Morgunblaðið - 23.11.2019, Qupperneq 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019
vel til að spara jólapappírskaup
fyrir næstu jól.
Ég man ekki eftir því að þú
hafir kvartað yfir þeim aðbúnaði
sem var á þeim tímum, en nú í
seinni tíð töluðum við oft um það
hvað breytingarnar væru alveg
ótrúlega miklar.
Elsku mamma mín, ég get ekki
annað en minnst á öll þau jól, og
raunar allar þær ánægjustundir
þar sem við, fjölskyldan þín, sam-
einuðumst hjá þér, bæði heima á
Víðimel og á ýmsum öðrum stöð-
um sem við komum saman á til að
skemmta okkur. Og þeim sið
héldum við alveg þar til þú fluttir
á dvalarheimili aldraðra á Sauð-
árkróki þar sem þú varst bara
sæmilega sátt að vera, en þú
varst búin að vera þar í rúm tvö
ár.
Elsku mamma mín, ég vil að
lokum þakka þér fyrir allar ynd-
islegu samverustundirnar hér á
jörð og veit að þú ert komin til
pabba og þið svífið um drauma-
landið ásamt öllum okkar ástvin-
um sem eru þar og njótið ykkar
vel og ég veit að þið munið taka á
móti okkur þegar okkar tíma lýk-
ur hér á jörðu.
Ástar- og saknaðarkveðjur frá
okkur öllum.
Þinn sonur,
Jón Árnason (Nonni).
Þegar ég lygni aftur augunum
og hugsa um hana ömmu Báru þá
er söknuður það fyrsta sem kem-
ur upp en strax á eftir gleði og
bros. Amma er fyrir mér sú
hjartahlýjasta og besta kona sem
ég hef kynnst. Hún var amma og
þegar ég segi amma, þá töluðu
allir um hana sem kynntust henni
sem ömmu Báru, hvort sem þeir
voru skyldir henni eða ekki. Ynd-
isleg er orðið sem mér finnst lýsa
ömmu best. Það yndislegasta og
besta hjá ömmu var að hafa fjöl-
skyldu og vini hjá sér, fullt hús af
fólki. Hennar ástríða var fjöl-
skyldan. Barnabörnin, barna-
barnabörnin og barnabarna-
barnabörnin voru alltaf í
uppáhaldi hjá ömmu og hún í
uppáhaldi hjá þeim, enda lét hún
hverju og einu líða sem það væri
númer eitt. Allir voru jafnir hjá
henni og því allir númer eitt hjá
elsku ömmu.
Allar stundirnar með ömmu
voru yndislegar og eru þær ótelj-
andi sögurnar sem allar segja
hversu yndisleg og góð amma
var. Það er ekki hægt að velja á
milli sagna en það var alltaf gam-
an þegar við gulldrengirnir
hennar, ömmustrákarnir, kom-
um saman til hennar að spjalla
um daginn og veginn. Engum að
óvörum varð veiði oftast aðalum-
ræðuefnið og amma gaf okkur
óskipta athygli og sýndi alltaf
áhuga. Það var hægt að spjalla
við ömmu um allt, en öll okkar
veiðiár hefur hún brýnt fyrir
okkur að veiða ekki meira en við
þurfum. Hún var dýravinur og
bar mikla virðingu fyrir nátt-
úrunni og með tímanum tókst
henni að koma inn hjá okkur
þessari gullnu reglu. Hún minnti
mann nú samt alltaf á þetta, nú
síðast fyrir rjúpuna í haust sagði
hún mér að muna að veiða aðeins
í jólamatinn og ekki meir.
Minningin um yndislega konu
og bestu ömmu í heimi mun lifa
um ókomin ár.
Hörður Birgir Hafsteinsson.
Þegar ég sest niður til að
skrifa minningargrein um
tengdamömmu mína kemur fyrst
í hugann þakklæti fyrir að kynn-
ast svona heilsteyptri og yndis-
legri konu. Ekkert vesen, allir
jafnir stórir sem smáir. Hún
skammaði aldrei neinn, ræddi
málin og stóð að því að allir væru
vinir. Faðmur Báru var svo stór
að öll börn sóttu í hana, bæði í
gleði og sorg. Það fannst öllum
gott að kúra hjá ömmu eða lang-
ömmu eða langalangömmu.
