Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 47
MENNING 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Við höldum áfram að syrgja Jóhann Jóhannsson, þannmikla meistara, en vitum um
leið að tónlist hans mun lifa um ald-
ur og ævi. Um eitt og hálft er síðan
hann lést, og eðlilega hlustar maður
á tónlist hans í dag á dálítið öðrum
forsendum. Fallegu kaflarnir eru
fallegri, þeir sorglegu sorglegri.
Deutsche Grammophon hefur
gert vel í að halda
nafni hans á lofti.
Safnplata með
völdum verkum
kom út í apríl á
þessu ári og þetta
verk hér 20. sept-
ember, en þá hefði
skáldið orðið fimmtugt. Jóhann, eða
Jói, keyrði marglaga feril og ætli
hann verði ekki kunnastur fyrir
magnaða kvikmyndatónlist sína
sem kollvarpaði um margt reglu-
verki þess geira. Hann hafði, eins
og með svo margt, allt á valdi sínu
þar, gat samið „venjulega“ kvik-
myndatónlist (The Theory of Eve-
rything t.d.) en fór svo út að þol-
mörkum með Sicario og Arrival, en
tónlistin þar stendur rækilega ein
og sér, líkt og með tónlist meistara
eins og Morricone og Vangelis. En
marglaga sagði ég, því að Jóhann
fann sér líka tíma til að skapa tón-
list utan kvikmyndarammans og er
Orphée (2016) dásamlegt dæmi um
tilþrif á þeim velli. Eins og þessi
plata hér.
Verkið er í tólf hlutum og er
fyrir strengjakvartett. Því var
hrundið af stað, mætti segja, af
listaverkasafnaranum Richard
Thomas, sem var heillaður af því
hvernig hægt er að má út mörk og
mæri lista, sem Jóhann gerði með
hægð. Thomas leiddi því saman
Thilo Heinzmann, sem er málari bú-
settur í Berlín, og Jóhann. Tvíkeyk-
ið Heinszmann og Jóhann átti svo
fundi þar sem ýmislegt var rætt;
Þar ríkir fegurðin ein…
Morgunblaðið/RAX
listir, pólitík og þeirra eigin ævi.
Verkið var síðan unnið út frá einu
málverki Heinzmann.
Echo Collective hefur getið sér
orð sem framsækinn tónlistar-
hópur, en varnarþing hans er í
Brussel. Meðlimir hafa starfað með
hinum og þessum tónlistarmönnum
úr margvíslegum geirum og var
samstarf hans við Jóhann og félaga
því eðlilegt. Jóhann hafði þá unnið
með hópnum á áðurnefndri Orphée
og heimatökin því hæg. Og hóp-
urinn skildi að einföld tónlist er
flókin, eins og Jóhann lét hafa eftir
sér.
Og að lokum, persónuleg upp-
lifun þess sem hér heldur á penna.
Framvindan í mismunandi hlutum
12 Conversations, sem eru frá
tveimur mínútum upp í sex, er giska
lágstemmd og naumhyggjuleg. Ein-
göngu er um strengi að ræða, ekki
rafhljóð eða neitt slíkt, sem gefur
þessu blæ hreinleikans. Vitandi að
þetta er Jóhann var eins og maður
væri að bíða eftir einhverju slíku á
völdum augnablikum. Það að hann
„haldi aftur af sér“ hvað það varðar
setti áhugaverðan blæ á framvind-
una, fyrir þennan hlustanda í það
minnsta. Rennslið er því nokkuð
„klassískt“ en reglulega stinga ein-
kennishljómar Jóhanns upp kolli.
Þessir fallegu, þessir sorglegu.
Þessi björtu… og þessir dimmu.
Þetta með einfaldleikann, þessi
lúmskt spaugilega athugasemd okk-
ar manns (ég sé hann fyrir mér
glotta) segir svo mikið. Jóhann var
með eitthvert risastórt „x“ í sköpun
sinni. Við getum greint þetta sund-
ur og saman en það er þessi galdur
sem ekki er hægt að koma í orð sem
er ástæðan fyrir því að við höldum
áfram að tala um hann. Núna, og
áfram um aldur og ævi.
» Við getum greintþetta sundur og
saman en það er þessi
galdur sem ekki er
hægt að koma í orð
sem er ástæðan fyrir
því að við höldum
áfram að tala um hann.
Verk Jóhanns Jóhannssonar, 12 Conversations with Thilo Heinzmann, var frumflutt í London árið
2016. Það er nú komið út á plötu, í nýjum flutningi Echo Collective. Deutsche Grammophon gefur út.
Lofaður Jóhann Jóhannsson
tónskáld árið 2004. Þá höfðu
þau Erna Ómarsdóttir dansari
ferðast vítt um Evrópu með verk
sitt IBM 1401, notendahandbók,
og vakið gríðarlega athygli og
hlotið framúrskarandi lof. Jó-
hann lést 9. febrúar árið 2018.
Fimm nýjum bók-
verkum í Pastel-
ritröðinni verður
fagnað í dag og á
morgun á Akur-
eyri og Siglufirði.
Höfundar verk-
anna að þessu
sinni eru Áki Seb-
astian Frostason
hljóðlistamaður,
Brynhildur Þórarinsdóttir rithöf-
undur, Haraldur Jónsson myndlist-
armaður, Jónína Björg Helgadóttir
myndlistarmaður og Þórður Sævar
Jónsson rithöfundur. Í dag kl. 13-14
verður útgáfuhóf í Flóru á Akureyri
og á morgun kl. 14.30-15.30 verður
upplestur í Alþýðuhúsinu á Siglu-
firði. Verkin eru númer 15-19 í Past-
el-ritröðinni sem er samstarfsverk-
efni listamanna á vegum menningar-
staðarins Flóru. Hvert verk er gefið
út í 100 tölusettum og árituðum ein-
tökum.
Fagna nýjum
Pastel-bókverkum
Haraldur Jónsson
Fimm rithöf-
undar koma í
heimsókn á
Gljúfrastein og
lesa upp úr nýút-
komnum bókum
sínum fyrir gesti
á morgun kl. 15.
Er þetta í fimm-
tánda sinn sem
boðið er upp á
aðventuupplestur í húsinu og munu
alls koma fram 18 höfundar.
Höfundarnir sem lesa upp á
morgun eru Gerður Kristný sem les
upp úr bók sinni Heimskaut, Berg-
ur Ebbi sem les upp úr bók sinni
Skjáskot, Gunnar Theódór Egg-
ertsson sem les upp úr Sláturtíð,
Vigdís Grímsdóttir sem les upp úr
Systu og loks Kristín Ómarsdóttir
sem les upp úr Svanafólkinu.
Upplestur á
Gljúfrasteini
Kristín Ómarsdóttir
ICQC 2020-2022
Nánari
upplýsingar
um
sýningartíma
á sambíó.is