Fréttablaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 26
Eva María Þórarinsdóttir Lange og Birna Hrönn Björnsdóttir stofnuðu fyrirtækið Pink Iceland fyrir níu árum. Upp-haflega hugmyndin var
hinsegin ferðaþjónusta en í dag
skipuleggur fyrirtækið um 100
til 130 brúðkaup ár hvert. Um er
aðallega að ræða svokölluð áfanga-
staðabrúðkaup þar sem erlendir
aðilar ferðast hingað til lands ásamt
gestum sínum og blanda saman
ferðalagi og hjónavígslu. Meirihluti
viðskiptavina er samkynhneigður
en sífellt færist í vöxt að gagnkyn-
hneigð pör óski eftir þjónustu
þeirra enda líki þeim hugmynda-
fræðin sem fyrirtækið byggir á.
Fullorðnaðist hratt
„Við kynntumst árið 2007 í gegnum
vinkonur okkar eins og týpískt er í
íslensku samfélagi – ekki síst í hin-
segin samfélaginu sem er pínulítið
og allir þekkja alla. Ég mundi eftir
Birnu, hún var alltaf að DJ-a með
vini sínum Erlingi og mér fannst
þau voða lítil og krúttleg, þó að það
séu aðeins þrjú ár á milli okkar,“
segir Eva María og Birna skýtur inn
í: „Það er ekki af því að ég var svo
barnaleg heldur af því að þú varst
orðin húsmóðir í Hlíðunum 12 ára,“
og skellir upp úr. Eva María hlær
að þessari fullyrðingu eiginkonu
sinnar: „Ég var búin að kaupa mér
íbúð og farin að búa aðeins 19 ára
gömul og varð fullorðin mjög hratt.“
Tónlistin leiddi þær saman
Eva María segist hafa verið nýkom-
in úr löngu sambandi þegar þær
Birna kynntust og ætlunin hafi alls
ekki verið að festa sig strax aftur.
„Ég reyndi því að berjast gegn því í
nokkra mánuði. Ég lét eins og þetta
væri bara „f ling“ en fólk var f ljótt
að sjá í gegnum það. Við segjum oft
að tónlistin hafi leitt okkur saman
enda vorum við báðar að DJ-a með
vinum okkar á þessum tíma. Þegar
svo vantaði DJ á eitt kvöld Hinsegin
daga tókum við tvær það að okkur
og þá varð ekki aftur snúið.“ Saman
spiluðu þær í átta til níu ár undir
nafninu DJ Glimmer og segja tónlist
alltaf hafa verið fyrirferðarmikla í
þeirra sambandi.
Óttuðust að verða óþolandi
„Við rákum Kaffihúsið Trúnó árið
2011 sem varð til þess að við eignuð-
umst rosalega mikið af kunningjum
sem flækti málið aðeins þegar kom
að því að fara að bjóða í brúðkaup.
Gestalistinn var mjög f ljótlega
kominn upp í 400 manns. Í gegnum
Pink Iceland höfum við skipulagt
hátt í 600 brúðkaup hér á landi og
þekkjum því innviði mjög vel. Við
höfðum því áhyggjur af því að ef við
héldum klassískt íslenskt brúðkaup
í sal hér á landi yrðum við hreinlega
óþolandi gestir. Við gætum ekki
slakað á og færum að hengja okkur
í smáatriðin vitandi nákvæmlega
hvernig hlutirnir eiga að ganga
fyrir sig á hverjum stað,“ útskýrir
Eva María. „Það er svo órómantískt
og praktískt,“ bætir Birna við.
Þær eru sammála um að það hafi
verið léttir fyrir þær að ákveða
að gifta sig erlendis auk þess sem
gestalistinn hafi minnkað niður
í 1/10. Þegar þær ákváðu að brúð-
kaupið færi fram á Ítalíu settu þær
ströng skilyrði fyrir því hverjum
yrði boðið og viðurkenna að þótt
niðurskurðurinn hafi ekki verið
sársaukalaus hafi hann verið lær-
dómsríkur.
