Morgunblaðið - 07.12.2019, Page 33

Morgunblaðið - 07.12.2019, Page 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019 ✝ Magnús IngiMagnússon fæddist í Reykja- vík 19. maí 1960. Hann lést 28. nóvember 2019. Foreldrar hans voru Magnús Theodór Magn- ússon sem starf- aði lengst af sem brunavörður og síðar sem högg- myndalistamaður, f. 8. janúar 1935, og Guðbjörg Ársæls- dóttir sem starfaði lengst af sem deildarstjóri í samgöngu- ráðuneytinu, f. 30. júní 1939, d. 24. apríl 2016. Eldri bróðir Magnúsar Inga er Ársæll Magnússon húsasmiður, f. 27. ágúst 1956. Hann kvæntist Söndru Remigis árið 1984 og eignuðust þau synina Andra, Atla og Daða. Þau skildu. Yngri systir Magnúsar Inga er Dóra Magnús- dóttir, f. 25. októ- ber 1965. Hún er gift Guðmundi Jóni Guðjónssyni kennara í Tækni- skólanum og eiga þau börnin Kára, Lilju, Láru Guð- björgu, Theodór og Hjalta. 24. mars 2007 kvæntist Magnús Ingi eftirlifandi eiginkonu sinni. Hún heitir Analisa Ba- sallo Montecello, f. 5. janúar 1972. Analisa er menntaður matartæknir og hefur starfað við matreiðslu á undanförnum árum, lengst af á Sjávar- barnum á Grandagarði í Reykjavík, sem var sameig- inlegur veitingastaður þeirra hjóna. Útför Magnúsar fór fram í kyrrþey. Líf mitt með þér, elsku Maggi, var gefandi, ánægjulegt og gleðiríkt. Eftir að við kynnt- umst eignaðist ég nýja fjöl- skyldu og stóran vinahóp. Ég er svo þakklát núna fyrir allt sem við áttum saman og stolt að hafa kynnst þér og hafa verið eiginkona þín. Allt er breytt núna. Ég elska þig alltaf af öllu mínu hjarta. Hvíldu í friði, ástin mín. Þín alltaf, Analisa Monticello. Nú er Maggi okkar búinn að kveðja. Okkur, föður hans og eftirlifandi systkini, langar að minnast hans með fáeinum fá- tæklegum orðum. Maggi skilur eftir sig stórt skarð í fjölskyldunni enda fyllti hann mikið pláss hvar sem hann kom. Maður mikilla fram- kvæmda og hugmynda allt sitt líf allt frá barnæsku, en líka maður hefðbundinna fjölskyldu- gilda og hollustu. Við erum þó þakklát fyrir fyr- ir að mamma hans, sem lést fyr- ir ríflega þremur árum, hafi ekki þurft ekki að kveðja son sinn því samband þeirra var einstaklega kærleiksríkt. Þau hlúðu að því hin síðustu ár með því að fara stundum tvö í leikhús og borða signa grásleppu og fleira góð- gæti sem sumir aðrir í fjölskyld- unni kunnu síður að meta. For- eldrar okkar minntust Magga sem mikillar gleðisprengju og grallaraspóa þegar hann var barn og það er öllum ljóst sem hann þekktu að þeir eiginleikar fylgdu honum eftir í lífi, leik og starfi alla tíð. Við minnumst son- ar sem virti og sinnti foreldrum sínum vel og bróður sem sýndi eftirlifandi konu sinni, fjölskyldu og vinum ástúð og mikla holl- ustu allt fram á hinsta dag. Missir okkar þriggja bliknar þó í samanburði við harm elsku Lísu okkar, eftirlifandi eigin- konu Magga, en þau tvö voru eins og yin og yang, andstæður sem vógu hvor aðra upp í dag- legu lífi, starfinu á Sjávarbarn- um og víðar og á ferðalögum út um allan heim. Þau voru akkeri hvort annars í lífsins ólgusjó og við biðjum almættið að passa upp á Lísu okkar í þeirri djúpu