Fréttablaðið - 08.02.2020, Side 28

Fréttablaðið - 08.02.2020, Side 28
Eva María og Birna Hrönn stofnuðu Pink Iceland fyrir níu árum og hafa skipulagt um 600 brúðkaup á þeim tíma. MYND/JULIETTE ROWLAND ástæður fyrir valinu. „Ég er alin upp frá 8 ára til 15 ára aldurs á þessu svæði og hef margoft heimsótt Positano og saman höfum við Birna dvalið þar þrisvar. „Við höfðum allt- af hugsað um það hversu geggjaður staður þetta væri til að gifta sig á.“ En aftur á móti er þessi strandbær ekki sá praktískasti fyrir stórveislu, þorpið er byggt í miklum bratta og því þurfti að hafa mikið fyrir því að flytja þangað vistir og farangur. „Við þurftum að ráða menn í að bera allt okkar upp 250 þrep í hvert sinn. En þó að þetta hafi ekki endi- lega verið praktískasti staðurinn varð upplifunin persónulegri fyrir vikið og við fórum með fólkið okkar á okkar uppáhaldsstaði og leyfðum því til dæmis að smakka götumat í Napólí. Napólí er frekar framandi fyrir Íslendinga en ég tala ítölsku og meira að segja mállýsku þeirra svo það hjálpaði verulega til.“ Falleg vinatengsl mynduðust Eva María leggur áherslu á að eftir 13 ára samband hafi þær Birnu langað að gera eitthvað virki- lega spennandi með fólkinu sínu. Hópurinn sem fagnaði á Ítalíu taldi tæplega 50 nánustu fjölskyldu- meðlimi og vini brúðhjónanna. Ekki þekktust allir innbyrðis fyrir ferðina og segir Eva María það vissulega hafa verið vissa áhættu. „Ég vissi til dæmis ekki hvort saumaklúbburinn minn myndi passa við alla strákavinina okkar. En þau urðu bara bestu vinir. Allt sem okkur dreymdi um að myndi gerast gerðist og þarna átti sér stað tengslamyndun á svo fallegan og hreinskilinn máta. Eins og um daginn þá hitti Jóhannes, bróðir minn, Elsu, hjúkkuvinkonu Birnu, á förnum vegi og þau féllust í faðma. Það mynduðust ótrúlega skemmtileg vinatengsl í þessari ferð.“ Þær Eva María og Birna höfðu unnið góða undirbúningsvinnu í alla staði og til að mynda buðu þær öllum gestum í matarboð heim til sín fyrir ferðina. „Það var auð- vitað boðið upp á ítalskan mat og við grínuðumst með að þetta væri eins konar Úrval Útsýn undirbún- ingsfundur. Við sögðum gestunum okkar að þeim væri boðið þar sem þeir væru mikilvægasta fólkið í lífi okkar.“ 200 manna dragveisla á Íslandi Eins og fyrr segir eru þær Eva María og Birna vinmargar auk þess sem ekki gátu allir þeir sem þær hefðu viljað taka með sér til Ítalíu lagt í slíkt ferðalag. Því varð úr að halda veislu hér á landi mánuði eftir Ítalíu ferðina. „Þá fórum við allt aðra leið og leigðum Gamla bíó undir 200 manna brúðkaupsveislu sem þó var gjörólík því sem Íslendingar eiga að venjast. Þema veislunnar var Drag – Royal – Glimmer en allt þetta tengir okkur á ólíkan hátt.“ Hannes Pálsson, vinur brúð- hjónanna og meðeigandi þeirra í Pink Iceland, gaf þær saman í báðum athöfnum. „Hér heima var hann í dragi sem Sigyn Fish ásamt öðrum hvorum gesti. Sjálfar vorum við í sömu brúðarkjólunum en bættum einfaldlega á okkur skrauti.“ Athöfnin fór fram á staðnum og var með óhefðbundnu sniði, vinir og fjölskylda héldu stuttar ræður í athöfninni og brúðirnar fóru með heit hvor til annarrar eins og tíðkast í bandarískum brúðkaupum. „Þetta voru virkilega ólíkir atburðir þó svo að innihaldið væri að miklu leyti það sama. Þessi veisla var meira partí en veislan á Ítalíu, en þó svo stútfull af ást og einlægni.“ Enduðu allir eins og jólakúlur Eva María segir veisluna hér heima hafa komið sér skemmtilega á óvart þegar hún tengdi saman ólíka hópa. „Við erum öll föst í okkar eigin félagslegu búbblum. Það var gaman að heyra fullorðna gagnkynhneigða karlmenn segja frá því eftir á hversu merkilegt þeim fannst að sjá fúl- skeggjaða menn í dragi að vera fabjúlöss og skemmta sér vel. Ég held að þessir karlkyns vinir okkar hafi ekkert endilega upplifað slíkt áður og þeir töluðu um að þeir hefðu aldrei upplifað sig eins frjálsa.“ Sem dæmi um það bendir Eva María á að gagnkynhneigðir karlkyns gestir hafi ekki síður notast við glimmer förðunarstöðina sem þær létu setja upp í salnum. „Þeir enduðu allir eins og jólakúlur,“ segir hún og hlær. „Þetta er í takti við það sem við sköpum hjá Pink Iceland. Við erum alltaf að minna okkar pör á að þau þurfi ekki að vera föst í hefðum. Við erum mikið með Bandaríkjamenn en þar eru afskipti fjölskyldunnar mikil og við segjum fólki: „Gleymið öllu sem þið hafið lært. Þetta þarf ekki að vera eins og þið hafið séð það.