Fréttablaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 22
Jólin voru ánægjuleg hjá John Snorra Sigurjónssyni og eiginkonu hans Línu Móeyju Bjarnadóttur. Þau eiga sam-tals sex börn og nutu þess að eiga tíma saman áður en John Snorri heldur í för sína til að klífa K2 í Karakorum-fjall- garðinum í Pakistan sem stundum er nefnt Grimmafjall. Fjallið er 8.611 metra hátt og er talið eitt það mann- skæðasta í heimi. „Við erum stór fjölskylda, elsta stúlkan mín hún Halla Karen varð tvítug þann 2. janúar, elsta dóttir Línu heitir Silvía Stella og er átján ára. Yngsta barnið okkar Línu er hann Sigurjón Blær, tveggja ára. Baltasar Elí er þriggja og hálfs, Kjartan Orri er tíu ára og Ragn- hildur Vala 12 ára. Jólin eru ánægju- legur tími og við fáum til okkar fullt af fólki og ástvinum í heimsókn. Það er alltaf líf og fjör í húsinu.“ Árið 2017 varð John Snorri fyrsti Íslend ing ur inn til að kom ast upp á topp fjalls ins K2. Nú leggur hann af stað í hættuför á fjallið, engum hefur tekist að klífa það að vetrar- lagi. Ef honum tekst ætlunarverk sitt verður það heimsmet. Ævintýrið hafið John Snorri lagði af stað í gær. Hann er leiðangursstjóri ferðarinnar og segir í því felast mikla ábyrgð. Það geti verið snúið að koma öllu heim og saman. Ekkert megi gleymast. Hann byrjar förina á því að fljúga til Íslamabad. „Ég fer ásamt mjög rey ndum f jallgöng umönnum, þeim Mingma og Gao Li. Mingma fór með mér á K2 fyrir tveimur árum og deilir líka ábyrgð með mér á skipulagi ferðarinnar. Við ætlum allir að hittast í Pakistan. Þar bíður okkar skriffinnska, við þurfum að sýna fram á að við höfum leyfi til að klífa fjallið. Herinn sér um þetta allt saman og þetta tekur tvo til þrjá daga. Þaðan förum við svo á jeppum í magnað ferðalag áleiðis að K2,“ segir John Snorri og lýsir ferðaáætl- unum þeirra félaga. „Ferðin í grunnbúðirnar er mikið ævintýri. Við förum til f jalla- þorpsins Askole sem er í 3.300 metra hæð. Við keyrum fjallavegi sem eru eins og skornir í fjallið og fyrir neðan rennur beljandi f ljót. Stundum koma aurskriður og jafn- vel grjóthrun sem loka veginum. Við verðum með Pakistönum í för sem aðstoða okkur ef eitthvað slíkt hendir. Það er magnað að sjá hversu færir þeir eru í að takast á við erf- iðar aðstæður. Mola grjótið niður eða búa til úr því brýr. Úr fjallaþorpinu liggja engir vegir og þaðan þurfum við að ganga á skriðjökulinn Baltoro. Ég verð með þrjá Sjerpa og einn Pakistana sem hjálpa okkur við að bera farangur- inn upp að grunnbúðunum,“ segir John Snorri og segir gönguna yfir skriðjökulinn líklega munu taka um sex til átta daga. „Fólki sem þekkir ekki til kemur á óvart hvað þetta er langt ferðalag. Það tekur um þrjá mánuði. Vetrar- tímabilið er 1. janúar til 22. mars og á því tímabili þurfum við að toppa. Enginn hefur náð því og reyndar ekki heldur um vor. Það verður heimsmet ef okkur tekst að klífa K2. Ég held að ég sé búinn að safna saman þeim hóp sem getur klifið fjallið um vetur.“ Kvöldmaturinn strauk John Snorri segist telja að grunn- búðirnar verði neðar en oft áður. „Það þarf útsjónarsemi í að reikna út hvar er best að staðsetja þær. Árið 2015 voru þær svolítið ofarlega, það kom snjóf lóð sem feykti eldhús- tjaldinu burt og það fannst mörgum kílómetrum frá. Við teljum líklegt að búðirnar verði staðsettar neðar en áður. Þá tekur við vinna við að koma öllum búnaði upp. Við tökum með um sex kílómetra af línu, búnaður verður að vera í lagi til að hægt sé að ferðast af öryggi. Hæðaraðlögunin skiptir miklu máli. Við ferðumst því upp og niður á milli búða, vonandi komum við línunum áleiðis í búðir fjögur fyrir 20. febrúar, því fyrir mánaðamótin febrúar/mars viljum við hafa allt klárt. Þá bíðum við eftir ákjósanlegum veðurskilyrðum til að komast upp fjallið. Við höfum 20 daga til þess og vonandi opnast gluggi á því tímabili. Í heildina getur svona leiðangur farið upp í 90 daga og oft þarf að bíða af sér vond veður og bíða réttra skilyrða til að ná á toppinn.“ John Snorri segir veðurskilyrði hafa batnað á K2 undanfarin ár. „Þegar ég fór upp höfðu 300 manns klifið fjallið. Nú hafa um það bil 460 manns klifið fjallið. Það er töluverð fjölgun, en það sem gerir fjallið sér- lega erfitt er hvað það er einangrað. Ef þig vantar eitthvað þá er erfitt að ná í það. Allur matur kemur á fæti. Kýrnar, geiturnar og hænurnar. Svo er þetta bara eins og sláturhús í búðunum. Bændur koma með dýrin sín upp í grunnbúðirnar til að selja þau. Síðast þegar ég fór var keypt kýr sem svo strauk og slapp. Þegar við vöknuðum þá var hún bara horfin! Við fundum hana ekki fyrr en tveimur dögum seinna.“ Skammt milli lífs og dauða Hvað er það sem fær þig til að leggja svona mikið á þig til að standa á tindi hættulegasta fjalls í heimi? „Þegar ég er í f jöllunum þá finnst mér ég skynja sterkt nátt- úruna og fjöllin, ég á bágt með að lýsa þeirri vellíðan sem ég finn fyrir. Hingað til hef ég tekið góðar ákvarðanir á fjöllum og allar ferðir á stór fjöll hafa gengið vel upp. Ég hef aldrei þurft frá að hverfa. Einu sinni var ég gagnrýndur fyrir að halda ótrauður áfram á toppinn. Við byrjuðum 60 en enduðum ellefu á toppnum. Ég fékk símtöl frá fólki sem spurði mig hvað ég hefði eigin- lega verið að hugsa. Það er stund- um erfitt að útskýra fyrir fólki að Ég vildi fara giftur Línu á fjallið John Snorri Sigurjónsson ætlar sér að klífa K2, mannskæðasta fjall heims, í vetur. Hann ræðir um förina fram undan, lífið, dauðann, fjölskylduna og ástina. Hann og Lína Móey giftu sig í desember á síðasta ári. „Ég sé mig fyrir mér á toppi fjallsins og ég sé mig líka fyrir mér koma heilan heim,“ segir John Snorri sem situr hér með eiginkonu sinni Línu Móeyju Bjarnadóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég vil að börnin mín öðlist sjálf hugrekki til að þora að lifa sínu lífi.“ ÉG HEF GENGIÐ FRAM Á ROSALEGA MIKIÐ AF LÍKAMSPÖRTUM OG ÞAÐ ER ALLTAF ERFITT. ÉG BLESSA ALLTAF OG SET LITLA GRJÓTHRÚGU SEM MINNISVARÐA. MÉR LÍÐUR BETUR EF ÉG GERI ÞAÐ, ÞAÐ ER ERFITT AÐ GANGA FRAM Á EINHVERN SEM HEFUR LÁTIÐ LÍFIÐ Á SÖMU FÖR OG ÞÚ. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 4 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.