Ein lítil saga af miklum gaura-
gangi á Víðimel, barnabörnin
hlaupandi út um allt með þvílík-
um látum og góðvinur okkar,
Snorri Ingimarsson frá Ásgarði,
sagði við Báru: „Mikið ósköp áttu
falleg og yndisleg barnabörn.“
„Já, það á ég, ég var svo heppin
með tengdabörn,“ sagði Bára.
Þetta féll nú ekkert sérstaklega í
kramið hjá börnum Báru en allt
fyrirgefið.
Bára fékk sinn skammt af
sorg og söknuði í gegnum árin en
hún var alltaf eins og klettur,
hélt utanum sitt fólk og hug-
hreysti það með því að rifja upp
gleðistundir sem þau höfðu átt
saman.
Nú stöndum við stórfjölskyld-
an í þeim sporum að taka við kefli
gömlu konunnar. Hún ætti að
vera búin að kenna okkur nóg til
að standa okkur vel og vonandi
getum við orðið við ósk hennar.
Þar sem englarnir syngja þar
ert þú, elsku tengdamamma.
Megi ferð þín á næstu stig verða
þér auðveld. Ég veit að endur-
fundir við allt þitt fólk sem farið
er verða ánægjulegir, get alveg
ímyndað mér það.
Við sem erum hér söknum þín
óendanlega mikið en við gerum
það sem þú kenndir okkur, að
rifja upp gleði- og samveru-
stundir. Af þeim er nóg að taka.
Við Amý skulum halda utan um
okkar fjölskyldu og umvefja hana
sömu ást og þú gerðir við okkur.
Eins og þú sagðir alltaf, engl-
arnir passi þig, elsku mamma og
tengdamamma.
Hafsteinn Harðarson.
Ég man þegar ég kom inn í fjöl-
skyldu mannsins míns og kynntist
öllu því yndislega fólki sem í henni
er og þar með ömmu Báru. Upp-
lifun mín af fjölskyldunni, sem tel-
ur ansi marga, var að mínu mati
einstök. Mér leið eins og ég væri
komin inn í kærleiks-mafíu, og
auðvitað var Bára þar höfðinginn
sem stráði kærleika yfir allt sitt
fólk, hélt utanum það og nærði af
öllum sínum mætti. Þar sem ég
var orðin kærasta barnabarns
hennar þá var ég orðin hennar
líka.
Ég átti yndislegar stundir með
ömmu Báru, þar á meðal í eldhús-
króknum hennar á Víðimel. Við
spjölluðum um alla heima og
geima eða spiluðum olsen olsen
yfir kaffibollum og heimagerðum
kleinum, pörtum og piparkökum.
Það var alltaf notalegt og hlýtt hjá
ömmu enda sóttust öll börnin,
barnabörnin, barnabarnabörnin
og viðhengi þeirra allra til hennar.
Því var iðulega rennerí og
margt um manninn. Enginn fór út
með tóman magann frá ömmu og
þau yngstu voru ansi iðin við að
koma við þar sem þau fengu alltaf
lítinn sleikjó og oftar en ekki fleiri
en einn eða tvo ... engin önnur
manneskja hefði komist upp með
þetta, hjá mörgum foreldrunum,
nema amma Bára.
Amma Bára var yndisleg kona
og í raun eru ekki til nægilega
stór eða falleg orð til sem lýsa
henni. Hún var með ofboðslega
stórt og fallegt hjarta og svo örlát
á kærleika sinn og hlýju að það
fór ekki fram hjá neinum. Hún
hafði pláss fyrir alla og tók á móti
öllum með opinn faðminn.
Ég er svo innilega þakklát fyr-
ir að hafa kynnst ömmu Báru og
átt hana að. Amma Bára mín mun
ávallt eiga risastóran sess í hjarta
mínu og áfram vera sú fallega
fyrirmynd sem hún var. Það eru
forréttindi að hafa fengið að vera
samferða þessari einstöku konu
sem verður sárt saknað og
minnst af hlýju og gleði.
Elín Ingólfsdóttir.
Ég vil minnast Báru Jóns-
dóttur, húsfreyju á Víðimel í
Skagafirði, sem er látin á 98.
aldursári. Rúmlega hálf öld er
síðan ég kom fyrst 13 ára gamall
til sumardvalar á Víðimel til
Sveins og Steinunnar, sonar
hennar og tengdadóttur, en
Steinunn er systir mín. Alls
dvaldi ég sjö sumur á Víðimel við
leik og störf og átti margar
stundir í eldhúsinu hjá Báru.
