Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 43
DÆGRADVÖL 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... þegar
uppáhaldspítsan þín
bíður þín að loknum
vinnudegi.
ÞETTA VAR „ÉG VEIT UM
EINN SEM Á BRÁÐUM
AFMÆLI” SVIPURINN HANS
OG ÞETTA ER „JÁ,JÁ,
EKKI MINNA MIG Á ÞAÐ ”
SVIPURINN MINN
DÓTTIR MÍN SEGIR
AÐ ÞÚ SÉRT HIRÐFÍFL
… KOMDU MÉR TIL AÐ
HLÆJA!
FYRST VIL ÉG SEGJA
AÐ ÉG ÆTLA AÐ
GIFTAST DÓTTUR
ÞINNI! GÓÐUR!
TILBOÐ
KJÖTBÚÐ
„FRÁBÆRT Á GRILLIÐ. ÞÚ ÞARFT BARA
AÐ MARINERA ÞAÐ Í ELDTEFJANDI EFNI
YFIR NÓTT.”
„STENDUR NOKKUÐ Á ÞVÍ „STARFSMAÐUR
ÓSKAST”?”
NÝ-
MÁLAÐ
Fjölskylda
Eiginkona Trausta er Kristín
Bertha Harðardóttir, f. 4.5. 1947,
fyrrverandi þingfreyja á Hótel Nat-
ura. Þau gengu í hjónaband 8.10.
1966. Foreldrar Kristínar voru hjón-
in Hörður Þórhallsson, f. 28.3. 1927,
d. 22.9. 2000, yfirhafnsögumaður í
Reykjavík, og Úlla Sigurðardóttir, f.
29.5. 1928, d. 26.1. 2006, húsfreyja.
Börn Trausta eru: 1) Ragnheiður,
f. 8.1. 1966, fornleifafræðingur, 2)
Hörður, f. 2.2. 1967, veitingamaður,
3) Bertha, f. 23.4. 1970, flugfreyja.
Barnabörn eru Jakob Sindri Þórs-
son, f. 13.2. 1991, Víglundur Jarl
Þórsson, f. 25.3. 1992, Kristín Ágústs-
dóttir, f. 8.4. 1996, Trausti Lér Harð-
arson, f. 22.12. 1997, Elísabet Ágústs-
dóttir, f. 9.12. 1998, Freydís Jara
Þórsdóttir, f. 8.4. 1999, Tryggvi Loki
Harðarson, f. 16.6. 1999, Natalía
Birna Harðardóttir, f. 22.9. 2015,
Karmen Von Harðardóttir, f. 24.10.
2016 og Aría Björt Harðardóttir, f.
3.10. 2018. Barnabarnabörnin eru
Marey Ösp, f. 18.2. 2016, og Hugrún
Viðja, f. 13.2. 2018, Jakobsdætur.
Systkini Trausta eru þau Guðrún
Stefanía, f. 7.7. 1951, aðstoðarmaður
á lögfræðisviði hjá Landsvirkjun , og
Ásgeir Sævar, f. 3.9. 1962, búfræð-
ingur og matatæknir.
Foreldrar Trausta: Hjónin Víg-
lundur Sigurjónsson, f. 23.12. 1920, d.
8.10. 2017, skrifstofumaður í Reykja-
vík, og Ragnheiður Hildigerður
Hannesdóttur, f. 29.2. 1924, hús-
freyja í Reykjavík.
Úr frændgarði Trausta Víglundssonar
Trausti Víglundsson
Kolþerna Halldórsdóttir
húsfreyja á Stóra-Vatnshorni
Ásgeir Árnasson
bóndi á Stóra-Vatnshorni
Jónína Kristín Ásgeirsdóttir
húsfreyja í Kirkjuskógi
Víglundur Sigurjónsson
skrifstofumaður í Reykjavík
Sigurjón Jónsson
bóndi í Kirkjuskógi í Miðdölum
Guðrún Jónsdóttir
húsfreyja á Hamraendum
Jón Stefánsson
bóndi á Hamraendum í Miðdölum
Stefanía Sigurjónsdóttir
húsfreyja og klæðskeri í Rvík
Guðni Jónsson
framkvstj. hjá
Pennanum og fv.
tónlistarmaður í
Tempó
Ágúst
Sigurjónsson
bóndi í
Kirkjuskógi
Guðrún
Ágústsdóttir
bóndi á Stóra-
Vatnshorni
Jóhanna Sigrún
Árnadóttir bóndi
og kennari á
Stóra-Vatnshorni
Gunnlaugur Hannesson
bóndi á Litla-Vatnshorni
Halldór Jónas
Gunnlaugsson bóndi á
Hundastapa á Mýrum
Ólafur Hannesson
matsveinn
Stefán Ólafsson
prófessor í félagsfræði
Styrkár Guðjónsson
bóndi í Tungu í Hörðudal
Hjálmar Styrkársson
fv. framkvstj.
