Morgunblaðið - 14.12.2019, Side 39

Morgunblaðið - 14.12.2019, Side 39
Póst- og fjarskiptastofnun óskar eftir að ráða í stöðu sérfræðings í netöryggissveit PFS. Netöryggissveitin hefur það hlutverk að fyrirbyggja, draga úr og bregðast við hættu vegna netárása eða hliðstæðra öryggisatvika í þeim tölvukerfum sem falla undir starfssvið hennar. Sveitin leitast við að greina atvik af þessu tagi, takmarka útbreiðslu þeirra og tjón af þeirra völdum. Helstu verkefni og ábyrgð: • Meðhöndlun öryggisatvika og greining veikleika í tölvu- og netkerfum • Upplýsingaskipti við þjónustuhóp og aðra ytri aðila • Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi um öryggi Internetsins • Ráðgjöf og upplýsingar varðandi öryggismál á netinu • Aðstoð við uppbyggingu þekkingar í meðhöndlun öryggisatvika hjá innlendum netöryggishópum Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf í verk-, tækni- eða tölvunarfræði eða á öðrum sviðum ef viðkomandi hefur haldgóða reynslu á sviði netöryggis • Sérmenntun eða starfsreynsla á sviði hugbúnaðargerðar og/eða öryggisgreininga er æskileg • Umsækjendur þurfa að eiga auðvelt með að starfa sjálfstætt sem og í hópi og jafnframt búa yfir þeim sveigjanleika og festu sem nauðsynleg er til að ná árangri í starfi • Gerð er krafa um mikla greiningarhæfni, öguð og skipulögð vinnubrögð • Búa yfir skilningi á internettækni ásamt færni til að meta upplýsingar um áhættu og áhrif • Geta til að miðla tæknilegum upplýsingum til annarra • Góð íslensku og enskukunnátta, bæði töluð og rituð, er áskilin • Umsækjendur þurfa að geta unnið undir álagi og hafa tamið sér skipulag í vinnubrögðum PFS hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um störf hjá stofnuninni. Umsóknarfrestur er til og með 16. desember nk. Umsjón með starfinu hefur Þorleifur Jónas- son forstöðumaður tæknideildar. Umsóknir óskast fylltar út á heimasíðu PFS www.pfs.is eða á Starfatorgi. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Krafist er saka- vottorðs. Umsækjandi þarf að gangast undir og standast bakgrunnsskoðun og öryggisvottun Ríkislögreglustjóra. Póst- og fjarskiptastofnun lítur svo á að umsókn gildi í 6 mánuði frá dagsetningu hennar, nema umsækjandi ákveði umsókninni skemmri gildistíma. Hlutverk Póst- og fjarskiptastofnunar er að tryggja hagkvæm, örugg og aðgengileg fjarskipti og póstþjónustu og efla virka samkeppni á markaði. Meginþungi starfseminnar eru fjarskipti og tengd mál. Hjá PFS starfa 27 starfsmenn, aðallega sérfræðingar við úrlausn tæknilegra, viðskiptalegra og lagalegra verkefna er tengjast hlutverki stofnunarinnar. Sjá nánari upplýsingar á www.pfs.is Sérfræðingur í netöryggissveit PFS (CERT-ÍS) Laus er til umsóknar staða umsjónarmanns fasteigna við Menntaskólann í Reykjavík. Staðan er laus frá og með 1. janúar 2020. Um er að ræða 100% starf. Umsókninni skal fylgja yfirlit yfir nám og fyrri störf auk meðmæla. Hæfni- og menntunarkröfur: • Lipurð, þjónustulund og stundvísi • Að geta brugðist við og tekið að sér minniháttar viðhald • Þekking á hússtjórnarkerfum/loftræstikerfum/tæknikerfum • Þekking á öryggismálum og eldvörnum • Að geta brugðist við og tekið að sér minniháttar viðhald • Íslensku- og enskukunnátta • Tölvukunnátta sem hæfir starfinu • Iðnmenntun er æskileg Menntaskólinn í Reykjavík er elsta menntastofnun landsins og hefur yfir að ráða nokkrum byggingum og eru nokkrar þeirra undir Minjavernd. Lóð skólans afmarkast af Lækjargötu, Amtmannsstíg, Þingholtsstræti og Bókhlöðustíg. Starfið er fjölbreytt og líflegt. Starfsmenn eru tæplega 80 og nemendafjöldi er 700. Launakjör eru samkvæmt stofnanasamningi skólans við SFR. Umsóknarfrestur er til og með 20. desember 2019. Umsóknum skal skilað inn á Starfatorg (www.starfatorg.is). Nánari upplýsingar um starfið veitir Elísabet Siemsen rektor í síma 545 1900 eða í netfangið: rektor@mr.is og Einar Hreinsson konrektor í síma 545 1900 eða í netfangið: einar@mr.is. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Athygli umsækjenda skal vakin á því að samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 er ekki heimilt að ráða einstakling til starfa sem hlotið hefur dóm fyrir brot á XXII.kafla almennra hegningarlaga og því er beðið um sakavottorð áður en af ráðningu getur orðið. Umsjónarmaður fasteigna Menntaskólans í Reykjavík Hafnargæslumaður við Grundartangahöfn. Faxaflóahafnir sf. óska eftir að ráða hafnargæslumann við Grundartangahöfn. Starfið felst m.a. í aðgangsstjórnun og öryggisgæslu á afgirtu svæði Grundartanga og almennri hafnargæslu þar. Viðvera starfsmanns er í vakthúsi Grundartangahafnar og unnið er allan sólarhringinn samvæmt fyrirliggjandi vaktakerfi. • Meginverkefni eru aðgangsstjórnun, öryggisgæsla, eftirlit með farmverndarskjölum, skráning á umferð og farmi og önnur tilfallandi störf tengd starfssviði viðkomandi starfs. • Hæfniskröfur eru gott líkamlegt og andlegt ástand, góð íslensku-, ensku-, og almenn tölvukunnátta. Starfsmaður skal sækja námskeið Samgöngustofu um hafnargæslu. Þar sem í gildi eru ákvæði laga um hafnavernd þá er óskað eftir að umsækjandi leggi fram hreint sakavottorð með umsókn sinni. Umsókn ásamt ferilskrá sendist til Faxaflóahafna sf., á netfangið olafur@faxafloahafnir.is, eigi síðar en föstudaginn 20. desember n.k. Nánari upplýsingar um starfið gefur Bergsteinn Ísleifsson, öryggisfulltrúi, bergsteinn@faxafloahafnir.is Faxaflóahafnir hafa staðist jafnlaunavottun og hlotið Jafnlaunamerki Velferðarráðuneytis.        atvinna@mbl.is • Sölufulltrúi • Richard Richardsson, richard@mbl.is, 569 1391 capacent.is       Ráðgjafar okkar búa                  

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.