Morgunblaðið - 14.12.2019, Page 34

Morgunblaðið - 14.12.2019, Page 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019 ✝ Jón BragiGunnarsson fæddist á Selalæk á Rangárvöllum 26. mars 1937. Hann lést á dvalarheim- ilinu Lundi á Hellu 26. nóvember 2019. Foreldrar hans voru hjónin Gunn- ar Jónsson, f. 12.3. 1904, d. 6.12. 1995 og Guðrún Jóns- dóttir, f. 23.7. 1904, d. 15.7. 2006. Bræður Braga eru Jó- hann, f. 20.9. 1935 og Kristinn, f. 5.1. 1942, d. 14.5. 2007. Hálf- systir samfeðra er Hulda Long, f. 18.1. 1918, d. 7.10. 1980. Fjölskyldan flutti að Nesi við Hellu árið 1938 og bjuggu for- eldrar Braga þar allan sinn bú- skap. Bragi var í þrjú ár frá 10 ára aldri í heimavistar- skólanum á Strönd og síðan þrjú ár í Skógaskóla frá 1951 til 1954. Eftir það fór Bragi að vinna við trésmíðar, fór í Iðn- Börn þeirra eru Jóel, Einar, Sigríður Líney og Anna Kristín. Barnabörn þeirra eru 8. 3) Þór- ir, f. 1964, kvæntur Sigríði Jónsdóttur. Barn þeirra er Jón Bragi. 4) Guðjón, f. 1966, kvæntur Guðnýju Ástu Ragn- arsdóttur. Barn þeirra er Sunn- eva Kristín. Eftir nokkurra ára vinnu á trésmíðaverkstæði Kaupfélags- ins Þórs stofnaði Bragi sitt eig- ið verkstæði í bílskúrnum við heimili þeirra Unnar að Nest- úni 2. Þegar til stóð að end- urreisa trésmíðaverkstæðið Rangá hf. um áramótin 1972/ 1973 komu þrír ungir menn að máli við hann um að taka þátt í því með þeim. Bragi starfaði þar til starfsloka. Bragi tók þátt í byggingu margra húsa á Hellu og sumarhúsa víðar um landið, bæði við að reisa húsin og ekki síður við innrétt- ingasmíði. Bragi var virkur í félagsmálum, starfaði í nefnd- um á vegum sveitarfélagsins og kirkjunnar. Bragi átti lengst af hljóðfæri og var virkur í starfi Harmonikkufélags Rangæinga í fjölda ára. Útför Braga fer fram frá Oddakirkju í dag, 14. desember 2019, og hefst athöfnin kl. 13. skólann á Selfossi og fékk meist- araréttindi til húsasmíði. Þann 26.3. 1960 giftist Bragi Stef- aníu Unni Þórð- ardóttur. For- eldrar Unnar voru Þórður Bogason, f. 31.3. 1902, d. 29.11. 1987 og Kristín Sigfúsdóttir, f. 11.10. 1910, d. 2.1. 1998. Bragi og Unnur fengu lóð úr landi foreldra Braga í Nesi og byggðu þar hús. Bragi teiknaði húsið og byggði það að mestu sjálfur. Þau fluttu í húsið árið 1960 og það hefur verið þeirra heimili síðan. Börn Braga og Unnar: 1) Kristín, f. 1959, gift Bjarna Jónssyni. Börn þeirra eru Bragi, Ólöf (d. 23.6. 2019), Unn- ur Lilja og Valdís. Barnabörn þeirra eru 8. 2) Gunnar, f. 1961, kvæntur Helgu Sigurðardóttur. Það eru forréttindi fyrir börn þegar foreldrar þeirra ákveða að stofna heimili í nágrenni við afa og ömmur. Pabbi og mamma byggðu sér hús í landi Ness við Hellu og bjuggu þar saman í tæp 60 ár. Í nokkurra mínútna göngufjarlægð voru heimili hvorra tveggja foreldra þeirra. Við börnin nutum þess í okkar uppvexti að hafa þennan ætt- ingjahóp í kringum okkur ásamt því að taka til hendinni við bú- skap hjá afa og ömmu í Nesi. Pabbi var góður og eftirsóttur smiður. Hann hafði ánægju af innréttingasmíði og smíðaði margar innréttingar og hurðir um ævina. Sumarvinna var snemma í boði fyrir okkur við handlang og annað sem til féll hjá Trésmiðjunni Rangá. Dag- arnir við smíðar voru oft langir og álag við að klára útiverkefni áður en haustaði. Það var samt tekinn frá tími til ferðalaga og við minnumst margra