Morgunblaðið - 07.12.2019, Page 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019
Fyrir líkama og sál
Laugarnar í Reykjavík
Frá
morgnifyrir alla
fjölskylduna
í þínu
hverfi t i l kvölds
Sími: 411 5000
www.itr.is
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Angela Merkel, kanslari Þýska-
lands, kom í fyrrverandi
útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz
í Póllandi í gær í fyrsta skipti síðan
hún tók við embættinu fyrir 14 ár-
um.
„Þeirri ábyrgð verður aldrei létt
af þjóð okkar að minnast þessara
glæpa. Að gera okkur grein fyrir
þeirri ábyrgð er hluti af sjálfsmynd
okkar sem þjóðar, skilningi á okkur
sjálfum sem upplýstu og frjálsu
samfélagi, lýðræði þar sem virðing
er borin fyrir lögum,“ sagði Merkel í
ávarpi sem hún flutti í Auschwitz í
gær.
„Engin orð geta lýst hryggð okk-
ar,“ sagði hún.
Merkel hét því að berjast gegn
vaxandi gyðingahatri og haturs-
áróðri í Þýskalandi og víðar. „Ef
berjast á gegn gyðingahatri verður
að segja sögu útrýmingarbúðanna,“
sagði hún.
Þetta var þriðja heimsókn þýsks
kanslara til Auschwitz eftir lok
heimsstyrjaldarinnar síðari en stað-
urinn er orðinn eitt helsta tákn hel-
fararinnar. Talið er að um ein millj-
ón gyðinga hafi dáið í Auschwitz á
árunum 1940 til 1945. Að auki létu
þar lífið tugir þúsunda Pólverja, sem
ekki voru gyðingar, stríðsfangar úr
Rauða hernum, sígaunar, samkyn-
hneigðir, fatlaðir og pólitískir fang-
ar.
Fangarnir voru flestir myrtir í
gasklefum. Margir voru skotnir til
bana. Fjöldi manns svalt í hel, dó
vegna sjúkdóma eða í tilraunum sem
gerðar voru í nafni læknavísindanna.
Merkel hóf heimsóknina með því
að ganga gegnum hlið búðanna. Þar
hangir enn skilti með slagorði nas-
ista: Arbeit macht frei (Vinnan gerir
yður frjálsa). Í kjölfarið lagði Mer-
kel blómvönd að Svarta veggnum,
þar sem mörg þúsund fangar voru
leiddir fyrir aftökusveitir og skotnir.
Þá skoðaði hún gasklefa og lík-
brennsluhús.
Bogdan Stanislaw Bartnikowski,
87 ára gamall maður sem lifði af
vistina í Auschwitz, Mateusz Mora-
wiecki, forsætisráðherra Póllands,
Josef Schuster, formaður samtaka
gyðinga í Þýskalandi, og Ronald
Lauder, yfirmaður Heimsþings gyð-
inga, fylgdu Merkel.
Rof siðmenningar
Tveir þýskir kanslarar hafa áður
komið til Auschwitz. Helmut
Schmidt kom þangað árið 1977 og
Helmut Kohl árin 1989 og 1995.
Merkel hefur áður heimsótt útrým-
ingarbúðir í Þýskalandi og einnig
farið fimm sinnum í Yad Vashem-
minningarsafnið um helförina í Ísr-
ael. Árið 2008 ávarpaði hún þing Ísr-
aels, fyrst þýskra þjóðhöfðinga, og
ræddi þar um smánina sem Þjóð-
verjar finna enn fyrir.
