Fréttablaðið - 08.02.2020, Page 34

Fréttablaðið - 08.02.2020, Page 34
Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is Við erum báðir aldir upp í Garðabæ og vinnum við tónlist, bæði spilamennsku og kennslu. Áhuginn liggur víða en eldamennska og matur almennt er mikið áhugamál okkar beggja,“ svara þeir bræður þegar þeir eru beðnir um að segja frá sér. Athygli vekur að þeir bræður virðast mjög samstiga í lífi og listum en hvaðan er þessi tón- listaráhugi sprottinn? „Gríðar- legur tónlistaráhugi og góður stuðningur foreldra okkar, einnig er Ingibjörg, systir okkar, sópran- söngkona þannig að við höfðum frábæra fyrirmynd.“ Bræðurnir segjast mjög þakklátir fyrir hvor annan, samstarf þeirra sé bæði farsælt og mikil gæfa. „Það eru forréttindi að fá að vinna með bróður sínum og ómetanlegt. Það hjálpar að við erum frekar ólíkir þegar kemur að því hvernig við nálgumst músíkina og það gefur meiri breidd. Við vinnum mikið saman í hinum ýmsu verkefnum, eins og hljómsveit okkar ADHD, sem er búin að vera á stífum tón- leikaferðalögum síðustu átta ár.“ Ferðalög og lagræn sveifla Þá er nóg á döfinni hjá þeim. „Hljómsveitin ADHD fer í hljóm- leikaferðalag í mars til Þýskalands og Sviss. Svo eru alls konar verk- efni sem drífa á daga okkar eins og þessi góði BókasafnsJazz,“ segja þeir, en bræðurnir taka um þessar mundir þátt í viðburðinum „Jazz í hádeginu“ undir yfirskriftinni „Bræður velja sín uppáhalds“. Er þetta í fyrsta skipti sem þeir taka þátt í viðburðinum en þeir komu fram í gær og í fyrradag og verða síðustu tónleikarnir í þeirri röð í hádeginu í dag, á Borgarbóka- safninu í Spönginni. Segir í viðburðarlýsingu að þeir bræður muni hvor um sig velja og flytja nokkra af sínum „uppá- halds jazz-standördum“ svo- kölluðum. En hvað í ósköpunum eru djass-standardar? „Aðallega amerísk sönglög frá þriðja, fjórða og fimmta áratugnum sem djass- leikarar hafa gert að sínum,“ svara þeir. Og hverju mega gestir eiga von á? „Lagrænni sveiflu með leik- gleðina að leiðarljósi.“ Viðburðurinn „Jazz í hádeginu“ fer fram á Borgarbókasafninu í Spönginni í dag, frá kl. 13.15–14.00. Ómetanlegt og forréttindi að vinna með bróður sínum Bræðurnir Ómar og Óskar Guðjónssynir deila ýmsu öðru en erfðaefni en þeir eru báðir mennt- aðir og starfa sem tónlistarmenn, eru saman í hljómsveitinni ADHD og hafa auk þess mikla ástríðu fyrir eldamennsku. Þeir koma fram í dag á viðburðinum „Jazz í hádeginu“ í Grafarvogi. Bræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir eiga ótalmargt sameiginlegt og segja það mikla gæfu að fá að skapa og flytja tónlist við hlið hvor annars. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Það hjálpar að við erum frekar ólíkir þegar kemur að því hvernig við nálgumst músíkina og það gefur meiri breidd. Við vinnum mikið saman, eins og í hljómsveit okkar ADHD, sem er búin að vera á stífum tónleikaferða- lögum síðustu átta ár. FERMINGARBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Veglegt sérblað Fréttablaðsins um ferminguna kemur út þriðjudaginn 10. mars. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Áhugasamir auglýsendur hafi samband við: Jón Ívar Vilhelmsson Sími 550 5654 jonivar@frettabladid.is Arnar Magnússon Sími 550 5652 arnarm@frettabladid.is Atli Bergmann Sími 550 5657 atlib@frettabladid.is Ruth Bergsdóttir Sími 694 4103 ruth@frettabladid.is 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.