Fréttablaðið - 08.02.2020, Síða 12

Fréttablaðið - 08.02.2020, Síða 12
Ólíkt Skotlandi hafði popúlismi og ótti við innflytjendur mallað í áratugi á Englandi. Þetta var ástæðan fyrir því að útgangan varð að veru- leika, ekki Evrópusam- bandið sjálft. Christian Allard, Evrópuþingmaður Skota Café AUSTURSTRÆTI SKÓLAVÖRÐUSTÍG LAUGAVEGI AKUREYRI VESTMANNAEYJUM Komdu í kaff i SKOTLAND „Ég er Frakki, 100 prósent Frakki, en ég er líka einn af hinum nýju Skotum. Vegna ferðafrelsis innan Evrópusambandsins þurfti ég ekki að verða Breti,“ segir Christian Allard, daginn áður en hann missir embætti sitt sem Evrópuþingmaður fyrir Skoska þjóðarflokkinn, SNP. Allard er 55 ára, fæddur í borginni Dijon í austurhluta Frakklands. Hann starfaði lengi í sjávarútvegi en eftir að hafa kynnst skoskri konu og eignast fjölskyldu flutti hann til Aberdeen á austurströnd Skotlands og hóf að berjast fyrir SNP. Árið 2013 var hann kjörinn á skoska þingið í Holyrood og síðasta sumar á Evrópuþingið, dvöl sem hann vissi að yrði stutt. Í SNP vegna fiskveiðihagsmuna „Við Skotar erum mikil fiskveiði- þjóð eins og þið Íslendingar, mér hefur alltaf verið umhugað um sjávarútveg og taldi SNP besta f lokkinn þegar kæmi að fiskveiði- hagsmunum landsins,“ segir Allard. Fiskveiðar eru einmitt eitt helsta deilumálið núna á milli Bretlands og Evrópusambandsins. „Þegar Bretland gekk inn í Evr- ópubandalagið gamla (EB) sveik það breska sjómenn. Þetta er ástæðan fyrir því að SNP var á móti inngöngu landsins inn í EB á sínum tíma. Það var ekki af því að við treystum ekki EB heldur treystum við ekki þeim í London til að tryggja hagsmuni sjómannanna,“ segir All- ard. „Í dag er ég hræddur um að sjómennirnir okkar verði sviknir á nýjan leik af ríkisstjórninni. Þetta eru voveiflegir tímar fyrir atvinnu- veg sem hefur gengið í gegnum margt á síðastliðnum fjórum ára- tugum og hefur aðeins nýlega náð aftur stöðugleika. Við höfum aldr- ei átt jafn mörg ný skip á miðunum og sjáum loks ljósið við enda gang- anna.“ Þá hafi fiskistofnarnir við strendur landsins vaxið og ýmsar hagstæðar reglugerðarbreytingar náðst í gegn. Allir helstu markaðir fyrir skoskan fisk séu í Evrópusam- bandsríkjum. „Evrópusambandið er ekki aðal- ástæðan fyrir því að við deilum haf- svæði til fiskveiða með öðrum þjóð- um, heldur er það sögulegur réttur okkar og þannig ætti það að vera samkvæmt alþjóðlegum reglum,“ segir hann og nefnir að Íslendingar og Norðmenn deili fiskveiðirétt- indum. „Skoskir sjómenn hafa veitt hörpuskel í franskri lögsögu í ára- tugi. Ég tel að þeir eigi að hafa þessi réttindi áfram eftir útgönguna, af sögulegum ástæðum.“ Skotar vilja sjálfstæði og aðild að ESB Christian Allard, Evrópuþingmaður Skoska þjóðarflokksins, segir Skota eiga meira sammerkt með Norðurlöndum en Englandi. Skotar eigi heima í Evrópusambandinu og hann stefni á að snúa aftur í framtíðinni sem Evrópuþingmaður sjálfstæðs Skotlands. Christian Allard á næstsíðasta degi sínum í Evrópuþinginu í Brussel. NORDICPHOTOS/GETTY Vonlítill um samninga Samningaviðræður á milli Bret- lands og Evrópusambandsins munu standa yfir næstu mánuði og Allard segir að enginn viti hvað komi út úr því. „Boris Johnson hefur verið stefnulaus hvað þetta varðar, talandi um Singapúr Evrópu eina mínútuna og svo eitthvað allt annað þá næstu. Hann er eins og litli bróðir Donalds Trump, það er ekki hægt að treysta neinu sem hann segir,“ segir Allard. „Írarnir lærðu þetta á harka- legan hátt því að hann lofaði að það yrðu engin landamæri í Írlandshafi og sveik það síðan. Ég get ekki séð hvernig sé hægt að semja um allt á innan við einu ári. Fólk beggja vegna Ermarsundsins er sammála um það. Kannski vill Johnson að Brexit fari úr böndunum og engir samningar náist.