Fréttablaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 66
Brandarar Gunnþóra Rós Gunnarsdóttir teiknaði þessa mynd af jólasveinum á leið heim til sín að lokinni árlegri vertíð. Listaverkið Konráð á ferð og ugi og félagar 385 „Jæja þá, tvær nýjar sudoku gátur,“ sagði Kata glottandi. „Nú er ég orðin svo góð í að leysa sudoku gátur að við skulum koma í kapp um hver verður fyrstur til að leysa þær,“ bætti hún við. „Allt í lagi,“ sagði Konráð. „Til er ég.“ Lísaloppa var líka góð í að leysa sudoku gátur svo hún var alveg til í keppni. „Við glímum öll við þær báðar og þá kemur í ljós hversu klár þú ert orðin,“ sagði hún. „En ég vara ykkur við, ég er orðin mjög klár,“ sagði Kata montin. „Við getum byrjað á þessari léttari,“ sagði Lísaloppa. „Þeirri léttari fyrst,“ sagði Kata hneyksluð. „Ekki ég, ég byrja á þeirri er‡ðari fyrst,“ sagði hún og glotti. „Ég yrði ‰jótari en þið bæði til samans þótt þær væru báðar þungar.“ Kata var orðin ansi klár. En skyldi hún vera svona klár? Heldur þú að þú g etir ley st þessar sudoku gátur h raðar e n Kata? ? ? ? Þrettándinn er á mánudaginn, þá syngjum við um álfa. Benný Sif Ísleifsdóttir, þjóðfræðingur og rithöfundur, er sérfróð um þann þjóðflokk, hún er nýbúin að skrifa bókina Álfarannsóknin. Benný, er langt síðan þú fékkst áhuga á álfum? Í fyrra gaf ég út bók sem heitir Jólasveinarannsóknin og íslensku jólasveinarnir tilheyra þjóðtrúnni. Svo ég vildi halda mig við það að skrifa um þjóðsagna- verur. Ég þurfti ekki lengi að hugsa mig um hverjar ég ætti að taka fyrir næst því fyrir nokkrum árum keypti vinafólk okkar gamalt hús, gerði það upp og stækkaði. En þegar þau fluttu inn í húsið, fimm manna fjölskylda og hundur, þá urðu þau vör við ýmislegt skrítið. Eins og hvað? Það fyrsta sem þau tóku eftir var að hundurinn vildi ekki koma inn í nýbygginguna, þar var eldhús og hluti af stofunni. Svo var líka dálítið rugl á nýjum raf- magnstækjum, það var að slokkna og kvikna á viftunni, samt þurfti að ýta á takka til að kveikja á henni. En dularfullt. Já, svo var eitthvað skrítið með tölvuskjáinn líka. Stundum kviknaði á honum þó eng- inn væri í tölvunni. En aðallega var það nú undarlegt háttalag hundsins sem vakti athygli. Heldurðu að álfarnir hafi verið að stríða þeim? Það kom til þeirra kona sem vissi lengra en nef hennar náði og hún taldi að þau hefðu flutt inn á svæði álfa og það virðist passa miðað við örnefni í kring. Hún ráð- lagði þeim að færa álfunum matar- gjafir. Þau gera það kring um hátíð- ar, eins og jól og áramót, enda höfðu þau alls ekki viljað eyðileggja neitt fyrir álfum. Nú er allt orðið með kyrrum kjörum og hundurinn þorir um allt hús. Svo eru fleiri sögur sem ég flétta inn í bókina. Er Álfarannsókin barnabók? Ég hugsaði hana fyrir börn á aldrinum átta til tólf ára en mér hefur verið bent á að hún sé líka fyrir fullorðna og jafnvel eldri borgara. Færa álfunum matargjafir Benný Sif er þjóðfræðingur að mennt og hefur áhuga á þjóðsagnaverum eins og jólasveinum og álfum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI EN ÞEGAR ÞAU FLUTTU INN Í HÚSIÐ, FIMM MANNA FJÖLSKYLDA OG HUNDUR, ÞÁ URÐU ÞAU VÖR VIÐ ÝMISLEGT SKRÍTIÐ. Í dýrabúðinni: „Ég ætla að fá fugla- fræ.“ „Hvað áttu marga fugla?“ „Enga enn, en ég ætla að sá fyrir nokkrum.“ Einu sinni voru tveir vitlausir karlar að hjálpast að við að þvo bíl. – Annar hélt á tuskunni og hinn keyrði bílinn fram og til baka. Tvær slöngur voru eitt sinn saman úti að skríða þegar önnur þeirra spurði: „Erum við eiturslöngur?“ „Já, hvers vegna spyrðu?“ „Ég beit í tunguna á mér.“ Hvað hefur tólf fætur, sex augu, þrjú skott og sér ekki neitt? – Þrjár blindar mýs. 4 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R34 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.