Morgunblaðið - 14.12.2019, Page 48

Morgunblaðið - 14.12.2019, Page 48
48 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019 Þýskaland Hoffenheim – Augsburg ......................... 2:4  Alfreð Finnbogason hjá Augsburg er frá keppni vegna meiðsla. Staðan: Mönchengladb. 14 10 1 3 30:16 31 RB Leipzig 14 9 3 2 39:16 30 Dortmund 14 7 5 2 33:19 26 Schalke 14 7 4 3 25:18 25 Freiburg 14 7 4 3 24:17 25 Leverkusen 14 7 4 3 22:18 25 Bayern M. 14 7 3 4 35:20 24 Hoffenheim 15 6 3 6 21:27 21 Wolfsburg 14 5 5 4 15:14 20 Augsburg 15 5 5 5 24:28 20 Union Berlin 14 6 1 7 18:19 19 E.Frankfurt 14 5 3 6 24:22 18 Mainz 14 5 0 9 20:34 15 Werder Bremen 14 3 5 6 22:29 14 Hertha Berlín 14 3 3 8 20:29 12 Düsseldorf 14 3 3 8 16:29 12 Paderborn 14 2 2 10 17:32 8 Köln 14 2 2 10 12:30 8 Frakkland Lille – Montpellier.................................... 2:1 B-deild: Sochaux – Grenoble ................................ 1:1  Kristófer Ingi Kristinsson var ekki í leikmannahópi Grenoble. Holland B-deild: Oss – Excelsior......................................... 0:2  Elías Már Ómarsson lék fyrstu 75 mín- úturnar með Excelsior. England B-deild: Charlton – Hull......................................... 2:2 Spánn Alavés – Leganés...................................... 1:1 KNATTSPYRNA HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Framhús: Fram – Afturelding .............. L16 Kórinn: HK – ÍR..................................... L16 Kaplakriki: FH – ÍBV............................. S16 TM-höllin: Stjarnan – Haukar............... S16 KA-heimilið: KA – Fjölnir...................... S17 Hleðsluhöllin: Selfoss – Valur........... S19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Sauðárkrókur: Tindastóll – ÍR.............. L16 Blue-höllin: Keflavík b – Grindavík b ... L16 Dalhús: Fjölnir – Hamar ....................... L16 ÍSHOKKÍ Íslandsmót kvenna, Hertz-deildin: Akureyri: SA – Reykjavík................. L16.45 SKYLMINGAR Íslandsmótið með höggsverði fyrir börn, unglinga og fullorðna fer fram í Skylming- armiðstöðinni í Laugardal í dag og á morg- un. Nánar á www.skylmingar.is Enski boltinn á Síminn Sport Liverpool – Watford .......................... L12.30 Chelsea – Bournemouth ...........(mbl.is) L15 Southampton – West Ham ............... L17:30 Manchester United – Everton............... S14 Arsenal – Manchester City ............... S16.30 UM HELGINA! HANDBOLTI Danmörk Aalborg – Aarhus ................................ 28:26  Janus Daði Smárason skoraði 2 mörk fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magnússon er frá vegna meiðsla. Arnór Atlason er aðstoð- arþjálfari liðsins. Bjerringbro/Silkeborg – Lemvig...... 31:30  Þráinn Orri Jónsson skoraði ekki fyrir Bjerringbro/Silkeborg. Kolding – SönderjyskE....................... 24:33  Ólafur Gústafsson og Árni Bragi Eyj- ólfsson skoruðu ekki fyrir Kolding.  Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 1 mark fyrir SönderjyskE en Sveinn Jó- hannsson ekkert. Frakkland B-deild: Sélestat – Cesson-Rennes................... 24:32  Geir Guðmundsson skoraði ekki fyrir Cesson-Rennes. Ungverjaland Pick Szeged – Ferencváros................ 38:25  Stefán Rafn Sigurmannsson lék ekki með Pick Szeged vegna meiðsla. Austurríki Aon Fivers – West Wien...................... 33:34  Guðmundur Hólmar lék ekki með West Wien vegna meiðsla. HM kvenna í Japan Undanúrslit: Rússland – Holland .............................. 32:33 Noregur – Spánn ................................. 