Fréttablaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 23
ákvarðanir sem virðast fíf ldjarfar eru stundum þær skynsömustu miðað við aðstæður. En svo er maður að eiga við móður náttúru og henni verður ekki stýrt. Maður þarf að fylgjast vel með og lesa í merki. Í fimm skipti hef ég náð að hlaupa frá snjóf lóði með því að lesa rétt í aðstæður og fylgjast með.“ En hefur þú lent í lífshættu? „Ég hef lent í aðstæðum þar sem tveir metrar skildu á milli lífs og dauða. Ég lenti í snjóf lóði og var fastur í línu upp við klettabelti. Það var reynsla sem ég bý að og ég komst að því að ég get tekist á við slíkar aðstæður af ró og yfirvegun. Ég finn ekki til örvæntingar í hættu- legum aðstæðum því ég óttast ekki dauðann.“ Hvernig hugsar þú um dauðann? „Ég hugsa oft um dauðann og hvað tekur við. Það fylgir fjalla- mennskunni. Allir sem fara á fjöll vita tölfræðina, vita hvað þeir eru að fara út í. Fólk er það sjálft á fjöll- um, það er ekki með neina brynju. Þegar fólk reynir svona mikið á sig þá er ekki annað hægt en að vera sannur. Sumir segja að fjallgöngur sýni innri mann og sýni það besta og versta í fólki. Elstu börnin svolítið hrædd Þegar ég er spurður að því hvort ég óttist dauðann þá svara ég oft að hann trufli mig ekki. Það er mikil- vægt því þú þarft að halda 100 pró- sent einbeitingu í fjallinu. Ég get lýst þessu betur með dæmi sem ein- hverjir geta samsamað sig. Ef þú ert lofthrædd og gengur á klettasyllu þá hættir þér ef til vill til að hugsa mikið um hvað það er langt niður, þú sérð fyrir þér fallið. Hræðslan verður til þess að þú missir ein- beitingu, dauðinn er að trufla þig.“ Eru börnin þín hrædd um að missa þig? Og hvað segir þú við fjöl- skylduna? „Já, elstu börnin eru svolítið hrædd, þau taka þessu á misjafnan hátt. En ég tala um þetta við þau og ferðalagið fram undan, ég vil að börnin mín öðlist sjálf hugrekki til að þora að lifa sínu lífi. Að þau séu hugrökk og láti ekki ótta trufla sig. Ég hef oft sagt við þau: Þið getið orðið allt sem þið viljið. Þetta er bara spurning um hugarfar. Og hvað þú ert tilbúinn að leggja í það til að það verði að veruleika. Konan mín þekkir þennan veru- leika vel því hún hefur verið svo- lítið með mér á fjöllum. Það er gott því maður óttast oft það sem maður þekkir ekki. Ég finn samt, þótt hún standi 100 prósent á bak við mig, að hún er stressaðri en áður. Hún verður líka ein næstu þrjá mánuði með börnin og það er ekki auðvelt. Það er mikið lagt á hana.“ Guð með mér á fjallinu Þú hefur misst vini, sem hafa dáið í fjöllunum. Hvernig höndlar þú svo- leiðis? „Það hefur enginn dáið í mínum hóp. En ég þekkti göngumenn sem hafa dáið í fjöllunum. Það er dálítið sjokk að fá slíkar fréttir, sér í lagi ef maður er á göngu þegar maður fær fréttirnar. Fyrir mér er það áminn- John Snorri er þrautreyndur fjallgöngumaður og kleif K2 fyrir tveimur árum. „Við Lína tókum ákvörðun um að gifta okkur. Athöfnin var 14. desember og það var skemmtilegt partí. Ég vildi fara giftur Línu á fjallið.“ MYND/GÍGJADÖGG ing um að vera einbeittur. Dauðinn er nálægur á fjöllum. Ég hef gengið fram á rosalega mikið af líkamspörtum og það er alltaf erf- itt. Ég blessa alltaf og set litla grjót- hrúgu sem minnisvarða. Mér líður betur ef ég geri það, það er erfitt að ganga fram á einhvern sem hefur látið lífið á sömu för og þú.