sorg sem hún stendur frammi fyrir. Hvíldu í friði, elsku sonur og bróðir. Magnús Theodór Magn- ússon, Ársæll Magnússon og Dóra Magnúsdóttir. Magnús Ingi Magnússon ✝ Bergur Bjarna-son var fæddur 4. apríl 1936 í Holt- um á Mýrum í Hornafirði. Hann lést 21. nóvember 2019. Bergur var átt- undi í röð tíu barna hjónanna Bjarna Þorleifssonar og Lússíu Sigríðar Guðmundsdóttur. Þau bjuggu lengst af í Viðborðs- seli á Mýrum. Önnur börn þeirra voru Þorleifur, f. 1924, d. 1924, Þóra, f. 1925, d. 2011, Guð- mundur, f. 1927, d. 2001, Halla, f. 1930, Sigurjón, f. 1932, Snorri, f. 1933, d. 2016, Óskar, f. 1935, d. 1935, Guðrún, f. 1941, og Arnar Haukur, f. 1942. Fyrir átti Bjarni son, Karl Ágúst, f. 1919, d. 2006. Sambýliskona Bergs var Ing- unn Júlía Ingvarsdóttir, f. Bergur var fæddur í Holtum á Mýrum en árið 1943, þegar hann var sjö ára, fluttist fjölskyldan að Viðborðsseli í sömu sveit og þar átti hann sitt heimili alla tíð. Hann tók snemma þátt í bú- skapnum með foreldrum sínum og bjó síðar um tíma í félagi við Sigurjón bróður sinn og fjöl- skyldu hans. Bergur sótti ýmsa vinnu utan heimilis sem ungur maður, meðal annars sjó- mennsku. Hann og Ingunn bjuggu með blandaðan búskap á stóru búi, síðustu árin í félagi við Bjarna son þeirra og fjölskyldu hans. Hestamennska og hrossa- rækt var aðaláhugamál Bergs, ásamt sauðfjárrækt og átti hann marga góða gripi sem hann hugsaði um af mikilli sam- viskusemi og natni. Hann var einnig virkur í ýmsum félags- störfum, sér í lagi þeim sem sneru að landbúnaði og búfjár- rækt. Útför Bergs fer fram frá Hafn- arkirkju í dag, 7. desember 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. 25.3.1947, frá Desj- armýri í Borgarfirði eystra. Hún er næst- elst sjö barna hjónanna Ingvars Júlíusar Ingvars- sonar, f. 1920, d. 1974, og Helgu Björnsdóttur, f. 1919, d. 2008. Börn Bergs og Ingunnar eru: 1) Helga Lucia, f. 9.5.1983, jarðfræðingur, búsett í Reykjavík. Sambýlismaður: Gunnar Ingi Valdimarsson, f. 1985. Dóttir þeirra er Bryndís Júlía, f. 27.6.2017. 2) Bjarni Ingv- ar, f. 30.6.1986, bóndi í Viðborðs- seli. Sambýliskona: Erla Rún Guðmundsdóttir, f. 1989. Börn þeirra eru: Bergur Friðrik, f. 18.12.2011, Guðmundur Búi, f. 6.9.2013 og Margrét Arna, f. 16.9.2017. Það er vísdómur sem segir eitt- hvað á þá leið að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn með vísun í að það sé ekki alfarið einkamál foreldra að sjá um uppeldi af- kvæma sinna. Þar beri samfélagið sem það elst upp í jafnframt ákveðna ábyrgð. Ég hallast frekar að því að vera sammála þessari speki og get heimfært upp á mitt eigið. Það voru hins vegar hvorki þorp né gata sem áttu þar hlut að máli, heldur frekar þeir sveitabæ- ir sem ég var send á í uppvext- inum. Þeir voru nokkrir því krakkinn virðist hafa verið töluvert óþjáll í háttum, þar sem hið reyndasta fólk gafst fljótlega upp. Ég ætla ekki að fullyrða neitt um það hvort sambýli við jökla, torfær vatnsföll og válynd veður verði til þess að móta lundarfar fólks, geri það óvenju þrautseigt, en það var að minnsta kosti í Hornafirði sem loks fór að hægj- ast um. Þar