Morgunblaðið - 23.11.2019, Blaðsíða 52
52 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019
HANDKNATTLEIKUR
Vináttulandsleikir kvenna:
Ásvellir: Ísland – Færeyjar ................... L17
Ásvellir: Ísland – Færeyjar ................... S17
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
KA-heimilið: KA – ÍBV .......................... L16
Framhús: Fram – FH............................. S17
Dalhús: Fjölnir – Selfoss ........................ S18
TM-höllin: Stjarnan – Valur.............. S19.30
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin:
Smárinn: Breiðablik – Snæfell .............. L16
Blue-höllin: Keflavík – KR..................... L16
Origo-höllin: Valur – Grindavík............. S17
1. deild kvenna:
Mustad-höllin: Grindavík b – ÍR ...... L18.30
Blue-höllin: Keflavík b – Fjölnir............ S14
Njarðtaksgr.: Njarðvík – Tindastóll ..... S16
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót karla, Hertz-deildin:
Laugardalur: SR – SA....................... L19.30
Enski boltinn á Síminn Sport
West Ham – Tottenham.................... L12.30
Crystal Palace – Liverpool .................... L15
Manchester City – Chelsea............... L17.30
Sheffield Utd – Manchester Utd ..... S16.30
UM HELGINA!
HANDBOLTI
Austurríki
West Wien – Krems ............................. 31:35
Guðmundur Hólmar Helgason lék ekki
með West Wien vegna meiðsla.
Frakkland
B-deild:
Nancy – Cesson-Rennes...................... 24:25
Geir Guðmundsson skoraði ekki mark
fyrir Cesson-Rennes.
Vináttulandsleikir kvenna
Rússland – Ungverjaland.................... 29:25
Suður-Kórea – Serbía .......................... 27:28
Austurríki – Sviss................................. 23:27
Norður-Makedónía – Ítalía ................. 29:29
Úkraína – Hvíta-Rússland .................. 22:31
Pólland – Litháen ................................. 37:19
Dominos-deild karla
Þór Þ. – ÍR ............................................ 67:81
Haukar – Keflavík ................................ 86:70
Staðan:
Keflavík 8 6 2 697:656 12
Tindastóll 8 6 2 715:664 12
Stjarnan 8 6 2 727:689 12
KR 8 5 3 672:630 10
Haukar 8 5 3 729:684 10
ÍR 8 5 3 663:678 10
Njarðvík 8 4 4 654:579 8
Þór Þ. 8 4 4 643:661 8
Grindavik 8 3 5 676:687 6
Valur 8 3 5 649:688 6
Fjölnir 8 1 7 678:736 2
Þór Ak. 8 0 8 619:770 0
Dominos-deild kvenna
Haukar – Skallagrímur........................ 55:83
Staðan:
Valur 7 7 0 622:428 14
KR 7 6 1 547:475 12
Skallagrímur 8 5 3 554:523 10
Keflavík 7 4 3 523:489 8
Haukar 8 4 4 523:532 8
Snæfell 7 2 5 450:520 4
Breiðablik 7 1 6 415:533 2
Grindavík 7 0 7 433:567 0
1. deild karla
Hamar – Höttur.................................... 82:87
Selfoss – Álftanes ................................. 70:59
Vestri – Breiðablik ............................... 79:85
Staðan:
Höttur 9 8 1 786:714 16
Hamar 8 7 1 764:675 14
Breiðablik 8 7 1 783:647 14
Vestri 8 4 4 707:636 8
Selfoss 8 3 5 603:636 6
Álftanes 8 3 5 611:663 6
Skallagrímur 8 2 6 643:723 4
Sindri 7 1 6 567:630 2
Snæfell 8 1 7 597:737 2
Svíþjóð
Wetterbygden Stars – Borås ........... 93:109
Elvar Már Friðriksson lék í liðlega 29
mínútur fyrir Borås og skoraði 17 stig og
átti 10 stoðsendingar.
NBA-deildin
Milwaukee – Portland...................... 137:129
Phoenix – New Orleans.................... 121:124
Austurdeild: Milwaukee 12/3, Boston
11/3, Miami 10/3, Toronto 10/4, Phila-
delphia 9/5, Indiana 8/6, Brooklyn 6/8, Or-
lando 6/8, Charlotte 6/9, Chicago 5/10,
Washington 4/8, Atlanta 4/10, Cleveland 4/
10, Detroit 4/10, New York 4/11.
Vesturdeild: LA Lakers 12/2, Denver
10/3, Houston 11/4, LA Clippers 10/5, Dall-
as 9/5, Utah 9/5, Minnesota 8/7, Phoenix
7/7, Sacramento 6/7, New Orleans 6/9,
Memphis 5/9, Oklahoma City 5/9, San Ant-
onio 5/10, Portland 5/11, Golden State 3/13.
KÖRFUBOLTI
KÖRFUBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Kanadamaðurinn Craig Pedersen
verður áfram við stjórnvölinn hjá
karlalandsliðinu í körfuknattleik, en
tilkynnt var um endurráðningu hans
í gær. Pedersen gerir nú þriggja ára
samning við KKÍ en samningur
hans hefði runnið út um áramótin.
