Morgunblaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019 Runninn er út umsóknarfrestur um tvö embætti sóknarpresta þjóðkirkj- unnar, við Glerárprestakall á Akur- eyri og Þorlákshafnarprestakall. Um Glerárprestakall sóttu þrír: Sr. Jóna Lovísa Jónsdóttir, sr. Sindri Geir Óskarsson og sr. Stef- anía Guðlaug Steinsdóttir. Í Glerárprestakalli er ein sókn, Lögmannshlíðarsókn, með rúmlega sjö þúsund íbúa og eina kirkju, Gler- árkirkju. Sex umsóknir bárust um Þorláks- hafnarprestakall: Erna Kristín Stef- ánsdóttir guðfræðingur, sr. Gunnar Jóhannesson, sr. Haraldur Örn Gunnarsson, sr. Jónína Ólafsdóttir, sr. Sigríður Munda Jónsdóttir og Ægir Örn Sveinsson guðfræðingur. Í Þorlákshafnarprestakalli eru tvær sóknir, Þorláks- og Hjallasókn í Ölfusi og Strandarsókn, með tæp- lega 1.800 íbúa og þrjár kirkjur. Biskup Íslands mun veita emb- ættin frá og með 1. febrúar 2020. Þeir tveir prestar sem hafa gegnt þessum embættum láta nú af störf- um fyrir aldurs sakir, þeir Baldur Kristjánsson í Þorlákshöfn og Gunn- laugur Garðarsson á Akureyri. sisi@mbl.is Níu sækja um prests- embætti Norsk stjórnvöld eru með til skoð- unar að takmarka stærð skemmti- ferðaskipa við Svalbarða og herða reglur um notkun svartolíu eða þungolíu þannig að þessi orkugjafi yrði með öllu bannaður þar um slóðir. Einnig er til skoðunar að setja frekari skorður við landtöku á viðkvæmum svæðum Svalbarða og herða reglur til að koma í veg fyrir að ísbirnir verði fyrir truflun í sínu náttúrulega umhverfi. Svalbarði hefur um árabil verið vinsæll viðkomustaður skemmti- ferðaskipa og hefur komum þeirra fjölgað með hverju árinu. Á heima- síðu norsku ríkisstjórnarinnar seg- ir að til að hægt verði að varðveita Svalbarða sem spennandi viðkomu- stað í framtíðinni þurfi að koma böndum á umferðina til að tryggja varðveislu ósnortinna víðerna þar. Þó svo að tækjabúnaður og björgunarþjónusta hafi verið styrkt verulega á Svalbarða á síð- ustu árum séu því þó takmörk sett hverju hægt sé að áorka. Fyrirbyggjandi aðgerðir Fram kemur á síðunni að í ljósi þróunarinnar hafi álagið verið metið með tilliti til umhverfis, ör- yggis og björgunarliðs. Bent er á að um borð í stórum skemmti- ferðaskipum geti verið nokkur þúsund farþegar og með miklar fjarlægðir í huga séu fyrirbyggj- andi aðgerðir gegn sjóslysum ár- angursríkastar. Í því tilliti verði að líta á um- hverfi og öryggi í samhengi, t.d. ef olíuslys verði á þessum slóðum. Þá sé umhverfið á Svalbarða sér- staklega viðkvæmt vegna lofts- lagsbreytinga. Reglur sem nú gildi hafi verið settar þegar umferðin var mun minni og loftslagsbreyt- ingar séu nú komnar á annað stig. aij@mbl.is Wikipedia Commin/Benutzer:Hylger Svalbarði Skemmtiferðaskip við Longyearbyen fyrir nokkrum árum. Vilja herða reglur á Svalbarða  Til skoðunar að takmarka stærð skipa Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Jólanáttföt Verð 13.980 kr DRAUMAJÓLAGJÖF VÖNDUÐ OG HLÝ DÚNÚLPA Skipholti 29b • S. 551 4422 Skoðið laxdal.is Til leigu er lítil falleg stangveiðiá í skemmtilegu landslagi á Norðurlandi vestra Til leigu er stangveiðiáin Hallá á Skagaströnd sem ca 18 km fyrir utan Blönduós. Árlegur veiðitími er á tímabilinu 20. júní-20. september ár hvert. Leyfðar eru tvær stangir og veitt er á maðk og flugu í ánni. Gamalt veiðihús er við ána. Tilboð óskast í veiðirétt í ánni fyrir 31. desember 2019. Heimilt er að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Upplýsingar gefur Magnús Guðmannsson Vindhæli, sími 841 9091/ 452 2738, vindhaeli@simnet.is Gallabuxna- leggings kr. 6.900.- Str. S-XXL • 2 litir Opið 11-15 í dag Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Skólavörðustíg 22, 101 Reykjavík | S: 834 1809 | www.boel.is GLÆSILEGAR HANDTÖSKUR FRÁ LEÐUR HLIÐARTASKA stærð 15x21x6 sm kr. 25.000 boel boelisland Söfnum í neyðarmatar- sjóð fyrir jólin til matarka hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp slands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í fyrir jólin Guð blessi ykkur öll Karlmaður hefur verið dæmdur til 30 daga skilorðsbundinnar fangels- isvistar fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og barnalögum með því að hafa veist að dreng í íþróttahúsi og slegið hann í höfuðið með flötum lófa með þeim afleið- ingum að drengurinn hlaut vægan roða og var aumur í hársverði. Atvik voru með þeim hætti að drengnum, sem var í íþróttaleik, hafði lent saman við leikmann úr öðru liði inni á vellinum meðan á leik stóð. Maðurinn kom í kjölfarið inn á völlinn og sló drenginn. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn hafi játað sök en að hann teldi að eingöngu bæri að heimfæra háttsemi hans undir ákvæði barnaverndarlaga, en ekki almennra hegningarlaga. Nánar má lesa um dóminn á mbl.is. Morgunblaðið/Þór Héraðsdómur Maðurinn sló drenginn í höfuðið og hlaut sá vægan roða eftir. Dæmdur fyrir að slá barn á íþróttaleik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.