Morgunblaðið - 07.12.2019, Síða 39

Morgunblaðið - 07.12.2019, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019 39 Úrskurðarnefnd velferðarmála óskar eftir að ráða ritara til starfa í 75% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. SKRIFSTOFUSTARF Helstu verkefni: Skráning mála í málaskrá og önnur dagleg umsýsla gagna, símavarsla, móttaka í afgreiðslu og önnur tilfallandi verkefni skrifstofunnar. Menntunar- og hæfniskröfur: • Stúdentspróf er skilyrði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi • Reynsla af skrifstofustörfum • Góð almenn tölvukunnátta • Góð færni í íslensku og ensku • Metnaður, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð • Jákvæðni og lipurð í samskiptum Úrskurðarnefnd velferðarmála er sjálfstæð stofnun. Hlutverk nefndarinnar er að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana eftir því sem mælt er fyrir um í lögum sem kveða á um málskot til nefndarinnar. Upplýsingar um úrskurðarnefnd velferðarmála er að finna á heimasíðu nefndarinnar www.urvel.is Umsókn skal fylgja ferilsskrá með upplýsingum um menntun og fyrri störf. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og SFR hafa gert. Umsóknin getur gilt í 6 mánuði. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 30. desember 2019. P ip ar \T BW A \ SÍ A EMBÆTTI REKTORS HÁSKÓLA ÍSLANDS ER LAUST TIL UMSÓKNAR Rektor er forseti háskólaráðs. Hann er yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans og talsmaður gagnvart mönnum og stofnunum innan háskólans og utan hans. Hann stýrir starfsemi háskólans og hefur frumkvæði að því að háskólaráð marki sér heildarstefnu í málefnum háskólans. Hann ber ábyrgð á framkvæmd stefnu háskólans og tengslum háskólans við innlenda og erlenda samstarfsaðila. Rektor ber ábyrgð á og hefur eftirlit með allri starfsemi háskólans, þ.m.t. ráðningar- og fjármálum einstakra fræðasviða og stofnana. Hann ber ábyrgð á gerð starfs- og rekstraráætlana og að þær séu samþykktar af háskólaráði. Á milli funda háskólaráðs fer rektor með ákvörðunarvald í öllum málum háskólans. Um laun og önnur starfskjör rektors fer samkvæmt ákvörðun fjármála- og efnahagsráðherra, sbr. 39. gr. a. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Mennta- og menningarmálaráðherra skipar háskólarektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs, sbr. 8. gr. laga um opinbera háskóla. Tilnefning háskólaráðs fer fram að undangengnum kosningum í háskólanum, sbr. 6. gr. reglna háskólans. Miðað er við að rektorskjör fari fram 18.–20. febrúar næstkomandi. Skipunartímabil rektors er fimm ár, frá 1. júlí 2020. Embættisgengir eru þeir einir sem hafa prófessorshæfi á viðurkenndu fræðasviði Háskóla Íslands, leiðtogahæfileika og skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir háskólann, ríka samskiptahæfni og víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun. Háskólaráð ákvarðar hvaða umsækjendur uppfylla skilyrði um embættisgengi, sbr. 2. tl. 6. gr. reglna háskólans. Einungis þeir sem þegar hafa fengið formlegan hæfnisdóm sem prófessor við viðurkenndan háskóla áður en umsóknarfrestur rennur út teljast uppfylla skilyrði um prófessorshæfi. Umsóknir skulu hafa borist starfs- mannasviði, Aðalbyggingu Háskóla Íslands, Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík, eigi síðar en 3. janúar 2020. Í samræmi við 1. mgr. 8. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og 6. gr. reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands, auglýsir háskólaráð Háskóla Íslands hér með laust til umsóknar embætti rektors Háskóla Íslands. Móttökuritari - 55% staða Staðan getur tímabundið krafist hærra hlutfalls. Laus um áramót. Reyklaus vinnustaður. Staðan krefst mikillar sjálfstæðni, bókhaldsþekkingar, tölvureynslu og reynslu í mannlegum samskiptum. Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi til utlitslaekning@utlitslaekning.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Móttökuritari Laus er til umsóknar staða umsjónarmanns fasteigna við Menntaskólann í Reykjavík. Staðan er laus frá og með 1. janúar 2020. Um er að ræða 100% starf. Umsókninni skal fylgja yfirlit yfir nám og fyrri störf auk meðmæla. Hæfni- og menntunarkröfur: • Lipurð, þjónustulund og stundvísi • Að geta brugðist við og tekið að sér minniháttar viðhald • Þekking á hússtjórnarkerfum/loftræstikerfum/tæknikerfum • Þekking á öryggismálum og eldvörnum • Að geta brugðist við og tekið að sér minniháttar viðhald • Íslensku- og enskukunnátta • Tölvukunnátta sem hæfir starfinu • Iðnmenntun er æskileg Menntaskólinn í Reykjavík er elsta menntastofnun landsins og hefur yfir að ráða nokkrum byggingum og eru nokkrar þeirra undir Minjavernd. Lóð skólans afmarkast af Lækjargötu, Amtmannsstíg, Þingholtsstræti og Bókhlöðustíg. Starfið er fjölbreytt og líflegt. Starfsmenn eru tæplega 80 og nemendafjöldi er 700. Launakjör eru samkvæmt stofnanasamningi skólans við SFR. Umsóknarfrestur er til og með 20. desember 2019. Umsóknum skal skilað inn á Starfatorg (www.starfatorg.is). Nánari upplýsingar um starfið veitir Elísabet Siemsen rektor í síma 545 1900 eða í netfangið: rektor@mr.is og Einar Hreinsson konrektor í síma 545 1900 eða í netfangið: einar@mr.is. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Athygli umsækjenda skal vakin á því að samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 er ekki heimilt að ráða einstakling til starfa sem hlotið hefur dóm fyrir brot á XXII.kafla almennra hegningarlaga og því er beðið um sakavottorð áður en af ráðningu getur orðið. Umsjónarmaður fasteigna Menntaskólans í Reykjavík atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.