Strangar gestalista-kríteríur
„Við vorum með kríteríur sem við
fórum í gegnum og settum upp
spurningar eins og: „Myndi ég
hringja í þessa manneskju ef ég væri
döpur og þyrfti að fá einhvern til að
hitta mig á kaffihúsi til að spjalla?
Myndi mér líða vel með það eða
væri það skrítið? Eða myndi ég jafn-
vel aldrei gera það? Hvernig hafa
samskipti okkar verið í gegnum tíð-
Eitt kvöld er
ekkert nóg
Eva María Þórarinsdóttir Lange og Birna
Hrönn Björnsdóttir vissu hvað þær vildu
þegar kom að brúðkaupum þeirra sjálfra
síðasta vetur, enda koma þær að skipu-
lagningu um 130 brúðkaupa ár hvert.
ina og langar mig að hafa viðkom-
andi í lífi mínu í framtíðinni? Svona
fórum við í gegnum gestahópinn.“
Niðurskurðurinn var harður og
til að mynda var mökum nánustu
vina þeirra ekki boðið. „Jafnvel þó
að í mörgum tilfellum þekkjum við
þá nánast jafn vel og vinina. Ég er til
dæmis í æskuvinkvennahópi og hef
þekkt maka þeirra í 20 ár eða jafn-
vel lengur. Það var alveg pínu erfitt
að tilkynna að aðeins konunum
væri boðið,“ segir Eva María en til að
vikulöng ferðin á þrjá áfangastaði
gengi upp mátti hópurinn ekki vera
of stór. „Vinkonur mínar eiga sem
betur fer þannig maka að allir tóku
vel í þetta og þeir voru eftir hér með
börnin.“
Birna sem þarf að yfirgefa okkur
til að fara að hitta tilvonandi brúð-
hjón fyrir athöfn daginn eftir skýtur
inn í: „Við erum líka búnar að fylgj-
ast með því í átta ár hvernig upp-
lifun það er að halda svona áfanga-
staðabrúðkaup og hvað það gefur
hópnum mikið. Okkur langaði því
að fá að gera þetta fyrir okkar fólk.
Og það rættist svo sannarlega og
sinnum hundrað,“ segir hún áður
en hún kveður.
Alin upp á Ítalíu
Ítalíuferðin var sjö daga löng og
skipulögð af brúðhjónunum. „Gest-
irnir vissu því ekki alveg hvað þeir
voru að fara út í en við fengum góð
verð miðað við hversu mikil lúxus
upplifun þetta var.“ Ferðin hófst í
Róm þar sem gist var í tvær nætur,
þaðan lá svo leiðin til Napólí þar
sem gist var aðrar tvær og síðustu
dagarnir voru í strandbænum
Positano skammt frá. Þar höfðu þær
Eva María og Birna leigt villu undir
gestina og aðalviðburðinn, brúð-
kaupið sjálft.
Þegar Íslendingar velja sér áfanga-
stað á Ítalíu er Napólí og svæðið þar
í kring kannski ekki fyrsti valkostur
en Eva María og Birna höfðu sínar
Björk
Eiðsdóttir
bjork@frettabladid.is
Þær Eva María
og Birna Hrönn
giftu sig í
smábænum
Positano á
Suður-Ítalíu að
viðstöddum
sínum nánustu
en héldu svo
200 manna
veislu í Gamla
bíó mánuði
síðar. MYND/
KRISTÍN MARÍA
OKKUR LANGAÐI ÞVÍ
AÐ FÁ AÐ GERA ÞETTA
FYRIR OKKAR FÓLK.
OG ÞAÐ RÆTTIST SVO
SANNARLEGA OG SINNUM
HUNDRAÐ.
Birna Hrönn
8 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð