Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 52
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019
ÖRYGGI ÖLLUM STUNDUM
ÖRYGGISHNAPPUR
SECURITAS
Hringdu í síma 580 7000 eða farðu á heimavorn.is
SAMSTARFSAÐILI
ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS
09:41 100%
Árið 1873 er fyrrverandilögregluþjónninn GunnarKjartansson búsettur íKanada við afar slæman
kost ásamt eiginkonu sinni og ung-
um syni. Gullæði grípur um sig í
Bandaríkjunum og litla fjölskyldan
ákveður að freista gæfunnar og
heldur á slétturnar sunnan landa-
mæranna til þess að bæta hag sinn.
Þegar þangað er komið er lífið
ekki sá dans á rósum sem fjöl-
skyldan hafði vonast eftir en gamlir
fjandmenn sækja að Gunnari og
vilja hefna sín á honum vegna mis-
gjörða hans frá þeim tíma þegar
hann fór ránshendi um sléttur
Bandaríkjanna ásamt dönskum og
írskum félögum sínum.
Bókin Heift eftir Kára Valtýsson
er sjálfstætt framhald bókarinnar
Hefndar sem kom út í fyrra en þá
var fjallað um það þegar Gunnar
var gerður útlægur af Íslandi og
ævintýrum hans vestanhafs fylgt
eftir. Þá drap Gunnar son indíána-
höfðingja sem hét því að hefna fyrir
glæpinn, sama hvað það kostaði.
Heift indánans virkar eins og elds-
neyti og fljótlega eftir að Gunnar
kemur aftur suður yfir landamærin
til Bandaríkjanna er hann hundelt-
ur af indíánanum Gráa-Úlfi. Les-
anda verður ljóst
að einhvers kon-
ar uppgjör þeirra
á milli er nánast
óumflýjanlegt en
þrátt fyrir það er
óhætt að segja að
endir bókarinnar
komi á óvart.
Þannig mætti
lýsa bókinni Heift í örfáum orðum.
Höfundur sagði fyrri bókina,
Hefnd, fyrsta íslenska vestran og ef
miðað er við það er hægt að segja
að Heift sé fyrsti íslenski fram-
haldsvestrinn.
Í fyrri bókinni var Gunnar knú-
inn áfram af gremju og hatri vegna
þess hvernig dvöl hans á Íslandi
endaði og unni sér ekki hvíldar fyrr
en hann fann þann sem bar ábyrgð
á flutningnum vestur um haf. Í
Heift má hins vegar segja að Gunn-
ar sé sá sem leitað er og Grái-Úlfur
sé í sporum Gunnars frá fyrri sög-
unni; drifinn áfram af neikvæðum
tilfinningum.
Líkt og áður munu aðdáendur
vestra hafa gaman af sögunni en
Gunnar og fjölskylda lenda í æsileg-
um ævintýrum þar sem þau leita að
góðu lífi og eru á sama tíma stöðugt
að flýja hættulegan óvin Gunnars.
Heilt yfir er bókin ágætlega
skrifuð þótt hún haldi lesanda ekki
alveg jafn límdum við síðurnar og
fyrri bókin um ævintýri Gunnars.
Endirinn er hins vegar algjör
BOBA og ekki laust við að hrollur
færi niður bakið þegar bókinni var
lokað án þess þó að reynt verði að
lýsa endinum á einhvern hátt. Slíkt
myndi bara skemma fyrir vænt-
anlegum lesendum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kári „Í heild er bókin ágætlega skrifuð þótt hún haldi lesanda ekki alveg
jafn límdum við síðurnar og fyrri bókin um ævintýri Gunnars,“ segir rýnir.
Óumflýjanlegt uppgjör
Vestri
Heift bbbmn
Eftir Kára Valtýsson.
Sögur 2019. Innb., 240 bls.
