Morgunblaðið - 07.12.2019, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 07.12.2019, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Stundum skrifar maður bækur og telur sig hafa komið flestu til skila. Svo líða fram stundir, nýjar upplýsingar berast og sýn á málin verður önnur. Og þá er ekki annað til bragðs að taka en setjast við skriftir og setja meira kjöt á beinin og gefa svo út nýja bók,“ segir Finnbogi Hermannsson rithöfundur. Hann sendi nú í vikunni frá sér bókina Skarðsstrandarrolla og Einræður Steinólfs í Fagradal; tvískipt rit sem svolítil saga er á bak við. Maðurinn í ljósi fjarlægðar Fyrst er að segja frá bókinnni Einræður Steinólfs í Ytri-Fagradal sem kom út árið 2003. Þar sagði frá Steinólfur Lárusson (1928-2012) sem var kunnur maður á sinni tíð, þekktur fyrir sérstök svör, góðar gáfur og verkhyggni sem fleytti honum langt í bú- skap sínum og baráttu. Sjálfur leitaði sögu- maðurinn til Finnboga um að skrá æviminn- ingar sínar á bók, sem vakti talsverða athygli enda merkileg heimild um mannlíf á Skarðsströnd í Dalasýslu. Ævisaga þessi er löngu ófáanleg og því réðst Finnbogi í end- urútgáfu; skrifar inngangsfræði að sögu mannsandans á Skarðsströnd og jafnframt endurlit frá því fyrir sextán árum þegar Ein- ræður Steinólfs voru upphaflega settar á þrykk. „Mér fannst ástæða til að líta um öxl og meta verkið og Steinólf í ljósi nokkurrar fjarlægðar. Manninn sem gat lyft sér yfir gráan hversdaginn og séð veröldina í öðru ljósi en flestir samferðamenn hans gerðu. Steinólfur er einn eftirminnilegasti maður sem ég hef kynnst. Að skrifa ævisögu hans var mikill lærdómur, því maðurinn var haf- sjór af fróðleik og í raun skurðarpunktur sögu margra alda,“ segir Finnbogi sem skrif- að hefur fjölda bóka, en áður var hann og um áratugaskeið fréttamaður Ríkis- útvarpsins á Vestfjörðum. Lénsveldið lifði lengi Dalasýslan er svið mikilla atburða og merkrar sögu, þó Skarðsströndin og tíðindi þar hafi aldrei komist inn í hina opinberu sögu sem kennd er börnum og unglingum. Á þessum slóðum lifði lénsveldi lengur en víð- ast hvar annars staðar á landinu og Skarðs- verjar, sem kenndir eru við höfuðbólið Skarð, réðu lögum og lofum í þessari sveit frá 12. öld og áttu flestar jarðirnar. „Það var fyrst á æskuárum Steinólfs sem bændur áttu þess kost að eignast jarðirnar sem þeir sátu, rétt eins og Lárus Alexand- ersson, faðir Steinólfs, gerði og keypti Innri- Fagradal og gjaldið var 45 lömb á ári,“ segir Finnbogi. „Þetta var á þriðja áratug síðustu aldar og í þessu lognværa samfélagi stendur tíminn nánast í stað. Steinólfur sagði mér margar sögur, til dæmis af langvinnu stríði milli Skarðsverja og bænda á Ballará um erfðamál og landamerki sem stóð í áratugi. Auðvitað eru þau mál öll löngu fyrnd og per- sónur og leikendur horfin fyrir stapann, komin á langlegudeildina eins og Steinólfur komst sjálfur að orði. En eftir lifir stórbrotin og áhugaverð saga sem hefur orðið mér efni- viður í ýmsum skrifum.“ Finnbogi, sem búsettur er í Hnífsdal, gef- ur bókina út fyrir eigin reikning og lét prenta upplag sem kemst í nokkra pappa- kassa. „Svo geri ég þetta bara upp á gamla mátann, fer um hér fyrir sunnan og sel bæk- ur úr skottinu á bílnum. Fæ góðar viðtökur og þetta er bara fínt,“ segir sagnamaðurinn að síðustu. Skarðsstrandarrolla í skotti bílsins  Steinólfur í Fagradal er kominn aftur  Ævisaga og mannsandinn á Skarðsströnd  Viðbætur og formáli frá Finnboga í nýrri útgáfu  Prentað í pappakassa og höfundurinn selur sjálfur í borginni Skarðsströnd Innri-Fagradalur er mektar- býli. Þar býr nú Halla dóttir Steinólfs. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bókamaður Eftir lifir stórbrotin og áhugaverð saga,“ segir Finnbogi Hermannsson um bókina góðu. Fréttamaðurinn að vestan er nú farandsali í borginni og með pappakassana í bílnum. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Framkvæmdir standa yfir og eru nokkurn veginn á áætlun. Það hafa orðið litlar tafir,“ segir Kolbjörn Örsnes, deildarstjóri Hjálpræðis- hersins á Íslandi og í Færeyjum. Góður gangur er í framkvæmdum við nýjan Herkastala, hús Hjálp- ræðishersins, við Suðurlandsbraut 72-74. Fyrsta skóflustunga var tekin í apríl í fyrra og að sögn Kolbjörns er stefnt að því að byggingin verði vígð í júlí eða ágúst á næsta ári. Þá fagnar Hjálpræðisherinn einmitt 125 ára starfsafmæli hér á landi. Nýja byggingin er nokkuð óvenjuleg í útliti og hefur vakið at- hygli margra. Segir Kolbjörn í sam- tali við Morgunblaðið að einu vanda- málin sem upp hafi komið við framkvæmdina lúti að þakinu en lögun þess er óregluleg og önnur en menn eigi að venjast. Nýi Herkastalinn verður um 1.500 fermetrar að stærð og að hluta til á tveimur hæðum. Húsið mun rúma fjölbreytta starfsemi Hjálpræðishersins; svo sem aðal- skrifstofu fyrir Ísland og Færeyjar, skrifstofu Hjálpræðishersins í Reykjavík og fata- og nytjamark- aðinn Hertex. Þá verður þar einnig kirkjurými sem hægt verður að stækka inn í fjölnota sal sem liggur samsíða rýminu. Tvö verkstæði verður einnig að finna í húsinu, kaffihús og velferðarálmu. Ekki verða gistirými í húsinu eins og í gamla húsnæði Hjálpræðishersins í miðbæ Reykjavíkur. Morgunblaðið/Eggert Í byggingu Unnið er að byggingu Herkastalans við Suðurlandsbraut. Byggingin þykir nokkuð óvenjuleg í útliti. Herkastalinn tekur á sig mynd við Suðurlandsbraut  Byggingin vígð síðsumars  Framkvæmdir á áætlun HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Nú er tími til að etja mannbrodda á skóna þína Eigum mikið úrval Við erum hér til að aðstoða þig! - Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður -

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.