Morgunblaðið - 23.11.2019, Side 41

Morgunblaðið - 23.11.2019, Side 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019 ustu samúðarkveðjur. Góðs vin- ar verður sárt saknað, en minn- ing hans lifir. Einar Benediktsson. Sigurðsson. Við horfum nú á eftir góðum og traustum vini. Það eru rúm 35 ár síðan við kynntumst vinum okkar Hirti og Jöggu. Það var mikil gæfa fyrir okkur að kynnast þessum frá- bæru hjónum. Hjörtur var um margt ein- stakur. Hann var einn sá traust- asti vinur vina sinna, greiðvik- inn, ljúfur og skemmtilegur. Hjörtur var á margan hátt fagurkeri á bíla, mat, drykki og einnig einstakt snyrtimenni svo bar af í þeim efnum sama hvar hann fór. Við höfum fylgst að í gegnum tíðina eftir því sem fjölskyldur okkar uxu úr grasi enda börnin á svipuðum aldri. Við höfum átt ógleymanlegar stundir með Hirti og fjölskyldu í gönguferðum og jeppaferðum þegar þau tímabil stóðu yfir, einnig í leik og starfi innan Odd- fellowreglunnar frá því að leiðir okkar lágu saman. Af tilviljun héldum við upp á fertugsafmæli Hjartar um borð í ferju frá Stokkhólmi til Helsinki – mjög eftirminnilegt. Síðan var það ekki alveg tilviljun að við héldum upp á fimmtugsafmæli Hjartar á Flórída þar sem Hjörtur reyndi m.a. að kenna okkur golf en tókst ekki en það var ekki kennarans sök því Hjörtur var frábær golfspilari það við best vitum og mátum. Ekki var í kot vísað þegar þau hjón fluttu utan og voru heim- sótt, gestrisni þeirra og mót- tökur þar sem og hér heima eru ógleymanlegar. Ekki skorti heldur á hjálp- semi þeirra þegar þau bjuggu í Danmörku og börnin okkar bjuggu þar. Sama hvað upp á kom alltaf var sjálfsagt að rétta hjálparhönd og ekkert talið eftir sér. Eftir því sem árin liðu og börnin hættu að fylgja með bættust aðrir í hópinn og heldur hann enn saman en skarð er fyr- ir skildi nú þegar Hjartar nýtur ekki við enda skipuleggjandi góður og hrókur alls fagnaðar. Hjörtur kom víða við á starfs- ferlinum og var gaman að fylgj- ast með honum vaxa með þeim verkefnum sem hann tók að sér af mikilli fagmennsku og lagni í samskiptum við viðskiptavini og starfsfólk sitt. Fáir takast á við hlutskipti sitt með sama æðruleysi og Hjörtur gerði í þeim veikindum sem hann tókst á við síðustu árin. Aldrei heyrði maður hann barma sér en hann hélt upptekn- um hætti að fylgjast með öllu sem var að gerast í samfélaginu og hafði skemmtilegar skoðanir á því. Gaman var að rökræða við hann um pólitík og annað sem var efst á baugi hverju sinni. Hjörtur hafði alla tíð mikinn áhuga á tölvu og tæknimálum. Þessi einarði áhugi hjálpaði hon- um við að nýta nýjustu tækni með ótrúlegum hætti til að fylgj- ast með og vera í samskiptum við ættingja og vini fram á síð- asta dag. Hjörtur var ekki einn í bar- áttu sinni við veikindin þar stóðu Jagga og börnin við hlið hans af ótrúlegri elju, ósérhlífni og ástúð með eftirtektarverðum hætti sem fáir leika eftir. Elsku Jagga, Klemmi, Ragna og fjölskyldur ykkar, guð blessi ykkur. Lilja og Reynir. Kær vinur og samferðamaður er kvaddur í dag. Okkar kynni hafa varað lengi, þau voru góð og ég minnist Hjartar J. Hjartar sem eins af mínum bestu vinum. Hjörtur var heilsteyptur, skemmtilegur, glettinn, örlátur, ljúfur, skoð- anasterkur, lausnamiðaður og mjög ákveðinn ef svo bar við er. Hann var gull af manni. Við Hjörtur tengdumst fjöl- skylduböndum um tíma og héld- um traustum vinskap í yfir 40 ár. Það sem tengdi okkur síðar og enn sterkar var félagsskapur sem þróaðist í kringum bad- mintonæfingar. Á sumrin voru teknar fram golfkylfur hér heima og erlendis en Hjörtur var góður golfari. Union-fé- lagar, en svo nefnist badminton- hópurinn, hafa átt ógleymanleg- ar stundir saman. Lengi vel hittist hópurinn með fjölskyld- um sínum um verslunarmanna- helgar