JÓHANN
ÓLAFSSON
BÆKUR
Ævi Pauls Gaimard(1793-1858) er megin-efni þessarar bókar ogÍslandsferðir hans, en
margt annað flýtur með, hnattferðir
1817-20 og 1826-29, rannsóknarferðir
um Norðurlönd 1838-39 sem teygð-
ust raunar allt til
Moskvu og Prag,
pólitíkin í Frakk-
landi o.v. og póli-
tísk afskipti hans,
örlagasaga Guð-
mundar Sívertsen
læknis og smáveg-
is af H.C. And-
ersen svo nokkuð
sé nefnt. Á bókar-
spjöldum og saurblöðum eru ferðir
hans kortlagðar, Íslandsferðirnar
tvær fremst, hnattsiglingar aftast.
Þetta er afskaplega fjörlega skrif-
uð bók og höfundur hefur djúpa
ástríðu fyrir efni sínu. Hann er
ófeiminn við líflegar fyrirsagnir og
margir kaflar hafa einkunnarorð frá
ýmsum tímum; sum þeirra tengjast
raunar efninu afar lauslega; stíllinn
er alltaf þróttmikill og vafningalaus
og stundum leyfir höfundur sér út-
úrdúra sér og lesendum til skemmt-
unar. Hann er vel að sér um franska
sögu og segir hana teprulaust eftir
því sem við á. Alls konar fróðleiks-
molum er laumað í vasa lesenda. Gai-
mard var læknismenntaður og nýtti
sér það vel í leiðöngrum sínum. Hann
komst einmitt í hnattsiglingar sem
náttúrufræðingur leiðangranna af því
að læknar höfðu nasasjón af jurtum,
en hann þurfti þó að hressa upp á
fræðin áður en lagt var upp. Gaimard
undirbjó sig fyrir Íslandsleiðang-
urinn m.a. með því að lesa ferðabæk-
ur, ekki síst bók Eggerts Ólafssonar
og Bjarna Pálssonar sem var prentuð
á frönsku 1802 í fimm bindum, merki-
legt nokk! Gaimard var meiri vís-
indamaður í orði en á borði en með-
reiðarsveinar hans vissu sínu viti. Í
bókarlok er skrá um þau rit sem voru
afrakstur Íslandsleiðangranna, 10
talsins og komu út 1837-1852. Þau
fjalla um leiðangurinn sjálfan, sögu
Íslands og bókmenntir landsmanna,
jarðfræði, plöntufræði, eðlisfræði o.fl.
Fræðin eru að mestu úrelt en teikn-
ingar Auguste Meyers lifa enn góðu
lífi og upp úr stendur rannsóknum að
jarðfræðingur leiðangursins skildi
fyrstur manna eðli gervigíga. Því
miður var Meyer einungis með í
seinni leiðangrinum en myndir hans
eru víðfrægar, hvort sem hann vélti
nú einn um eða með aðstoðar-
mönnum.
Gaimard var ötull ferðalangur og
vílaði ekkert fyrir sér, gekk t.d. halt-
ur á Heklu 1836 eftir að hestur hans
missteig sig og féll þannig að fótur
Gaimards klemmdist. Hann var
djarfur við vötn og stýrði mönnum
sínum af festu. Lýsingar í dagbókum
hans á húsakynnum landsmanna og
viðurværi eru í senn krassandi og
upplýsandi; það var mikill munur á
kaupmannshúsi í bæ og bóndans býlí
í afskekktri sveit, jafnvel prestsetr-
um. Alls staðar var leitað til Gaim-
ards sem læknis og tók hann því
jafnan vel og rukkaði aldrei.
Það blasir við að Gaimard hefur
verið ævintýramaður. Hann var í
góðu sambandi við valdamenn heima
í Frakklandi sem og marga vísinda-
menn. Hann var starfsmaður flota-
málaráðuneytisins sem greiddi hon-
um leið að ráðherrum þar sem hann
hafði ríkan sannfæringarkraft. Þann-
ig tókst honum að afla fjár til leið-
angra sinna, en áætlanagerð hans
var í molum; þegar upp var staðið
skorti mikið á að endar næðu saman.
