Morgunblaðið - 23.11.2019, Síða 54

Morgunblaðið - 23.11.2019, Síða 54
54 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019  Knattspyrnumaðurinn Árni Vil- hjálmsson hefur gengið frá samningi við úkraínska úrvalsdeildarfélagið Ko- los Kovalivka, en samningurinn gildir út þetta keppnistímabil. Kolos er að- eins sjö ára gamalt félag og leikur nú í fyrsta skipti í úrvalsdeildinni, þar sem það er í áttunda sæti af tólf liðum þeg- ar leiknar hafa verið 14 umferðir. Árni er fyrsti erlendi leikmaðurinn í sögu Kolos. Hann varð síðasta vetur fyrsti Íslendingurinn til að spila í Úkraínu. Hann lék þá seinni hluta tímabilsins með Chernomorets Odessa, sem láns- maður frá Nieciecza í Póllandi, og gekk mjög vel, skoraði 7 mörk í 14 leikjum, en náði ekki að koma í veg fyrir að liðið félli úr úrvalsdeildinni.  Breiðablik hefur skipt um banda- rískan leikmann hjá kvennaliði sínu í körfuknattleik því samningi hefur ver- ið sagt upp við Violet Morrow og í staðinn hefur Danni Williams verið fengin til félagsins. Williams kemur frá Texas þar sem hún lék með háskólaliði Texas A&M, sem er eitt af þeim sterk- ustu í bandaríska háskólaboltanum, eins og fram kemur á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Breiðabliks. Hún lék síðast í Púertóríkó og varð meistari með liði sínu þar.  Körfuboltamaðurinn Gunnar Ólafs- son er farinn frá spænska félaginu Oviedo. Félagið rifti samningi sínum við Gunnar og Bandaríkjamanninn Tre Coggins í gær. Oviedo er í 16. sæti af 18 liðum í spænsku B-deildinni. Gunnar lék með Keflavík á síðustu leiktíð, en hann er uppalinn hjá Fjölni. Gunnar getur ekki spilað hér á landi fyrr en á næsta ári, þar sem fresturinn til að ganga frá félagsskiptum hér á landi rann út fyrir skömmu.  Knattspyrnumarkvörðurinn ungi Jökull Andrésson skrifaði í gær undir nýjan samning við enska knattspyrnu- félagið Reading. Samningurinn gildir til 2022. Jökull gekk ungur í raðir Reading og skrifaði undir fyrsta at- vinnumannasamning sinn er hann varð 17 ára gamall á síðasta ári. Þrátt fyrir að vera aðeins átján ára hefur Jökull spilað með U23 ára liði Reading á tímabilinu og hefur hann einu sinni haldið hreinu í fimm leikjum. Jökull spilaði með aðalliði Reading á undir- búningstímabilinu og er þriðji mark- maður aðalliðsins.  Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir skrifaði í gær undir þriggja ára samn- ing við knattspyrnudeild FH. Svanhild- ur Ylfa er fædd 2003 og er því aðeins 16 ára gömul. Skoraði hún eitt mark í tíu leikjum með HK/Víkingi í úrvals- deildinni á síðustu leiktíð.  Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermannsson munu ekki fá frí frá félagsliðum sínum til að spila með íslenska landsliðinu í körfuknattleik í forkeppni heimsmeist- aramótsins sem fram fer í febrúar. Ekkert hlé verður á keppni félagsliða Hauks Helga og Martins á þessum tíma. Af þeim sök- um fær landsliðið ekki notið krafta þeirra. Haukur var heldur ekki með í landsleikjum í ágúst. Eitt ogannað FÓTBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Þetta verður ekki endilega voða- lega skemmtilegt næstu vikurnar en ég horfi fram á við og veit að það er stórt ár fram undan,“ segir Al- freð Finnbogason, landsliðs- framherji í knattspyrnu. Eftir að hafa lagt mikið á sig í sumar til að koma skrokknum í sitt besta ástand, í kjölfar þess að meið- ast í kálfa í apríl, var Alfreð kominn á fulla ferð með liði sínu Augsburg og nýlega búinn að skora gegn Bay- ern München og Schalke. Þá dundi hins vegar á honum áfall í formi Leicester-mannsins Caglars Söyün- cüs sem hrinti Alfreð í jörðina með harkalegum hætti í landsleik Tyrk- lands og Íslands á dögunum. Alfreð fór úr axlarlið og spilar ekki meira á þessu ári. „Vanalega þegar svona gerist lít- ur maður bara á það sem óhapp og ég er ekki að fara að erfa þetta neitt. Hann [Söyüncü] var mjög sorrí og bað liðsfélaga að koma því til skila til mín. Það breytir auðvitað ekki stöðunni en það er fínt að vita af því að hann vissi upp á sig sök- ina. Þetta er algjör óþarfi, þegar þú spilar boltanum, að fleygja mann- inum til í leiðinni. Tyrkirnir elska það kannski svolítið á sínum heima- velli að æsa upp stuðningsmennina með svona löguðu. En þetta er bara búið og gert. Núna er endurhæfing hjá mér sem ég ætla að tækla al- mennilega,“ segir Alfreð, sem eftir síðustu ár hjá Augsburg þekkir hann það fullvel að þurfa að æfa einn í meiðslum á meðan félagar hans fá að vera með boltann á tán- um. Hann segir bataferlið vera um átta vikur og stefnir á að geta spilað í fyrsta eða öðrum leik eftir jólafrí, í lok janúar. Alfreð hefur áður meiðst á öxl en ekki farið úr axlarlið. „Læknarnir sem skoðuðu mig sögðu að í 99% tilfella hefðu menn farið úr axlarlið við svona tilfelli. Það voru margir þættir sem spiluðu saman og gerðu að verkum að það var óhjákvæmilegt að svona færi. Hann kom svolítið á „blindu“ hlið- ina hjá mér, ég ætlaði að fara að spila boltanum og var á ferð en ekki í jafnvægi, völlurinn harður og ég lendi þannig að ég gat ekkert varið mig. Það er leiðinlegt að lenda í ein- hverju svona slysi, sem maður get- ur ekkert gert í, eftir að hafa unnið mikla vinnu til þess að jafna sig af meiðslum. Núna hef ég haft nokkra daga til að svekkja mig á þessu og er búinn að snúa blaðinu við og far- inn að horfa jákvæðum augum fram á við,“ segir Alfreð. Síðustu ár verið mjög „slitin“ Nú er ljóst að Grindvíkingurinn verður utan vallar vegna meiðsla í 195 daga af 365 á árinu 2019, eða meira en helming ársins. Hann var frá keppni í 153 daga á árinu 2018 og missti einnig af stærstum hluta leiktíðarinnar 2016-2017. Þegar Al- freð hefur getað spilað hefur hann hins vegar raðað inn mörkum, en hvernig er andlega heilsan eftir svo tíð og erfið meiðsli? „Hún hefur nú verið nokkuð góð. Auðvitað reynir þetta talsvert á þol- inmæðina og þrautseigjuna hjá manni, og maður þarf að búa sér til sinn eigin heim í þessu þegar maður er ekki að fara að æfa með strákun- um. Það er ekkert rosalega skemmtilegt að vera bara inni að hjóla þegar maður vill vera með á æfingum og í leikjum, og svo veit maður líka að það tekur alltaf nokkra leiki að komast aftur af stað eftir meiðsli. Mér var farið að líða virkilega vel í síðustu leikjum, eftir svona 4-5 leiki plús landsleiki þar sem maður var kannski á vellinum en ekki kominn í toppform, sem er bara mjög eðlilegt. Þetta er 90% í hausnum, að undirbúa sig fyrir þetta ferli, og maður þarf að setja sér lítil markmið þannig að maður sé ekki að ergja sig á hverjum degi yfir að vera ekki úti að spila fót- bolta. Það eina jákvæða er að ég hef gert þetta áður og veit hvað ég er að fara út í,“ segir Alfreð og bætir við: „Ég er búinn að vinna mikið í því að koma mér í gott stand og vil fyrst og fremst geta unnið mína vinnu og spilað fótbolta. Því miður hefur síðasta árið verið mjög slæmt hvað meiðsli varðar, og síðustu tvö ár hafa verið mjög slitin. Mitt að- almarkmið er því að koma mér í stöðugt stand þannig að ég geti spilað fótbolta næstu árin án þess að vera alltaf að hugsa um einhver meiðsli. Ég var á mjög góðri leið varðandi það markmið en ég stjórna bara því sem ég get stjórn- að, svo að ég verði í toppstandi næstu árin. Það er stórt ár fram undan hjá landsliðinu og mikið til að hlakka til, svo það er nóg til að hvetja mann áfram inn í endurhæf- inguna.“ Risaséns á að fara á þriðja stórmótið í röð Talandi um landsliðið þá er nú orðið ljóst hverjir andstæðingar Ís- lands í EM-umspilinu verða, en vegna þess hve seint umspilið er munu Íslendingar ekki vita hvort þeir verði með á EM fyrr en rúm- um tveimur mánuðum fyrir mótið: „Þetta er bara mjög sérstök staða út af þessu nýja fyr- irkomulagi. Þegar maður hefur far- ið á EM og HM hefur maður vitað það í október og getað hlakkað til í átta mánuði, og allar ákvarðanir í lífi manns mótast af þessum mótum. Núna er þetta öðruvísi og mjög sér- stakt að öllu leyti. Við lítum alla vega á þetta sem risaséns á að fara á þriðja stórmótið í röð og þangað ætlum við. Þetta eru ekki auðveldar þjóðir