skynsemi væru takmörk sett. Aðalatriðið væri ekki að reyna að stýra þróuninni, heldur að ryðja úr vegi hindrunum fyrir henni svo að hún gæti orðið frjáls. Þeir voru þess vegna í senn íhaldssamir og frjáls- lyndir. Íhaldssemi þeirra birtist í virðingu fyrir arfhelgum siðum og venjum sem auðvelduðu gagn- kvæma aðlögun einstaklinga. Frjáls- lyndi þeirra kom hins vegar fram í stuðningi þeirra við virka samkeppni á markaði, sem miðlaði þekkingu og aflaði nýrrar. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Frá Vínarborg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.