Morgunblaðið - 07.12.2019, Qupperneq 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019
Íklæddur marg-
litaðri skyrtu, litrík-
um skóm og fékk þig
alltaf til þess að
hlæja. Þannig munum við minnast
Steinars föðurbróður okkar eða
Steina eins og hann var iðulega
kallaður. Steini átti ríkan þátt í lífi
okkar systkina og hann var alltaf
til staðar til að fylla í skarð for-
eldranna, hvort sem það var til
þess að mæta á íþróttamót, bjóða
okkur í mat þegar foreldrar okkar
voru erlendis eða jafnvel bara
koma okkur til bjargar þegar við
vorum læst úti. Það var alltaf mik-
ið gleðiefni þegar við systkinin
vorum send í pössun í Leiru-
bakkann og seinna í Ljárskógana,
því þótt við hlökkuðum mest til að
hitta frænkur okkar Þorbjörgu og
Kristjönu, dætur Steina, þá gerði
Steini vistina líka alltaf skemmti-
legri því það var aldrei langt í
grínið hjá honum.
Fjölskylduboð voru aldrei leið-
inleg eða dauf þegar Steini var
viðstaddur; hnyttinn, yfirlýsinga-
glaður og bráðfyndinn var hann
yfirleitt hrókur alls fagnaðar þeg-
ar fjölskyldan kom saman. Að öllu
gríni og glensi frátöldu þá var
Steini einstaklega hugljúfur og
góður maður sem hugsaði ofboðs-
lega vel um fjölskylduna sína,
sama hvort sem það voru hans eig-
in börn eða börn bræðra hans eða
annarra ættmenna. Líkt og þegar
Arnbjörg var ein í Reykjavík á
gamlárskvöld þá tók Steini ekki í
mál annað en að hún yrði hjá þeim
í Ljárskógunum. Eða þegar hann
hætti öllu og brunaði upp á Land-
spítala þegar Ragnar lenti í bíl-
veltu og foreldrar okkar voru er-
lendis. Þrátt fyrir að Ragnar hafi
algjörlega sloppið ómeiddur þá
var Steini til staðar fyrir frænda
sinn í einu og öllu.
Maður er aldrei viðbúinn þegar
náinn fjölskyldumeðlimur fellur
frá, sérstaklega ekki þegar þeir
látast fyrir aldur fram. Jafnvel nú
þegar tvær vikur eru liðnar frá því
að við fengum fregnirnar þá virð-
ist þetta óraunverulegt, eins og
þetta sé allt vondur draumur.
Elsku Steini, skarðið sem þú
skilur eftir í hjarta okkar er stórt.
Þín verður sárt saknað og það er
erfitt að ímynda sér fjölskylduboð
án þín. Við systkinin munum þó
ávallt minnast þeirra ljúfu stunda
sem við áttum með þér og vonum
að minningarnar verði okkur örlít-
ið ljós í myrkrinu.
Arnbjörg Soffía
og Ragnar Auðun.
Elsku Steini frændi er fallinn
frá.
Engin orð fá lýst þeim missi.
Það er svo óraunverulegt. Síðustu
minningar um Steina eru svo ný-
legar, úr nafnaveislu sonar okkar,
9. nóvember sl., að hann er enn
ljóslifandi í hugum okkar. En
samt horfinn á braut. Það fór vel á
með honum og nýjasta frænda
hans. Drengurinn var ekkert
hræddur við Steina afabróður,
ólíkt föður sínum sem var laf-
hræddur þegar hann hitti Steina í
fyrsta sinn fyrir rúmum 30 árum.
Það er kannski ekki líku saman að
jafna, þá var Steini með svart sítt
hár eins og sönnum rokkara
sæmdi á níunda áratugnum, en í
þetta sinn var það góðlegur afi
með grásprengt stutt hár sem
heimsótti unga herramanninn.
Það er jafn gleðilegt og það er
sorglegt að hafa fengið að hitta
Steina svo skömmu fyrir skyndi-
legt fráfallið.
Steinar
Sigurðsson
✝ Steinar Sig-urðsson fædd-
ist 13. september
1958 . Hann lést 13.
nóvember 2019.
Útför Steinars
fór fram 3. desem-
ber 2019.