fékk barnið óáreitt að vera og var ekki lengur vísað á bug. Það var í Viðborðsseli. Þar voru hjónin Bergur og Inga, litla manneskjan Helga Lucía og Elv- ar, frændinn á loftinu. Nokkrum árum síðar átti sonurinn Bjarni Ingvar eftir að bætast í kompaní- ið. Ráðningarsamningurinn hljóð- aði upp á að unglingsbarnið gætti litlu manneskjunnar og þrátt fyrir augljósa vanhæfni strax í upphafi langar mig að segja Selsfólkinu til hróss að aldrei lét það á neinu bera. Með umburðarlyndi horfðu þau í gegnum fingur sér yfir kunnáttuleysi barnapíunnar og fyrirgáfu. Þar kynntist það jafnframt ákveðinni glettni heimilisfólksins sem það náði sjaldnast að sjá í gegnum, því þrátt fyrir að bónd- inn Bergur hafi alla jafna verið ró- legur í fasi og hæglátur viður- kennist og er hér með sagt að mikið lifandis skelfing gat maður- inn verið stríðinn. Við eldhúsborðið urðu til til- komumiklar platsögur sem þeir frændur í sameiningu ófu listilega og þrátt fyrir augljóst bullið trúði unglingsbarnið hverju einasta orði. Í Seli lærði það einnig fyrst um alvöruhrossarækt, nam af ástríðu bókmenntir eftir ráðunautinn Þorkel Bjarnason og tók í kjölfar- ið ákvarðanir er vörðuðu framtíð- ina. Það sá og upplifði samheldni Mýramanna, hvernig þeir tóku sig saman sem ein heild þegar þurfti að heyja, smala eða annað. Alltaf voru allir komnir til þess að rétta hjálparhönd og unnu sem einn maður. Þá voru matar- og kaffitímarn- ir heldur betur dýrðarkapítuli út af fyrir sig þar sem skopið var allsráðandi. Á fallegum degi í sumar er ég hitti Berg síðast, umkringdan barnabörnunum, horfði ég full aðdáunar á þennan fríða hóp. Sagðist ekki geta orða bundist, en nú væri við hæfi að vitna í hinn ágæta Þorkel því samkvæmt kyn- bótafræðinni færi það ekki á milli mála að Bergur væri kynfastur í ræktun. Börnin bæru skýr merki þess að vera af honum komin og öll eins og hann. Ég sá það í bliki blárra augnanna og brosi að það gladdi. Með kynnum mínum af Sels- fólkinu eignaðist ég athvarf sem ætíð var hægt að leita til. Tryggð sem skipt hefur sköpum og verið lóð á vogarskálarnar. Hjálpaði til við að koma mér til manns. Slíkt ber að þakka þegar komið er að kveðjustund. Þökk Bergur, fyrir mig. Kolbrá Höskuldsdóttir. Mig langar að setja á blað fáein orð um fallinn vin – hann Berg Bjarnason í Seli. Þegar ég kom austur árið 1973 til þess að temja hesta hjá Hesta- mannafélaginu Hornfirðingi var ég 17 ára gamall stráklingur. Á þeim tíma sem ég var þar við vinnu hélt ég m.a. til á Viðborðs- seli, þar sem Bergur bjó. Við Bergur urðum strax vinir og þá meina ég að Bergur var mér raun- verulegur vinur. Og eftir því sem árin liðu skynjaði ég það alltaf betur og betur hversu traustur og heiðarlegur maður hann var og hversu gott veganesti það var fyr- ir mig að hafa kynnst honum. Hann gat verið fastur fyrir í sum- um málum en fyrir mér var það alltaf tengt við réttlætiskennd og það að vera samkvæmur sjálfum sér. Þetta eru kostir sem höfðu eftir á að hyggja bein áhrif á mig sem ungan mann í mótun. Við Bergur héldum alltaf sam- bandi eftir þennan tíma fyrir aust- an, áttum saman