sem við munum keppa við og í stökum leik getur allt gerst, og þótt maður sé ekki kominn þangað í huganum núna er maður með það á bak við eyrað að vera í toppformi þegar að þessum leikjum kemur. Við vitum allir hversu skemmtilegt er að vera á stórmótum og það er alveg ljóst hversu mikið við viljum upplifa það nokkrum sinnum í við- bót. Þetta eru fínar borgir sem við myndum heimsækja og ef við klár- um okkar verður þetta skemmtilegt sumar fyrir alla. Núna hugsar hver og einn leikmaður um sig, það er búið að vera mikið um meiðsli og það ætla allir að vera orðnir heilir og komnir í toppstand í mars, og þá gerast pottþétt góðir hlutir,“ segir Alfreð. Með þrennu í snjó í Þýskalandi en óviss með Laugardalsvöll Alfreð skoraði síðast þrennu í snjókomu á móti Mainz í febrúar, og segir ekkert mál að spila fótbolta á grasvöllum í Þýskalandi í miklum kulda. Laugardalsvöllur er hins vegar verri völlur en þeir sem Al- freð spilar á í þýsku 1. deildinni, og ekki upphitaður. Því er alls kostar óvíst að hægt sé að spila á honum í lok mars. „Þetta er auðvitað allt annað dæmi með upphitaðan völl. Mér finnst oft kaldara hérna í Þýska- landi en á Íslandi, og frostið miklu meira, en vellirnir eru alltaf í topp- standi og við æfum á grasi allt árið. Því miður höfum við ekki þessa að- stöðu á Íslandi og við þurfum að finna út hvaða leið sé best. Þetta má ekki vera hættulegt umhverfi fyrir leikmenn. Þó að okkur langi auðvitað mest að spila heima þá verður að vera eitthvert vit í því. Ég man að á móti Króatíu var völl- urinn gríðarlega harður,“ segir Al- freð, en sennilegt er talið að Kol- beinn Sigþórsson hafi meiðst í HM-umspilinu gegn Króatíu í nóv- ember 2013 vegna þess að Laugar- dalsvöllur var ekki í nægilega góðu ástandi. Eftir að hafa komið Íslandi á EM og HM í fyrsta sinn dugðu Íslandi ekki 19 stig í undankeppni EM að þessu sinni til að komast beint á mótið. Hvað finnst Alfreð um frammistöðu íslenska liðsins í keppninni? „Það er hægt að skoða þetta frá mörgum sjónarhornum. Ef menn vilja horfa á þetta neikvætt er örugglega hægt að benda á ýmis- legt, en ef maður horfir á þetta já- kvætt þá fengum við fjögur stig gegn liðinu sem við vorum í beinni samkeppni við, Tyrkjum. Við feng- um því miður 0 stig gegn heims- meistaraliði Frakka, sem er kannski bara eðlilegt, og það má segja að eina „klúðrið“ okkar hafi verið tapið úti á móti Albaníu. Í tíu leikja keppni er nokkuð gott að að- eins einn leikur fari úrskeiðis. En við viljum ekkert vera að fegra þetta, við lentum í 3. sæti og það var ekki markmiðið. Þar hjálpaði ekki til að Tyrkir skyldu taka fjögur stig gegn Frökkum. En ég sé margt jákvætt í liðinu. Auðvitað er erfitt að vera alltaf að bera liðið saman við 2016-liðið. Fjórum árum síðar, næsta sumar, væri óskandi að við værum komnir með fleiri leikmenn sem gerðu tilkall til sætis í byrj- unarliðinu. Það eru menn hægt og bítandi að komast nær, eins og Mikael [Anderson] og Arnór [Sig- urðsson], og fleiri banka á dyrnar, en annars er þetta nokkurn veginn sama liðið og það er bæði jákvætt og neikvætt. Á heildina litið var þetta góð undankeppni og undir eðlilegum kringumstæðum vær- um við með svipaðan fjölda stiga og Tyrkir. Þeir skoruðu í lok leikja gegn Andorra og Alb- aníu, og við höfum verið óheppn- ir með meiðsli eftir mikla heppni í langan tíma. Við gerðum margt gott, eftir ekki gott gengi í Þjóða- deildinni sem varð til þess að marg- ir afskrifuðu okkur og kölluðu eftir allsherjar endurnýjun. Meginhlut- inn af þessu liði er á besta aldri og getur spilað saman næstu 3-4 árin, ég er ekki í nokkrum vafa um það.“ Leiðinlegt slys en margt að hlakka til á næsta ári  Alfreð á hárréttri leið þegar öxlin fór úr lið  Erfir það ekki við Söyüncü AFP Markaskorarar Alfreð Finnbogason er markahæsti leikmaðurAugsburg síðustu ár og Robert Lewandowski marka- hæsti leikmaður Bayern München og þýsku 1. deildarinnar. Þeir skoruðu báðir þegar liðin mættust í október.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.