Elsku Steini. Þú
varst alltaf svo hress
og skemmtilegur,
ekki mikið að skafa
utan af hlutunum, og
þess vegna var svo
gaman að spjalla við
þig. En þú varst
fyrst og fremst
hjálplegur og um-
hyggjusamur og til
þín var alltaf hægt
að leita. Við munum
seint gleyma síðustu ráðleggingu
arkitektsins til okkar – að gler-
hurð á baðherbergið myndi ekki
einangra vel hljóð og lykt.
Þakka þér fyrir allar góðu
stundirnar, hvort sem var á jólum,
í öðrum heimboðum eða í fótbolta-
ferðum. Þakka þér fyrir þá vænt-
umþykju sem þú sýndir börnun-
um okkar. Þakka þér fyrir að hafa
gefið svona mikið af þér í hvert
skipti sem við hittumst. Við minn-
umst þín með söknuði.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
Eg veit einn
að aldrei deyr:
dómur um dauðan hvern.
(Úr Hávamálum)
Hvíl í friði.
Sigurður Kári og Elín Dís.
Það var mikið áfall þegar pabbi
hringdi í mig og tilkynnti mér að
Steini væri látinn.
Steini hefur alltaf verið stór
hluti af fjölskyldu minni á Íslandi.
Alveg síðan hann kynntist Helgu
frænku fyrir 36 árum. Eftir það
voru Helga og Steini alltaf nefnd í
sömu andrá.
Elsku Steini, þú kvaddir þenn-
an heim allt of snemma. Eins og
þú sagðir sjálfur frá þá biðu þín ný
hlutverk og nýir titlar í fjölskyld-
unni. Ég man þegar við hittumst
síðast en það var núna í október.
Þá áttum við skemmtilegt kvöld
saman og fræddumst um sænska
elgi, kúbverska krókódíla og ís-
lensk hreindýr. Í þessari ferð var
líka hlegið; að atvikum þegar upp
komst að ýmis kort ykkar Helgu
voru útrunnin, til dæmis var mér
ekki hleypt út af bílastæðunum á
Leifsstöð og ekki gekk snurðu-
laust að komast í sund með sund-
kortinu.
Ég kveð þig í bili, elsku uppá-
halds „inngifti frændi minn“.
Takk fyrir allar samverustundirn-
ar í matarboðum, í veislum, í Ljár-
skógunum og í ferðum innanlands
sem utan.
Elsku Helga, Sigurjón, Þor-
björg, Kristjana og fjölskyldur.
Ég veit þið standið sterk saman á
þessum erfiðu tímum.
Auður Tinna Harðardóttir.
Við Erla kynntumst Steinari
fyrst vorið 1988 þegar við heim-
sóttum Helgu systur og hann til
Seattle. Þetta var eftirminnileg
heimsókn; við leidd um borgina og
nærsveitir og dekruð á alla lund.
Steinar virkaði strax á okkur sem
gestrisinn, örlátur og skemmtileg-
ur maður. Síðar kynntumst við
öðruvísi og betur; ferðuðumst,
skemmtum okkur og borðuðum
mikið saman.
Svo eru ógleymanlegar stund-
irnar á Mosum á Síðu þar sem fjöl-
skyldan á afdrep. Þar þótti Stein-
ari gott að vera. Fara um sveitina,
föndra við smíðar, lagfæra húsið,
nú eða bara kjamsa á tilverunni í
góða veðrinu sem ávallt er á Mos-
um. Svo galdraði Steinar gjarnan
fram dýrlega máltíð seinni part-
inn. Steinar var ávallt matgæðing-
ur, segir Helga. Skáldsögur og
reyfarar, sem hann las í magni,
hafi vikið fyrir matreiðslu- eða
uppskriftabókum á aðventunni
eða ef bjóða átti í veislu.
Framkvæmdir og at hverskon-
ar virtist Steinari líka að skapi. Ef
einhver í fjölskyldunni vildi smíða
pall, leggja parket eða endur-
hanna eitthvað hjá sér, var Stein-
ar mættur, oftar en ekki óumbeð-
inn, með teikningar, hamar og
svuntu og verkið drifið áfram.
Ferðalögin öll, innan lands sem
utan, eru svo sérstök saga. Og tón-
leikaferðirnar ógleymanlegu.
Clapton í Royal Albert Hall og O2
og High Voltage hátíðin sumarið
2010 þar sem við sáum margar af
hetjum unglingsáranna: Emer-
son, Lake og Palmer, ZZ top,
Garry More, Steve Howe og
marga fleiri. Þar heyrðum við
Bonamassa fyrst og spurðum okk-
ur: Hvar hefur þessi snillingur fal-
ið sig fyrir okkur hingað til? –
Ekki náðum við að sjá hann aftur
á tónleikum eins og við vorum að
undirbúa.
