Morgunblaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þessi plata byrjaði að mótast um svipað leyti og ég var að vinna að síð- ustu plötu sem ég gaf út og nefnist Margt býr í þokunni,“ segir Snorri Helgason um barnaplötuna Bland í poka sem komin er út. Platan inni- heldur 11 frumsamin lög og er gefin út ásamt myndskreyttum bæklingi sem inniheldur alla söngtextana og gítarhljóma, en myndirnar gerði Elín Elísabet Einarsdóttir. „Margt býr í þokunni byggðist á íslensku þjóðsögunum og ég las mér mikið til í rannsóknarvinnu fyrir þá plötu. Þjóðsagnaheimurinn er mjög myrkur og óhugnanlegur með öllum sínum morðum, draugagangi, lim- lestingum og viðbjóði,“ segir Snorri og rifjar upp að hann hafi unnið þá plötu mikið til í skorpum í Galtarvita við Súgandafjörð. „Ég var mjög ein- angraður í þessum vinnubúðum mín- um þar. Til að viðhalda geðheilsunni í því myrkri öllu fór ég að vinna lög af allt öðrum togum. Þegar ég var búinn að sökkva mér ofan í þjóðsög- urnar í nokkra klukkutíma var gott að henda því frá mér og snúa mér að þessum lögum. Það má því segja að barnaplatan hafi orðið til í hjáverk- um við þjóðsagnaplötuna.“ Byrjaði með sænskugríni En áhugavert að heyra. Fyrirfram hefði auðveldlega mátt halda að barnaplatan væri rökrétt framhald af því að þú eignaðist barn fyrir tæp- um tveimur árum. En það var greini- lega ekki svo. „Nei, þegar maður er nýbúinn að eignast barn hefur maður engan tíma til að semja einhver lög. Þetta var næstum allt samið áður en Edda, dóttir mín, fæddist, enda er ég bara búinn að vera ógeðslega þreyttur síðustu tvö árin og varla samið neitt,“ segir Snorri. Miðað við yrkisefni plötunnar mætti auðveldlega draga þá ályktun að þú þekktir raunir og áskoranir foreldra af eigin raun. Ég nefni bara lagið „Kringlubarnið“ sem dæmi þar sem barn kvartar undan því að þurfa að fara með mömmu sína í búðir. „Þótt ég hafi ekki verið orðinn for- eldri sjálfur á þeim tíma hef ég fylgst með vinum mínum og ættingjum, sem eiga ung börn, í alls konar að- stæðum. Ég gat því auðveldlega sett mig í þessi spor – alveg eins og ég gat sett mig í spor þess að vera 18. aldar þjóðsagnavera. Þetta snýst allt um að setja sig í réttar stellingar.“ Það ríkir mikill húmor í lögunum og textanum. Var það meðvituð ákvörðun? Áttu þér mögulega ein- hverjar fyrirmyndir í þeim efnum? „Ég held að hugmyndin að Bland í poka hafi kviknað þegar ég var mjög mikið að hlusta á Hrekkjusvínin á árunum 2012-2013. Af einhverjum ástæðum heyrði ég þá plötu aldrei sem barn,“ segir Snorri og tekur fram að hann hafi alltaf verið mikill Spilverksaðdáandi. „Það er svo gam- an að heyra hversu mikill metnaður er lagður í lagasmíðarnar á Hrekkju- svínunum og augljóst hversu mikið er búið að pæla í flóknum útfærslum og hljóðheiminum. Textar Péturs Gunnarssonar eru svo skemmtilegir. Það var því meðvituð hugsun að fanga þessa tegund tónlistar. Ég hef alltaf verið hrifinn af því sem Bretar nefna „camp music“ og þýða mætti sem ýkta gleðitónlist,“ segir Snorri og bendir á að ýmis lög Bítlanna, Blur og Kinks falli þar undir. „Allt hefur þetta veitt mér innblástur. Í raun má segja að Bland í poka sé miklu nær því sem ég var að gera með Sprengjuhöllinni en það sem ég hef verið að semja sem sóló- listamaður. Ég hef svo gaman af því að semja popplög.“ Þú ert með sannkallað stórskota- lið í hópi flytjenda. Má í því sam- hengi nefna Bubba, Sigríði Thorla- cius, Teit Magnússon, Katrínu Halldóru Sigurðardóttur, Valdimar Guðmundsson og Halldóru Geir- harðsdóttur. Hvernig valdir þú fólk til samstarfs? „Ég er svo heppin að þetta eru allt góðir vinir mínir sem ég gat leitað til,“ segir Sorri og nefnir í því sam- hengi Guðmund Óskar Guðmunds- son sem stjórnaði upptökunum. „Halldóra Geirharðs er vinkona Sögu, konunnar minnar. Ég var ákveðinn í því að Saga ætti að syngja rödd barnsins í „Kringlubarninu“ og þá vantaði okkur mömmu. Í gegnum tíðina hafa margir haldið að þær væru mæðgur,“ segir Snorri og bendir á að Steiney, dóttir Halldóru, sé mjög góð vinkona Sögu. „Mér fannst því skemmtilegt að fá Sögu og Halldóru til að syngja mæðgurnar.