Morgunblaðið - 14.12.2019, Side 33

Morgunblaðið - 14.12.2019, Side 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019 ✝ Eyþór Ólafssonfæddist 20. jan- úar 1936 á Skeið- flöt í Mýrdal. Hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík 3. desember 2019. Ey- þór var yngri son- ur hjónanna Sig- urbjartar Sigríðar Jónsdóttur, f. 3. janúar 1894 í Reyn- isholti í Mýrdal, d. 18. júní 1979 á Skeiðflöt, og Ólafs Gríms- sonar, f. 24. febrúar 1897 á Skeiðflöt, d. 13. nóvember 1943 á Skeiðflöt í Mýrdal. Eldri bróð- ir Eyþórs var Tryggvi, fæddur 7. desember 1924, látinn í mars 2013. Eyþór var giftur Huldu Hall- dórsdóttur, f. 1941. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: 1) Sigurður Ólafur, f. 1968, sam- býliskona Svafa K. Pétursdóttir, f. 1971. 2) Halldór Ingi, f. 1971, börn hans eru Daníel Snær og Mikael Freyr. 3) Reynir Örn, f. 1981. Fyrir átti Hulda með Guðmundi Bjarnasyni, f. 1938, Sigurlaugu, f. 1967. Börn Sigurlaugar eru Jónas Tryggvi, Eyþór Birgir, Óli Gunnar og Arna Björg. Eftirlifandi eiginkona Eyþórs er Sæunn Sig- urlaugsdóttir, f. 1945. Börn hennar af fyrra hjónabandi eru: 1) Sigurlaug, f. 1966, börn hennar eru Helgi Þór, Daði Már, Sæunn Heiða og Hulda Heiðdal. 2) Guðmundur, f. 1968, börn hans eru Ásta María, Daní- el Hrafn og Pétur Örn. 3) Jón Þór, f. 1976, barn hans er Aníta Sólveig. Eyþór verður jarðsunginn frá Skeiðflatarkirkju í dag, 14. des- ember 2019, klukkan 14. Aðalfundur Búnaðarfélags- ins, ræður, fundahöld, kaffi. Við borðið stendur brosandi maður sem deilir rjúkandi bollum sem hann velur af kostgæfni enda kaffið áfengt og framhald fund- arins eftir því. Varla yrðu svona gjörningar vinsælir á okkar tímum en þarna þótti þetta prakkarastrik af dýrari gerðinni og prakkarinn að sjálfsögðu pabbi. Að þessi minning sé of- arlega í huga er kannski ágætis dæmi um pabba. Eftirhermurn- ar, góðlátlegt grínið að mönnum og málefnum, sögurnar og hlát- urinn. Það var ekkert leiðinlegt að alast upp á Skeiðflöt og minningarnar alltof margar til að rata á blað. Þeir bræður Tryggvi og pabbi gerðu oft at hvor í öðrum þegar þeir þóttust ekki heyra eða misskildu viljandi hvað hinn sagði. Fyrsta verk Tryggva við nýja dráttarvél var að opna húddið og segja svo: „Það verð- ur nú þægilegt að rífa þennan!“ „Hva!? Ætlarðu að rífa hann strax?“ svaraði Eyþór en saman rifu þeir og gerðu við öll tækin á búinu ásamt alls kyns smíð- um. Pabbi var listakokkur, uppá- haldsiðjan var þó að baka pönnukökur. Vissulega kom þetta til því afi dó ungur og amma missti sjónina og hann gekk í heimilisstörfin en hélt því svo áfram eftir að mamma flutti að Skeiðflöt og það má segja að jafnréttismálin hafi verið aðeins á undan sinni sam- tíð á bænum og við börnin lærð- um bæði á traktora og elda- vélar. Oft var glatt á hjalla á Skeið- flöt og stundum var harmonikk- an dregin fram við þessi tæki- færi, því pabbi var vel liðtækur á nikkuna eins og svo margt annað. Hann var hreppstjóri í 19 ár og þær voru margar stundirnar sem fólk sat hjá honum á skrif- stofunni. En þótt barnaskólinn og Skógaskóli hafi verið eina menntunin var pabbi laginn við tölur og eins og hann sagði sjálfur þá langaði hann ekkert að verða bóndi, skriftir og fræðistörf voru nokkuð sem honum hugnaðist mun betur. Þannig að hugmyndinni að Fréttabúa, héraðsblaðinu, var frekar létt velt úr hlaði og 21.11. 