Merkel hefur kallað helförina rof
siðmenningar og ítrekað lýst
áhyggjum af vaxandi gyðingahatri í
Þýskalandi. Tölur frá þýsku lögregl-
unni sýna að afbrotum sem beinst
hafa gegn gyðingum hafi fjölgað um
10% á síðasta ári miðað við árið á
undan og voru 1.646 talsins. Líkams-
árásum á gyðinga í Þýskalandi hefur
einnig fjölgað. Fyrir tæpum tveimur
mánuðum voru fertug kona og tví-
tugur karlmaður skotin til bana utan
við bænahús gyðinga í austurhluta
Þýskalands. 27 ára gamall karl-
maður játaði verknaðinn á sig og
sagði ástæðuna hatur á gyðingum.
Auschwitz var upphaflega gömul
herstöð, en nasistar breyttu henni í
fangabúðir fyrir pólska fanga eftir
að Þjóðverjar réðust inn í Pólland
árið 1939. Búðirnar voru síðan
stækkaðar jafnt og þétt og árið 1941
voru samskonar búðir reistar í ná-
grannabænum Birkenau.
Rauði herinn náði búðunum á sitt
vald 27. janúar 1945 og frelsaði þá
sem enn voru þar í haldi. Er sá dag-
ur nú árlegur minningardagur um
helförina.
„Engin orð
geta lýst
hryggð okkar“
Angela Merkel vitjaði fyrrverandi
útrýmingarbúðanna í Auschwits
AFP
Hryggð Angela Merkel kanslari flytur ávarp í Auschwitz framan við myndir af fórnarlömbum helfararinnar.
Útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz-Birkenau
C
C
A
A
A
B
B
D
A
B
C
A
C
D
1 km
Vistula
So
ta
Auschwitz
Dwory
lestarstöðin
vinnubúðirnar
Auschwitz II
Auschwitz III
Birkenau
Fólk flutt frá
Katowice og Berlín
Fólk flutt frá
Radom og Lublin
Fólk flutt frá
Prag og Vínarborg
Auschwitz I
Fyrstu búðir
IG Farben efna-
verksmiðjan
(SS stríðsframleiðsla)
Fólk flutt frá
Kraká
járnbraut
Lestar-
stöðin
Fyrstu starfhæfu
gasklefarnir
Gasklefar og
líkbrennslur
„Brautir" (þar sem
bílalestir komu)
Aðal-
inngangur
Birkenau
1,1 milljón manna, þar af 1 milljón gyðinga myrt í búðunum á tímabilinu 1940 til 1945
100 km
Núverandi
landamæri
PÓLLAND
VARSJÁ
Ú
KR
A
ÍN
A
H
VÍ
TA
-R
LITH.
ÞÝ
SK
A
LA
N
D
TÉKK-
LAND
Kraká
Katowice
Auschwitz
Ríkisstjórn Frakklands er ákveðin
í að koma á breytingum á eftir-
launakerfi landsins, að sögn Edou-
ard Philippe, forsætisráðherra
Frakklands.
Umfangsmiklar verkfallsaðgerð-
ir héldu áfram í Frakklandi í gær,
annan daginn í röð. Skólum hefur
verið lokað og samgöngur farið úr
skorðum. Með verkföllunum er
verið að mótmæla fyrirhuguðum
breytingum á eftirlaunakerfi
Frakklands, sem fela það m.a. í
sér að fólk þarf að fara síðar en
áður á eftirlaun en sæta skerðingu
á eftirlaunum ella. Verkalýðsfélög
boðuðu í gær til nýrra aðgerða
næstkomandi þriðjudag.
Philippe sagði að ríkisstjórnin
myndi vinna með verkalýðsfélög-
um við að koma á eftirlaunakerfi,
sem hefði það í för með sér að
Frakkar þyrftu að „vinna örlítið
lengur“. En Philippe lagði jafn-
framt áherslu á að breytingunum,
sem verða kynntar næstkomandi
miðvikudag, yrði komið á í skref-
um og án þvingunar.
AFP
Mótmæli Táragasi var beitt gegn mótmælendum í París á fimmtudag.
Hvika ekki frá lífeyr-
iskerfisbreytingum
Verkföll boðuð aftur í Frakklandi