“ Allard segist fagna því ef góðir samningar næðust, eða að Bret- land myndi ganga inn í svipað kerfi og EES, en telur það ólíklegt. „Um leið og niðurstaða Brexit-kosning- anna lá fyrir talaði leiðtogi okkar, Nicola Sturgeon, um slíkar leiðir en Johnson þagði þunnu hljóði þá og íhaldsstjórnin tók illa í það. Ein- strengingshátturinn hefur verið ótrúlegur í ljósi þess að sambandið við Evrópu hefur mjög mikil áhrif á bæði fyrirtæki og einstaklinga í Bretlandi.“ Meira sammerkt með Norðurlöndum en Englandi Aðspurður um af hverju álit Skota á Evrópusambandinu er allt annað en Englendinga segir hann það liggja í þjóðarsálinni. „Við líkjumst í raun Norðurlöndunum meira en Englandi. Samkennd skiptir okkur miklu máli og einstaklingshyggja minni. Stjórn- málaflokkarnir í Skotlandi eru öðru- vísi en á Englandi, og til dæmis flestir hlynntir innflytjendum,“ segir hann. „Við Skotar höfum alltaf litið á okkur sem Evrópumenn og viljað vera í þungamiðju álfunnar. Við höfum mikil og náin tengsl við hinar Evr- ópusambandsþjóðirnar og viljum halda þeim.“ Allard segir það þó alls ekki svo að Skotar telji Evrópusambandið fullkomið, langt í frá. En flestir telja meiri hag af því að vera í samband- inu, eins og atkvæðagreiðslan árið 2016 sýndi. „Ólíkt Skotlandi hafði popúlismi og ótti við innf lytjendur mallað í áratugi á Englandi. Þetta var ástæð- an fyrir því að útgangan varð að veruleika, ekki Evrópusambandið sjálft,“ segir Allard. Hann segir það lýðræðisgalla að Skotar séu nú dregnir nauðugir út úr Evrópusamstarfinu. Þetta eigi einnig við um Norður-Íra sem einnig kusu gegn útgöngu. Útgöngusamningur- inn hefur verið borinn upp á þjóð- þingum landa innan Stóra-Bretlands og honum hafnað, til dæmis með öllum atkvæðum í Stormont, þjóð- þingi Norður-Íra, þann 22. janúar. „Við erum komin á ókannað land- svæði og sameinað Stóra-Bretland er í vandræðum,“ segir hann. Enginn annar möguleiki en að kjósa um sjálfstæði „Þegar við erum búin að pakka saman hérna fer ég um borð í Euro- star, þetta frábæra lestakerfi, beint til London og svo með Caledonian Sleeper-lest norður til Skotlands,“ segir Allard, aðspurður um hvað taki nú við hjá honum. Hann hefur þó fullan hug á að snúa aftur til Brussel. En þá sem Evrópu þingmaður sjálfstæðs Skot- lands. Hann segir að Skotar séu þegar farnir að líta á sig sem fram- tíðar aðildarþjóð að Evrópusam- bandinu. „Fljótlega eftir að ég f lutti til Skotlands komst ég að því að landið gæti vel orðið sjálfstætt og það myndi þjóna hagsmunum þess best. Ég hlakka til að komast heim til Skotlands og hefja undirbúning að næstu þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði,“ segir Allard. Í síðustu atkvæðagreiðslu, árið 2014, var sjálfstæði fellt með 55 pró- sentum gegn 45. En þá var pólitíska landslagið himin og haf frá því sem nú er. Þingmönnum SNP hefur fjölgað úr 6 í 48 í Westminster og meirihluti er fyrir sjálfstæði í skoð- anakönnunum. Brexit spilar þar stóra rullu. Vandamálið er hins vegar hvort Skotar fái heimild frá London til að halda aðra atkvæðagreiðslu. „Hún mun eiga sér stað, við höfum engan annan möguleika,“ segir Allard. „Ég geri mér grein fyrir því að margir munu eiga erfitt með að skilja við Stóra-Bretland, til dæmis bændur og sjómenn sem vildu vera hluti af báðum samböndum. En London hefur tekið ráðin af okkur þannig að við verðum að velja á milli.“ Allard segir þó að sjálfstæði verði ekki knúið áfram á ólög- legan hátt, líkt og reynt hafi verið að gera í Katalóníu. „Sjálfstæði okkar verður að njóta viðurkenningar frá alþjóðasamfélaginu. En ég hef ekki áhyggjur af því að við fáum ekki að kjósa. Skotland er ekki Katalónía og London er ekki Madríd.“ kristinnhaukur@frettabladid.is 8 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.