“ Hvernig kom Hugleikur Dagsson inn í hóp flytjenda? „Hann, líkt og fleiri, heimsótti mig út í Galtarvita. Við sátum þar við varðeld seint um kvöld og ég var að spila lagið á gítar þegar hann byrjaði allt í einu að syngja þennan texta á sænsku og þar með varð lagið til. Hann bjó í Svíþjóð sem barn og við erum oft með eitthvert sænskugrín,“ segir Snorri og tekur fram að „Lilla gumman“ hafi verið fyrsta lagið á plötunni sem varð til. „Það var út frá þessu lagi sem ég fékk hugmyndina að því að gera barnaplötu.“ Leikhúsvinnan skemmtileg Hyggstu fylgja plötunni eftir með tónleikum? „Ég er búinn að halda eina tón- leika í Iðnó undir lok nóvember. Þá náði ég að koma saman öllu bandinu og hóaði í þá söngvara sem komust. Þetta var svo ógeðslega gaman að við munum hiklaust endurtaka leik- inn einhvern sunnudag í janúar og jafnvel febrúar á nýju ári.“ Hvað er annars á döfinni hjá þér? „Kristín Eysteinsdóttir borgar- leikhússtjóri leitaði til mín og langar að gerð verði barnasýning byggð á lögum plötunnar á næsta leikári. Saga og Dóri DNA munu semja handritið og Pétur Ármannsson leik- stýra,“ segir Snorri sem vann síðast með Pétri í Club Romantica þar sem Snorri samdi tónlistina og sá um tón- listarflutninginn á sýningum. „Mér fannst það mjög skemmtileg vinna,“ segir Snorri sem reiknar með að koma að tónlistarflutningi nýju sýn- ingarinnar. „Annars er það að frétta að ég stend vaktina á barnum Röntgen sem ég opnaði á Hverfisgötu 12 fyrir aðeins viku. Það er klassískt að allt gerist á sama tíma. Útgáfan á plöt- unni dróst sem og afhendingin á hús- næðinu, þannig að skyndilega gerð- ist allt á sömu tveimur vikunum. Nóvember hvarf vegna anna bara í móðu. Vegna þessa ætla ég að reyna að taka hlutina eins rólega og ég get í desember. Sem einyrki í tónlistar- bransanum þarf ég ávallt að passa upp á að halda mörgum boltum á lofti í einu. Ég er alltaf með lager af músík sem mig langar að taka upp, en ætla aðeins að leyfa mér smá hvíld áður en ég fer aftur af stað í upptökur. Það er því nóg að gera.“ Morgunblaðið/Eggert Nóg „Ég er alltaf með lager af músík sem mig langar að taka upp,“ segir tónlistarmaðurinn Snorri Helgason. Leið til að viðhalda geðheilsunni  Snorri Helgason sendir frá sér plötuna Bland í poka sem verður að sviðsverki á næsta leikári Jólatónleikar verða haldnir í Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð þriðjudaginn 17. desember kl. 20. Á efnisskránni er falleg jóla- og aðventutónlist eftir meðal annars Sigvalda Kaldalóns og Adolphe Adam, ásamt Vetrinum eftir Ant- onio Vivaldi og þáttum úr Jólaóra- tóríunni eftir Johann Sebastian Bach. Flytjendur á tónleikunum eru Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir sópran og Þórunn Elfa Stefáns- dóttir mezzósópran, Rut Ingólfs- dóttir fiðluleikari og Guðjón Hall- dór Óskarsson orgelleikari. Kirkjukórar Breiðabólstaðar- prestakalls syngja og fá kirkju- gestir að taka þátt í söngnum. Að- gangur er ókeypis. Fjöldasöngur Kirkjukórar Breiðabólstaðarprestakalls syngja. Flytja fallega jóla- og aðventutónlist  Jólatónleikar í Breiðabólstaðarkirkju Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Takið 1-2 töflur eftir þörfum Frutin hentar einnig barnshafandi konum. Leyfðu þér að njóta! Frutin er náttúruleg lausn við brjóstsviða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.