Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019 Egyptinn Ahmed Adly ogRússinn Mikhail Anti-pov urðu efstir á ÍseySkyr-mótinu sem lauk á Hótel Selfossi um síðustu helgi. Þeir hlutu báðir sex vinninga af níu mögulegum en í 3.-4. sæti urðu Hannes Hlífar Stefánsson og Hvít- rússinn Sergei Zhighalko með fimm vinninga. Heimsmeistara- flokkurinn sem svo var kallaður var skipaður skákmönnum sem höfðu einhvern tíma unnið heims- meistaratitil í sínum aldursflokki. Í opnum flokki mótsins bar Hjörvar Steinn Grétarsson höfuð og herðar yfir aðra keppendur og vann allar skákir sínar, sjö talsins. Í 2. sæti varð Jón Viktor Gunnars- son, hlaut fimm vinninga, og í 3. sæti Vignir Vatnar Stefánsson með 4 ½ vinning. Hjörvar þurfti lítið fyrir sigrum sínum að hafa en áberandi var hve illa andstæðingar hans voru að sér í þeim byrjunum sem upp komu. Að vinna mót með fullu húsi er af- rek. Hitt er svo annað mál að tafl- mennska á mótum hér innanlands getur vart talist nægileg áskorun fyrir jafn öflugan skákmann og Hjörvar Stein. Þátttaka Björns Þorfinnssonar, ef þátttöku skyldi kalla, var sér- stakur kapítuli út af fyrir sig. Hann tefldi tvær skákir og vann þær báðar, fékk þrjár ½ vinnings yfirsetur en gat ekki mætt í tvær skákir og fékk þar engan vinning. Björn er drengur góður en afi hans, Björn á Löngumýri, hefði ráðlagt honum að sleppa frekar mótinu. Margeir góður á EM Einn sem veit hvað hann syngur í byrjunum og áfram þegar inn í miðtaflið er komið er Margeir Pét- ursson. Hann fann sinn stíl fyrir margt löngu. Á EM skákfélaga sem lauk í Svartfjallalandi á dög- unum tefldu tvö íslensk lið og stóðu sig eftir væntingum en best- um einstaklingsárangri náði Mar- geir sem tefldi á 4. borði fyrir TR og hlaut 4 ½ vinning af 7 mögu- legum. Í næstsíðustu umferð vann hann á sannfærandi hátt: EM skákfélaga 2019; 6. umferð: Margeir Pétursson – Miroslav Miljkovich 1. c4 e5 2. Rc3 f5 3. d4 exd4 4. Dxd4 Rc6 5. De3+! Nákvæmur leikur sem truflar liðskipan svarts, 5. ... De7 má t.d. svara með 6. Rd5 o.s.frv. 5. ... Rce7 6. Rf3 Rf6 7. g3 Rg4 8. Dd2 g6 9. Dd4 Hg8 10. Bg2 Bg7 11. Dd2 d6 12. 0-0 c6 13. Hd1 Be6 14. b3 Dd7 15. Ba3 0-0-0 16. Hac1 d5? Eftir slæma byrjun vill svartur nú verja d6-peðið. En það gengur ekki upp. 17. h3 Rf6 18. Rb5! Ræðst strax til atlögu 18. ... Re4 Vitaskuld ekki 18. ... cxb5 19. cxd5+ og 20. dxe6 með auðunninni stöðu. 19. Df4 cxb5 20. cxb5+ Rc6 21. Rd4 g5 22. Df3 Bxd4 23. Hxd4 Kb8 24. bxc6 bxc6 25. Dd3 Ka8 26. Da6 Hc8 27. Bc5 Db7 28. Da3 Rxc5 29. Hxc5 De7 30. Ha4 Eykur þrýstinginn en 30. Hdxd5! var freistandi, gengur upp og kemur síðar. 30. ... Hc7 31. Dc1 Dd6 32. Hd4 f4 33. Bxd5! Eftir þennan öfluga leik hrynur svarta staðan. 33. ... Bxd5 34. Hdxd5 De6 35. g4 He8 36. Hxg5 Dxe2 37. Dxf4 Hd7 38. Hge5! Hxe5 39. Hxe5 Dd1+ 40. Kg2 a6 41. He8+ Hd8 42. De4! Hxe8 43. Dxc6+ Ka7 44. Dxe8 Dd5+ Drottningarendataflið er auð- unnið en svartur þráast við. 45. Kg3 Dd6+ 46. f4 Dd3+ 47. Kh4 Dd2 48. De4 Kb6 49. Dxh7 Dxf4 50. Dg6+ Kb7 51. Kh5 Dh2 52. De4+ Kb6 53. De3+ Kc6 54. a4 Dc2 55. h4 a5 56. Kh6 Kb7 57. g5 Dc7 58. De4+ Kb8 59. g6 Dd6 60. h5 Ka7 61. Kh7 – og loks gafst svartur upp. Hjörvar Steinn vann með fullu húsi Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Mér brá fyrir all- mörgum árum þegar skjólstæðingur minn, vanfær, fór þess á leit við mig að ég gæfi út vottorð fyrir hana um veikindi á meðgöngunni. Þetta hefði auðvitað verið sjálfsagt mál ef ástæðurnar hefðu ekki verið annars vegar þær að hætta vinnu nokkr- um vikum fyrir fæðingu og hins vegar að skerða ekki fæðingarorlofið við þá ráðstöfun. Þessari beiðni fylgdi svo sú röksemd að þetta væri bara viðtekin venja, „þetta gerðu allar konur“. Ég hafnaði þessari beiðni með þeim orð- um að viðkomandi væri fullfrísk, með- gangan hefði verið alveg eðlileg. Ég gæti hins vegar alveg tekið undir það að það gæti verið heppilegt að byrja í orlofi nokkrum vikum fyrir fæðinguna til hvíldar og undirbúnings. Það væri að mínu