Þegar við sáum Steve Vai í
Glasgow kallaði Steinar saman til
mikillar veislu gamla vini frá
námsárum í borginni; þá var mikið
hlegið. Steinar virtist eiga vini í
hverri borg og nú nýlega var að
myndast vinahópur í Póllandi í
tengslum við verkefni Steinars
þar. Manni sýnist Pólverjarnir
hafa fundið í Steinari sama öðling-
inn og allir sem kynntust þessum
góða dreng.
Magnað var að upplifa hve
Steinar virtist alls staðar eins og
heima hjá sér; hvort sem var í
London, París, Róm eða New
York. „Hvað langar þig að borða?“
spurði hann kannski. „Hér rétt
hjá er geggjaður ítalskur staður
sem ég þekki. Nú, eða franski
staðurinn hér handan við hornið?“
Hvar sem við fórum hafði hann áð-
ur komið, jafnvel oft. Eins virtist
sama hvaða mál menningin talaði
– Ég man eftir honum í hrókasam-
ræðum á ítölsku við leigubílstjóra
í Róm.
Steinar bar ekki tilfinningar á
torg en hann var skapmikill. Og ef
honum misbauð eða þurfti að
segja skoðun sinn, ja þá gat verið
betra að vera ekki nærri því
kjarnyrtari íslenska heyrðist ekki
brúkuð.
En Steinar var líka gegnheill og
næmur maður. Okkur Erlu er
minnisstætt þegar Daði okkar, 16
ára umkomulaus og örvinglaður,
átti erfitt við kistulagningu systur
sinnar 10 ára. Þá var það Steinar
sem náði til hans með hlýju og
nærgætni umfram aðra. Síðan
fannst okkur strengur milli þeirra
tveggja.
Á Mosum reyndum við Steinar
stundum að ímynda okkur útsýnið
af Kaldbak, sem oft er magnaður
tilsýndar frá Mosum; þaðan mætti
líta hinn sæla sveitarblóma. Þá
átti Steinar til að kasta fram vísu:
Á Kaldbaki, konungi fjalla
kysi ég helst mér gröf.
Sjá yfir Síðuna alla
suður um reginhöf.
Ég ætla að ganga á Kaldbak í
minningu Steinars vinar okkar.
Jón Hrólfur og Erla.
Aldrei hefðum við félagarnir
getað látið okkur detta í hug að við
myndum ekki hitta Steina aftur
þegar við kvöddumst laugardags-
kvöld eitt fyrir nokkrum vikum
eftir vel heppnaða samverustund í
félagahópum. Við kvöddumst
glaðir í bragði og hláturmildir eins
og alltaf á slíkum stundum og með
tilhlökkun um næsta hitting sem
þegar hafði verið ráðgerður í nóv-
ember. En örlögin tóku harkalega
í taumana og ekkert verður samt á
ný. Menntaskólaárin eru marg-
rómaður tími hjá fjölmörgum. Það
getum við félagarnir svo sannar-
lega tekið undir, enda urðu þá til
einstök vinabönd sem hafa styrkst
og dafnað eftir því sem tíminn hef-
ur liðið. Við kynntumst Steina
strax á fyrsta ári og vináttan þró-
aðist hratt. Áður en við vissum af,
vorum við saman flestum stund-
um. Það var auðvelt að vera vinur
Steina og einstaklega skemmti-
legt í hans félagsskap. Hann var
bráðfyndinn, fljótur í tilsvörum,
skemmtilega kjaftfor, uppátækja-
samur og jafnan miðpunkturinn í
öllu sem við gerðum. Steini hafði
einstakt lag á því að láta verkin
tala og gott dæmi um slíkt tengist
sameiginlegum áhuga okkar fé-
laganna á prog rock, fusion og
djasstónlist. Meðan við hinir lét-
um okkur dreyma um að ferðast
til útlanda og sjá tónleika með ein-
hverri stórsveitinni, sem var stór-
mál á þeim tíma, þá tókst Steina
hvað eftir annað að koma sér á
slíka viðburði, og ekki nóg með
það, heldur fékk hann einnig
back-stage-aðgang með blaða-
mannapassanum sínum. Ekki var
hann þó blaðamaður, en hafði ver-
ið á sjónum samhliða náminu og
skrifað nokkrar greinar í sjó-
mannablöð hér á landi og eftir-
leikurinn var auðveldur fyrir
Steina. Vinahópurinn stækkaði
eftir því sem menntaskólaárin
liðu og sem fyrr var Steini mið-
punkturinn og sá sem hópurinn
hverfðist um. Eftir stúdentspróf
fóru menn hver í sína áttina eins
og gengur, en vinaböndin voru
nógu sterk til að draga hópinn
saman á ný. Undanfarin 20 ár hef-
ur tíu manna hópur hist reglulega
á nokkurra mánaða fresti og ekki
ósjaldan á fallegu heimili Steina
og Helgu í Seljahverfinu. Fyrir
þessar samverustundir erum við
óendanlega þakklátir og minning-
in um þær veitir okkur huggun í
sárum vinamissi. Við vottum
Helgu og fjölskyldu, bræðrum
Steina og öðrum ástvinum okkar
dýpstu samúð.