skemmti- legra ferða og útilega þar sem tjald var með í för. Ein af þeim ferðum sem standa upp úr með pabba er þegar ákveðið var að sleppa seiðum í nokkur vötn á Rangárvallaafrétti. Seiðin voru flutt í plastpokum og borin að vötnunum. Í mörg ár var síðan farið í veiðiferðir inn á afrétt til að skoða hvort ræktunin hefði tekist. Pabbi og mamma fóru ekki í ferð til útlanda fyrr en eftir að við börnin vorum komin á legg. Eftir það varð ekki aftur snúið. Síðustu 40 ár hafa þau ferðast mikið erlendis, oftast ein en einn- ig höfum við farið í nokkrar skemmtilegar fjölskylduferðir. Pabbi hafði gaman af mínígolfi og valdi gjarnan gististaði þar sem slík aðstaða var ekki langt undan. Golfi hafði hann reyndar kynnst á unga aldri og eignaðist nokkrar golfkylfur þegar golf- völlur var í Helluþorpi. Golfið hvíldi hann í nokkra áratugi en þegar hann hætti störfum vegna aldurs tók hann aftur upp golf- iðkun ásamt mömmu, gerðist fé- lagi í GHR og spilaði á Strand- arvelli þegar færi gafst. Pabbi var hæglátur maður en eftir því var tekið þegar hann tjáði sig um málefni. Það var gott að leita til hans þegar mann vant- aði ráð og honum var annt um að bæði börn og barnabörn hefðu það sem best. Þegar við höfum verið að vinna í okkar húsnæði þá var pabbi oftar en ekki mættur til að aðstoða. Pabbi hafði gaman af tónlist, spilaði á hljóðfæri þegar hann var í Skógaskóla og árin þar á eftir var hann í hljómsveitum. Hann tók aftur upp spila- mennsku nokkrum áratugum síðar, m.a. með Harmonikku- félagi Rangæinga og Hring, kór eldri borgara í Rangárþingi. Pabbi og mamma fóru í margar ferðir á mót harmonikkufélaga um land allt og höfðu yndi af því. Síðustu tvo áratugina hafði pabbi mikla ánægju af skógrækt í landskika sem hann eignaðist úr Neslandi rétt fyrir ofan Hellu. Síðustu árin var pabbi að glíma við veikindi en náði sér vel á strik eftir stóra hjarta- og lungnaaðgerð fyrir þremur ár- um. Hann greindist með krabba- mein núna í haust og var tekinn fljótt frá okkur. Við kveðjum góðan föður og vin, hvíl í friði elsku pabbi. Kristín, Gunnar, Þórir og Guðjón. Ég minnist tengdaföður míns, Jóns Braga Gunnarssonar, með mikilli hlýju, elsku og þakklæti. Frá fyrstu stundu fann ég stað í stórri fjölskyldu Braga og Unnar í Nestúninu, þar sem gestrisni, hlýja og örlæti er öllum sýnt. Heimilið bar hæfileikum og sköpunargáfu Braga glöggt vitni. Þar var allt af honum smíð- að og einstaklega falleg borð- stofuhúsgögn hans prýddu borð- stofuna. Bragi var ekki margmáll og opinn maður, en hann hafði ríka hæfni til að smíða fallegar vísur og kveðjur, og ógleymanleg verð- ur ræðan sem hann hélt í brúð- kaupinu okkar Þóris, svo einlæg og hreinskilin sem hún var. Hann hleypti mér að sér og veitti mér viðurkenningu og virðingu sem ég mat djúpt og geymi í hjarta. En það var ekki síst í tónlist- inni sem Bragi skapaði og tjáði. Hann spilaði yndislega á gítar, rafbassa og harmónikku, og stórt trommusett hálffyllti tónlistar- herbergið hans í Nestúninu. Og hann vildi að ég héldi áfram að syngja. Hann fékk mig til að æfa með sér skemmtilegt prógramm með lögunum sem hann elskaði, Summertime, Óla lokbrá og Amazing Grace, og við tróðum upp m.a. fyrir gesti á Hótel Örk þar sem við dvöldum með dans- félögum. Þegar sonur okkar Þóris, sem ber nafn afa síns, Jón Bragi, valdi sér hljóðfæri