mati eðlilegur hluti fæðing- arorlofsins og ekki veikindi. Þegar tilvik af þessu tagi end- urtóku sig nokkrum sinnum tók ég málið upp við ljósmæður sem ég vinn með. Staðfestu þær að þetta ráðslag væri orðið almennt en voru sömu skoðunar og ég að um misnotkun á veikindarétti og fæðingarorlofi væri að ræða. Til þess að staðreyna þessa fullyrð- ingu að „þetta gerðu allar konur“ leit- aði ég í gagnabanka um fæðingarorlof og veikindi hjá stóru fyrirtæki hér í borg, þar sem almenningi er veitt þjónusta en lítið um erfiðisvinnu. Á tilteknu tímabili höfðu 54 konur sem unnu hjá fyrirtækinu fengið fæðing- arorlof. Af þessum hópi höfðu 49 kon- ur lagt fram læknisvottorð um veik- indi fyrir fæðinguna. Veikindin runnu saman við fæðingarorlofið sem þá hófst með fæðingunni. Í mörgum til- vikum hófust veikindin með skertri vinnugetu sem síðan endaði með full- kominni óvinnufærni. Einungis fimm konur af 54 voru við eðlilega heilsu á meðgöngunni og fóru beint úr starfi í fæðingarorlof. Það geta allir verið sammála um að réttindi af þessu tagi á vinnumarkaði, sem sam- ið hefur verið um eða komið hefur verið á með lögum, eru ákaflega mikilvæg launþegunum og vert að hafast ekki neitt það að sem getur spillt þeim. Því miður eru of mörg dæmi þess að réttindabætur hafi verið útþynntar undir þrýstingi misnotkunar og annarrar óráðsíu. Það er mín skoðun að hér sé fólk á rangri leið með þátttöku lækna. Ef vanfærar konur vilja fá orlof fyrir fæð- ingu ætti reglan að jafnaði að vera sú, að það sé tekið sem hluti af fæðingar- orlofinu. Ef sú skoðun hefur fylgi að full þörf sé fyrir að konur fái allan þann tíma með barninu sem núver- andi fæðingarorlof gerir ráð fyrir eða tillögur eru gerðar um, þá verður að binda hluta lengingarinnar því skil- yrði, að hún sé tekin út fyrir fæðingu barnsins. Það er ekki rétt að læknisvottorð um veikindi séu notuð til að miðla fé- lagslegum gæðum sem samfélagið hefur ekki tekið ákvörðun um að í boði séu. Hins vegar getur löggjafinn notað það tækifæri sem nú gefst við endur- skoðun laga um fæðingarorlof og fært þetta til betri vegar. Gera má að skil- yrði að konur taki einn mánuð af fæð- ingarorlofinu fyrir ætlaðan fæðingar- dag barnsins. Þar með er það lögfest sem talið er viðtekið sjónarmið í dag og engin þörf lengur fyrir læknisvott- orð sem halda ekki vatni. Fæðingarorlofið lengt í framendann Eftir Sigurbjörn Sveinsson » Það er ekki rétt að læknisvottorð um veikindi séu notuð til að miðla félagslegum gæð- um sem samfélagið hef- ur ekki tekið ákvörðun um að í boði séu. Sigurbjörn Sveinsson Höfundur er læknir. beggja@simnet.is Jórunn Viðar fæddist 7. des- ember 1918 í Reykjavík. For- eldrar hennar voru hjónin Einar Viðar (1887-1923) og Katrín Viðar (1895-1989). Jórunn hóf píanónám korn- ung hjá móður sinni og eftir burtfararpróf frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík 1937 og stúd- entspróf sama ár nam hún næstu tvö ár við Hochshule für Musik í Berlín. Hún dvaldi í New York í stríðinu og nam tón- smíðar við Juilliard-háskóla í tvö ár. Að stríði loknu flutti Jórunn til Íslands og hófst þá ferill hennar sem einleikara og jafn- framt tók hún til við tónsmíðar. Hún samdi fyrst íslenskra tón- skálda balletttónlist, Eld og Ólaf Liljurós, og tónlist við kvik- mynd, Síðasta bæinn í dalnum, auk þess sem hún samdi fjölda söngverka, meðal annars Það á að gefa börnum brauð og Jól, og raddsetti þjóðlög og þulur; hún kom oft fram sem einleikari. Þá samdi Jórunn píanókonsertinn Sláttu. Í tuttugu ár var Jórunn eina konan í Tónskáldafélagi Ís- lands. Hún starfaði lengi við Söngskólann í Reykjavík. Eiginmaður Jórunnar var Lárus Fjeldsted (1918-1985), þau eignuðust þrjú börn. Jórunn hlaut fálkaorðuna og heiðursverðlaun Íslensku tón- listarverðlaunanna. Jórunn lést 27. febrúar 2017. Merkir Íslendingar Jórunn Viðar Morgunblaðið/Ingvar Þ. Jóhannesson Fullt hús Hjörvar Steinn með bikarinn fyrir sigurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.