1985 kom fyrsta blaðið út, útgáfa sem átti eftir að ganga til fjölda ára með mikilli vinnu en líka talsverðri gleði og þarna var pabbi í essinu sínu í góðu samstarfi með seinni konu sinni Sæunni. Alls kyns aukabúgreinar voru á Skeiðflöt sem við vösuðumst í og pabbi hló oft yfir hvað þetta hefði verið einfaldara í sínu ungdæmi þegar hann fyllti vörubílinn af rófum, ók til Reykjavíkur og tilkynnti búðar- eigandanum hvað hann vildi fá fyrir þær. Sjósóknin á flekanum al- ræmda og fýlaveiðin voru svo fastir liðir enda pabbi af þeirri kynslóð sem þurfti að draga björg í bú. Hann var svo með ævintýragirnina frá Ólafi afa og oft fékk maður að heyra um ról- una í Búrfellinu. Seinni árin hlakkaði hann til að setjast í helgan stein og sinna fræðistörfum og ferðalög- um, sem ekki rættist vegna heilsubrests. Pabbi var tvígiftur og vel giftur. Báðar konurnar í hans lífi, Hulda og Sæunn, studdu hann og okkur með ráðum og dáð og ekki hægt að tala um hans farsæld gegnum lífið án þess að nefna þær. Eftir stendur að örfá orð duga engan veginn til að lýsa pabba en ást, virðing og þakk- læti eru þar svo sannarlega í ómældu magni. Sigurlaug Guðmunds- dóttir, Sigurður Ó. Eyþórsson. Halldór Ingi Eyþórsson, Reynir Örn Eyþórsson. Meira: mbl.is/andlat Við minnumst Eyþórs frænda okkar með hlýjum hug. Hann var einstaklega ljúfur maður, hjálpsamur og góður ná- granni. Það þurfti tæpast að nefna hvar væri hjálpar þörf, oft var Eyþór mættur þar óum- beðinn á staðinn til þess að bjóða fram aðstoð sína. Eyþór var góður námsmaður og mun hafa verið hvattur til framhaldsnáms, en það átti ekki fyrir honum að liggja. Eftir nám í Héraðsskólanum í Skóg- um sneri hann heim að Skeið- flöt. Nokkru áður hafði hann kornungur misst föður sinn, Ólaf Grímsson. En Ólafur mun hafa verið afburðamaður á mörgum sviðum og var haft eft- ir Ásmundi Guðmundssyni bisk- up, sem var kennari Ólafs á Bændaskólanum á Hvanneyri, að hann hefði verið þar í öllu fremstur meðal jafningja. Það var sveitinni mikill harmur að missa slíkan kosta- mann í blóma lífsins, en mestur var missir Skeiðflatarheimilis- ins. Móðir Eyþórs, Sigríður Jónsdóttir, annaðist búið af dugnaði og myndarskap ásamt sonum sínum Tryggva og Ey- þóri, eftir lát Ólafs. Hjálpsemi þeirra bræðra við móður sína var við brugðið. Að Skeiðflöt var jafnan gott að koma, gestrisnin einstök og samræðan skemmtileg og vekj- andi. Eyþór var áhugamaður um svo margt í menningu og tækni, og raunar hvað sem kynni að verða til framfara í samfélagi okkar. Í samstarfi við föðurbróður sinn, hugsjónamanninn Krist- ófer Grímsson ráðunaut, léði hann land og starf til einnar áhrifamestu kynningar sem hugsast má á alþjóðamálinu esperanto, merki þess, grænu stjörnuna, mælda í grösugar brekkur Hlíðarhaussins. Næstu áratugi nærði Eyþór stjörnuna reglulega með áburði. Sumarið var í nánd þegar stjarnan tók að grænka, okkur sveitungum hans og þúsundum ferðamanna til gleði og augnayndis og jafn- vel hugrenninga einhverra um