hross og rækt- uðum meðal annars einn heimsmeistara. Bergur var hesta- maður og átti góðan hrossastofn og hann kenndi mér að meta eig- inleika hornfirska hestsins. Stundum fór hann á bak og mér fannst hann vera flottur knapi, sérstaklega á hesti einum sem hann átti og hét Sóði. Sá var hörkuviljugur og ekki alveg allra. Bergur var mikill og góður bóndi og bjó myndarlegu búi sínu á Seli alla sína tíð. Hann var og er í mínum huga táknmynd hins íslenska bónda; duglegur, úrræðagóður, vandaður maður með vit og áhuga á skepn- um, jörðinni og þeim viðfangsefn- um sem falla til við búmennsku. Þær eru ótalmargar minning- arnar frá samskiptum okkar Bergs og dvöl minni á Seli og allar eru þær góðar. Þetta eru minn- ingar sem ég á og vil halda í ásamt svo ótal mörgu öðru skemmtilegu tengdu Bergi. Að eignast vin eins og hann fyr- ir lífstíð er ómetanlegt og þegar ég hugsa til hans fyllist ég þakk- læti og auðmýkt. Elsku Inga, Helga, Bjarni, stórfjölskylda og ættmenni öll. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Benedikt Líndal. Bergur Bjarnason Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útfarir foreldra okkar og tengdaforeldra, afa og ömmu, langafa og langömmu, MAGNÚSAR STEFÁNSSONAR og AUÐAR BJÖRNSDÓTTUR frá Fagraskógi. Þóra Björg Magnúsdóttir Sigurður Heiðdal Stefán Magnússon Sigrún Jónsdóttir Björn Vilhelm Magnússon Sigrún Ingveldur Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær systir okkar, GUÐRÍÐUR SIGFÚSDÓTTIR HAUGEN, Gol, Noregi, lést föstudaginn 29. nóvember. Jarðsett verður í Noregi. Margrét Dóróthea Einar Dómhildur Arndís María Kristín Sigurður Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÖRN SIGURGEIRSSON, Skjóli, lést föstudaginn 22. nóvember á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útför Arnar fór fram fimmtudaginn 5. desember í kyrrþey að ósk hins látna. Sigurgeir Arnarson Guðrún Sigurjónsdóttir Gestur Arnarson Anna Guðrún Óskarsdóttir Sveinbjörn Örn Arnarson Arnheiður Bergsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, ÓLAFÍA BIRNA BRYNJÓLFSDÓTTIR, Efstahjalla 5, Kópavogi, lést á Líknardeild Landspítalans 3. desember umvafin ástvinum. Útför hennar mun fara fram í kyrrþey. Ragnheiður Margrét Júlíusd. Björn Þór Reynisson Brynjólfur Viðar Júlíusson Svana Hansdóttir Ásdís Hrönn Júlíusdóttir Þórarinn M. Friðgeirsson Bjarki Már Júlíusson Erla Fanney Þórisdóttir ömmu- og langömmubörnin Ástin mín og besti vinur, sonur minn, faðir okkar og stjúpfaðir, bróðir og tengdasonur, ÁRNI MAR HARALDSSON, Hallakri 4a, Garðabæ, lést 2. desember. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 13. desember klukkan 13. Ágústa Sigurlaug Guðjónsdóttir Kristín Þóra Sigurðardóttir Bjarki Freyr Rebekkuson Haukur Smári Rebekkuson Kristinn Logi Árnason Alexander Hrafn Árnason Emma Ósk Jónsdóttir Sunna Karen Jónsdóttir Ívar Örn Haraldsson Lára Björk Bragadóttir Sigurður Ragnar Haraldsson Margrét Eva Einarsdóttir Arnór Gauti Haraldsson Vífill Harðarson Salóme Kristín Haraldsdóttir Patrik Snæland Guðjón Sigurðsson Guðrún Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.