Fréttablaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 4
LÖGGÆSLA Embætti ríkislögreglu- stjóra hefur áhyggjur af því að fátækrahverfi verði til á Íslandi samk væmt ný r ri sk ý rslu um umhverfi löggæslu á Íslandi næstu fimm árin. Er í skýrslunni vísað til braggahverfanna svokölluðu á eftir- stríðsárunum, Pólana við Laufásveg sem reistir voru eftir fyrri heims- styrjöld og Höfðaborgina við Höfða. Þessi hverfi, sem reist voru vegna húsnæðiseklu, hafi staðið lengi sem sé til marks um hversu erfitt geti reynst að vinda ofan af þeim vanda sem ónóg félagsleg blöndun skapi. Vísað er til aðlögunar innf lytj- enda á hinum Norðurlöndunum sem hafi víða ekki verið í samræmi við væntingar stjórnvalda. Stórir hlutar hverfa séu byggðir innflytj- endum frá ákveðnum svæðum heimsins. „Í þeim tilvikum mynd- ast einsleit nærsamfélög að mestu byggð jaðarsettum þjóðfélags- hópum,“ segir í skýrslunni. Þessir hópar eigi á hættu að einangrast, meðal annars vegna félagslegrar stöðu og tungumáls, og löggæslan á hverjum stað hafi ekki nægileg sambönd eða aðgang að þeim. Lög- reglan hefur áhyggjur af myndun gengja og glæpahópa sem skapi álag fyrir löggæsluna. Lögreglan óttast að þegar sé hlut- fall innflytjenda orðið hátt í ýmsum sveitarfélögum og hverfum borgar- innar. Samkvæmt tölum frá Hag- stofunni er hlutfallið í Reykjavík hæst á Kjalarnesi (75 prósent), þá í Efra-Breiðholti (35) og í Bökkunum (29). Þar á eftir koma rótgrónari hverfi í vesturhluta borgarinnar eins og Austurbærinn (28), gamli Vesturbærinn (27), Norðurmýrin (23) og Háaleitið (23). Hlutfall inn- f lytjenda er hátt á Suðurnesjum, svo sem í Reykjanesbæ (28), Suður- nesjabæ (25), Vogum (24) og Grinda- vík (21). Einnig í sveitarfélögum annars staðar á landsbyggðinni, til dæmis Rangárþingi eystra (24), Hornafirði (22), Ölfusi (21), Ísafirði (19) og Fjarðabyggð (17). Gert er ráð fyrir að Íslendingum fjölgi um tæplega 80 þúsund á næstu hálfu öld, að mestu leyti vegna fólksf lutninga. Fjöldi lög- reglumanna stendur hins vegar í stað og menntuðum lögreglu- mönnum hefur fækkað undanfarin ár. Núverandi þörf séu 860 lögreglu- menn að lágmarki en alls eru 645 starfandi í dag. Við þetta bætist ferðamannasprengjan sem eykur enn á álag lögreglunnar. Á síðasta áratug hefur fjöldi lögreglumanna á hverja þúsund einstaklinga stað- setta á landinu hverju sinni lækkað úr 0,9 niður í 0,2. Í skýrslunni eru einnig settar upp nokkrar sviðsmyndir fyrir árið 2035, hvernig aðstæður gætu orðið miðað við styrk lögreglunnar og afstöðu almennings. Í f lestum sviðsmyndunum eru „viðkvæmu svæðin“, það er hverfi og sveitarfélög þar sem hlutfall innflytjenda er hátt, vandamál. Hverfaskipting verði áberandi, gengjamyndun hefjist og löggæsla verði erfið. Í einni sviðs- myndinni, þar sem áhersla á lög- gæslu er þung og afstaða almennings jákvæð, er gert ráð fyrir að 100 lög- reglumenn af erlendu bergi brotnir hafi tekið til starfa, flestir pólskir, og starfi að mestu leyti í hverfum þar sem innf lytjendur eru fjölmenn- astir. kristinnhaukur@frettabladid.is Á síðasta áratug hefur fjöldi lögreglumanna á hverja þúsund einstaklinga lækkað úr 0,9 niður í 0,2. ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF Í tilefni af þriggja ára afmæli Jeep® umboðsins á Íslandi bjóðum við Jeep® Compass Limited hlöðnum lúxusbúnaði á ótrúlegu tilboðsverði • Leðurinnrétting með rafdrifnum sætum • Leðurklætt aðgerðastýri • Rafdrifin opnun á afturhlera • Hiti í stýri og framsætum • Íslenskt leiðsögukerfi • 8,4” upplýsinga- og snertiskjár • Alpine hljómflutningstæki með bassaboxi • Sjálfvirk tveggja svæða miðstöð með loftkælingu • Aðfellanlegir og upphitaðir hliðarspeglar • Bluetooth til að streyma tónlist og síma • Svart þak • 140 hö. diesel, 9 gíra sjálfskipting • Select-Terrain fjórhjóladrif með 4 drifstillingum • Bakkmyndavél • Fjarlægðaskynjarar að framan og aftan • Árekstrarvari • LED dagljós og LED afturljós • 18” álfelgur • Blindhorns- og akreinavari • Fjarlægðarstilltur hraðastillir • Leggur sjálfur í stæði JEEP® COMPASS LIMITED jeep.is FULLT VERÐ MEÐ AUKAHLUTUM: 7.424.000 KR. - TILBOÐ: 5.990.000 KR. TAKMARKA Ð MAGN 5.990.000 kr. UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 TÖLUR VIKUNNAR 29.12.2019 TIL 04.01.2019 134 fyrirtæki voru komin með jafnlaunavottun um áramót. 381 heimili eyðilagðist í skógareldum í Nýja Suður-Wales í vikunni. 21 sinni meira svifryk mældist um áramótin í fyrra en í ár. 10 voru vistaðir á lögreglu- stöðinni á höfuðborgar- svæðinu um áramótin. 14 voru sæmdir riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu í vikunni. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sagði í nýárs- ávarpi sínu í Ríkissjón- varpinu að hann myndi bjóða sig fram til endurkjörs í næstu forsetakosningum sem fara fram í ár. Ingveldur Einarsdóttir dómari við Landsrétt fékk í vikunni afhent skip- unarbréf í embætti hæsta- réttardómara. Skipunarbréfið var afhent eftir að forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, féllst á tillögu Áslaugar Örnu Sigurbjörns- dóttur dómsmálaráðherra um skipan Ingveldar í embættið. John Snorri Sigurjónsson fjallgöngumaður ætlar að klífa fjallið K2, sem er næsthæst í heimi og ein- staklega mann- skætt og ætlar John Snorri að verða fyrstur manna til að klífa það að vetri til. Þrjú í fréttum Forsetinn, Hæstiréttur og fjallganga Fáðu fréttablað dagsins í tölvupósti kl. 3.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista blaðsins á www.frettabladid.is#nyskraning Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Lögreglan hefur áhyggjur af því að fátækrahverfi verði til Embætti ríkislögreglustjóra hefur áhyggjur af því að fátækrahverfi myndist á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu. Vísað er til aðlögunar innflytjenda á hinum Norðurlöndunum sem hafi víða ekki verið í sam- ræmi við vonir stjórnvalda. Hlutfall innflytjenda er hæst á Kjalarnesi, Vesturbænum og á Suðurnesjum. Lögreglan á erfiðara með að ná til íbúa í erfiðri félagslegri stöðu sem tala ekki íslensku. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 4 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.