tækifæri sem mannkynið á ónotuð til friðar og sátta. Auk almennra bústarfa brá Eyþór sér í mörg hlutverk: matargerð og bakstur, frétta- skrif og margvísleg störf fyrir félagasamtök og sveitarstjórn heimabyggðar sinnar. Allt fórst það honum vel úr hendi. Hann, ásamt seinni eiginkonu sinni Sæunni, gaf árum saman út myndarlegt héraðsfréttablað, Fréttabúann, sem var aufúsu- gestur á heimilum í Mýrdal og víða um land, ekki síst meðal brottfluttra Skaftfellinga og af- komenda þeirra. Eyþór var bundinn sveit sinni og heimajörð sterkum böndum. Á Skeiðflöt fæddist hann og ól sinn aldur fram eftir ævi meðan heilsa leyfði. Hann var næmur fyrir umhverfi sínu, séðu og duldu. Mátti oft greina sterkan áhuga hans og trú á líf og lífskrafta handan þess sem við blasir dags daglega. Milli heimila okkar var frændsemi, vinátta og traust, sem við systkinin öll frá Vatns- skarðshólum þökkum nú að leiðarlokum, er Eyþór frændi hverfur héðan á vit sinna kæru forfeðra og formæðra. Fjöl- skyldu hans færum við einlægar samúðarkveðjur. Margrét S. Gunnarsdóttir og Gunnar Á. Gunnarsson. Nú er Eyþór farinn. Ég átti því láni að fagna að komast tvö sumur í sveit til Eyþórs, Tryggva og Sigríðar móður þeirra að Skeiðflöt um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Samferða mér austur var jafn- aldri minn og vinur sem átti að vera í vist á öðrum bæ í Mýr- dalnum. Það gekk ekki eftir, en Eyþór ákvað að taka hann líka í vinnu. Þannig gat hann tekið ákvarðanir hratt og örugglega. Eitt sinn silaðist jarðýta eftir þjóðveginum á austurleið. Ey- þór stökk upp í Gipsy-jeppann, renndi í veg fyrir ýtustjórann og samdi við hann á staðnum að jafna við jörðu gamalt fjós og fjárhús á bæjarhlaðinu. Þannig stækkaði hann hlaðið og bjó í haginn fyrir nýtt íbúðarhús sem síðar reis. Eyþóri var ýmislegt til lista lagt og hefði getað stundað margt annað en búskap. Hann var jafnvígur á tré- og járn- smíðar, og ekki síðri vélamaður. Hann smíðaði fyrir okkur strák- ana forláta kerru sem tengja mátti við reiðhjól. Hann flengd- ist um helgar og kvöld út í Reynis- eða Dyrhólahverfi og hjálpaði bændum að rífa í sund- ur og setja aftur saman drátt- arvélar eða önnur tæki. Sjálfir voru þeir bræður Eyþór og Tryggvi vel tækjum búnir af öllu tagi með fjórar dráttarvél- ar, vörubíl og jeppa, auk véla- geymslu með gryfju. Bræðurnir höfðu komið sér upp heimaraf- stöð með stíflu og nokkurra metra fallhæð. Nýjasta tegund sláttutætara var á búinu, og sjálfsögðu mjaltavélar, á meðan víða í sveitinni var enn hand- mjólkað. Eyþór sá aðallega um tæplega 30 kýr og tugi kálfa en Tryggvi um 50 kindur sem voru innan landareignar og hændar að honum, en þeir bræður voru þó jafnan samstiga til verka. Við strákarnir söknuðum þess að ekki væru hestar á Skeiðflöt, en þar voru bændur löngu komnir inn í vélaöldina og ekki mikið fyrir hestamennsku. Sigríður Jónsdóttir móðir þeirra bræðra fór daglega í fjósið, komin á áttræðisaldur og næstum blind. Hún las sig eftir vír á milli húsa, þekkti kýrnar þegar hún þreifaði á þeim og handmjólkaði viðkvæmar kýr og þær sem voru með júgur- bólgu. Magnað var að fylgjast með því hvernig hún sá um alla matargerð og bakstur