Morgunblaðið - 07.12.2019, Page 34

Morgunblaðið - 07.12.2019, Page 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019 ✝ Ingibjörg Ein-arsdóttir fædd- ist á Signýjar- stöðum í Hálsasveit 22. ágúst 1930. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Hömrum í Mosfellsbæ 30. nóv- ember 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sveinbjörg Brands- dóttir og Einar Kristleifsson frá Runnum í Reyk- holtsdal. Ingibjörg var elst fimm systkina. Látin er Þuríður Ásta. Eftirlifandi systkini eru Brandur Fróði, Kristleifur Guðni og Sig- ríður. Eiginmaður Ingibjargar var Ámundi Ámundason, f. 9. júní 1937, d. 27. febrúar 1996. Börn þeirra eru: 1. Sigrún Aðalheiður, búsett í Reykjavík, eiginmaður hennar er Sigurður Her- mannsson, börn hennar eru Ólaf- ur, Halldór Matthías, Sigurður Rúnar og Katrín Dúa. Barna- börn þeirra eru sex. 2. Svein- hélt 14 myndlistarsýningar víðs- vegar um landið. Fyrsta mál- verkasýning Ingibjargar var á Mokka 1971 og sú síðasta var haldin í Keflavík 1995. Ingibjörg starfaði í 15 ár við umönnun þroskaskertra ein- staklinga, fyrst á Kleppjárns- reykjahæli og síðar við Kópa- vogshæli. Ingibjörg starfaði við Skálatún og leysti þar forstöðu- konu heimilisins af um tíma. Ingibjörg starfaði sem sníðari á saumastofu Hagkaupa um nokk- urra ára skeið, einnig starfaði hún sem bakari við Héraðsskól- ann í Reykholti um sjö ára skeið. Ingibjörg flutti til Ólafsfjarðar árið 1972. Þar var hún ráðin til starfa sem umsjónarmaður Apó- teks og aðstoðarmaður læknis á staðnum. Vann hún stundum undir leiðsögn lækna frá Dalvík þegar læknislaust var á Ólafs- firði. Ingibjörg rak síðar eigin verslun á Ólafsfirði, sem hét Verslunin Lín. En það sem alltaf var nærri henni var pensill og rekaviðarkubbur til að mála á. Ingibjörg hafði unun af garð- rækt og blómum og báru garðar hennar í gegnum tíðina þess glöggt merki. Útför Ingibjargar fer fram frá Reykholtskirkju í dag, 7. desem- ber 2019, klukkan 11. björn Einar, búsett- ur á Ólafsfirði, eiginkona hans er Sigríður Sigurð- ardóttir, börn hans eru Haukur Örn og Ingibjörg. Barna- börn þeirra eru tvö. Sambýlismaður Ingibjargar til 16 ára var Sigmundur Jónsson málara- meistari frá Ólafs- firði. Þau bjuggu á Ólafsfirði, nánar tiltekið í Ægisgötu 2, þau slitu samvistum 1990. Sambýlismaður Ingibjargar til 23 ára fram að andláti er Guðni Kristján Sörensen, hafa þau lengst af búið í Mosfellsbæ. Ingibjörg gekk í farandskóla í Hvítársíðu sem barn og síðar í Kvennaskólann á Varmalandi. Ingibjörg tók þátt í öllum hefð- bundnum sveitastörfum að Runnum í Reykholtsdal með for- eldrum sínum. Frá unga aldri lagði Ingibjörg stund á myndlist og málaði mikið magn mynda og Elsku amma og alnafna mín. Mikið er ég heppin að hafa fengið 19 ár með þér og öll sam- an voru þau dásamleg. Minning- arnar sem við sköpuðum þrátt fyrir fjarlægðina á milli okkar eru mikilvægastar, til dæmis þegar ég æfði á gítar og spilaði fyrir þig í gegnum símann því mér fannst svo mikilvægt að leyfa þér að heyra það sem ég hafði æft. Eins og margir vita þá hafðir þú einstaklega mikinn áhuga á blómum og að gera öll blómabeð fín. Ég sem barn man ég vel eftir því þegar þú og Guðni komuð norður í Ólafsfjörð og þú og ég dunduðum okkur í blómabeðinu okkar heima á meðan mamma og pabbi voru að vinna, þessi minn- ing gleymist seint. Þú varst líka ótrúleg listakona og eiga næstum því allir í Ólafsfirði málverk á rekavið eftir þig. Skemmtilegt að segja frá því að ég hef sömu áhugamál og þú, að eiga falleg blóm og að mála myndir. Það fylgir sennilega nafninu. Elsku amma Imma, það eru forréttindi að fá að bera þetta fallega nafn og að vita það að þú verðir alltaf partur af