Hann var óreiðumaður í reiknings-
haldi og virðist hafa hummað fram af
sér í lengstu lög alla skýrslugerð og
skrif. Kvenhollur þótti hann með fá-
dæmum á fyrri árum og eru sagðar
sögur af kynsvalli hans með konum á
Kyrrahafseyjum. Hann var alþýðleg-
ur í allri framgöngu, rausnarlegur í
háttum og það vann honum hylli hér
á landi. Ekki spillti að hann reyndi að
læra málið.
Þetta er einkar skemmtileg bók en
eitt og annað hnaut ég um, þó ekki
prentvillur. Líklega þarf að skýra
ýmis orð fyrir lesendum. Ég hygg
t.d. að fáir kunni mun á briggskipi,
korvettu, gólettu og skonnortu svo
eitthvað sé talið. Vita margir les-
endur hvað konferensráð iðjaði fyrir
þá nafnbót? Eða hvað er húsmanns-
stétt? Á einum stað fengu Frakk-
arnir hnossgæti, „þorsk sem hertur
var með sleggju og mýktur með
smjöri“ (124); líklega var fiskurinn
barinn með sleggju. Ranglega er far-
ið með nafn konunnar á 5.000 kr.
seðlinum (153). Hún hét Ragnheiður
Jónsdóttir. Mér finnst orka tvímælis
að nota orðið „grunnskóli“ í þýðingu
á texta frá 19. öld; barnaskóli er orð-
ið. Ferðalýsing frá Hólum í Hjaltadal
(259) er sérkennileg miðað við
áfangastað. En þetta eru smámunir,
bókin er yndislestur. Fjöldi mynda
er til prýðis og þær eru allar svart-
hvítar. Það er kannski til samræmis
en ekki hefði spillt að prenta nokkur
málverkanna í lit.
Íslendingar í Kaupmannahöfn, að-
allega námsmenn, héldu Gaimard
veislu í janúar 1839 þegar hann kom
til Kaupmannahafnar í tengslum við
rannsóknarleiðangur sinn um Norð-
urlönd. Skáldin ortu kvæði og nokk-
ur ljóð voru flutt Gaimard í sam-
kvæminu, m.a. „Til herra Páls
Gaimard“ eftir Jónas Hallgrímsson,
eitt af hans frábæru tækifæris-
ljóðum. Það er nú meira hvað mað-
urinn var snjall að yrkja kvæði af
sérstöku tilefni, en hefja þau beinlín-
is upp fyrir atvikin þannig að þau
lifðu tilefnið af – og lifa enn; „Þú
stóðst á tindi Heklu hám“ og „Hvað
er svo glatt“ eru dæmalaus ljóð.
Leiðangur Gaimards var kveikjan að
kvæðinu svo hann fór sannarlega
ekki til einskis út hingað.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Höfundurinn „Þetta er einkar skemmtileg bók,“ segir gagnrýnandi um bók
Árna Snævars um ævi Pauls Gaimard og kynni hans af Íslendingum.
Maðurinn „á
tindi Heklu hám“
Ævisaga
Maðurinn sem Ísland elskaði –
Paul Gaimard og Íslandsferðir hans
1835-1836 bbbmn
Eftir Árna Snævarr.
Mál og menning 2019, innb., 497 bls.
SÖLVI SVEINSSON
BÆKUR
Hinn vinsæli ítalski tenórsöngvari
Andrea Bocelli kemur fram á tón-
leikum í Kórnum í Kópavogi laug-
ardaginn 23. maí í vor. Yfir 90 millj-
ónir platna með söng hans hafa
verið seldar. Í tilkynningu segir að
Kórnum verði í „fyrsta sinn um-
breytt í sitjandi sal, en einungis
verður boðið upp á númeruð sæti
og lögð áhersla á að salurinn verði
hlýr og notalegur. Hljóð, skjáir og
svið verða á heimsmælikvarða og
ásamt Bocelli kemur fram 70
manna sinfónuhljómsveit Sinfo-
Nord, kór frá Söngsveitinni Fíl-
harmóníu og sérstakir gestir.“
Miðasala á tónleikana hefst föstu-
daginn 13. desember kl. 10.
Andrea Bocelli syngur í Kórnum í vor
Ofurvinsæll Söngvarinn Andrea Bocelli.