Morgunblaðið - 14.12.2019, Side 47
DÆGRADVÖL 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019
því að gista í skálum, birtan, myrkr-
ið, stjörnurnar og þögnin er engu
líkt. Svo er ég Chelsea-maður og
KR-ingur í boltanum.“
Fjölskylda
Eiginkona Gunnars er Hrefna
Lovísa Hrafnkelsdóttir, f. 6.10.
1964, vinnur við innri markaðs- og
starfsmannamál hjá Icepharma.
Þau eru búsett í Hafnarfirði. For-
eldrar hennar voru hjónin Hrafn-
kell Helgason, f. 28.3. 1928, d. 19.10.
2010, yfirlæknir á Vífilsstöðum, og
Helga Lovísa Lúðvíksdóttir Kemp,
f. 17.6. 1925, d. 8.3. 1990, húsmóðir.
Börn Gunnars og Hrefnu eru 1)
Katla Lovísa, f. 5.12. 1989, lögmað-
ur hjá Logos. Eiginmaður hennar
er Örn Erlendsson, f. 1989, verk-
fræðingur hjá Lýsku. Þau eru bú-
sett í Hafnarfirði. 2) Bogi Agnar, f.
13.3. 1993, lögfræðingur með meist-
aragráðu í fjármálastjórnun. Kær-
asta hans er Rósa Stefánsdóttir, f.
1993, ljósmyndari, þau eru búsett í
Hafnarfirði.
Systkini Gunnars eru Sigurður
Bragi, f. 3.2. 1958, verkfræðingur og
framkvæmdastjóri, býr í Garðabæ
en starfar í Kína; Ásgeir Heimir, f.
24.7. 1962, viðskiptafræðingur og
sviðsstjóri fjármálasviðs RSK, bú-
settur í Reykjavík; Hanna Guðlaug,
f. 28.8. 1969, listfræðingur, búsett í
Garðabæ; og Bryndís, f. 30.7. 1972,
viðskiptafræðingur hjá Vinnuvernd,
búsett í Reykjavík.
Foreldrar Gunnars: Hjónin Guð-
mundur Ásgeirsson, f. 29.8. 1927, d.
16.11. 2006, bókari í Reykjavík og
Neskaupstað, og Jóhanna Dahl-
mann, f. 18.10.1933, húsfreyja og
fyrrverandi bankastarfsmaður, bjó í
Reykjavík og Neskaupstað en nú
búsett í Reykjavík.
Úr frændgarði Gunnars Karls Guðmundssonar
Gunnar Karl
Guðmundsson
Bragi Ásgeirsson
listmálari
Fjölnir Bragason
húðfl úrari og listamaður
Jóhanna Þórdís Jónsdóttir
húsfreyja á Tannstaðabakka í
Hrútafi rði
Jón Einarsson
bóndi og söðlasmiður á Tannstaðabakka, afi Jóns var Jón Jónsson
Búðaböðull, konunglegur böðull sem fékk millinafnið Flænger. Hann fl engdi
meðal annarra landshornafl akkarann og listamanninn Sölva Helgason
Guðlaug Jónsdóttir Dahlmann
skrifstofumaður á Ísafi rði, síðar í Reykjavík
Jóhanna Dahlmann
húsfreyja og bankastarfsmaður á
Ísafi rði, í Reykjavík og Neskaupstað
Sigurður Dahlmann
umdæmisstjóri Pósts og síma á Ísafi rði
Ingibjörg Jónsdóttir Dahlmann
húsfreyja í Reykjavík
Jón Jónsson Dahlmann
ljósmyndari í Reykjavík
Guðrún Einarsdóttir húsfreyja
á Svertingsstöðum í Miðfi rði
Skúli Guðmundsson kaupfélagsstjóri,
þingmaður og ráðherra
Sigríður Rögnvaldsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Sveinn Ólafsson
verkamaður í Reykjavík
Karólína Sveinbjörg Sveinsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur, stofnandi
Neytendasamtakanna og útvarpsmaður
Ásgeir Ásgeirsson
skrifstofustjóri í Reykjavík
Ólína Bergljót Guðmundsdóttir
húsfreyja á Fróðá
Ásgeir Jóhann Þórðarson
óðalsbóndi á Fróðá í Fróðársveit, Snæf.
Guðmundur Agnar Ásgeirsson
bókari í Reykjavík og Neskaupstað
„ÉG HEF ÞAÐ Á TILFINNINGUNNI AÐ
ÞETTA EIGI EFTIR AÐ VERÐA LANGUR
DAGUR.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... að flytja honum góðu
fréttirnar fyrst.
VELKOMIN Í
„hryllingsleikhús grettis”
ÞESSI SÝNING VAR Í BOÐI
„hryllings leikhúss
grettis”
SMÁKÖKURNAR
ERU BÚNAR
ÞJÓNNINN YKKAR KEMUR INNAN SKAMMS – HANN ER UPPTEKINN
HJÁ AFAR RAUSNARLEGUM GESTI!
HÆ! ÉG ELSKA
ÞIG – MAMMA
OG PABBI VILJA
HITTA ÞIG!
„NÚ LÍST MÉR Á. VENJULEGA ÞRÍFUR
FÓLK EKKI UPP EFTIR SIG ÞEGAR ÞAÐ
HEFUR MISST EITTHVAÐ ÚT ÚR SÉR.”
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Húsbóndanum trú og trygg.
Talin seint mun kona dygg.
Stundum er við stjórnmál kennd.
Stundum milli bæja send.
„Var að koma frá Danmörku og
ekki laus við áhrifin, það sést á
lausninni,“ segir Helgi R. Ein-
arsson:
Á meðan þú á fætur ferð
og „frokostinum“ lýkur
í Mogga þínum „måske“ sérð
mismunandi tíkur.
Guðrún Bjarnadóttir leysir gát-
una þannig:
Heima slefar tíkin trygg.
Tík með dólgi stundum hrygg.
Pólar oft í pólitík
parkera bíltík í Vík.
Sigmar Ingason á þessa lausn:
Húsbóndanum trúföst víst og trygg er
tíkin.
Talin vart mun kona dygg ef kallast
tíkin.
Pen er ei á pöllum þingsins pólitíkin.
Prúð í fasi sífellt skokkar senditíkin.
Knútur H. Ólafsson svarar:
Hundtíkin er húsbóndanum alltaf trygg,
en hinsvegar er konutíkin varla dygg.
Stundum eru stjórnmál kölluð pólitík,
og stundum fór á milli bæja senditík.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Húsbóndanum tík er trú.
Tík er laus á kostum sú.
Pólitík hér iðkuð er.
Af bæ senditíkin fer.
Þá er limra:
Háleggur halti á bíkini
höktir af stað út með víkinni
raulandi lag
hvern laugardag
í göngutúrinn með tíkinni.
Síðan er ný gáta eftir Guðmund:
Núna hrollur í mér er,
oft er kalt í desember,
þýðir lítt um það að fást,
þá að fást við gátu er skást:
Land, sem vatni liggur að.
Lítt sá vinur kemst úr stað.
Seggur kenndur sýslu við.
Á sveitabæjum þekkt nafnið.
Þessi limra flaut með lausn Helga
R, Einarssonar, – „Gæði kaup-
mennskunnar“:
Nú boðskap út skal breiða,
svo börn ei fyllist leiða:
Aðventu á
flest má fá
og í febrúar það greiða!
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Líka bítur sú tíkin
sem undir liggur
V
E
R
T
Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og
steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum.
- því að sumt virkar betur saman
Stundum
þarf tvo til