mér. Guð geymi þig, amma mín. Þín nafna, Ingibjörg Einarsdóttir. Elsku amma. Ég mun aldrei gleyma okkar stundum saman. Ég og þú erum B-manneskjur og hugmyndaflugið tekst á loft á kvöldin og nóttunni. Man þegar þú og ég vorum vakandi margar nætur saman og þú málaðir og ég teiknaði, við spjölluðum saman um framtíðina og allt milli himins og jarðar ogokkar ferðir niður í fjöru í leit að rekavið til að mála á voru eitt af mínu uppáhalds. Þú varst svo góð og þægileg að tala við enda búin að lifa löngu og góðu lífi og ganga í gegnum margt. Þú studdir alltaf við mig og tókst alltaf á móti mér með opn- um örmum. Núna ertu búin að kveðja þennan heim og komin á annan stað og vakir yfir okkur. Guð geymi þig, elsku amma mín. Þinn Haukur Örn Einarsson. Hvíldinni fegin og löngu ferðbúin kvaddi hún kær fyrrver- andi mágkona mín, hún Imma frá Runnum í Reykholtsdal. Ég var smáhnokki þegar leiðir hennar og Adda bróður míns lágu saman, en þó kominn með það hvolpavit að mér þótti hún rosalega sæt, og er viss um að mörgum borgfirsk- um sveinum og fleirum fannst það líka. Við nánari kynni líkaði okkur öllum á heimili foreldra okkar á Kleppjárnsreykjum ákaf- lega vel við Immu. Hún var skemmtileg í samræðum, kunni á mörgu skil og var okkur yngri bræðrum Adda hjálpfús við ým- islegt sem við vorum að fást við. Ekki var rakarastofa í Reyk- holtsdalnum, og fyrst eftir að við komum þangað, vorið 1950, fór- um við reglulega í klippingu til öðlingsins Bjarna á Hurðarbaki, en eftir að Imma kom inn í fjöl- skylduna losnaði Bjarni við þessa kvöð, og hún beitti hárskera- klippunum á okkur af mikilli snilld, enda lagin og listræn í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Eitt veit ég að við bræður, Odd- ur, Jonni og ég, munum vel, að þegar við vorum að komast á bal- laldurinn og Imma gerði okkur klára til höfuðs í djammið, þá sagði hún ávallt þegar við þökk- uðum henni fyrir „verði ykkur að sjens“. Þetta fannst okkur auð- vitað stórskemmtilegt, og höfum oft minnst á þetta síðan. En ekki þurfti löng kynni af Immu til að skynja að hún var mikill listamaður, og allir eigum við bræður falleg og vel gerð listaverk eftir hana, myndir á vegg og rekaviðarbúta sem hún var algjör snillingur í að mynd- skreyta. Er eftir þessu tekið á heimilum okkar, og núna eftir að höfundurinn er horfinn á braut vekja þessi listaverk gamlar og afar ánægjulegar minningar. Við leiðarlok þökkum við Þurý ljúfar stundir með Immu og Adda á fyrstu Reykjavíkurárum okkar saman, en mikill samgang- ur var á milli heimila okkar, og allt rifjast þetta nú upp þegar við kveðjum Immu hinstu kveðju í Reykholtskirkju. Við Þurý, og bræður mínir og mágkonur, sendum Sigrúnu, Einari og fjölskyldum þeirra okkar einlægustu samhryggðar- kveðjur. Samúðarkveðjur einnig til Guðna, sambýlismanns henn- ar, sem við þökkum góð kynni. Hann á heiður skilinn fyrir ein- staka umhyggju í erfiðum veik- indum Immu undanfarin ár. Blessuð sé og verði minningin um Ingibjörgu Einarsdóttur, borgfirsku listakonuna sem án efa hefði getað náð langt í list sinni ef hógværð hefði ekki haml- að för. Óli H. Þórðarson. Er ég spurði lát Immu kom í huga mér ljóð er ég orti er einn vinur minn lést fyrir nokkrum árum: Hver veit hvort hinsta kvöld vort er nær eða fjær Lofum því líðandi stund hvern ljúflingsfund vinur kær (Guðl. Ósk) … þannig er tími manns í önn daganna, að hann dugar síst til þess er maður helst vildi koma í verk, eins og þess að rækta vin- áttu við annað fólk, við vini sína. Imma var glöð í gerðinni og það varð ætíð bjart í þeim bæ er hún gisti. Margs er að minnast frá gefandi samveru með henni og foreldrum hennar í Runnum, þeim Sveinbjörgu Brandsdóttur