til að læra á varð gítarinn fyrir valinu. Ekk- ert annað hljóðfæri kom til greina. Í vor æfði hann fyrir gít- arpróf og spilaði próflögin marg- oft fyrir afa Braga, sem veitti honum leiðsögn og ábendingar um hraða, hryn og hendingar. Árangurinn varð eftir því stór- góður og skilaði afastráknum góðri einkunn. En Jón Bragi yngri er ekki bara blessaður með hæfileikum til að spila á gítar og rafbassa eins og afi Bragi, hann hefur fengið fallega þykkliðaða hárið hans, svipmót og fas. Eitt sinn þegar við vorum í gróður- setningu og hreinsun í Bjarkar- nesi varð mér litið á afastrákinn og afa ganga saman upp með á og göngulagið virtist nákvæmlega það sama. Í paradísinni Bjarkarnesi fékk sköpunarkraftur Braga líka að njóta sín, en þar hafa þau Unnur gróðursett tré í tæp tuttugu ár. Innst í Bjarkarnesinu er stigi sem Bragi smíðaði í brekkuna þar sem gott er að tylla sér á efsta þrepið og njóta útsýnisins. Ég mun minnast góðra stunda með elsku Braga mínum þegar ég sit efst í himnastiganum og horfi út á Rangána liðast framhjá eins og tíminn. Sigríður Jónsdóttir. Þegar fráfall verður fer maður ósjálfrátt að hugsa til baka og þótt mér finnist ég hafa verið of mikið að gera það á þessu ári má ekki taka það í burtu að minning- arnar sem koma upp eru góðar og vekja mann líka til umhugs- unar um hvað maður hefur verið heppinn að njóta samveru með þér afi í gegnum árin. Jólaboðin með tilheyrandi spilamennsku og áramótin á Hellu hjá ykkur ömmu sitja fast í minningunni og kannski einna helst einn að- fangadag þegar ég var lítill og við börðumst úr rafmagnsleysinu á Selalæk út á Hellu í gegnum hríðina með pakkana og matinn og héldum jólin með ykkur. Þú varst alltaf tilbúinn að koma með mér út og sparka á milli þegar ég var yngri og það er mjög minnisstætt þegar við vor- um með fjölskylduboð í Nesi og alla krakkana langaði að renna í brekkunni. Þú fórst heim í Nes- tún og settir saman stóran sleða með því að setja skíði á pall sem þú smíðaðir. Þessi sleði var síðan notaður í ófá skipti á Hellu og er sennilega ennþá til í skúrnum. Tónlistin var stór hluti af þínum áhugamálum og ætli ég hafi ekki aðeins smitast af því á sínum tíma. Þótt ég hefði ekki sömu hæfileika og þú náði áhuginn manni ákveðið langt og rafmagnsgítarinn sem þú gafst mér á sínum tíma er ennþá til og er jú notaður öðru hvoru. Það var einhvern tímann grín- ast með það á kaffistofunni þegar ég var hjá Rangá að ákveðnir starfsmenn hefðu verið búnir að reyna nokkrum sinnum að koma innihurð rétt í hurðaropið en svo hafi á endanum verið kallað á „Braga gamla“ og hann gert þetta í fyrstu tilraun. Ég mat það ekki fyrr en seinna að hafa fengið að upplifa að vinna með þér við smíðar hjá Rangá og þessi saga undirstrikar held ég handbrögð- in þín, sem voru mjög nákvæm og góð. Fengum svo að njóta þeirra aftur þegar ég var að smíða fyrstu íbúðina fyrir mig og Eygló og var sú aðstoð ómetan- leg. Betra að gera hlutinn einu sinni vel í stað þess að flýta sér of mikið. Þegar alvarleg veikindi koma upp hlýjar maður sér við það að þau gengu fljótt yfir og Ólöf syst- ir ásamt fleirum hafa örugglega tekið vel á móti þér. Takk afi fyr- ir þann tíma sem við áttum sam- an og langafabörnin náðu að upp- lifa með þér og við verðum dugleg að heimsækja ömmu. Bragi Bjarnason. Afi var alltaf skemmtilegur