Ingólfur Kristjánsson,
Guðmundur Sigmarsson.
Við sátum saman þrír við fund-
arborð í Hafnarstrætinu kringum
aldamótin, einu sinni í viku í heilt
ár, kosnir í stjórn Arkitekta-
félagsins, kollegar, kannski
komnir af léttasta skeiði í kollin-
um, samt með leifar af uppreisn-
aranda skólaáranna fannst okkur
og með meiningar fyrir hönd arki-
tekta og fyrir arkitekta, fyrir fag-
ið og fyrir félagið og fyrir rétt-
indum og virðingu stéttarinnar.
Við vorum hver starfandi fyrir
sig, höfðum nógu að sinna, en
höfðum verið kosnir til fé-
lagsstarfa sem við tókum frekar
alvarlega. Okkur reyndist auðvelt
að vinna saman, við vorum á sömu
síðu eins og sagt er, við höfðum
svipaða sýn og við mátum hver
annan mikils.
Fjárhag félagsins þurfti að
rétta við einu sinni sem oftar, svo
Steinar var kosinn gjaldkeri, það
var engum betur treystandi í það.
Menntun arkitekta á Íslandi var í
burðarliðnum, við höfðum skoð-
anir á því, vildum helst búa til sér-
stakan skóla sem bæði Háskólinn
og Listaháskólinn stæðu að. Sú
hugsun reyndist of flókin fyrir
ráðamenn dagsins. Við vildum að
samkeppnir meðal arkitekta færu
fram samkvæmt reglum félagsins
og enga útúrdúra frá þeim, það
gekk kannski ekki alltaf en þok-
aðist þó. Við vildum að bygging-
arfulltrúar sæju til þess að hver
sem var gæti ekki gert breytingar
á mannvirkjum sem féllu undir
höfundarrétt, það gekk treglega.
Við fundarborðið var samstaða
um öll málefni og allar ákvarðan-
ir, við nutum stuðnings fannst
okkur hjá félögum okkar og hjá
starfsfólki félagsins. Okkur
fannst skemmtilegt að vinna sam-
an og fannst stundum að okkur
miðaði aðeins áfram. Það var ekki
síst Steinari að þakka, hann var
fagmaður fram í blýantsoddinn,
hann vissi hvað hann vildi fyrir sig
og sína félaga, fagið sitt og sló
hvergi af. Auðvitað rétti hann svo
fjárhag félagsins við, það var ekki
við öðru að búast. Að loknu þessu
tímabili félagsstarfanna tóku við
önnur skeið og önnur verk og ann-
ar vettvangur, m.a. samstarf um
flókið verkefni í miðbæ Reykja-
víkur en það er önnur saga. Minn-
ingarnar frá þessum tíma bera
með sér ferskan andblæ hreyfing-
ar, breytinga, hugmynda, nýrrar
sýnar og bjartrar og minningar
um samstarf sem aldrei bar
skugga á.
Fráfall Steinars er reiðarslag
og fátt hægt að segja til huggunar
undir þessum kringumstæðum en
minningarnar um traustan vin og
félaga, hvetjandi, hugsandi og
hlýjan geta yljað á slíkum stund-
um. Þakklæti fyrir samfylgdina
og samverustundirnar, ekki bara
við fundarborðið, eru efst í huga
nú þegar Steinar Sigurðsson er
kvaddur og fjölskyldu hans send-
ar hugheilar samúðarkveðjur.
Hilmar Þór Björnsson,
Stefán Örn Stefánsson.
Það er með meiri trega en orð
fá lýst að horfast í augu við það að
einn besti vinur minn og jafnaldri
er fallinn frá. Steini, sem var
manna hressastur og lét ekki sitja
við orðin tóm.
Steina kynntist ég í barna-
skóla, Hvassaleitisskóla nánar til
tekið. Hann var þessi reffilega
týpa sem fór ekki að grenja þó að
móti blési. Við sátum meira að
segja saman eitt árið, ekki var það
amalegt! En Steini og fjölskylda
flutti úr Heiðargerðinu í Garða-
bæinn og sást hvorki tangur né
tetur af honum þangað til leiðir
okkar lágu svo ánægjulega saman
í menntaskóla, en þar vorum við
snöggir að endurnýja vinskapinn
og eins og hendi væri veifað vor-
um við búnir að stofna Private-
klúbbinn en þeir drengir er hann
mönnuðu eru enn þann dag í dag
þeir sem ég kalla bestu vini mína,
og það gerði Steini líka. Til að
styrkja okkar vinskap hittumst
við síðan reglulega, sömdum
skemmtitexta við popplög ásamt
góðum mat og drykk og þar kom
Steini heldur betur við sögu, en
þegar röðin kom að honum að
elda, þá var sko eldað! Enginn
komst með tærnar þar sem Steini
hafði hælana þegar kom að gour-
met matargerð, og þá er ég að tala
um margréttaðar veislur. Mikið á
ég eftir að sakna þessara tíma.
Nú síðsumars var ég á rölti um
bæinn í hádeginu eins og gengur
og á Hlemmi gekk ég í flasið á
Steina mínum, skælbrosandi.
Fagnaðarfundir. Brjálað að gera í
vinnunni og allt gott. Við slíku
bregst maður við með því að
verða sjálfur skælbrosandi og
stóðum við þarna í sólinni og bull-
uðum tóma vitleysu, inn um annað
eyrað og út um hitt. (Konurnar
okkar hefðu verið stoltar af okkur
hefðu þær heyrt í okkur og séð).
Það má segja að Steini hafi verið
hin mennska vítamínsprauta,
maður varð alltaf hress og brattur
eftir að hafa hitt hann.
Steini var sérstaklega smekk-
legur þegar kom að húsakynnum
sínum og hafði fjölskyldan komið
upp glæsilegu heimili sem allir
hefðu verið stoltir af að kalla sitt.
Marga veisluna sat ég þar og
skemmti mér konunglega, enda
var Steini gæddur þeim sjaldgæfa
hæfileika að geta sagt frábærar
sögur á mergjaðan, hispurslausan
hátt, þannig að viðkvæmar sálir
roðnuðu upp og niður. Já, eins og
þeir segja um sjómenn (en Steini
var jú einmitt sjómaður sem ung-
ur maður): Hann var með kjaftinn
fyrir neðan nefið.
Árið 2006 fórum við Steini og
Guðmundur vinur okkar með okk-
ar fjölskyldur í mikið ævintýra-
ferðalag um Mið-Evrópu og byrj-
uðum í Nyons þar sem Steini
hafði útvegað okkur frábær húsa-
kynni á stórkostlegum stað. Veisl-
ur þar öll kvöld. Síðan keyrðum
við á okkar húsbílum að Miðjarð-
arhafinu, þvert yfir Ítalíu og til
Feneyja, upp til Prag og lokuðum
hringnum. En þar sem það var
HM í fótbolta þurftum við að sjá
til þess að vera í námunda við
sjónvarpstæki þegar almennilegir
leikir voru í gangi og mikið var á
sig lagt til að bjarga því, það geta
fjölskyldur okkar vitnað um.
Kæri Steini minn. Ég þakka
þér góða tíma og mikið gæfi ég
fyrir að geta breytt þeirri stað-
reynd að þú ert farinn, en við get-
um engu um það breytt. En minn-
ingin um þig lifir og er það sönn
og góð minning.
Þinn vinur,
Ólafur Friðrik Ægisson.