Magnea Þórey Hjálmarsdóttir
framkvstj. Icelandair Hótela
Guðjón Jónsson
bóndi á Galtárhöfða í Norðurárdal
Guðbjörg Jónsdóttir
húsfreyja á Galtárhöfða
Guðrún Stefanía Guðjónsdóttir
bústýra á Litla-Vatnshorni
Hannes Gunnlaugsson
bóndi á Litla-Vatnshorni í Haukadal
Anna Hannesdóttir
húsfreyja á Litla-Vatnshorni
Gunnlaugur Magnússon
bóndi á Litla-Vatnshorni
Ragnheiður Hildigerður Hannesdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Sjórinn þaðan sóttur var.
Sjá má egg í hreiðrum þar.
Máske hérna maður er.
Marinn svali leynist hér.
Guðrún Bjarnadóttir svarar:
Úr veri sjórinn sóttur.
Svansegg í veri brotna.
Ver merkir mann. En þóftur
markalt í veri rotna.
Eysteinn Pétursson segir að þessi
lausn hljóti að falla í kramið!:
Báti hrint úr veri var.
Í veri syngja álftirnar.
Halldór, virtur ver, sást þar.
Ver á sjó er heiti, og mar.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una svona:
Vermenn fyrrum sóttu sjá.
Sjá í veri eggin má.
Mann við nefna megum ver.
Marinn ver oft nefndur er.
Þá er limra:
Vermundur sjóinn fast sótti,
þó síst hann plagaði ótti
í þrælfínu standi
á þurru landi,
hann sérlega sjóhræddur þótti.
Hér kemur ný gáta eftir Guð-
mund:
Gátu hef ég saman sett,
sem er venju fremur létt,
vonast til að verði nú
vel þegin af mörgum sú:
Húsbóndanum trú og trygg.
Talin seint mun kona dygg.
Stundum er við stjórnmál kennd.
Stundum milli bæja send.
Kristján Karlsson orti:
Ef eyra þitt er þér byrði
slít það af og fleyg vestur á firði.
Þar eð mannseyrum fækkar
jafnt og músík vor hækkar
þá mundi það úrelt ef kyrrði.
Síra Jón Oddsson Hjaltalín kvað
um sjálfan sig:
Ekkill hjarir heilsurýr,
hálfníræðan gleðin flýr.
Blysið lífsins blaktir á
bláskarinu karli hjá.
Jónatan Benediktsson yrkir og
kallar „Viðvörun“:
Höldar sínum heiðri glata
er hugsa sér til þingfarar,
ef þeir herma eftir Snata
allar hundakúnstirnar.
Gamalt stef að lokum:
Að stöðva lax í strangri á
og stikla á hörðu grjóti,
eins er að binda ást við þá
sem enga kunna á móti.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Allir eru ógiftir í verinu
kassagerd.is kassagerd@kassagerd.is Klettháls 1, 110 Reykjavík +354 545 2800
Vandaðar vörur þurfa hágæða umbúðir til að komast ferskar í hendur
kröfuharðra kaupenda. Hver sem varan þín er þá höfum við umbúðirnar sem
henta henni.
Áralöng reynsla og sérþekking okkar tryggir að við finnum bestu lausnina
sem hentar fyrir þinn rekstur, hratt og örugglega. Við bjóðum breitt úrval
umbúða frá traustum og öflugum samstarfsaðilum. Þannig getum við tryggt
þér lausnir sem auka árangur þinn í rekstri, í sátt við umhverfi og náttúru.
Ef þú hefur spurningar varðandi umbúðir þá höfum við svörin. Hafðu
samband eða kíktu í kaffi og leyfðu okkur að hjálpa þér að finna
lausnirnar sem henta þínum þörfum. Spjöllum um umbúðir.
UmBúÐiR eRu oKkAr fAg