Bára var einstök kona. Betri
manneskju er ekki hægt að hugsa
sér. Hún varð fyrir áföllum í líf-
inu, missti mann sinn eftir erfið
og langvarandi veikindi langt fyr-
ir aldur fram ásamt því að hafa
þurft að horfa á eftir tveimur
barnabörnum sínum og lang-
ömmubarni, sem eru látin. Bára
bognaði stundum, en þessi sterka
kona brotnaði aldrei.
Ég minnist Báru fyrst og
fremst fyrir mannkosti hennar.
Hún tók iðulega málstað þeirra
sem minna máttu sín og var alltaf
kát og glöð.
Hún hugsaði vel um afkom-
endur sína, sem nú telja vel á
fimmta tuginn, gladdist með
þeim og fylgdist vel með því sem
þau voru að gera.
Ég þakka alla þá einstöku góð-
vild sem hún sýndi mér frá fyrstu
stundu og við fjölskyldan sendum
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Sigmundur Ámundason.
ég vil trúa því að fagnaðarfundir
hafi verið þegar hann hitti
Diddu sína og svo elsku Unni,
elstu dóttur þeirra, sem er ný-
farin frá okkur.
Ég þakka mínum kæra bróð-
ur samfylgdina, stundum slitr-
ótta en alltaf í anda, enda leyni-
þráður okkar spunninn þétt frá
frumbernsku á horfinni öld. En
minning lifir um góðan bróður.
Hún lifir í fólkinu hans Adda,
ættleggnum fallega sem þau
Didda sköpuðu saman.
Guðný Helgadóttir (Dunna).
Árni Ingimar Helgason, sem
af flestum sem hann þekktu var
kallaður Addi, lést 9. nóvember
2019. Í mínum fyrstu minning-
um á Þórshöfn var Addi áber-
andi og eftirtektarverður mað-
ur. Ekki var hann hár í loftinu
en snarpur og gaf hvergi eftir
sinn hlut. Addi var sjómaður og
farsæll formaður og útgerðar-
maður frá unga aldri og þar til
hann hætti sjómennsku vegna
aldurs. Í mínu minni var sterkt
samband milli hans og pabba,
það samband var gott og fannst
mér það styrkjast með tímanum
og meðan pabbi lifði. Seinna
tengdi ég þetta samband m.a.
við það að Addi var kvæntur ná-
frænku pabba, Diddu. Það spillti
ekki fyrir.
Sem patti og fram yfir ferm-
ingaraldur stússaðist ég í kring-
um trilluútgerð pabba, beitti og
réri með honum á vorin og
sumrin en langaði að komast á
stærri bát. Árið 1967 þegar ég
var 16 ára gafst mér færi á að
ráðast sem háseti hjá Adda á
spítu-Fagganum, sem við köll-
uðum. Síðan komu stærri bátar.
Þar hófst okkar samstarf og
samband. Var þetta upphaf að
tíu sumra samstarfi. Fyrir mér
var þetta gæfuspor og bar aldr-
ei skugga á okkar samskipti.
Addi var harðduglegur og út-
sjónarsamur sjómaður og for-
maður. Og fiskinn. Í því sam-
bandi rifjast oft upp fyrir mér
upphaf nótaveiði í Þistilfirði og
við Langanes. Addi var frum-
kvöðull að nótaveiði á þessu
svæði árið 1967. En mikið bras
og þol kostaði þetta og margt
skrautlegt upp kom. Skortur á
tækjum og rifnar nætur, aðal-
lega vegna kunnáttuleysis við
nýjan veiðiskap. Nokkrar ferðir
til Seyðisfjarðar til að gera við
rifna nót. En æfingin skapaði
meistarann.
Ekki leið á löngu þar til að
tökum var náð á þessu magnaða
veiðarfæri sem nótin var, en
ekki voru allir á svæðinu sáttir
við þessa veiðiaðferð. En það er
önnur saga. Bátum á svæðinu
fjölgaði sem þennan veiðiskap
stunduðu og margir langt að
komnir. En fáir höfðu við Adda
við veiðarnar. Var hann af okk-
ur guttunum á Þórshöfn kall-
aður foringinn og það með réttu.
Oft stóðum við Addi, á stími
eða við leita að lóðningum, sam-
an í brúnni og þögðum. Addi var
spar á orðin og okkur leið vel
saman í þögninni. Humm og hæ
og smáræskingar og sogið upp í
nefið. Og drukkið kaffi.
Ekki er hægt að ræða um
ævistarfs Adda án þess að minn-
ast á Diddu, lífsförunaut hans.