frá Fróðastöðum og Einari Kristleifssyni frá Stóra-Kroppi. Imma var óvenju fjölhæf og næm listakona. Málaði á tré og léreft og bjó ýmsar perlur úr því sem náttúran léði. Á mörgum heimilum í Borgarfirði er að finna prýðisgóð listaverk hennar. Þau eru óendanlega fjölbreyttrar gerðar og bera henni fagurt vitni. Imma unni lífinu og var fagurkeri. Það báru enda verkin hennar með sér og þeirri lífsaf- stöðu tókst henni að miðla til samferðafólksins. Ævikvöld hennar varð langt og eigi sársaukalaust og þegar við fjölskyldan þökkum henni það sem hún var okkur minn- umst við orða Þorsteins Valdi- marssonar, sem orti einhverju sinni andaðri maríuerlu: Vertu sæl, systir, – yndi og líf þeim garði sem þú gistir Systkin víðs vegar minnast þín, og ljós og loft þig tregar. Móðir Guðs man þér nafnið þitt og lífs og yndis ann þér. Lítill vænglami flýgur nú í nýjum geislahami. (Þorst. Valdimarsson) Við fjölskyldan sendum fólk- inu hennar Immu einlægar sam- úðarkveðjur á kveðjustund. Guðlaugur Óskarsson. Ingibjörg Einarsdóttir Sálm. 86.7 biblian.is Þegar ég er í nauðum staddur ákalla ég þig því að þú bænheyrir mig. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær eiginmaður minn, sonur, bróðir, mágur og frændi, MAGNÚS INGI MAGNÚSSON matreiðslumeistari, lést 28. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Aðstandendur þakka auðsýnda samúð og kærleik á erfiðum tímum. Analisa Montecello Magnús Theodór Magnússon Ársæll Magnússon Dóra Magnúsdóttir Guðmundur Jón Guðjónsson og systkinabörn Okkar ástkæri, JAKOB PÁLMI HÓLM HERMANNSSON frá Neskaupstað, lést á Grund föstudaginn 29. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. desember klukkan 11. Ásta Garðarsdóttir Jóhanna Jakobsdóttir Dennis Magditch Björg Jakobsdóttir Ómar Eyfjörð Friðriksson Hjörleifur Jakobsson Hjördís Ásberg Herdís Jakobsdóttir Hjördís Þóra Hólm Þór Wium barnabörn og barnabarnabörn Ástkær bróðir okkar, EINAR BJARNI GUÐMUNDSSON, Hólabraut 4, Höfn, lést 26. nóvember. Útförin fer fram frá Hafnarkirkju mánudaginn 9. desember klukkan 11. Ólöf Anna Guðmundsdóttir Víðir Guðmundsson Lucia Sigríður Guðmundsdóttir og fjölskyldur Ástkær systir mín og frænka okkar, NANNA ÞÓRHALLSDÓTTIR, Langholtsvegi 187, lést 2. desember á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. desember klukkan 15. Hulda Þórhallsdóttir og systkinabörn KRISTMUNDUR BJARNASON, rithöfundur og fræðimaður, Sjávarborg, Skagafirði, lést á Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar 4. desember. Dætur og aðrir aðstandendur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, SIGRÍÐUR HALLDÓRA GUNNARSDÓTTIR bankastarfsmaður, lést föstudaginn 29. nóvember. Hún verður jarðsungin frá Áskirkju 10. desember klukkan 13. Gunnar Skúli Guðjónsson Ragnheiður Valdimarsdóttir Sigrún Másdóttir/Vöggsd. Stefán Þór Jónsson Ólafía Björg Másdóttir Ólafur Tryggvi Brynjólfsson María Másdóttir Sigurður Arnar Hermannsson og barnabörn Sigrún Gunnarsdóttir Jón Kristján Johnsen Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur og afi, ÁSBJÖRN JÓNSSON hæstaréttarlögmaður, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 3. desember. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 13. desember klukkan 13. Auður Vilhelmsdóttir Björg Ásbjörnsdóttir Niels H. Bennike Birna Ásbjörnsdóttir Andreas H. Christiansen Bergrún Ásbjörnsdóttir Jón B. Stefánsson Ásbjörn, Bergur og Eyrún Ástkær konan mín, móðir og amma, INGIBJÖRG NANSÝ MORGAN, lést á heimili sínu í Wylie Tx 13. nóvember. Minningarathöfn hefur farið fram. Kenneth Glenn Morgan Peggy og Lon Wallace Lísa og Dan Walko Katie og Stewe Powell og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.