Fréttablaðið - 08.02.2020, Side 6

Fréttablaðið - 08.02.2020, Side 6
Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík Fundur verður haldinn til að kynna ferðir ársins 2020 á Gullhömrum (í Grafaholti), við Vínlandsleið, Þjóðhildarstíg 2, 113 Reykjavík Miðvikudaginn 12 . febr. 2020 kl. 19:30 Kaffiveitingar, verð kr. 3.200,- Upplýsingar um ferðir ársins 2020 er hægt að finna á http://orlofrvk.123.is. Hægt er að nálgast upplýsingar og bækling á skrifstofunni að Hverfisgötu 69, á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum, milli klukkan 16:00 til 17:30, í mars og apríl 2020 og í síma 551-2617/864-2617 á sama tíma. ,,Sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf, á rétt á að sækja um orlof.“ Nefndin 11. febrúar - Fræðsluerindi Skyndilegur barnsmissir Hefst kl. 20:00 Sveinbjörn Bjarnason flytur erindi um skyndilegan barnsmissi í Grafarvogskirkju. Boðið verður upp á skráningu í stuðningshópa eftir fyrirlesturinn. Allir velkomnir. Stjórn Birtu landssamtaka netfang: birtalandssamtok@gmail.com Sogavegi 3 • Höfðabakka 1 • Sími 555 2800 Whilst every effort is made to avoid mistakes errors can occur. Please check these carefully. Proofs that are sent back without signature is considered approved and ok. Approved and OK New proof please DATE: SIGNATURE: /Ingenjörsgatan 7-9 Box 814, 251 08 Helsingborg Tel. vx. 042-24 73 00 info@lindsflexo.se, www.lindsflexo.se 14 0 280 Linds Flexo, 1310144 Fiskikongurinn_KORR , 17-JAN-13 YTTER catarina OPIÐLAUGARDAG 10-15 HUMARSÚPA STÓR HUMAR Útgjöld Akureyrarbæjar vegna öldrunarheimila hafa numið um 1,5 milljörðum undanfarin fimm ár. AKUREYRI  Rekstur A-hluta Akur- eyrarbæjar hefur verið þungur undanfarin ár. Árið 2017 var rekstr- artapið um 504 milljónir króna en árið 2018 var tapið 383 milljónir króna. Tapreksturinn varð tilefni til þess að eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga sendi Akureyrarbæ bréf í nóvemberlok í fyrra þar sem óskað var eftir viðbrögðum bæjar- ins vegna fjárhagsáætlunar og árs- reikninga sveitarfélagsins. Í lok janúar skrifaði Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar- bæjar, svarbréf til eftirlitsnefndar- innar. Í svarinu kemur meðal ann- ars fram að bærinn borgar árlega hundruð milljóna króna með verk- efnum sem það innir af hendi fyrir ríkið. Mest munar um rekstur öldr- unarheimila bæjarins en útgjöld Akureyrarbæjar nema um 1,5 millj- örðum króna undanfarin fimm ár. Í bréfinu kemur fram að reksturinn hafi verið tekinn út af óháðum aðil- um og niðurstaðan hafi verið sú að engu sé ofgert í rekstrinum. Þá reynist f leiri verkefni bæjar- félaginu dýr. Ljóst er að halli á rekstri málefna fatlaðra árið 2019 verður um 100 milljónir króna en málaf lokkurinn er afar umfangs- mikill og kostnaðarsamur fyrir bæjarfélagið, enda er mikill fjöldi fatlaðra einstaklinga búsettur á Akureyri. Einnig hefur Akureyrarbær séð um skilaskyldu fyrir Landsbóka- safnið en sá kostnaður er 43 millj- ónir króna árlega. Ekki hafi fengist nema 12 millj- óna króna framlag frá ríkinu og því sé óljóst hvort bærinn sé tilbúinn að halda áfram með verkefnið. Þá hafi bærinn lengi fengið greitt með rekstri Hlíðarskóla sem er sérúrræði fyrir börn með hegðunar- vanda, líkt og Klettaskóli í Reykja- vík. Framlag ríkisins var um 12 milljónir króna fram til ársins 2016 en þá var skrúfað fyrir fjárstreymið. Til samanburðar er árlegur rekstur skólans um 120 milljónir króna. „Þetta eru nokkur verkefni sem við sjáum um fyrir ríkið gegn greiðslum sem duga ekki fyrir rekstrinum. Þar er rekstur öldr- unarheimilanna langþyngsti bagg- inn. Það er alveg ljóst af okkar hálfu að svona getur þetta ekki gengið áfram. Ef ríkið kemur ekki með aukið fjármagn, þá þurfum við að endurskoða rekstur ýmissa úrræða sem við innum af hendi fyrir ríkið,“ segir Ásthildur. Hún segir að fundað hafi verið með Svandísi Svavarsdóttur heil- brigðisráðherra á dögunum og hafi ráðherrann sýnt sjónarmiðum bæjarins skilning. Ásthildur kveðst því bjartsýn á að viðunandi lausn á málinu finnist. bjornth@frettabladid.is Rekstur fyrir ríkið að sliga Akureyrarbæ Undanfarin fimm ár hefur Akureyrarbær þurft að greiða um 1,5 milljarða króna með rekstri öldrunarheimila bæjarins umfram framlög ríkisins. Bæjar- stjórinn vill aukin ríkisframlög ella verði bærinn að segja sig frá verkefnum. Það er alveg ljóst af okkar hálfu að svona getur þetta ekki gengið áfram. Ásthildur Sturlu- dóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar ÞORLÁKSHÖFN Bæjarráð Ölfuss vill að fulltrúar hafnarinnar í Þorláks- höfn og sveitarfélagsins fái sæti í starfshópi á vegum Alþingis  um uppbyggingu í höfninni. Áhugi sé á að sigla farþegaferju að utan til Þor- lákshafnar. Átta þingmenn úr Suðurlands- kjördæmi standa að þingsálykt- unartillögu um að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp til að móta stefnu um hvernig standa megi að innviða- uppbyggingu hafnarinnar í Þor- lákshöfn svo að höfnin geti vaxið sem inn- og útflutningshöfn. Bæta á öryggi og dýpi í og við innsiglingu í höfnina og starfshópurinn á að gera tillögur varðandi markaðssetningu hennar innan lands og utan. „Við vinnuna verði lögð áhersla á staðsetningu hafnarinnar með tilliti til styttri siglingatíma milli Evrópu og Íslands fyrir farm- og farþegaf lutninga og sem einstak- lega áhugaverðan kost sem inn- og útf lutningshöfn með nægt land- rými í 40–60 mínútna aksturs- fjarlægð frá stærstu mörkuðum og þéttbýlustu svæðum landsins og alþjóðaf lugvellinum í Kef la- vík,“ segir í fundargerð bæjarráðs Ölfuss um efni þingsályktunartil- lögunnar. „Bæjarráð minnir á að Sveitar- félagið Ölfus hefur þegar látið vinna forhönnun á breytingum sem gera myndi höfninni mögulegt að taka á móti skipum sem eru 180 metra löng og 34 metra breið en vitað er af áhuga á að sigla slíkum farþega- ferjum reglulega milli Þorláks- hafnar og hafna bæði í Bretlandi og meginlandi Evrópu,“ segir í bókun bæjarráðsins. – gar Segja áhuga á farþegasiglingum milli Þorlákshafnar og hafna í Evrópu Talsverð uppbygging hefur verið í Þorlákshöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 8 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.