22:28  Þórir Hergeirsson þjálfar Noreg. Leikur um 5. sætið: Serbía – Svartfjallaland....................... 26:28 Leikur um 7. sætið: Þýskaland – Svíþjóð ............................. 24:35 HM KVENNA Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Flestir virtust reikna með því að Noregur og Rússland myndu leika til úrslita um heimsmeistaratitil kvenna í Japan á morgun. Vissulega varð niðurstaðan sú að Þórir Her- geirsson og hans konur í norska lið- inu mæta þeim rússnesku en þar verða bronsverðlaunin í húfi en ekki gullverðlaunin. Spánverjar og Hollendingar komu inn í undanúrslit sem „litlu liðin“ en mætast nú í úrslitaleiknum sem hefst klukkan 11.30 að íslenskum tíma í Kumamoto á morgun. Þar með er brotið blað í sögunni því hvorug þjóðin hefur orðið heims- meistari í kvennaflokki. Holland fékk silfurverðlaunin árið 2015 eftir tap gegn Noregi í úrslitaleik, 31:23, og Spánn hefur aldrei áður leikið til úrslita. Besti árangur Spánverja til þessa er þriðja sætið á HM í Brasilíu árið 2011 og fjórða sætið í næstu keppni á undan, í Kína árið 2009. Holland lagði Rússland að velli, 33:32, í mögnuðum spennutrylli þar sem staðan var jöfn á flestum tölum frá upphafi til enda. Leikstjórnand- inn Estavana Polman var í aðal- hlutverki hjá Hollendingum og skor- aði níu mörk, Lois Abbingh gerði átta, en það var Laura van der Heijden sem skoraði sigurmarkið nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Þórir átti engin svör Spánverjar slógu norska liðið út af laginu í seinni hálfleik í síðari undan- úrslitaleiknum eftir að staðan hafði verið 13:13 í hálfleik. Spánverjar náðu sex marka forskoti um miðjan síðari hálfleik og Þórir og hans lið áttu engin svör við því. Lokatölur urðu 28:22, afar sannfærandi frammistaða hjá spænska liðinu sem virtist ekki líklegt til stórræða eftir tíu marka skell gegn Rússum í loka- umferð milliriðilsins. Svíar burstuðu Þjóðverja, 35:24, í leik um sjöunda sætið sem réð jafn- framt úrslitum í keppninni um sæti í undankeppni Ólympíuleikanna. Sví- ar fara þangað en Þýskaland, sem virtist á tímabili á leið í undan- úrslitin, situr eftir með sárt ennið og á enga möguleika á að komast á Ól- ympíuleikana í Tókýó. Sögulegur úr- slitaleikur í Japan  Þórir og Noregur leika um bronsið AFP Úrslitaleikur Spænsku landsliðskonurnar fagna glæsilegum sigri á Norð- mönnum í Kumamoto og þær mæta Hollendingum á morgun. Afturelding hefur ráðið Guðmund Helga Pálsson sem þjálfara kvenna- liðs félagsins í handbolta. Guð- mundur tekur við af Haraldi Þor- varðarsyni sem var sagt upp störfum á dögunum. Guðmundur var rekinn frá Fram, þar sem hann þjálfaði karlaliðið frá 2016, í síðasta mánuði. Afturelding kom upp úr 1. deildinni á síðustu leiktíð og er liðið án stiga eftir ellefu leiki, sjö stigum á eftir ÍBV sem er þar fyrir ofan. Fyrsti leikurinn undir stjórn Guðmundar er á útivelli gegn HK hinn 18. janúar næstkomandi. Guðmundur í Mosfellsbæinn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Afturelding Guðmundur Helgi Pálsson tekur við liði á botninum. Góð frammistaða Elvars Más Frið- rikssonar með sænska körfubolta- liðinu Borås hélt áfram í gær- kvöldi. Elvar skoraði 19 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók eitt frá- kast er liðið vann Luleå í toppslag, 98:88. Bæði lið eru með 24 stig í tveimur efstu sætunum en Elvar og félagar hafa leikið einum leik minna. Elvar hefur skilað tvennu í fjór- um af síðustu sjö leikjum. Hann hefur skorað 17 stig, tekið 3 frá- köst og gefið 8 stoðsendingar að meðaltali á leiktíðinni. Með fjórar tvenn- ur í sjö leikjum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tvenna Elvar Már Friðriksson er að spila afar vel með Borås í Svíþjóð. Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Arnór Ingvi Traustason, landsliðs- maður í knattspyrnu, er annað árið í röð kominn í 32 liða úrslit Evr- ópudeildarinnar með Malmö frá Svíþjóð eins og fjallað var um í blaðinu í gær. Hann er nú kominn í hóp leikjahæstu íslensku knatt- spyrnumannanna í Evrópudeild- inni. Frá því núverandi keppnisfyr- irkomulag var tekið upp árið 2004 hafa 32 íslenskir knattspyrnumenn spilað í Evrópudeildinni, þ.e. í riðla- keppninni og útsláttarkeppninni sem síðan tekur við. Arnór Ingvi er kominn í 4.-5. sætið yfir þá leikja- hæstu.  Jóhann Berg Guðmundsson hefur spilað flesta leiki en hann lék 26 leiki í Evrópudeildinni með AZ Alkmaar á árunum 2010 til 2014 og komst tvisvar með liðinu í 8-liða úr- slit. Hann er líka markahæsti Ís- lendingurinn í keppninni með 4 mörk.  Ragnar Sigurðsson lék 23 leiki með FC Köbenhavn og Krasnodar á árunum 2011 til 2016 og skorað eitt mark.  Gylfi Þór Sigurðsson lék 21 leik með Tottenham og Everton á árunum 2012-2018 og skorað 3 mörk. Hann komst í 8-liða úrslit með Tottenham árið 2013 og skor- aði þá í bæði 16-liða og 8-liða úrslit- unum.  Rúrik Gíslason lék 18 leiki með OB og FC Köbenhavn á árunum 2010 til 2015 og skorað eitt mark.  Arnór Ingvi Traustason er kominn með 18 leiki fyrir Rapid Vín og Malmö frá 2016 og bíður eft- ir fyrsta markinu. Malmö leikur tvo leiki i 32ja liða úrslitunum í febrúar og hann getur þá orðið sá fjórði til að spila 20 leiki.  Grétar Rafn Steinsson er næst- ur með 17 leiki og eitt mark fyrir AZ Alkmaar á árunum 2005 til 2008 en hann er sá eini af þeim leikja- hæstu sem er hættur. Grétar lagði skóna á hilluna árið 2013. Dregið á mánudaginn Dregið verður til 32ja liða úr- slitanna í Evrópudeildinni á mánu- daginn. Þar sem Malmö vann sinn riðil fer liðið í sterkari styrk- leikaflokkinn og getur því ekki mætt Ajax, Salzburg, Inter Mílanó, Benfica, Arsenal, Manchester Unit- ed, Celtic, Espanyol, Porto, Ist- anbul Basaksehir, Gent, LASK Linz, Basel, Braga og Sevilla, ásamt því að geta ekki dregist aftur gegn FC Köbenhavn. Mögulegir mótherjar Arnórs og félagar eru APOEL Nikósía, Ge- tafe, Sporting Lissabon, CFR Cluj, Eintracht Frankfurt, Rangers, Lu- dogorets, Wolfsburg, Roma, Wolv- es, AZ Alkmaar, Leverkusen, Shak- htar Donetsk, Olympiacos og Club Brugge.  Malmö mætir til leiks með nýj- an þjálfara eftir áramót því Uwe Rösler sagði starfi sínu lausu í gær- morgun. Arnór Ingvi orðinn einn fimm leikjahæstu Íslendinganna AFP Evrópudeild Arnór Ingvi Trausta- son er kominn í 32ja liða úrslit. Enska knattspyrnufélagið Liverpool tilkynnti í gærmorgun að Jürgen Klopp knattspyrnustjóri hefði skrif- að undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2024, eða í hálft fimmta ár. Klopp, sem er 52 ára gamall Þjóðverji, hefur verið við stjórnvölinn hjá Liverpool síðan í október 2015 en hann stýrði áður þýsku liðunum Dortmund og Mainz, hvoru um sig í sjö ár. Liðið hefur verið á mikilli siglingu frá vorinu 2018 en það hefur frá þeim tíma að- eins tapað einu sinni í 55 leikjum í úrvalsdeildinni, er nú með átta stiga forskot í deildinni, og varð Evrópu- meistari vorið 2019. Klopp í Liver- pool næstu ár AFP Liverpool Jürgen Klopp er með lið- ið í góðri stöðu heima og erlendis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.