Fréttablaðið - 08.02.2020, Side 98

Fréttablaðið - 08.02.2020, Side 98
Fyrstu fimm lögin sem þyk ja þess verð að toppa Hatara frá því í fyrra verða lögð í dóm áhorfenda á RÚV í kvöld klukkan 19.45 og Frétta­ blaðið fékk fimm yfirlýsta Júró­ visjónspekinga til þess að velja það lag sem þau ýmist ætla að kjósa eða telji að muni enda sem framlag Íslands í Eurovision í vor. toti@frettabladid.is steingerdur@frettabladid.is Sturlaður sjarmi Kid Isak „Ég á erfitt með að gera upp á milli þriggja í þessum riðli,“ segir sá ann­ álaði Júróvisjónnörd, Jóhannes Þór Skúlason. „Dimma togar í rokkar­ ann, Brynja Mary er með mjög flott lag, sérstaklega á ensku, en það sem gerir gæfumuninn fyrir mig í þessum riðli er að Kid Isak er bara svo sturlað sjarmerandi með þetta létta og leikandi partílag. Hann mun skína á sviðinu. Ég verð að játa að ef við horfum á líklega mótherja á stóra sviðinu í lokakeppninni þá er Ævintýri hugsanlega ekki nægilega sterkur frambjóðandi í hakkavélina „síma­ kosning Evrópuþjóða“. Það myndi allt velta á sviðsetningu og fram­ komu hvort það færi upp úr riðlin­ um. Svona „feelgood“ lög hafa ekki endilega riðið feitustu hestunum frá úrslitakeppninni síðustu ár.“ Fagnar endurkomu Hildar Völu „Það er hressandi að loksins hljóm­ ar megnið af lögunum ekki eins og þau hafi verið samin sérstaklega fyrir Eurovision árið 1993. Auð­ vitað eru þau misskemmtileg en þar ræður auðvitað aðeins smekkur þess sem á hlýðir. Meirihlutinn gæti þó einfaldlega verið hluti dægurtón­ listar nútímans, án þess að einhvers konar kappleikur væri í gangi,“ segir Markús Þórhallsson, þáttastjórn­ andi á Útvarpi Sögu. „Það er líka ánægjuefni að sjá hve margt ungt listafólk er tilbúið að leggja lag sitt við söngvakeppnina í bland við reynslubolta í faginu og ég fagna því sérstaklega að sjá og heyra í Hildi Völu aftur. Það er samt ekki spurning að Dimma mun fá mitt atkvæði á fyrra undanúrslitakvöldinu, þótt þetta sé hvorki besta lagið sem ég hef heyrt með þeirri stórgóðu hljómsveit né besta rokklagið sem keppt hefur um hylli Evrópubúa. Strákarnir hafa auðvitað gríðar­ lega f lotta sviðsframkomu, munu vekja athygli fyrir að vera töffar­ arnir sem þeir eru og fyrir að syngja á íslensku. Ég er samt hræddur um að þeir gætu lent í vandræðum með dómnefndir og þann hóp atkvæða­ greiðenda sem fílar ekki þungarokk. Ég efast ekki um að þeir gætu komist upp úr riðli, án þess að vita enn alveg hver samkeppnin er, en myndu svo lenda um miðja lokakeppni. En ég er hræðilegur spámaður.“ Fimm tímasprengjum kastað fram í kvöld Í kvöld hefst Söngvakeppnin 2020 þar sem tíu lög berjast í tveimur þáttum um þann eftirsótta en vandmeðfarna heiður að keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Elísabet er Adele Íslands „Besta lagið finnst mér Elta þig með Elísabetu Ormslev. Elísabet er stór­ kostlegur f lytjandi, Adele Íslands, og lagið er dýnamískt og býður upp á skemmtilega sviðsetningu. Ég vona að teymið nýti sér hinn sjónræna miðil og gefi okkur ein­ hverja veislu,“ segir fjöllistakonan og sirkusdívan Margrét Erla Maack. „Þegar Elísabet keppti með lagið Á ný fannst mér atriðið ekki nógu sjónrænt ... Svo koma svo!“ Hvatningaróp Margrétar segir í raun allt sem segja þarf. Elísabet er hennar keppandi í kvöld. „Elísa­ bet er örugg á sviði og með rosalega rödd svo ég held að í stóru keppn­ inni gangi henni afar vel. Ég er ekk­ ert brjálæðislega bjartsýn á að lagið skori hátt í stigum, en flutningurinn og atriðið væru landinu til sóma.“ Kid Isak með poppneglu „Ferskustu lagahöfundar landsins eru núna mættir í Evróvisjón, og án autotune. Með sænskan sexkant að vopni senda þeir í keppnina litríka poppneglu,“ segir plötusnúðurinn og heilsunuddfræðineminn Styrmir Örn Hansson og efast ekki um sig­ urvegara kvöldsins. „Flytjandi lagsins, Kid Isak, hefur sykursæta ómótaða útgeislun í anda hvítrússneskættaða­norska­fiðlu­ dvergsins. Lagið er aðgengilegt og grípandi og ætti að fara áfram úr undankeppninni og ná í topp 16. En með popplög þá skiptir framsetning atriðisins miklu máli, því verður spennandi að fylgjast með í kvöld.“ Klukkan tifar best „Það er ekkert lag í fyrri undan­ keppninni sem grípur mig almenni­ lega þótt þau séu nokkur ágæt,“ segir Freyja Steingrímsdóttir, aðstoðarmaður formanns Sam­ fylkingarinnar. „En af þeim lögum sem eru að keppa um helgina er það sennilega Klukkan tifar sem mér finnst best. Stebbi Hilmars er auð­ vitað goðsögn í íslensku tónlistar­ lífi. Hann semur íslenska textann sem er mjög 90’s sem heillar mig. Lagið sjálft er ágætt. Ég held að það standi og falli því með flutningnum og stelpurnar munu þurfa að heilla mann upp úr skónum ef það á að eiga möguleika á að komast út. Ef f lutningurinn er góður þá kemst lagið mögulega upp úr und­ ankeppninni í Rotterdam en ég spái því þá að við myndum lenda neðar­ lega í aðalkeppninni.“ Jóhannes Þór Skúlason, Júróvisjónnörd Margrét Erla Maack, skemmtikraftur Markús Þórhallsson, sagnfræðingur Styrmir Örn Hansson, plötusnúður. Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmálaráðgjafi Atið um hvaða lag keppir fyrir Ísland í Eurovision í kjölfar Hatara hefst með látum í kvöld. FRETTABLADID/SIGTRYGGUR 8 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R50 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.