Fréttablaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 26
og síðan verður Garðar með tón-
leika um páskana, bæði í borginni
og á Akureyri þar sem hann flytur
níundu sinfóníu Beethovens. „Í
þessu starfi veit maður aldrei hvað
kemur upp næst. Ég á líka í samræð-
um við þýsk óperuhús um þessar
mundir. Umboðsmaður minn sér
alfarið um alla samninga fyrir mína
hönd en það er nauðsynlegt að hafa
einn slíkan í þessu starfi.“
Prívatmaður að upplagi
Garðar segist vera prívatmaður.
Hann sinnir starfi sínu en kýs
frekar að halda á hótel eftir
sýningu í stað þess að fagna með
fólki. „Ég legg alla mína krafta í það
sem ég er að gera hverju sinni og
kúpla mig út að loknu starfi. Ferða-
lagið um Bandaríkin var strembið,
eini frídagurinn var mánudagur
en þá ferðuðumst við á milli staða.
Stundum þurfti að fljúga á milli
tímabelta og loftslags. Var alltaf á
nýju hóteli, svaf í nýju rúmi og til
lengdar er það þreytandi og tekur
á mann. Reyndar fékk ég íbúð
þegar við dvöldum í tvær til þrjár
vikur á sama stað. Það getur verið
leiðigjarnt að búa á hótelum, jafn-
vel þótt þau séu mjög góð,“ segir
Garðar.
Fjölskylda Garðars hefur vanist
því að hann sé mikið að heiman.
Kona hans, Elva Dögg Melsteð,
heimsækir mann sinn þegar því
verður komið við. Garðar á níu ára
son sem er feginn núna að fá pabba
heim en Elva á þrjú börn úr fyrra
sambandi. „Börnin sögðu þegar
ég kom heim: „Þú ferð ekki aftur
svona lengi í burtu.“ Ég er hjartan-
lega sammála þeim,“ segir Garðar
en þau Elva eru nýlega búin að festa
kaup á húsi í Vesturbænum sem
þau eru himinsæl með. Garðar var
að vonum ánægður með að dvelja
með fjölskyldunni um nýliðin jól
en þannig hefur það ekki alltaf
verið. „Það eru þess konar stundir
sem ég held mikið upp á auk hvers-
dagslífsins á Íslandi.“
Aðhyllist veganfæði
Þegar Garðar er spurður um rútínu
söngvara sem alltaf er á ferðalagi,
hvernig mataræði sé háttað og
hvort tími sé til hreyfingar eða
útivistar, segist hann hugsa vel um
sig. „Ég er mikill hafragrautsmaður
og byrja daginn alltaf á honum ef
mögulegt er. Það er ágætis fram-
boð af hafragraut á hótelum eða
nærliggjandi kaffihúsum. Auð-
vitað getur mataræðið verið flókið
þegar maður er alltaf á ferðinni
en ég reyni að velja hollan mat,“
upplýsir Garðar sem er vegan og
borðar hvorki kjöt né fisk. „Ég er
samt enginn öfgamaður og ef mér
er boðið í matarveislu þar sem er
kjöt eða fiskur þá fæ ég mér auð-
vitað. Ég er umhverfissinni og tel
að veganmataræði geri bæði okkur
og umhverfinu gott. Sem betur fer
hef ég verið heppinn með heilsuna
og röddina. Hreyfing mín hefur
helst verið á sviðinu enda er þetta
hlutverk krefjandi sem ég hef verið
í. Að auki reyni ég að ganga mikið
þegar ég er erlendis. Það er reyndar
mjög freistandi að hoppa upp í bíl
hér heima og keyra á milli staða.“
Alinn upp í tónlist
Garðar er alinn upp á listaheimili
þar sem tónlistin ómaði. Faðir
hans, Garðar Cortes óperu-
söngvari, og móðir hans, Krystyna
Cortes konsertpíanóleikari, eiga
þrjú börn sem fetað hafa sömu
braut. Nanna er söngkona við
Óperuna í Ósló og yngsti bróðir-
inn, Aron, er að ljúka söngnámi í
Salzburg og að hefja sinn feril. Elsta
dóttir Garðars eldri, Sigrún, valdi
hins vegar að verða kennari.
Nú hlakkar Garðar til Vínartón-
leikanna sem hefjast á fimmtu-
daginn. Það er Jóna G. Kolbrúnar-
dóttir sem syngur ásamt honum
en þau hafa ekki sungið saman
áður. „Valsinn býður upp á fjörug
og skemmtileg lög, tónleikarnir
eru alltaf vel sóttir og stemmingin
afar góð,“ segir hann. „Sinfónían er
skipuð frábæru tónlistarfólki sem
er eins og ein stór fjölskylda og það
er bæði heiður og forréttindi að fá
að starfa með henni.“
www.abelheilsuvorur.is
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jóhanna Helga
Viðarsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656,
Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103,
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Garðar Thór kemur fram á hinum árlegu Vínartónleik-
um Sinfóníuhljómsveitar Íslands
en síðast var það 2015. Hann segist
hlakka mikið til tónleikanna enda
sé viss hátíðleiki yfir þeim. Garðar
hefur ekki verið áberandi á Íslandi
undanfarin ár enda mikið verið
erlendis. Hann hefur sungið aðal-
hlutverkið í Love Never Dies sem
er framhald af Óperudraugnum,
Phantom of the Opera, eftir And-
rew Lloyd Webber. Það var reyndar
Andrew sjálfur sem bauð honum
hlutverkið eftir að hann sá hann
syngja í Royal Albert Hall í London.