við mig og aðra. Hann var flinkur að spila á hljóðfæri og átti meðal annars trommusett sem hann leyfði mér stundum að spila á. Og þegar ég klifraði í trjám varð hann aldrei hræddur um að ég myndi detta af því að honum fannst ég svo góð í því. Þegar ég var lítil las afi stundum fyrir mig og þegar ég varð læs las ég stundum fyrir hann. Hann hlust- aði líka á mig spila á víóluna mína þegar ég var með hana og þá hrósaði hann mér þegar ég spil- aði vel. Auk þess gerði hann rosalega oft, ef ekki alltaf, hafra- graut með döðlum og perum á morgnana. Vonandi líður honum vel núna. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson) Sunneva Kristín. Hann Bragi er búinn að vera mágur minn lengur en ég man eftir mér. Fyrsta minningin er þegar elsta barnið þeirra Unnar fædd- ist uppi á lofti í húsinu heima og þá var Bragi að kenna mér að spila í stofunni niðri, þar sem þá var ekki vaninn að pabbinn væri viðstaddur fæðinguna. Ég var fimm ára og þvílíkt kraftaverk að sjá litla undrið sem lá í rúminu hjá Unni þegar við fengum að fara upp. Bragi var einstakur tengda- sonur foreldra minna og eigin- lega var hann þriðji sonurinn. Hann hjálpaði þeim í þeirra veik- indum og þau Unnur voru alltaf eins og klettar við að aðstoða bæði foreldra mína og hjónin í Nesi, foreldra Braga, í gegnum árin. Keyrsla, viðgerðir og alls konar viðvik. Og ekki síst um- hyggja, samvera og öryggi. Eftir að mamma var orðin ein og Gunna í Nesi mamma Braga var líka orðin ein, þá mætti Bragi alltaf í morgunkaffi til mömmu og síðdegiskaffi til mömmu sinn- ar, á hverjum degi, ef hann var ekki fjarverandi í vinnu annars staðar. Þetta var þeim báðum mikill stuðningur og við systkin- in vissum að allt var í lagi, ef við heyrðum ekkert. Þvílíkur lúxus fyrir alla. Takk elsku Bragi. Bragi var mjög handlaginn og bóngóður. Hann kom oftar en einu sinni til að aðstoða við fram- kvæmdir hjá okkur og var alltaf svo nákvæmur og vandvirkur. Hinn 17. júní 2000 var ég svo heppin að Unnur og Bragi komu við á Hólavanginum á leiðinni úr hátíðarkaffinu. Veðrið var dásamlegt og við fórum út í garð að skoða hvað ætti að grisja og bæta. Þá kom stóri Suðurlands- skjálftinn og við systurnar fleygðum okkur niður. Bragi ætl- aði að standa en það var ekki stætt. Verndarenglarnir mínir og umhyggjan þeirra sendu þau örugglega til mín, því ég held ég hefði sturlast að vakna ein uppi á lofti við þennan hræðilega skjálfta. Árið 2004 fórum við saman til Kúbu. Það var merkileg ferð. Bragi slasaðist á fyrsta degi og lá á sjúkrahúsi í nokkra daga. Hann slapp ótrúlega vel og á spítalan- um fundum við hann oft með hjúkrunarkonurnar sitjandi á rúmstokknum, sitthvorumegin við hann, þar sem þær klöppuðu honum á handarbakið. Það var allt annar hraði á þjóðlífinu á Kúbu. Við hlógum oft að þessari minningu þar sem þetta fór allt á besta veg. Okkar litla fjölskylda, sem er reyndar alltaf að stækka, er svo heppin að fá að vera hluti af stóru fjölskyldunni hans Braga og hennar Unnar. Það er okkur al- gjörlega ómetanlegt. Nokkrum sinnum hef ég verið spurð: ert þú ekki dóttir hans Braga? Í sumar, þegar barnabörnin okkar komu í heimsókn í Nestúnið, þá voru þau komin í heimsókn til ömmu og afa. Að koma í Nestúnið er alltaf eins og að koma heim. Nú eru jólin að koma. Bragi kom alltaf til mömmu með jóla- tréð rétt fyrir