Undir stjórn hans komst Ísland á
EM 2015 og 2107 en í síðustu for-
keppni hallaði undan fæti og Ísland
komst ekki í sjálfa undankeppnina
fyrir EM 2021. Næstu mótsleikir
verða í febrúar og þar er um að
ræða forkeppni fyrir HM 2023.
„Það er alveg óhætt að segja að
við erum ánægð með að njóta starfs-
krafta Craigs áfram hjá landsliðinu
og í íslenskum körfubolta í heild
sinni. Ég fagna þessari niðurstöðu,“
sagði Herbert Arnarsson, formaður
afreksnefndar KKÍ, en Pedersen
hefur verið landsliðsþjálfari síðan
2014 eða nokkuð lengi.
„Slíkt atriði er svolítið öðruvísi
hjá landsliði heldur en félagsliði. Í
landsliði verður náttúruleg end-
urnýjun. Fáir af kjarna þeirra leik-
manna sem spiluðu mest á EM í
Berlín 2015 eru eftir í landsliðinu.
Mikil endurnýjun hefur orðið í
landsliðshópnum. Craig hefur gríð-
arlega þekkingu á körfubolta og
hann býr til mjög jákvætt umhverfi í
kringum liðið,“ sagði Herbert.
Pedersen mun sjálfur hafa mest
um það að segja hverjir munu starfa
með honum. Hann mun vera áhuga-
samur um að halda Finni Frey Stef-
ánssyni og Baldri Þór Ragnarssyni í
þjálfarateyminu en Herbert vildi
ekki tjá sig sérstaklega um það þar
sem þau mál væru ekki alfarið á
hans könnu.
Óþolandi umhverfi
Körfuboltahreyfingin í heiminum
býr við þá stöðu að stærstu deild-
irnar, NBA og Euroleague, eru sér
fyrirtæki og heyra ekki undir sér-
sambönd. Fyrir vikið eru alþjóðlegir
landsleikjadagar ekki virtir af öllum
félagsliðum eins og þekkist í knatt-
spyrnunni til dæmis. KKÍ stendur
nú frammi fyrir því að erfitt getur
verið að fá Martin Hermannsson,
Hauk Helga Pálsson og Tryggva
Snæ Hlinason í landsliðsverkefni.
Nú liggur ljóst fyrir að Martin og
Haukur verða ekki með í næstu
mótsleikjum í febrúar. Er þetta ekki
óþolandi staða út frá sjónarhóli
landsliðsins?
„Jú, í grunninn er þetta óþolandi.
Örugglega er þetta einnig óþolandi
fyrir leikmennina. Ég þekki það
sjálfur sem fyrrverandi landsliðs-
maður að koma heim og spila fyrir
landsliðið. Það skilur mikið eftir sig
þegar ferlinum lýkur. Því miður
verður allt erfiðara eftir því sem
maður kemst lengra í þessum körfu-
boltaheimi. Þá vaknar sú spurning
hvort hægt sé að gera meira á sumr-
in en þá þarf einnig að huga að hvíld
leikmanna. Fyrirkomulagið í knatt-
spyrnunni er öfundsvert en það er
því miður ekki á borðinu í körfubolt-
anum eins og staðan er í dag,“ sagði
Herbert.
Craig Pedersen tók í svipaðan
streng. „Öll landslið þurfa að glíma
við þetta en þegar íbúafjöldi þjóðar-
innar er 350 þúsund verður alltaf
erfiðara að finna aðra leikmenn í
staðinn fyrir þá sem eru fjarverandi,
í samanburði við landslið frá þjóðum
sem eru margar milljónir eða tugir
milljóna. Þetta er hins vegar staðan
og fyrir vikið fá aðrir leikmenn
tækifæri. Vonandi náum við að kom-
ast áfram í forkeppninni og þegar
bestu menn okkar verða tiltækir
verður liðið sterkara á heildina lit-
ið.“
Lét ekki tilfinningar ráða för
Íslandi tókst ekki að komast upp
úr forkeppni EM í ágúst þrátt fyrir
að vera í góðri stöðu fyrir síðasta
leikinn í Sviss. Sá leikur tapaðist
109:85 en Ísland hefði komist áfram
þótt leikurinn hefði tapast með
nítján stiga mun. Hversu erfitt var
fyrir Pedersen að kyngja því tapi?
„Ofboðslega erfitt. Svona hlutir
geta gerst í íþróttum og stundum á
maður erfitt með að útskýra það.
Við gerðum reyndar ýmislegt vel í
þeim leik en þegar Svisslending-
arnir komust í stuð var eins og það
yrði okkur um megn. Þeim tókst að
ná yfirburðum á vellinum á þeim
kafla þegar munurinn jókst úr tólf
stigum í tuttugu og fjögur. Að horfa
á leikinn á bandi, og sjá hversu
margt við hefðum getað gert aðeins
betur til að ná betri úrslitum, var
eins og að snúa hnífnum í sárinu.
