Fréttablaðið - 04.01.2020, Qupperneq 2
Veður
Gengur í suðaustan 18-25 með
snjókomu og síðar slyddu eða
rigningu. Snýst í suðvestan 10-18
seinnipartinn með skúrum eða
slydduéljum sunnan- og vestan-
lands. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7
stig undir kvöld. SJÁ SÍÐU 42
Afmælisbarnið innblástur til mótmæla
LÖGREGLUMÁL „Andris er elsku-
legur og duglegur og hans er mikið
saknað,“ segir Lára Dan Daníels-
dóttir, eigandi vélsmiðjunnar Kofra
í Hafnarfirði og vinnuveitandi Lett-
ans Andris Kalvans, sem leitað er á
Snæfellsnesi.
Andris hefur verið leitað með
hléum frá 30. desember eftir að
bíll hans fannst mannlaus á Hey-
dalsvegi á Snæfellsnesi. Fjallgöngu-
búnaður var í bílnum að því er fram
kom í gær á frettabladid.is. Í gær
voru um 150 manns á leitarsvæðinu
og stóð til að leita fram í myrkur.
Lára segir Andris hafa starfað hjá
Kofra í bráðum tvö ár. „Andris kom
frá Danmörku í gegn um vinnu-
miðlunina Elju en við losuðum hann
undan samningi hjá þeim og réðum
hann svo til okkar,“ segir hún. Hann
starfi sem stálsmiður og suðumaður
hjá Kofra sem sé fyrst og fremst í
ýmiss konar nýsmíði.
„Hann var göngugarpur mikill
og honum fannst Ísland alveg æði
og hann alveg elskaði vindinn. Því
meira rok því betra,“ segir Lára um
áhuga Andris á útiveru.
Lára segir Andris áður hafa farið
á Snæfellsnes. „Honum fannst Snæ-
fellsnesið mjög fallegt og fannst
gaman að fara þarna.“ Andris hafi
haft öryggi í fyrirrúmi og bara farið í
dagsbirtu. „Andris tók aldrei óþarfa
sénsa. Ef það var göngustígur þá fór
hann ekki út fyrir hann bara af því
að það væri meira spennandi.“
Að sögn Láru fór Andris í göngu-
túra flestallar helgar.
„Hann átti ekki bíl en er nýbúinn
að kaupa bíl, Suzuki Vitara jeppling,
sem hann fékk í lok nóvember. Hann
var afar ánægður yfir að fá bílinn, þá
var hann frjáls ferða sinna.“
Andris býr einn hér á Íslandi. Að
sögn Láru hefur hann verið virkur í
félagslífi. „Hann er í áhugamanna-
leikfélagi ásamt öðru fólki frá Lett-
landi,“ nefnir hún sem dæmi.
„Ég ítreka að þetta er ekki maður
í sjálfsmorðshugleiðingum. Þetta
er afskaplega vel liðinn drengur og
góður strákur. En hann átti erfitt
þegar hann var ungur. Pabbi hans
var tekinn af lífi og mamma hans
send til Síberíu í kalda stríðinu.“
Lára kveðst vera í sambandi við
annan af tveimur sonum Andris í
ættlandi hans. Þeir eru báðir um
þrítugt og búsettir í Ríga, höfuðborg
Lettlands.
„Ég lét ræðisskrifstofu Íslands í
Lettlandi vita strax en fréttirnar
bárust ekki fyrr en daginn eftir
nýársdag,“ segir Lára sem kveður
þessa töf á upplýsingagjöfinni ytra
hafa orðið vegna áramótanna.
Þannig hafi synirnir ekki frétt af
hvarfi föður síns fyrr en klukkan
fimm að morgni 2. janúar og vitan-
lega orðið fyrir áfalli.
„Ég á von á því,“ svarar Lára spurð
hvort synirnir hyggist koma til
Íslands. gar@frettabladid.is
Andris nýbúinn að fá
sér bíl og elskar Ísland
Lára Dan Daníelsdóttir, vinnuveitandi Andris Kalvans, segir hann duglegan
og elskulegan. Honum finnist Ísland æði og sé nýbúinn að kaupa sér bíl. Synir
Andris í Lettlandi hafi ekki frétt af hvarfi hans fyrr en að morgni 2. janúar.
„Ég vil finna hann og koma honum heim til fjölskyldu sinnar. Þó hann hafi
verið einn hér þá á hann tvo drengi heima,“ segir í Facabook-ákalli Láru.
Kröfulýsing - Farvel ehf.
Ferðaskrifstofuleyfi Farvel ehf., kt. 470815-0510, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík,
hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið uppfyllir ekki skilyrði laga um pakka-
ferðir og samtengda ferðatilhögun nr. 95/2018.
Starfsemi ferðaskrifstofunnar var tryggingaskyld vegna sölu pakkaferðar og
samtengdrar ferðatilhögunar samkvæmt VII. kafla laga nr. 95/2018 um pakkaferðir
og samtengda ferðatilhögun.