jólin, setti upp úti- jólaseríuna fyrir ofan dyrnar og setti seríu á jólatréð úti. Á eftir bauð mamma honum upp á kaffi með flottu sírópskökunni og góðu mömmukökunum. Yndisleg minning. Elsku Unnur, Kristín, Gunn- ar, Þórir, Guðjón og elsku fjöl- skylda. Mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning elsku Braga. Sigrún. Að kvöldi dags er kveikt á öllum stjörnum og kyrrðin er þeim mild, sem vin sinn tregar, og stundum skýla jöklar jarðarbörnum, og jafnvel nóttin vísar þeim til vegar. (Davíð Stef.) Leiðir okkar Braga lágu fyrst saman í Skógaskóla um miðja síðustu öld. Þetta var á þeim sér- staka tíma þegar rösklega eitt hundrað unglingar og ungmenni, flest úr Rangárvalla- og Skafta- fellssýslu, bjuggu saman í heima- vist héraðsskólans einn eða fleiri vetur. Bragi stundaði nám í skól- anum ásamt Unni, síðar eigin- konu sinni, og a.m.k. tveim frændum frá Hellu. Óhjákvæmi- lega bundust nemendur sem dvöldu svo lengi saman sterkum böndum sem aldrei brustu þótt leiðir skildi að loknu námi. Tæp- um tveim áratugum síðar lágu leiðir okkar Braga saman á ný er við hjónin fluttum á Hellu og urð- um nágrannar hans og Unnar um aldarfjórðungsskeið. Við hjónin, eins og flest ungt fólk sem flutti í sunnlenskt kauptún að áliðinni síðustu öld, urðum að byggja okkur íbúðarhús. Aldrei kom til greina annað en leita til Braga, sem þá var starfandi byggingar- meistari á Hellu, til að annast innréttingar og frágang hússins okkar. Hið sama gilti um önnur byggingarverk sem ég annaðist á þeim tíma er ég dvaldi á Hellu, hið sjálfsagða var að biðja Braga og fyrirtæki hans Rangá að sjá um framkvæmdirnar. Þá áttum við Bragi margvísleg félagsleg samskipti, m.a. við stofnun Gler- verksmiðjunnar Samverks, þátt- töku í störfum á vegum sveitarfé- lagsins og á öðrum vettvangi. Sumarið 1974 ferðuðumst við í hringferð um landið ásamt fjöl- skyldum okkar og foreldrum Braga. Við ókum hver fjölskylda á sínum bíl og gist var í tjöldum. Þetta var sumarið sem hringveg- urinn var opnaður. Ógleymanleg ferð með góðu fólki. Það auðveldar viðskilnað við vini þegar minningarnar eru ljúf- ar og vegferð þeirra með þeim hætti að jafnan í erfiðleikum mátti greina óvenjulegan, óbug- andi styrk og staðfestu samhliða kærleik og tillitssemi. Bragi var ákaflega prúður og heilsteyptur maður. Við vottum Unni og fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúð. Eygló og Sigurður. Fyrstu minningar mínar um Braga Gunnarsson eru úr barn- æsku. Rauður Ford Transit, L-41. Bíllinn var atvinnutæki húsasmíðameistarans sem var með verkstæði í bílskúrnum heima í Nesi. Bragi að vinna á verkstæðinu í bílskúrnum með Didda bróður sínum. Ég fylgdist með af mikilli aðdáun þegar Bragi heflaði löng viðarborð í stóra heflinum. Þegar vinnu var lokið og búið var að skrúfa sæta- bekk aftur í var bíllinn orðinn fjölskyldubíl Braga og Unnar, föðursystur minnar. Ég kom oft í heimsókn til Jón Bragi Gunnarsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Útför okkar elskuðu móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGU INGÓLFSDÓTTUR, sem lést 26. nóvember, fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 18. nóvember klukkan 13. Jarðsett verður síðar frá Flugumýrarkirkju. Gunnhildur Stefánsdóttir Elínborg Stefánsdóttir og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.