Við verðum að læra af þessum leik
og vonandi getur þessi slæma
reynsla hjálpað okkur í framtíðinni.“
Hvarflaði ekki að honum að láta
staðar numið sem landsliðsþjálfari
að leiknum loknum í Sviss? „Jú, en
aðeins um stundarsakir. Þegar ég
horfði á heildarmyndina sá ég margt
mjög jákvætt í leik okkar í kepninni
í ágúst. Nokkrum dögum áður voru
allir í sjöunda himni eftir frábæra
frammistöðu gegn Portúgal í
Reykjavík. Þannig er það í íþróttum
að maður getur verið í sigurvímu
eina stundina en svo getur öllu verið
splundrað á nokkrum mínútum í
næsta leik. Ég reyndi að láta tilfinn-
ingarnar eftir einn leik ekki ráða
þessari ákvörðun. Við spiluðum oft
mjög góðan körfubolta í ágúst og ég
vil ekki dæma okkur alfarið út frá
þessum leik þótt úrslitin hafi vissu-
lega verið hræðileg.“
Eins og að
snúa hnífn-
um í sárinu
Craig Pedersen sagði ofboðslega
erfitt að kyngja niðurstöðunni í Sviss
Morgunblaðið/Hanna
Þjálfarinn Craig Pedersen verður áfram við stjórnvölinn
Keflavík tapaði sínum öðrum leik í
röð í Dominos-deild karla í körfu-
bolta í gærkvöldi. Keflavík mætti
Haukum á útivelli í 8. umferðinni
og þurfti að sætta sig við 70:86-tap.
Dominykas Milka, stigahæsti leik-
maður Keflavíkur á leiktíðinni, lék
ekki í leiknum þar sem hann tók út
leikbann og náði liðið sér ekki á
strik í hans fjarveru. Svo virtist sem
Keflavík hefði ekki trú á að liðið
gæti unnið Hauka án síns besta leik-
manns og voru Haukarnir yfir allan
leikinn, þrátt fyrir að eiga sjálfir
mikið inni.
Haukar töpuðu boltanum sautján
sinnum og hittu aðeins úr sex af 35
þriggja stiga skotum sínum. Kefl-
víkingar töpuðu færri boltum og
hittu mun betur fyrir utan línuna,
en þeir tóku aðeins 40 fráköst gegn
54 hjá Haukum. Leikurinn var ekki
sá best spilaði á leiktíðinni og skipt-
ir baráttan þá þeim mun meira
máli. Þar voru Haukarnir mikið
sterkari.
Lið Hauka var mjög jafnt í leikn-
um. Flenard Whitfield var stiga-
hæstur með 19 stig, Kári Jónsson
kom þar á eftir með 17 og Gerald
Robinson skoraði 13 stig. Haukar
fengu 27 stig af bekknum sem er
sterkt. Hörður Axel Vilhjálmsson
var besti maður Keflavíkur í leikn-
um en Khalil Ahmad var í erf-
iðleikum. Í fjarveru Milka þurfti
hann að spila mikið betur.
Stöðugleikinn hefur verið vanda-
mál hjá Haukum. Liðið sýndi hins
vegar í gær að það getur unnið
hvaða lið sem er í deildinni. Kefla-
vík mætir nýliðum Fjölnis í næsta
leik og mætir Milka aftur til leiks.
Þar er dauðafæri á að komast aftur
á sigurbraut.
ÍR á miklu skriði
ÍR-ingar unnu sinn fimmta sigur í
síðustu sex leikjum er liðið gerði
góða ferð til Þorlákshafnar og vann
Þór, 81:67. Þórsarar voru með lítið
forskot stærstan hluta leiks, en ÍR-
ingar gengu frá Þórsurum með
glæsilegum fjórða leikhluta. ÍR-
ingar eru orðnir sérfræðingar í
slíkum sigrum. Hvað eftir annað
hafa ÍR-ingar verið undir stóran
hluta leiks, en um leið og liðið
kemst yfir, fær það aukakraft og
vinnur oftar en ekki nokkuð sann-
færandi sigra. ÍR gerði slíkt hið
sama, bæði gegn KR og Val. Margir
óttuðust örlög ÍR-inga fyrir leiktíð-
ina, enda heilt byrjunarlið horfið á
braut síðan á síðustu leiktíð, en með
komu Daneros Thomas og með hinn
afar snjalla Borche Ilievski á hlið-
arlínunni eru ÍR-ingum allir vegir
færir. ÍR er aðeins tveimur stigum
frá toppliðinu. Georgi Boyanov átti
enn og aftur góðan leik fyrir ÍR og
skoraði 26 stig og tók 12 fráköst.
Morgunblaðið/Eggert
Villa? Hjálmar Stefánsson leitar leiða framhjá Deane Williams í gær.
Þrjú lið jöfn
á toppnum
Annað tap Keflavíkur í röð ÍR á skriði