“ Ertu trúaður? „Ég er kristinnar trúar og ég bið oft til guðs. Ég veit að hann er með mér á fjallinu og mér líður oft vel í vissunni um að Guð er förunautur minn. Í fjallgöngum er maður oft berskjaldaður og þreyttur og þá kemur trúin sterkt inn. Maður er að berjast við mótlæti og líkaminn kallar á þig allan tímann að hætta og gefast upp. Þetta er spurning um að halda hugsuninni sterkri og það er svolítið skrýtið en mér finnst ég betri og finn fyrir meiri krafti í að berjast gegn mótlæti því hærra sem ég klíf.“ Leiðangur Johns Snorra er nú hafinn. Kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir 22 til 24 milljónum og hann er enn að safna fyrir kostn- aði. Hann kallaði eftir aðstoð við f jármögnun í desember þegar hann kleif Esjuna fjórtán sinnum. „Aðalfjárfestirinn okkar datt út í október, það var virkilega óþægi- legt og við þurftum að hugsa um aðrar leiðir. Ég og Gao Li erum enn að safna fyrir kostnaði við ferða- lagið, við þurfum að gera upp laun og annan kostnað í lok ferðar. Við erum bjartsýnir.“ Erfiðar ákvarðanir fyrir Línu John Snorri segir undirbúning undir ferðalagið fyrst og fremst hafa falist í andlegum undirbúningi. „Ég hef auðvitað reynt að komast í gott form en þetta er að mestu hug- lægt. Þegar ég kleif fjallið síðast þá var ég búinn að sjá mig standa á toppnum. Það skiptir máli að vera andlega búinn til að taka á mótlæti með jákvæðu hugarfari. Þannig er léttara að yfirstíga hindranir. Þar kemur reynslan inn, að taka eitt skref er að vera einu skrefi nær, þó að það séu 1.000 skref eftir.“ Það er mikið í húfi fyrir þig að snúa aftur heill á húfi? „Jú, og ég veit að það er mín fyrsta skylda að koma lifandi heim. Það getur auðvitað allt gerst og Lína hefur brýnt fyrir mér að ég verði að koma heim og þurfi að vera tilbúinn að taka erfiðar ákvarðanir ef ég lendi í erfiðum aðstæðum. Ég þurfi að muna að þeir sem ferðast með mér séu á eigin ábyrgð. Þetta er erfitt og mörgum sinnum hefur það komið fyrir á fjöllum að menn reyna að bjarga mönnum sem er ekki hægt að bjarga. Það er eðli mannsins, þú myndir bjarga versta óvini þínum. Þetta ætla ég að virða því það bíður mín fjársjóður heima. Við Lína tókum ákvörðun um að gifta okkur. Athöfnin var 14. des- ember og það var skemmtilegt partí. Ég vildi fara giftur Línu á fjallið. Konan mín stendur með mér og það skiptir rosalega miklu máli því ef hún gerði það ekki þá væri þetta svo miklu erfiðara.“ Hafa margir spurt þig hvort þú hafir gift þig vegna þess að þetta er hættuför? Vegna þess hve margir hafa látið lífið á K2? „Nei, enginn. Bara þú held ég. En ég veit að þetta kemur upp í huga fólks þó að það orði það ekki við mig. Ég sé mig fyrir mér á toppi fjallsins og ég sé mig líka fyrir mér koma heilan heim.“ LÍNA HEFUR BRÝNT FYRIR MÉR AÐ ÉG VERÐI AÐ KOMA HEIM OG ÞURFI AÐ VERA TILBÚINN AÐ TAKA ERFIÐAR ÁKVARÐANIR EF ÉG LENDI Í ERFIÐUM AÐSTÆÐUM. ÉG ÞURFI AÐ MUNA AÐ ÞEIR SEM FERÐAST MEÐ MÉR SÉU Á EIGIN ÁBYRGÐ. ÉG HUGSA OFT UM DAUÐANN OG HVAÐ TEKUR VIÐ. ÞAÐ FYLGIR FJALLA- MENNSKUNNI. ALLIR SEM FARA Á FJÖLL VITA TÖL- FRÆÐINA, VITA HVAÐ ÞEIR ERU AÐ FARA ÚT Í. H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 23L A U G A R D A G U R 4 . J A N Ú A R 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.