Morgunblaðið - 23.11.2019, Page 58
58 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019
Er bíllinn tilbúinn fyrir jólafríið?
TUDOR er hannaður til þess að þola
það álag sem kaldar nætur skapa.
Forðastu óvæntar uppákomur.
Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta alla leið.
Veldu
öruggt
start me
ð
TUDOR
Brot úr 16. kafla bókarinnar.
Týndur – og þó ekki
Fleyið hans Gústa var ekki stórt
en hafið nánast óendanlegt á að
líta, þegar út fyrir Siglunesið var
komið. Og hann úti í alls kyns
veðrum. Því mátti lítið út af
bregða. Þetta vissu menn og höfðu
vakandi auga með kristniboðanum,
jafnt meðvitað og ómeðvitað, sem
var ekki par ánægður með það.
Skafti Stef-
ánsson á Nöf (f.
1894, d. 1979),
útgerðarmaður
og síldarsalt-
andi, og þá
jafnframt for-
maður Björg-
unarsveit-
arinnar Stráka,
fór einhverju
sinni í kolbrjáluðu veðri með
nokkrum öðrum á Mjölni EA 537
til leitar, sennilega þegar árið
1949. Þeir voru komnir töluvert út
fyrir Neskrók en sáu ekki neitt
vegna hríðarkófs. Þeir eru við það
að gefast upp og snúa við, þegar
einhver hljóð taka að berast þeim
til eyrna. Við nánari eftirgrennslan
er verið að syngja „Hærra, minn
Guð, til þín.“ Þeir stíma á lagið og
hitta þar fyrir kristniboðann, sem
liggur hinn rólegasti aftur í skut.
Ári síðar eða tveimur fara menn
aftur til leitar, þegar ekkert bólar
á karli á leið til hafnar. Þar er til
frásagnar Guðni Gestsson (f.1928).
Hann segir:
Faðir minn hét Gestur Guð-
jónsson skipstjóri og hann átti 47
tonna bát sem hét Grótta EA 364.
Einn eftirmiðdag hringir hafnar-
vörðurinn á Siglufirði og spyr föð-
ur minn hvort báturinn sé gang-
fær og hvort það sé hægt að fara
út á sjó. „Já, já.“ Svo að hann seg-
ir föður mínum að þeir séu allir
komnir að, bátarnir sem hafa róið
þennan daginn til fiskjar, nema
Gústi guðsmaður. Og hafnarstjór-
inn spyr pabba hvort hann myndi
vilja fara og athuga um Gústa. Og
það var sjálfsagt að gera það. Og
faðir minn bað mig að koma með,
Friðfinn Níelsson líka, sem var þá
vélstjórinn og meðeigandi hans í
þessum bát, og Valda Rögnvalds
sem var maður sem var hér á
Siglufirði. Og við förum. Það var
mjög þungbúið veður, þrjú, fjögur
vindstig en skýjað og þoka. Og
þegar við erum komnir langleiðina
út að Siglunesi heyrum við ein-
hvern …, eins og söng, og það er
siglt á hljóðið og þar sjáum við að
Gústi guðsmaður er á sínum báti á
leiðinni inn fjörðinn og allt virtist
vera í góðu lagi hjá honum. En
hann söng hástöfum sálma þegar
við komum að honum. Þegar við
nálgumst hann meira var siglt
þannig að hann var á hléborða við
okkur svo að hvorki sjór eða vind-
ur hafði áhrif á hans bát. En þá
segir hann við okkur þegar við er-
um komnir þarna nálægt honum:
„Drengir, hvern andskotans djöf-
ulinn eruð þið að þvæla út á sjó í
svona brjáluðu veðri?“ Og það
tóku því allir náttúrlega mjög vel
og svo var bara báturinn hans,
Sigurvin, tekinn í slef og við fórum
til baka, til Siglufjarðar.
Gunnar Ragnars veit líka dæmi
af slíku:
Það var einhverju sinni að Einar
á Reyðará hringir inn á Siglufjörð,
Siglufjarðarradíó, og þá sá hann
bát, það var svona frekar leiðinda-
veður, hann sér bát þarna út und-
an og maður undir árum. Svo að
hann hringir hérna inn eftir og til
að láta vita af þessu, að þetta sé
eitthvað ekki alveg eins og það
eigi að vera. Og Siglufjarðarradíó
kallar, þá var Elliði að koma úr
túr, var að koma hérna inn í fjarð-
armynnið og þeir báðu Elliða um
að svipast um eftir þessari trillu
þarna. Og það var Kiddi Rögn-
valds sem var skipstjóri og hann
fer þarna og þá er þetta Gústi
guðsmaður. Og Kiddi fer þarna út
á brúarvænginn og kallar eitthvað
í Gústa og vill taka hann um borð
og trilluna þá í tog eða eitthvað.
Og þá svarar Gústi: „Hugsa þú
bara um þitt skip, Kiddi minn, ég
sé um mitt.“ Þá var hann bara að
róa sér til hita. Það var allt í lagi
hjá honum um borð, vélin, allt í
lagi með hana, þá bara reri hann
til þess að fá svona hita í sig.
Þetta hefur verið einhvern tíma
fyrir 10. febrúar 1962, því Elliði SI
1 ferst þá í ofsaveðri.
Kjartan Sölvi Einarsson er
næstur. Hann segir:
Gústi heimsótti okkur geysilega
mikið þarna niðrá Hafnarskrifstof-
una. Ég var nú þarna í tollgæsl-
unni í 19 ár. Og Gústi hann kom
oft á morgnana og fékk sér kaffi-
sopa hjá okkur, þegar hann var nú
ekki á sjó. Ég lagði það í vana
minn, þegar ég sá að hann kom
ekki, því hann tilkynnti sig aldrei,
að leita að hvort trillan væri í
höfninni. Og meðal annars þarna í
eitt skiptið þá var ég búinn að
leita að honum, fullt af skipum í
höfninni, og sá hvergi nokkurs
staðar bátinn, og þá var hann í
bragga fyrir sunnan Bein, og ég
fór þangað og kallaði: „Gústi,
Gústi.“ Jú, jú, hann svaraði mér og
varð hinn versti, hvað ég væri eig-
inlega að skipta mér af þessu. Ég
sagði að ég ætlaði nú að halda því
áfram hvað sem hann segði, sko,
þegar hann gæti ekki tilkynnt
sig.“
En hvernig gekk þetta fyrir sig
þegar menn tilkynntu sig, var það
í gegnum talstöð eða?
„Nei, nei, þeir gátu bara látið í
kassa sem var á Hafnarhúsinu að
sunnan, þar var kassi sem menn
settu þar bara blað í og hvenær
þeir áætluðu að koma.“
Og hann gerði það aldrei?
„Hann gerði það aldrei nokkurn
tímann. Guð var með honum.“
Og miðvikudaginn 1. september
árið 1965 má lesa eftirfarandi í
Dagbók Lögreglunnar á Siglufirði:
Kl. um 11 óttast um Ágúst
[Gíslason] sem var einn á báti á
sjó, austur og fram af Siglunesi.
Þ[órarinn] Dúason sá til hans út af
nesinu og skömmu síðar tók m/b
Hjalti hann í tog.
Þorkell Helgason (f. 1918, d.
2014) var einn af eigendum Hjalta
SI 12. Báturinn hafði verið keypt-
ur til Siglufjarðar árið 1946 frá
Grenivík. Kannski er hann að lýsa
sama tilviki hérna:
Gústi var á sjó og lendir í skíta-
veðri. Hann var þarna stutt frá
okkur. Og svo tókum við hann og
það var ekki nokkur einasta leið,
hann vildi ekki með nokkru móti
koma í bátinn til okkar. Við vildum
ekki hafa hann í trillunni og draga
hann á eftir ef það skyldi eitthvað
koma fyrir. Við létum það ekki eft-
ir. Það var oft sem þeir voru að
leita að honum, maður.
