Fréttablaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 100

Fréttablaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 100
Lífið í vikunni 02.02.20- 08.02.20 ER EKKI TILVALIÐ AÐ SJÁLFUR KISUKÓNG- URINN OG ÁSTARFÍKILLINN ELVIS SJÁI UM SVONA KVÖLD? SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@ frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@ frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is SLÓ Í GEGN Á BAFTA Hildur Guðnadóttir hlaut verðlaun fyrir bestu tónlist í kvik- mynd og þótti bera af í klæðavali að mati Vogue, eins virtasta tískutímarits heims. Góðar líkur eru taldar á að hún muni hampa Óskarsverð- laununum annað kvöld. RAFTÓNLISTARVEISLA Hollenski plötusnúð- urinn Up- sammy spilar á Vetrar- blóti í Hörpu í kvöld. Hún hefur áður spilað hér á landi á lista- hátíðinni LungA. Atli Bollason, einn aðstandenda hátíðarinnar, segist spenntur að upplifa alvöru klúbba- kvöld. LEITAÐI MÚSÍKRÓTANNA Valgeir Guðjónsson leitaði músík- rótanna til að „afpoppa“ sig og uppskar þá lög sem falla vel að kór- söng. Hann spáir ansi skrautlegum tónleikum sem fram fara í dag í Langholtskirkju. NÝ SNJÓBRETTAMYND Víðir Björnsson og Rúnar Pétur Hjörleifsson hafa gefið út snjóbretta- myndina Volcano Lines. Í henni fara íslensk náttúra og snjóbretta- tilþrif Rúnars Péturs með aðal- hlut- verkið. TILBOÐ Á OPEL ATVINNUBÍLUM FRAMLENGT TIL 29. FEBRÚAR Frábær vinnukraftur! Birt með fyrirvara um verð- og textabrengl. benni.is Opel á Íslandi Reykjavík Krókhálsi 9 590 2000 Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 420 3330 Opið virka daga frá 9 til 18 Laugardaga frá 12 til 16 Verið velkomin í reynsluakstur 2.870.000 kr. VIVARO VAN Listaverð 3.890.000 kr. Tilboðsverð án vsk. 3.742.000 kr. VIVARO COMBI - 9 manna Listaverð 4.990.000 kr. Tilboðsverð án vsk.2.145.000 kr. COMBO CARGO Listaverð 2.990.000 kr. Tilboðsverð án vsk. Næsta föstudag er Valentínusardagur. K at t a k a f f i hú s ið stendur fyrir við-burði um kvöldið þar sem einstakl- ingar geta mætt og farið á svokölluð hraðstefnumót. Þá gefst þeim færi á að kynnast öðrum einhleypum með því að eiga stutt spjall. Það verður svo alvöru Elvis-eftirherma sem sér um að allt fari rétt fram og heldur stuðinu í þátttakendum. Ekki bara rómantík „Okkur fannst spennandi að prófa eitthvað nýtt, það er orðið svo þreytt að hanga bara á Tinder og hittast á börum. Svo erum við að fara að vera með alls konar uppá- komur hjá okkur, spilakvöld, prjónakvöld og alls konar sniðugt. Þetta er fyrsti svona viðburður- inn hjá okkur og því langaði okkur að gera þetta með stæl,“ segir Gígja Sara Björnsson, annar  eigenda Kattakaffihússins. Hraðstefnumótin ganga þann- ig fyrir sig að hver umferð er 5–7 mínútur. Á borðunum verða svo skemmtilegar spurningar sem hægt er að brydda upp á  ef ske kynni að fólk yrði uppiskroppa með umræðuefni. „Elvis lætur svo þátttakendur vita þegar næsta umferð hefst. Það verða að sjálfsögðu klósett- og snarlpásur og þá er bakkelsið okkar og drykkir í boði. Þegar kvöldinu lýkur láta þátttakendur okkur vita hvaða fólk það væri til í að hitta aftur. Ef báða aðila langar að halda kynnunum áfram, þá látum við þá fá upplýs- ingar um hvort annað,“ segir Gígja. Hún segir að planið sé ekki endi- lega bara að skapa einhverja róman- tík. „Þetta þarf ekkert endilega að vera rómantísk stund, þetta getur verið skemmtilegt og létt spjall sem leiðir til þess að maður eignast vin eða bara spjall við áhugaverða manneskju.“ Kisukóngurinn Elvis „Af því hann er rosalega skemmti- legur og rómantískur. Okkur fannst tilvalið að hafa eitthvað smá fyndið í gangi. En það er skemmtileg stað- reynd að Elvis var kallaður „The Cat King“, eða Kisukóngurinn, í Kína. Er ekki tilvalið að sjálfur Kisukóngur- inn og ástarfíkillinn Elvis sjái um svona kvöld?“ spyr Gígja, sposk í bragði. Gígja er handviss um að nærvera kattanna hafi góð áhrif á stemning- una á föstudaginn. „Kettir eru þekktir fyrir að róa fólk og ef þú hefur ekkert að segja þá er tilvalið að skoða kött eða fylgjast með kisunum. Það myndi róa mig mikið ef ég væri með kisu í fanginu á deiti,“ segir Gígja. Felix og Logi Það hafa alls fimmtíu kettir fengið nýtt heimili fyrir tilstilli Kattakaffi- hússins, en gestir geta ættleitt kett- ina sem búa þar. „Það eru rosa margar skemmti- legar sögur en mér þykir alltaf mjög vænt um eina. Felix og Logi eru tveir högnar sem komu inn á Kattakaffi- húsið á svipuðum tíma. Logi var algjör kettlingur og kelirófa en Felix smá fýlupúki og skrítinn. Eftir smá tíma urðu þeir ótrúlega góðir vinir, en það er sjaldgæft að sjá. Það voru aðrar kisur hérna á þeim tíma en þeir einhvern veginn urðu bara mjög góðir vinir. Konan sem ætlaði að taka Loga endaði á því að taka Felix líka þar sem hún vildi ekki slíta þá í sundur. Ég er eiginlega viss um að Felix hefði verið lengi að fá heimili þar sem hann var svo mikill fýlupúki, en mér fannst svo sætt hvað þeir urðu nánir og að hún sýndi því skilning,“ segir Gígja. Fjörið hefst klukkan 19.00 næsta föstudag og hægt er að skrá sig á kattakaffihusid.is. steingerdur@frettabladid.is Rómantík og Elvis á Kattakaffihúsinu Á föstudaginn fara fram hraðstefnumót á Kattakaffihúsinu við Bergstaðastræti 10a. Það er enginn annar en sjálfur El- vis sem stjórnar við- burðinum. Gestum gefst svo færi á að leika við kettina sem búa á Kattakaffihús- inu að sögn Gígju, annars eiganda Kattakaffihússins. Gígja Sara Björnsson og Ragnheiður Birgisdóttir stofnuðu Kattakaffihúsið árið 2018. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 8 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R52 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.