Fyrir rétt rúmum þremur vik-
um var okkur vinunum ekið á flug-
stöðina í Keflavík. Steinar var
glaður og reifur í bílnum. Arki-
tektinn útskýrði ánægður atriði
varðandi útlit og hönnun flug-
stöðvarinnar, kom við í bókabúð
og keypti kilju sem var lesin í vél-
inni. Ferðin með leigubíl í gamla
bæinn í Kraká var ánægjuleg, það
lá tilhlökkun í loftinu og langur
dagur að baki.
Þetta varð síðasti dagurinn sem
við áttum saman. Maður fyllist
söknuði og verður hugsi.
Steinar var listhneigður lífs-
kúnstner sem fyllti líf sitt með öllu
því besta. Heimilið og fjölskyldan
var miðpunktur sem annað snérist
um. Hann var fíkinn í mat og
drykk og sá gjarnan um matar-
gerð á heimilinu og ef vinahópur
okkar hittist. Það var upplifun að
snæða saman í hádeginu á ólíkum
stöðum og kíkja á teiknistofuna í
kaffi. Krydd í tilveruna. Stutt frá
teiknistofunni í Skipholtinu var
Gallerí Fold, þar var gefandi að
hitta mann svo næman á myndlist
og umhverfi sitt. Það var ógleym-
anlegt að fara á tónleika með
Steinari, hann naut þar hverrar
mínútu og virtist þekkja ótrúlega
marga, gilti það víðast annars
staðar. Síðustu tónleikarnir voru
gítarhátíð Bjössa Thor 2. nóvem-
ber í Bæjarbíói. Það kvöld var
ákveðið að ég kæmi með til Kraká.
Steinar átti margar hliðar,
skapmaður, frábær arkitekt, full-
ur af starfsorku og vann sitt verk
vel. Hann æfði reglulega í Sport-
húsinu, klæddist smekklega og
var hinn glæsilegasti.
Samantekið má orða það svo að
Steinar lifði lífinu til fulls og kunni
það flestum betur, hann var að all-
an tímann. Hann var heimsmaður
sem tikkaði í öll box. Að velta
þessu lífshlaupi fyrir sér er lær-
dómur. Hin lexían er hversu mik-
ilvægt og gefandi er að rækta vin-
áttuna. Góðs vinar verður saknað
Ég votta aðstandendum Stein-
ars dýpstu samúð.
Guðmundur Gunnlaugsson.
Með nokkrum fátæklegum orð-
um langar mig að senda hinstu
kveðju og þakklæti til yndislegs
manns og vinar. Hverjum hefði
dottið í hug að við værum að
kveðjast í síðasta sinn þegar við
kvöddumst öll í Gautaborg í sum-
ar.
Við æskuvinkonur höfðum
flestar náð þeim merka áfanga að
verða sextugar og nú vorum við í
startholunum fyrir ný ævintýri. Af
þessu tilefni hittumst við ásamt
mökum í Svíþjóð og áttum þar
saman yndislega daga. Steini var
að venju hrókur alls fagnaðar og
fór á kostum bæði í söng og mat-
reiðslu. Gummi var samt bestur í
sundi.
Steina kynntist ég í fyrsta sinn
1984 þegar Helga vinkona og ég
ákváðum að skella okkur í Norð-
urlandaferð. Helga hafði nú svo
sem ákveðið markmið með þessari
ferð okkar. Og henni tókst ætlun-
arverkið með miklum glæsibrag,
því eftir bara nokkra daga hefðu
Helga og Steini haldið upp á 32
ára brúðkaupsafmæli sitt. Steini
var að læra arkitektúr í Kaup-
mannahöfn og mikið fannst mér
hann vera mikill heimsborgari. Og
heimsborgari var hann alla sína
lífstíð! Alls staðar þar sem Steini
kom tók fólk eftir honum. Hann
passaði inn í hvaða félagsskap sem
var og sýndi ávallt viðmælanda
sínum mikinn áhuga og virðingu.
Að vera boðið í mat til Helgu og
Steina þýddi skemmtilegar um-
ræður og góðan mat. Því eins og
allir vita var Steini alveg frábær
kokkur.
Ein af mínum og Thorbjörns
skemmtilegustu minningum með
Steina, Helgu og í þetta sinn einn-
ig Önnu Rósu, er hið frábæra
ferðalag okkar vestur á Strandir
fyrir nokkrum árum. Veðrið lék
við okkur og Ísland skartaði sínu
fegursta .
Kæri vinur, nú er löngu ferða-
lagi lokið og það er notalegt að vita
af þér heima.