Hafliði Helgi Jónsson (f. 1954),
systursonur Þorkels, nú veður-
fræðingur í Bandaríkjunum, man
eftir svipuðu tilviki:
Einhvern tíma komu frændur
mínir á Hjalta að karli í trillunni
vélarvana, í vitlausu veðri úti á
Fljótamiðum. Þeir komu taug til
hans, en hann þverneitaði að koma
um borð í Hjalta, heldur sat hann í
trillunni og jós hana meðan sjórinn
gekk yfir hann, alla leiðina inn að
bryggju.
Og Guðlaugi Henriksen eru
þessar uppákomur ekki beint
framandi:
Við fórum oft að leita. Ég man
eftir að einu sinni í svoleiðis híf-
andi, hífandi, hífandi roki, maður
sá varla út fyrir augun, þegar
maður kom frá bryggjunni. Við
hittum hann hérna úti á firði,
ásamt fleiri bátum; við þorðum
ekki að koma nálægt honum, hann
var fullur af sjó, báturinn hjá hon-
um. Við sigldum bara þannig að
það væri hlé af okkur. Og hann
komst svona inn að Hafnar-
bryggju. Hann var á Guðs vegum.
Þetta var fínasti karl, alveg. Hann
var vinur okkar, hann Gústi.
Þeir voru á Öldunni SI 85.
Hinn 19. desember 1965 birtist
síðan hið merka viðtal Ólafs Ragn-
arssonar við Gústa, í Alþýðu-
blaðinu. Og þar segir:
Trillan hans liggur bundin við
bryggjuna framundan húsinu, sem
hann hefur búið í undanfarin ár.
Hún vaggar sér og veltir á öld-
unum og bíður þess að eigandinn
komi og setji vélina í gang og
haldi út á fiskimiðin. Trillan gamla
og góða hefur verið félagi hans á
umliðnum árum. Þau hafa staðið
saman í blíðu og stríðu á sjónum.
Hann gerir lítið til að vekja á sér
athygli og er sjálfum sér nógur um
flest. Hann sækir sjóinn á trillu-
horninu sínu og veiðir yfirleitt vel,
miðað við það sem gerist og geng-
ur á fleytum af þessari stærð.
Eitthvað hafa þó sjóferðirnar verið
stopular upp á síðkastið og er
ástæðan sú að einhver bilun er í
vélinni, enda er hún orðin nokkuð
gömul. Hann sagðist ekki hafa
komist nema fjórum sinnum á sjó
þennan mánuð en kvaðst eiga tvær
kveikjur í viðgerð, þannig að þetta
stæði að öllum líkindum til bóta.
Vélin hefur stundum hætt að
ganga, þegar hann hefur verið úti
á sjó, og ekki viljað hlýða skip-
unum meistara síns en þá hefur
hann róið til lands þann daginn
eftir að hafa innbyrt aflann.
Kunnugir segja mér að hann sé
oft sofandi í trillunni úti á mið-
unum og þegar ég spyr hann
hverju þetta sæti segir hann mér
að hann fái sér oft blund þegar
hann sé búinn að leggja netin. Ég
spyr hvort ekki sé varasamt að
sofa einn í báti úti á sjó en hann
svarar því til að þetta hafi enn
ekki orðið sér að fjörtjóni. „Það
hefur alltaf verið svoddan guðs-
vernd yfir mér,“ segir hann „og
mér hefur aldrei hlekkzt á þótt ég
hafi oft lent í slæmum veðrum á
sjónum.“
Gústi
guðsmaður
Siglfirðingurinn, fiskimaðurinn og kristniboðinn
Guðmundur Ágúst Gíslason var aldrei kallaður
annað en Gústi guðsmaður. Hann var orðinn hálf-
gerð þjóðsagnapersóna meðan hann lifði og ekki
dró úr eftir að hann lést. Sigurður Ægisson hefur
ritað sögu hans og Bókaútgáfan Hólar gefið út.
Ljósmynd/Þórhallur Sigurðsson
Trúboði Gústi um borð í Sigurvin, kolsvartur á höndum eftir enn eina glímuna við maskínuna í trillunni.