Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.02.2020, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 08.02.2020, Qupperneq 80
Elísabet Ormslev söng-kona segist aldrei hafa verið hrædd við að svara fyrir sig. „Þannig ól mamma mín mig upp,“ segir hún. Elísabet, sem verður 27 ára eftir viku, ólst að mestu leyti upp í Laugardalnum þar sem hún bjó með mömmu sinni, Helgu Möller söngkonu, og eldri bróður. Áður en fjölskyldan f lutti í Laugardalinn, þegar Elísabet var átta ára, gekk hún í Hvassaleitisskóla þar sem hún varð fyrir miklu einelti. „Ég veit ekki einu sinni hvernig ég á að lýsa þessu. Ég var svo ótrúlega lítil, bara sex til átta ára, og ég skildi ekki af hverju krakk- arnir tóku mig fyrir,“ segir hún. „Ég hef alltaf verið þybbin og ég var mjög þybbinn krakki og það var gert mikið grín að því,“ segir Elísa- bet. „Svo er ég með exem og þegar ég var krakki var ég alltaf með rosalega mikið exem í andlitinu þannig að það sást alltaf og það var sérstaklega mikið í kringum munninn. Krakk- arnir gerðu grín að því á hverjum einasta degi, gengu svo langt að kalla mig mengaða,“ segir hún. „Ég var skilin út undan og mátti ekki vera með í neinu. Kennar- arnir þurftu að segja krökkunum að leyfa mér að vera með en það er ekkert góð tilfinning að fá að vera með vitandi að enginn vilji hafa þig með,“ segir Elísabet. „Ég man sérstaklega vel eftir því þegar ég var í fjórða bekk, ég byrjaði að fá brjóst mjög snemma og þurfti auðvitað að byrja að ganga í brjósta- haldara en allar hinar stelpurnar voru enn bara í nærbolum. Það var gert ótrúlega mikið grín að þessu og í þessi rúm þrjú og hálft ár sem ég var í þessum skóla kom ég grátandi heim úr skólanum á nánast hverjum einasta degi,“ segir hún. Skipti um skóla Þegar Elísabet var átta ára skildu foreldrar hennar, hún flutti í Laug- ardalinn og fór í Laugarnesskóla. „Þar gekk allt vel í upphafi og ég fór að eignast vini. Ég eignaðist samt ekki raunverulegar vinkonur fyrr en ég fór í Laugarlækjarskóla,“ segir Elísabet og bætir við að hún gleymi aldrei kvöldinu þegar hún kynnt- ist krökkunum sem enn eru vinir hennar í dag. „Það var partí í hverfinu sem átti að byrja klukkan sex en mér var sagt að það byrjaði klukkan átta. Ég vissi að það hefði verið gert til þess að ég myndi mæta of seint og varð ótrúlega leið og hágrét,“ útskýrir Elísabet. „Ég ákvað samt að fara af því að ég ætlaði ekki að missa andlitið. Ég hringi í stelpuna sem er að halda partíið til að fá nákvæmt heimilis- fang og önnur stelpa svarar í sím- ann. Hún segist bara hlaupa út og taka á móti mér. Við höfum verið vinkonur síðan. Þetta var í fyrsta skipti í skóla sem ég eignaðist vin- konu og fann að það var í alvöru,“ segir hún. Vildi verða söngkona Eineltið hafði margvísleg áhrif á Elísabetu og átti hún í langan tíma erfitt með að treysta ásetningi fólks og þjáðist af kvíða. „Ég var alltaf að spá í það hvað öðrum fannst um mig. Hvort fólki fyndist ég of feit, ljót eða í ljótum fötum. Ég rit- Í ÞESSI RÚM ÞRJÚ OG HÁLFT ÁR SEM ÉG VAR Í ÞESSUM SKÓLA KOM ÉG GRÁTANDI HEIM ÚR SKÓLANUM Á NÁNAST Á HVERJUM EINASTA DEGI. Get aldrei þóknast öllum Elísabet Ormslev flytur lagið Elta þig í Söngvakeppninni í kvöld. Hún upplifði mikið einelti í skóla en var ákveðin í að láta ekkert stoppa sig og drauma sína. Elísabet hefur mikinn áhuga á seinni heimsstyrjöldinni og eldra fólki. Mikið hefur verið í gangi hjá Elísabetu undanfarna mánuði en hún tekur þátt í Söngvakeppninni í kvöld. Í miðju æfingaferlinu missti hún ömmu sína skyndilega. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn@frettabladid.is 8 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.