Þeirra samband var sterkt og
náið. Hún sá um allt bókhald í
landi og var betri en enginn.
Traust og pottþétt með allt sem
laut að rekstri og uppgjöri við
okkur skipsfélagana. Sama er að
segja um Adda, hann var traust-
ur og orðheldinn og sannur vin-
ur. Liðin eru ríflega 40 ár síðan
við unnum saman en minningin
er sterk og góð um góðan
dreng. Eftirlifandi dætrum og
syni og öðrum aðstandendum
votta ég mína innilegustu sam-
úð.
Kristján Indriðason.
Sé lítið til þróunarsögunnar
getum við rakið okkur þráðbeint
í sjóinn. Blóð okkar inniheldur
svipað saltmagn og finnst í sjón-
um, og okkur er býsna eiginlegt
að synda – jafnvel ungbörn virð-
ast að sumu leyti sköpuð til að
fljóta án þess að drukkna.
Alltaf hafði ég á tilfinningunni
að blóðið í mínum fyrrverandi
mági, skipstjóra, lærimeistara í
fiskveiðum og stöku sinnum
drykkjubróður,væri aðeins salt-
ara en í okkur hinum. Hann var
sjómaður af lífi og sál, gegn-
umheill og traustur, stýrði fleyj-
um sínum af kunnáttu, rósemi
og öryggi, og var yfirmaður,
sem við skipsfélagarnir á gamla
Fagranesi ÞH 123 bárum
ómælda virðingu fyrir.
Þótt sá sem þessar línur ritar
væri aðeins háseti á bátnum eitt
sumar, var það meira en nóg til
að finna í þessum manni alla þá
kosti, sem góðir sjómenn og
skipstjórar eiga að hafa til að
bera.
Bátinn þekkti Addi eins og
handarbak sitt. Hann gat verið
kappsamur við fiskveiðar, en
aldrei þannig að tekin væri
óþarfa áhætta. Minnisstætt er,
þegar við vorum rétt norðan við
Langanesfont með 18 tonn af
ufsa í síldarnótarbleðlinum sem
við höfðum verið að þreifa okkur
áfram með, þegar bræla af væg-
ari sortinni með norðaustan-
strekkingi, tók allt í einu að fær-
ast verulega í aukana. Skakarar,
sem verið höfðu sunnan Langa-
ness, voru óðum á leið til hafnar
og skipper linnti ekki látum fyrr
en Fagranesið hékk í þremur
lánsakkerum – að öðrum kosti
hefði bátinn rekið beint upp í
klettana með tonnin átján og
nótina.
En ufsinn var miskunnarlaust
blóðgaður í öllum látunum – öll
átján tonnin – og að því loknu
sagði skipstjórinn hinn rólegasti
„farið þið bara í koju strákar –
ég stend stímið“. Ekki hvarflaði
að okkur hásetunum að eitthvað
gæti komið fyrir með „kallinn“
við stýrið, enda sváfu örþreyttir
hásetar alla leið til Þórshafnar.
Hann steig ölduna af öryggi
og festu, og sama gilti um líf
hans í landi, en þar naut hann
þess að eiga yndislega konu og
fjórar líflegar dætur – seinna
einnig son – en Didda heitin var
lífsförunautur sem var honum
stoð og stytta og bjó fjölskyld-
unni heimili sem unun var að
heimsækja þann tíma sem við
systir hans, Oddný heitin, áttum
saman.
Það eru forréttindi að fá að
kynnast og umgangast fólk eins
og Adda og Diddu. Blessuð sé
minning þeirra beggja.
Aðstandendum öllum sendi ég
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Jósep Ó. Blöndal.
Elsku besti
Sigurjón minn.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hjartað mitt er fullt af sorg
og söknuði, elsku börnin okkar
halda utan um mig og ég reyni
að passa þau öll.
Megi ljós og friður fylgja þér,
elsku ástin mín.
Þín
Edda Björk.
Elsku pabbi, það hefur verið
óendanlega sárt að kveðja þig,
þú varst tekinn frá okkur allt of
snemma. Við erum þakklát fyrir
margar góðar minningar um þig
sem eru ómetanlegar núna þeg-
ar þú ert farinn frá okkur.
Þú varst óvenjufyndinn mað-
ur, orðheppinn og fljótur að
svara fyrir þig. Þegar við fjöl-
skyldan rifjum upp sögur af þér
er mikið hlegið. Þú hafðir ein-
stakt lag á að sjá skondnu hlið-
arnar á málunum sem enginn
kom auga á nema þú. Þú hafðir
einstaka frásagnarhæfileika og
hversdagslegustu hlutir urðu
sprenghlægilegir í þinni frásögn.