„Ég vissi ekki að Webber, Tim Rice
og Cameron Mackintosh væru í
salnum þegar ég flutti eitt lag úr
þessum söngleik, Love Never Dies,
ásamt öðrum lögum á tónleikum
sem haldnir voru í tilefni 50 ára
starfsafmælis Elaine Paige árið
2014,“ segir Garðar en þess má geta
að Elaine söng aðalhlutverk í fyrsta
söngleik Webbers, Evitu, árið 1978.
Líkt og Spielberg bankaði
upp á og byði hlutverk
„Eftir tónleikana komu þeir bak-
sviðs til að heilsa upp á söng-
konuna og spurðu um leið hvaða
söngvari þetta væri sem hefði
sungið með henni. Webber bauð
mér að syngja í Óperudraugnum
í Hamborg árið eftir og í París. Í
framhaldinu bauð hann mér að
túra um Bandaríkin með upp-
setningu á Love Never Dies. Þetta
ævintýri tók alls þrjú ár og maður
gerði lítið annað þann tíma en
syngja nánast hvert einasta kvöld.
Við sungum í stórum leikhúsum
í öllum helstu fylkjum Banda-
ríkjanna og dvöldumst mislengi á
hverjum stað. Í stærstu borgum,
eins og til dæmis Los Angeles, Las
Vegas, Boston og Chigaco, dvöldum
við í tvær til þrjár vikur í senn en á
öðrum stöðum var styttra stopp.
Áhorfendur voru frá 2-5.000 á
hverri sýningu,“ greinir Garðar frá.
„Þetta var skemmtilegur tími
og mikið ævintýri en nú er þetta
blessunarlega búið. Ég er fjöl-
skyldumaður og það á ekkert sér-
staklega vel við mig að vera svona
lengi í burtu. Reyndar hef ég alltaf
tekið að mér hlutverk í útlöndum
en þá hef ég skroppið í stuttan
tíma. Það finnst mér reyndar mjög
gaman. Maður missir af svo mörgu
þegar maður er lengi í burtu. Ég
verð þó að viðurkenna að það
er upphefð þegar Andrew Lloyd
Webber velur mann í hlutverk og
var stórt tækifæri fyrir mig. Ég gæti
líkt því við að Steven Spielberg
myndi bjóða mér að leika í kvik-
mynd hjá sér.“
Hjartað slær í óperunni
Þegar Garðar er spurður hvort
þessi vegferð skapi honum ekki
ákveðið nafn í þessum heimi með
fleiri flottum tilboðum, svarar
hann: „Jú, auðvitað. Hins vegar er
þetta söngleikjageirinn og ég hef
alltaf verið heppinn með að geta
sungið mismunandi tónlistarform.
Í grunninn er ég þó óperusöngvari
enda menntaður sem slíkur og
hjarta mitt slær í þá átt. Söngleikir
hafa þó fylgt mér frá því ég var
í námi. Ég söng fyrst í söngleik í
Þjóðleikhúsinu, West Side Story,
þegar ég var tvítugur og seinna í
West End í London, þá hlutverk
Raoul í Phantom of the Opera.
Þessi ferð mín í söngleikjaheim-
inum hefur opnað margar dyr og
hefur verið ánægjulegt að kynnast
mörgum sem starfa við hann. Mér
líður hvergi betur en á sviðinu,
bæði að syngja og leika. Lengi vel
vissi ég ekki hvort ég ætti að velja
mér sönginn eða leiklist.“
Garðar segir að óperur séu
fluttar kannski fjórum sinnum eða
upp í tólf skipti og það getur liðið
tími á milli þeirra. Söngleikir eru
hins vegar sýndir mörgum sinnum
í viku. „Það gefur manni færi á að
vera meira á sviðinu,“ segir hann.
„Það eru forréttindi að vera á sviði,
geta leikið og sungið, verið með
drama eða gleði og gefið af sér. Satt
að segja er það virkilega gaman. Ég
hef verið lánsamur og er þakklátur
fyrir það,“ segir söngvarinn.
Fram undan eru Vínartónleikar
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Meghan Picerno og Gardar Thor Cortes í New York þegar þau voru á tónleikatúr með Andrew Lloyd Webber söng-
leikinn, Love Never Dies. Þau ferðuðust um öll Bandaríkin og sýningarnar voru nánast daglega. NORDICPHOTOS/GETTY
Framhald af forsíðu ➛
Frá sýningu Óperudraugsins í London. Garðar til vinstri ásamt þeim John Owen Jones, Sierra Boggess, Celinde Schoenmaker, Ben Forster og Scott Davis.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . JA N ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R