í Skorradalnum og mikið var lagt í þematengdar árshá- tíðir og slútt að vori. Hjörtur og Jakobína voru prímusmótorar í þessum félagsskap sem naut gestrisni þeirra bæði í Rotter- dam og Hamborg. Eftir að þau fluttu heim til Íslands voru ófá boð haldin í Fáfnisnesinu sem við félagarnir kölluðum Down- ingstræti 1. Þau voru höfðingjar heim að sækja. Hjörtur átti langan, fjöl- breyttan og farsælan starfsferil bæði hér heima og erlendis. Lengst starfaði hann hjá Eim- skipafélaginu sem hann í góðra vina hópi nefndi Gufuskipa- félagið. Í gegnum störf sín bjuggu þau Jakobína víða er- lendis en þrátt fyrir fjarlægðir héldu þau góðu sambandi við fjölskyldu og vini. Það var gott að sækja þau heim hvar í heim- inum sem þau voru stödd. Síðustu ár fékk Hjörtur þyngri bagga að bera en flestir. Hann tókst á við erfið veikindi af æðruleysi og þeirri hugprýði sem einkenndi hann alla tíð. Sjúkdómurinn rændi Hjört mátti og getu til að takast á við hið almenna líf en hugurinn var ávallt skýr. Hann fylgdist vel með málefnum líðandi stundar og hafði sem fyrr sterkar skoð- anir á hinum ýmsu málum hvort sem það voru stjórnmál eða hefðbundið dægurþras. Það var einstakt að fá að heimsækja vin minn á heimili þeirra hjóna í veikindum hans bara til að spjalla um daginn og veginn. Í seinni tíð var komin á sú hefð að fá portvínsstaup og skála fyrir liðandi stundu. Hjörtur og Jak- obína eru vinamörg og létu veik- indi ekki aftra því að blása til veglegrar veislu á sjötugsaf- mæli Hjartar sem nú er minnst með þakklæti. Einstök stund þar sem vinir og fjölskylda komu saman á Mýrargötunni og heiðruðu öðlinginn Hjört. Það hefur mikið mætt á Jak- obínu og nánustu fjölskyldu í veikindum Hjartar en með ein- stakri umönnun var tryggt að hann gat verið heima fram á síð- asta dag. Við Hrönn og dætur okkar vottum Jöggu, Klemenz, Rögnu og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Minn- ing um einstakan mann og fé- laga á lífsins braut lifir. Svo vinur kæri vertu sæll, nú vegir skilja að sinni Þín gæta máttug verndarvöld, á vegferð nýrri þinni Með heitu bjúgu þeli þér, ég þakka kynninguna Um göfugan og góðan dreng, ég geymi minninguna (Sigfús. S.) Sigurður Skagfjörð Það var gæfa okkar beggja að bindast þeim hjónum Hirti og Jöggu sterkum vinaböndum fyrir um fjörutíu árum. Í kjöl- farið fylgdi stór vinahópur því þau voru engum lík þegar kom að því að tengja saman vini sína. Á þessum tíma hefur líf okkar verið samofið á margan hátt. Dæturnar sem fæddust með stuttu millibili, samvera, um- hyggja og gagnkvæmur stuðn- ingur, allt treysti þetta vina- böndin enn frekar. Seinna urðum við nágrannar og margir göngutúrar farnir á milli húsa í Skerjafirðinum og kom fyrir að hellt var rauðvíni í glas. Einlæg gleði og góðar mót- tökur gerðu það að verkum að fáa var betra að heimsækja en Hjört og Jöggu, og langdvöl þeirra í ýmsum Evrópulöndum varð til þess að við vorum þar tíðir gestir. Hjörtur var höfðingi heim að sækja, gestrisinn og glaður á góðri stundu. Og í rauninni voru allar samverustundirnar glaðar og góðar þegar horft er til baka. Ýmislegt var brallað en upp úr munu alltaf standa ökuferðirnar innlands og utan, þegar Hjörtur settist við stýrið og engin leið að vita í upphafi ferðar í hvaða landi eða landshluta dagleiðin endaði. Svo minnst sé á eitthvað var á góðum sumardegi farið í stuttan bíltúr um uppsveitir Árnessýslu, sem síðan lá yfir Sprengisand og endaði á Akureyri um miðja nótt. Eða þegar aka átti stutta dagleið á Ítalíu var ekki mikið mál að taka krók og bæta Slóveníu við dagleiðina. Á þessum ferðalögum var margt spjallað og Hjörtur óþreytandi að segja frá og alltaf gaman að hlusta á hann. Hjörtur var ófeiminn að takast á við nýjar og óvæntar aðstæður, fljótur að átta sig og setja sig inn í málin og oftar en ekki leysa þau á farsælan hátt. Þessi hæfileiki hans kom sér vel í löndum þar sem tungumála- kunnáttu okkar ferðafélaganna þraut. Hjörtur hafði þægilega og skemmtilega nærveru, glaður, já- kvæður og með mikið jafnaðar- geð. Þessir eiginleikar voru besta veganesti sem hægt er að hugsa sér þegar hann mætti erfiðum veikindum fyrir nokkrum árum. Veikindin tók hann eins og hvert annað verkefni sem að honum barst og leysti með Jöggu á þann hátt að það ætti að vera til eft- irbreytni fyrir aðra. Veikindin fengu aldrei að taka yfirhöndina og Hjörtur var ávallt samur við sig sama á hverju gekk. Efst í huga okkar er þakklæti fyrir að hafa kynnst Hirti og átt sem okkar góða vin. Jagga, Klemmi, Ragna og fjöl- skyldur, við vonum að þið standið sterk og þið megið vera stolt af ykkar manni. Elín (Ella) og Oddur. Komið er að kveðjustund, vin- ur okkar Hjörtur hefur kvatt okkur eftir erfið og langvinn veikindi sem hann tókst á með því æðruleysi sem honum fylgdi alla tíð. Hjörtur var einstakt ljúfmenni og góður vinur og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom og þau hjón höfðingjar heim að sækja. Margar minningar um góðan dreng koma upp í hugann frá ferðum bæði hérlendis og erlend- is með gönguhópnum og sauma- klúbbnum og svo frá heimsókn- um til Jöggu og Hjartar meðan þau dvöldu erlendis. Þessar minningar eru okkur mjög kær- ar. Þótt sólin nú skíni á grænni grundu, er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kölluð á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo gestrisinn, einlægur og hlýr. En örlög þín ráðin – mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til Jöggu, Klemma, Rögnu og fjölskyldna þeirra. Kæran vin kveðjum við með söknuði. Guðrún og Halldór Hróarr. Hnarreistur og beinn í baki. Hjörtur heldur fyrstur af teig. Gengur léttur í spori fram braut- ina í átt að boltanum. Hann er tilbúinn að slá næsta högg þegar röðin kemur að honum. Mundar kylfuna og er ekki álútur yfir boltanum, sveiflan í samræmi við fyrirhugað högg, örugg og mjúk. Slær af sömu næmni og við upp- hafshöggið. Þannig var Hjörtur í leik og starfi. Hann þekkti vel til verka og lagði sig fram um að kunna skil á því sem hann var að fást við, í smáu og stóru. Hjörtur hafði lag á að koma á skipulagi sem nýttist öðrum. Hann laðaði að sér fólk. Á vinnu- stað, í félagsstarfi og ekki síst vini. Þar var enda Jagga ekki langt undan og heimili þeirra op- ið gestum og gangandi með litlum eða engum fyrirvara. Vin- átta og vinsemd föl án væntinga um endurgjald. Hjörtur tókst á við, meðal annars, krefjandi verkefni á sviði nýsköpunar. Hann lagði áherslu á árangur, gerði kröfur, ekki síst til sjálfs sín. Hjörtur var leiðandi meðan líkamleg orka leyfði. Undanfarin ár hefur vindur- inn verið í fangið. Þau högg sem líkaminn leyfði urðu styttri og styttri en hugurinn hélt sömu högglengd. Að sama skapi jókst viljinn til að standa á móti vind- inum. Vera beinn í baki. Hjörtur barðist af æðruleysi við þau óboðnu öfl sem lögðu æ meiri hömlur á líkamann eftir því sem á leið. En hugurinn var skarpur og umhyggja fyrir öðrum óskert. Hann var alltaf reiðubúinn til að ræða það sem efst var á baugi hverju sinni, áhugasviðið og þekkingin víðfeðm. Fylgdist með kosningum í breska þinginu í beinni útsendingu. Skilaboð og áhugaverðar greinar, sem gjarn- an bárust frá Danmörku, voru sendar til ábendinga og umsagna allt fram á síðustu stund. Við hittumst nokkrir vinir, helst einu sinni í viku á Mýr- argötu. Það hétu ekki heimsókn- ir heldur fundir með dagskrá. Hjörtur lagði á ráðin og leyfði mönnum að láta gamminn geysa. Honum var mikið í mun að láta reyna á sérsvið fundarmanna. Þeirra reynslubrunn, daglega líf, viðfangsefni og baráttu. Þar gátu menn farið fram úr sér, en gegn skörpum huga og afburða- minni var á brattann að sækja þar sem Hjörtur var annars veg- ar. Þar voru allir jafnir og þegar stefndi í óefni var sagt: „Já, en það verður að horfa á stóru myndina“. Síðasti fundur undir þessum formerkjum var haldinn í liðinni viku. Þá var af Hirti dregið en hugurinn vakandi. Fátækleg orð fá því ekki lýst hvernig Jagga klauf vindinn með Hirti, fyrir Hjört og upp á eigin spýtur, öllum stundum og all- staðar. Það væri ósanngjarnt að halda því fram að það hafi verið fyrirhafnarlaust og án átaka. Um leið nutu þau stuðnings fagfólks, vina og ekki síst sinna nánustu. En það er oft auðveld- ara um að tala en í að komast. Ekki má láta hjá líða að nefna hversu stoltur Hjörtur var af börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum. Þau og Jagga sjá nú á eftir sívakandi um- hyggju hans. Þeirra harmur er mestur. Megi allar góðar vættir styrkja þau og vernda. Minning- in um góðan dreng mun lifa. Við Þóra sendum þeim inni- legar samúðarkveðjur. Hvíl í friði kæri vinur! Þórður Valdimarsson. Komið er að kveðjustund ná- ins vinar. Ótímabær viðskilnaður fyllir okkur sem eftir sitjum djúpum trega með söknuð og sorg í hjarta. Þegar Hjörtur greindist með MND-sjúkdóminn breytti sá dómur öllu í lífi hans. Við tók SJÁ SÍÐU 42 Þökkum hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar elskulegs föður, tengdaföður, afa og langafa, ÞORVALDAR G. ÓSKARSSONAR, Smáragrund, Skagafirði. Sérstakar þakkir til Karlakórsins Heimis, Álftagerðisbræðra og Stefáns R. Gíslasonar söngstjóra. Eyrún Ósk Þorvaldsdóttir Rúnar Páll Björnsson Edda Björk Þorvaldsdóttir Finnur Jón Nikulásson barnabörn og barnabarnabörn Elsku pabbi, tengdapabbi, afi og langafi, ANDRÉS INGI MAGNÚSSON rafvirkjameistari, Krókamýri 78, Garðabæ, varð bráðkvaddur fimmtudaginn 14. nóvember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 28. nóvember klukkan 13. Torfi H. Leifsson Margrét Sigurðardóttir Magnús Andrésson Rósa Þórarinsdóttir Andrés Andrésson Elfa Sif Jónsdóttir Margrét Sif Andrésdóttir Einar Þór Einarsson afabörn og langafabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdasonur, ÞORVALDUR KRISTJÁN SVERRISSON, Staðarhrauni 36, Grindavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut, laugardaginn 16. nóvember. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju fimmtudaginn 28. nóvember klukkan 14. Hjartans þakkir til Sigrúnar Eddu Reykdal og annarra sem komu að í veikindum hans. Helga Eysteinsdóttir Baldur Jóhann Þorvaldsson Sverrir Kristján Þorvaldsson Valgerður María Guðjónsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF SVEINSDÓTTIR, lést á öldrunarheimilinu Hlíð 10. nóvember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 29. nóvember klukkan 13.30. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Aspar- og Beykihlíð fyrir hlýtt viðmót og einstaka umönnun. Helga Guðný Jónsdóttir Óskar Karl Guðmundsson Óskar Sveinn Jónsson Sveinbjörn Jónsson Fjóla Traustadóttir ömmu og langömmubörn Eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR HELGASON, lést 18. nóvember á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Útför fer fram frá Borgarneskirkju fimmtudaginn 28. nóvember klukkan 14. Sigríður Karlsdóttir Gunnfríður Ingi Rúnar Elfar Már Erla Katrín Styrmir Már Bessý Berglind Ólöf og barnabörn Frænka okkar, ÞÓRDÍS KONRÁÐSDÓTTIR, FRÆNKA, áður til heimilis á Hríseyjargötu 13, Akureyri, andaðist á dvalarheimilinu Hlíð 19. nóvember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 2. desember klukkan 10.30. Herdís Þórhallsdóttir Margrét Þóroddsdóttir Kristbjörg Þóroddsdóttir Hildur Björk Þóroddsdóttir Guðni Þóroddsson og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.