“ Hvar er brúðguminn? Eva María hefur undanfarið verið beðin að halda fyrirlestra um starf- semi Pink Iceland víða um heim. „Ég hef sagt frá hinsegin brúð- kaupum, ævintýrabrúðkaupum og eins f lokkast okkar þjónusta undir umhvefisvænni brúðkaup. Á dögunum var ég beðin að tala um hinsegin málefni í Dúbaí en þar þurftum við sérstaka vernd vegna umræðuefnisins. Þó að þetta séu hænuskref þá eru þau ánægjuleg og í rétta átt og frábært að við séum einhvers konar fyrirmynd í þessum málefnum. Þetta er í raun ástæðan fyrir því að við stofnuðum þetta fyrirtæki – til að búa til vettvang fyrir hin- segin fólk þar sem það getur verið það sjálft og liðið vel.“ Talið berst að fordómum og viðurkennir Eva María að það hafi verið viss áskorun að halda sam- kynhneigt brúðkaup á Suður- Ítalíu. „Ég heyrði fólk tala sín á milli og spyrja spurninga eins og: „Hvar er brúðguminn?“ Fólk áttaði sig auð- vitað ekki á því að ég ljóshærða talaði ítölsku og skildi allt sem það var að segja um okkur, svo ég svar- aði að það væri enginn brúðgumi. Ég var ákveðin í að vera jákvæð allan tímann en skjóta samt þegar ég heyrði eitthvað misjafnt. Planta litlum fræjum hér og þar.“ Íslensk brúðkaup erlendis Pink Iceland er nú með í undirbún- ingi nokkur brúðkaup Íslendinga erlendis, á Spáni og í Marrakesh. „Þar eru sömu áherslur og við erum með, að skapa minningar með sínum nánustu. Leggja áherslu á það sem mestu máli skiptir. Brúðkaup eru oft svo mikið að þjóna hefðum, gestum og fjölskyldum. Eins og það að verða að bjóða öllu frændfólkinu sem er oft bara ómögulegt. Sjálf vildi ég ekki hafa brúð- kaupsdaginn minn þannig að ég næði aðeins að tala við tíu prósent gestanna minna. Þessi ferð skapaði tíma með öllum – eitt kvöld er ekk- ert nóg,“ segir Eva María og hlær. „Ástin dettur ekki úr tísku og því er þetta fínn bransi til að velja sér.“ Í dag starfa níu manns hjá Pink Ice- land og þar af eru sex alfarið í brúð- kaupsskipulagningu svo heyra má að það er stór hluti rekstursins. „Það er orðið töluvert af gagn- kynhneigðum pörum sem leita til okkar en þau eru að sækja í þessa hugmyndafræði og lífsviðhorf sem við höldum á lofti.“ Eva María hlær að viðsnúningnum þegar gagn- kynhneigt fólk spyr hvort það megi versla við fyrirtækið, eitthvað sem hinsegin fólk kannast við og hefur upplifað. Mikilvægasti dagur lífsins Það er sífellt að verða vinsælla hjá Íslendingum að gifta sig erlendis en Eva María segir okkur svolítið sein til enda hafi svokölluð áfangastaða- brúðkaup verið vinsæl lengi annars staðar. „Það er ótrúlega gefandi að búa til einstakar upplifanir fyrir fólk.“ Aðspurð um kostnaðarhlið- ina segir Eva María hana auðvitað stjórnast af áfangastað og fleiru. „Þetta er auðvitað dýrt, kannski sérlega fyrir Íslendinga sem virðast alltaf þekkja einhvern sem getur reddað einhverjum dílum hér heima. En ef þetta er mikilvægasti dagur lífs þíns – af hverju ekki fjár- festa aðeins í honum?“ Eva María segir fólk sem er að gifta sig í annað sinn sækja töluvert í þjónustu þeirra. „Þetta er fólk sem er kannski með slæma reynslu af miklu stressi og að hafa ekki notið sín. Fólk vill líka gera eitthvað allt annað en það hefur gert áður. Ég hef heyrt setningar á við: „Ég var ung og vitlaus og átti að gera þetta svona.““ Eva María og Birna af þökkuðu allar gjafir en bentu þeim sem vildu láta eitthvað af hendi rakna á að leggja inn á umhverfissjóð sem þær stofnuðu. „Nú í vor ætlum við svo að bjóða öllum gestum brúð- kaupanna að koma með okkur og planta trjám fyrir söfnunarfjár- hæðina. Það verður þá eins konar uppskeruhátíð. Það eiga þá allir sitt tré og eftir 20 til 30 ár getum við vonandi heimsótt heilan skóg.“ ALLT SEM OKKUR DREYMDI UM AÐ MYNDI GERAST GERÐIST OG ÞARNA ÁTTI SÉR STAÐ TENGSLAMYND- UN Á SVO FALLEGAN OG HREINSKILINN MÁTA. Eva María ÉG HEYRÐI FÓLK TALA SÍN Á MILLI OG SPYRJA SPURN- INGA EINS OG „HVAR ER BRÚÐGUMINN?“ Eva María 8 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.