Samkvæmt 25. gr. er tryggingunni ætlað að endurgreiða fé sem viðskiptavinur
hefur greitt vegna pakkaferðar eða samtengdrar ferðatilhögunar.
Með vísan til 27. gr. er hér með skorað á þá viðskiptavini fyrirtækisins, sem telja
sig eiga kröfu á hendur því, sbr. ofangreint, að leggja fram skriflegar kröfulýsingar í
tryggingarféð. Kröfulýsingarfrestur er til 8. mars 2020.
Kröfulýsingu skal senda inn í rafrænt í gegnum þjónustugátt á vefsíðu Ferðamála-
stofu, en þar er að finna form til að skrá kröfulýsingu. Með kröfulýsingu skulu fylgja
fullnægjandi gögn til sönnunar um kröfuna, svo sem kvittanir fyrir greiðslu eða
millifærslu.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 535 5500, á netspjalli stofnunarinnar eða á
netfanginu mail@ferdamalastofa.is.
F. h. Ferðamálastofu,
Nanna Björnsdóttir, lögfræðingur
Pabbi hans var
tekinn af lífi og
mamma hans send til
Síberíu.
Lára Dan Daníels-
dóttir, eigandi
vélsmiðjunnar
Kofra
Hópur ungs fólks á ýmsum aldri efndi til loftslagsmótmæla á Austurvelli í Reykjavík í gær, líkt og vikulega um nokkurra mánaða skeið. Hópurinn
mótmælir aðgerðaleysi stjórnvalda og stórfyrirtækja vegna yfirvofandi loftslagsvár. Einnig var sunginn afmælissöngur fyrir sænska aðgerðasinn-
ann Gretu Thunberg, sem varð 17 ára í gær. Að sögn hefur Greta verið hópnum innblástur í mótmælaaðgerðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
SJÁVARÚTVEGUR Enn hefur loðnu-
leit ekki hafist. Í tilkynningu frá
Samtökum fyrirtækja í sjávarút-
vegi segir að stjórnvöld hafi ekki
yfir fullnægjandi skipakosti að
ráða og að þau hyggist ekki nýta sér
aðra kosti sem standi þó til boða.
Vísað er til þess að semja megi við
aðila til að annast hluta leitarinnar.
Því þyki að óbreyttu engar líkur á
loðnuveiðum í vetur.
Þá segir í tilkynningunni svo
komið að stjórnvöld hafi aðeins
til umráða eitt hafrannsóknaskip,
Árna Friðriksson. Sé mið tekið af
þeim kröfum sem gildandi af la-
regla geri til loðnuleitar, dugi það
skip ekki til þess að ná heildstæðri
mælingu, þannig að líkur séu á að
loðnukvóti verði gefinn út. Nauð-
synlegt sé að hafa f leiri skip við
mælingu á loðnu. – jþ
Segja loðnuveiði
ekki líklega
SAMFÉLAG Ríf lega hundrað hross
fórust á Norðurlandi vestra í óveðr-
inu sem gekk yfir landið í desember.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
Matvælastofnun. Ætla megi að um
20 þúsund hross hafi verið á úti-
gangi á landsvæðinu sem þýðir að
afföllin voru um hálft prósent.
Alls fórust hross á 46 bæjum en 29
þeirra eru í Austur-Húnavatnssýslu,
níu í Vestur-Húnavatnssýslu og átta
í Skagafirði. Oftast var um eitt til
fjögur hross að ræða á hverjum bæ.
„Dreif ingin endurspeglar að
afföllin verða ekki rakin til óviðun-
andi aðbúnaðar eða undirbúnings á
einstaka bæjum en ljóst má vera að
veðrið kom mishart niður á svæð-
um innan landshlutans,“ segir í til-
kynningu Matvælastofnunar. – sar
Yfir hundrað
hross fórust á
Norðurlandi VEÐUR Spáð er vonsku veðri um allt
land í dag, laugardag. Appelsínugul
viðvörun er í gildi á Suðurlandi,
Faxaflóa og Miðhálendi en gul við-
vörun á öðrum stöðum.
Búist er við suðaustan stormi
með úrkomu á öllu landinu og að
vinndhviðurnar fari upp í 18-25
metra á sekúndu á Suðurlandi sem
og öðrum stöðum þar sem appels-
ínugul viðvörun gildir. Búast má við
lélegu skyggni og slæmum aksturs-
skilyrðum. Búast má við mjög
hvössum og varhugaverðum vind-
hviðum við fjöll einkum undir Eyja-
fjöllum. Þá er fólk hvatt til þess að
sýna varkárni og fresta ferðalögum
á meðan viðvaranir eru í gildi.
Síðdegis mun síðan hlána og
mælir Veðurstofa með því fólk
athugi með niðurföll í nærumhverfi
sínu svo vatni eigi greiða undan-
komu leið. -bþ
Hvetja fólk
til að fresta
ferðalögum
4 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð