Morgunblaðið - 14.12.2019, Page 57

Morgunblaðið - 14.12.2019, Page 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019 Árni Matthíasson arnim@mbl.is Fyrir fjórum árum var Guðmundur Pétursson beðinn að koma fram á tónleikum með sinfóníuhljómsveit og flytja þar tvo konserta, annan fyrir klassískan gítar og hinn fyrir rafmagnsgítar. Það vafðist ekki fyr- ir honum að velja konsert fyrir klassískan gítar, en rafmagnsgítar- konsertinn stóð í honum, enda fannst honum þeir flestir frekar þunnur þrettándi. Á endanum leysti hann málið með því að skrifa eigin konsert, ákvað að laga hljóm- sveitina frekar að sínum eigin stíl. „Þetta er annað af tvennu; ann- aðhvort er þetta einhver gítarhetja sem búið er að setja fiðlur í kring- um, og verður hálfhlægilegt, eða þá að það mætir einhver maður með eitthvert sánd sem passar misvel inn í hljóðheiminn og spilar eitt- hvað sem er skrifað og hefur enga sérstaka persónulega tengingu við það. Ég hugsaði því með mér: ég held bara áfram að gera það sem ég er vanur að gera, ég geri bara mína músík en nota sinfóníuna eins og band. Þetta er ekki konsert í gala- skilningnum, einleikarasýning, þetta er meira bræðingur af gít- arnum sem er í forgrunni og svo hljómsveitinni.“ – Það er oft erfitt að láta raf- magnsgítar hljóma vel með strengj- um. „Það getur verið það en raf- magnsgítarinn hefur svo marga möguleika, ef maður hugsar verkið sem liti sem eiga að flútta saman í staðinn fyrir nótnaval. Víst var þetta erfitt en það var gaman að gera þetta. Af því þetta var spilað tvisvar, frumflutt í Hofi og spilað aftur í Norðurlandahúsinu í Færeyjum, fékk ég tíma til að endurskoða verkið. Þegar menn eru nýbúnir að semja lag í rokkinu og spila það fyrst opinberlega þá eru menn rétt að byrja að sjá möguleikana, en í klassíkinni er það lokapunkturinn þegar maður heyrir það loksins allt í gegn. Svo er yfirleitt takmarkaður æf- ingatími og þá fer allur tíminn í að æfa erfiðu staðina en einföldu stað- irnir eru lítið æfðir en svo eru þeir kannski megnið af verkinu og mús- íklega mest djúsí.“ – Verkið er flutt tvisvar og svo gefur þú það út. „Eftir þessa tvo flutninga ákvað ég að ég þyrfti að koma þessu út. Ég kem úr þannig heimi að maður endar með því að gera plötu eða festa niður í staðinn fyrir að þetta liggi bara á nótum á einhverju safni. Ég fattaði það líka að ef verk- ið ætti að hljóma eins og ég vildi þyrfti svo mikinn æfingatíma og bestu spilarana og ég myndi aldrei koma því saman. Ég ákvað því að fara í stúdíó og gefa mér tíma til að taka konsertinn upp í bútum.“ – Breyttist konsertinn mikið við þá vinnu? „Ég myndi ekki segja að ég hafi breytt miklu en það eru alltaf ein- hverjar breytingar því þá fær mað- ur smásjána á allt. Í upptöku er hægt að breyta alls konar hlutum, finna rétta tempóið og réttu tempó- breytingarnar og svo framvegis. Svo fær maður líka nánd við hvern hljóðfærahóp og miklu meiri upp- lýsingar frá hljóðfæraleikurunum sjálfum um hvað hefði mátt gera betur fyrir þá og þá er hægt að breyta því sem er kannski ekki mikið til umræðu á sinfóníu- æfingum.“ – Þú gefur plötuna út á ýmsu formi. „Platan er til á Spotify en það eru margir sem byrja ekki að hlusta fyrr en þeir fá vínilinn í hendurnar. Það verður að vera eitthvert pró- dúkt og hvort sem margir nota það eða ekki þá er einhver yfirlýsing í plötunni sem er ekki til staðar ann- ars.“ Rafmagnaður gítarbræðingur  Guðmundur Pétursson gefur út á plötu konsert sinn fyrir raf- magnsgítar og sinfóníuhljómsveit Morgunblaðið/Eggert Litir Guðmundur Péturs- son samdi rafgítarkonsert og gefur hann út. RAYMOND WEIL söluaðilar: Reykjavík: GÞ - skartgripir & úr, Bankastræti 12, s: 551-4007 Meba, Kringlunni, s: 553-1199 Meba, Smáralind, s: 555-7711 Kópavogur: Klukkan, Hamraborg 10, s: 554 4320 Hafnarfjörður: Úr & Gull, Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar, s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður, Hafnargötu 49, s: 421-5757 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður, Glerártorgi, s: 462-2509 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður, Austurvegi 11, s: 482-1433

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.