auk ann- arra bústarfa, án þess að sjá mun á nóttu eða degi. Eyþór var nærgætinn og hjálpsamur við móður sína. Hann hefði get- að orðið gamanleikari; hermdi eftir stjórnmálamönnum og sveitungum og sló oft á létta strengi á meðan Tryggvi grúfði sig ábúðarmikill en kíminn ofan í dagblaðið Tímann eða Bún- aðarblaðið Frey. Eyþór fór oft með okkur strákana í skemmtiferðir á sunnudögum, sem jafnan voru haldnir hátíðlegir. Skroppið var að Sólheimajökli eða upp á Dyr- hólaey, eða að skoða víkinga- skip við Dyrhólaós sem notað var við töku þýsku kvikmyndar- innar um Sigurð Fáfnisbana. Síðar gerðist Eyþór ritstjóri og útgefandi fréttabréfa og tíma- rita með fróðleik af málefnum Skaftafellssýslu. Skaftfellingar á höfuðborgarsvæðinu áttu þannig kost á því að fylgjast með fréttum úr sveitinni. Ey- þóri, Tryggva og Sigríði er þökkuð góð vist og samvera, um leið og ættingjum og vinum eru færðar samúðarkveðjur. Magnús Guðmundsson. Eyþór Ólafsson Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber       ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Frændi minn, RUNÓLFUR ÓMAR KARLSSON, Hjúkrunarheimilinu Fellsenda í Dölum, lést fimmtudaginn 5. desember. Útför hans verður gerð frá Bústaðakirkju í Reykjavík þriðjudaginn 17. desember klukkan 15. Kári Jónasson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GYÐA HJALTALÍN JÓNSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eir, lést aðfaranótt 1. desember. Útför fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. desember klukkan 13. Kristín Ólafsdóttir Magnús Halldórsson Jón Hjaltalín Ólafsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn JÓHANN EYFELLS myndlistarmaður lést á hjúkrunarheimili í Fredericksburg, Texas þriðjudaginn 3. desember. Ingólfur Eyfells og aðrir aðstandendur Ástkær móðir mín, systir og mágkona, ALDA BJÖRGVINSDÓTTIR, lést sunnudaginn 8. desember. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 19. desember klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir, þess í stað er bent á líknarfélög. Gunnar Birnir Jónsson Glynn Desmier Steinþór Björgvinsson Bryndís Gestsdóttir Ægir Björgvinsson Hrönn Sigurðardóttir Björn Þ. Björgvinsson Anna Björg Sigurbjörnsdóttir Dóra H. Björgvinsdóttir Sigurður Einarsson Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG ÞÓRHILDUR HELGADÓTTIR frá Hvaleyri í Hafnarfirði, áður til heimilis í Arnarhrauni 9, Hafnarfirði, lést laugardaginn 7. desember á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 20. desember klukkan 13.00. Rögnvaldur G. Einarsson Elísabet Jónasdóttir Sonja Rut Rögnvaldsdóttir Borja Alcober Einar Bragi Rögnvaldsson Hrafnhildur Sigurðardóttir Sólveig Lilja Rögnvaldsdóttir Ari Ólafsson Úlfur Ari Einarsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJARNDÍS HELGADÓTTIR, Dídí, lést á Vífilsstöðum 3. desember. Útför Dídíar fór fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 12. desember. Helga Kjartansdóttir Ármann Snjólfsson Yngvi Þór Kjartansson Héðinn Kjartansson Margrét Þráinsdóttir Kolbrún G. Kjartansdóttir Hallur Hallsson Ingveldur M. Kjartansdóttir Kolbeinn Reginsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.