Stríðni þín, sem oftar en ekki
var einstaklega vel heppnuð,
lenti svo á okkur hinum sem vor-
um auðtrúa á þá fáránlegu hluti
sem þér datt í hug að ljúga að
okkur. Við systur og mamma
urðum oftar en ekki fyrir þessari
stríðni og virtumst aldrei læra
inn á bullið í þér, Andri sá oftar í
gegnum þig enda ansi líkur
pabba sínum.
Þú hafði frá svo mörgu
skemmtilegu að segja og sagðir
okkur ófáar skemmtisögurnar.
Þær voru ekkert allar alveg
sannar enda sagði þú alltaf að
óþarfi væri að skemma góða
sögu með sannleikanum. Jafn-
framt kenndir þú okkur að ekk-
ert í lífinu væri svo alvarlegt að
ekki væri hægt að gera grín að
því.
Þú tókst lífið mátulega alvar-
lega og það var gott að alast upp
Sigurjón
Sveinbjörnsson
✝ Sigurjón Svein-björnsson
fæddist 24. nóvem-
ber 1957. Hann lést
29. september
2019.
Útför Sigurjóns
fór fram 10. októ-
ber 2019.
hjá pabba sem sá
ávallt jákvæðu hlið-
arnar á öllum mál-
unum. Ekkert
vandamál var svo
stórt að ekki væri
hægt að leysa það
og já oftast gera
svolítið grín að því í
leiðinni. Þú kenndir
okkur líka að taka
okkur sjálf ekkert
of hátíðlega og
skaust óspart á okkur ef þér
fannst við vera að fara eitthvað
út af sporinu. Við systkinin vor-
um einstaklega heppin með
æskuheimili og var heimili okkar
alltaf vinsælast af okkar vinum
því við áttum svo skemmtilega
foreldra. Þið mamma tókuð allt-
af vel á móti vinum okkar og allt-
af var sjálfsagt að koma óvænt
með vini í kvöldmat enda ávallt
gert ráð fyrir nokkrum auka-
munnum við eldamennskuna.
Börnin þín þrjú urðu svo sex
þegar makar okkar komu til sög-
unnar, sem sumir voru bara
börn þegar þeir komu inn í fjöl-
skylduna, enda þeim ávallt tekið
eins og þínum eigin börnum.
Þú elskaðir að vera afi. Varst
alltaf svo stoltur af barnabörn-
unum þínum og talaðir oft um
hversu falleg, klár og sniðug þau
væru. Þú hafðir svo gaman af því
að segja sögur af þeim og nutu
þau þess að fá að vera á Berghóli
hjá ömmu og afa. Þar má líka
flestallt og alltaf til ís í frystin-
um. Við systkinin höfum oft
hlegið að því hversu slakur þú
varst á öllum reglum þegar kom
að barnabörnunum, fyrir þau
giltu klárlega ekki sömu reglur
og voru í gildi í okkar uppvexti.
Þú tókst veikindunum þínum
af einskæru æðruleysi og lést
verki eða þreytu ekki stoppa þig
heldur gerðir það sem þig lang-
aði til og aldrei heyrði maður þig
kvarta.
Þú elskaðir vinnuna þína og
sinntir henni fram á síðasta dag
eins og þér var einum lagið.
Elsku pabbi, við erum svo
sannalega þakkát fyrir að hafa
átt þig að, þú ert og verður alltaf
hetja í okkar augum og pabbinn
sem gat allt nema eitt.
Hvíldu í friði, elsku pabbi.
Andri og Bryndís,
Anna og Þóroddur,
Ingibjörg og Björn.
Elsku afi minn, ég sakna þín
svo mikið alla daga. Þú varst svo
skemmtilegur og góður við mig.
Þú ert fyndnasti og besti afinn
og amma saknar þín eins og ég.
Elsku besti afi minn
ég sakna þín svo núna
Þú fyllir upp í himininn
svo ég missi aldrei trúna
Ég mun alltaf muna þig
sendi þér kveðju mína
Þú munt alltaf passa mig
og afastrákana þína
Aldís Dögg.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi
liður, „Senda inn minningar-
grein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu
ekki lengri en 3.000 slög. Ekki
er unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja við-
hengi við síðuna.
Minningargreinar