Fréttablaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 58
Það eru alls konar skoðanir uppi þegar kemur að þessu m sau maskap. Ein kona sagði: Ég sauma ekki mann sem hefur drepið annan
mann, en það er dálítið erfitt þegar
um tíma Íslendingasagna er að
ræða,“ segir Jóhanna Erla Pálma
dóttir, bóndi og handavinnukenn
ari, brosandi þar sem hún situr við
hið mikilfenglega útsaumsverk
Vatnsdalsrefilinn. Við erum stödd
í Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi
þar sem Jóhanna er verkefnastjóri.
Heimur Vatnsdælasögu er að verða
til í myndum, fyrir hennar atbeina,
og hún leiðir okkur Anton ljós
myndara fúslega inn í þann heim.
„Vatnsdælasaga gerist á árunum
frá 840 til 1030. Hér er skip Ingi
mundar gamla og Vigdísar konu
hans að koma að ströndum Íslands.
Fólkið er sjóveikt en okkur gekk
mjög illa að fá einhvern til að sauma
æluna! Á Borðeyri í Hrútafirði sér
Ingimundur nýrekið viðarborð og
nefnir eyrina eftir því. Síðar koma
þau hjón að Vatnsdalshólunum þar
sem Vigdís segir: Hér mun eg eiga
dvöl nokkra því eg kenni mér sóttar.
Þá segir Ingimundur eins og góðir
menn gera: Verdi þat að góðu – og
hún fæðir Þórdísi, fyrsta innfædda
Húnvetninginn.“
Fyrsta veturinn kemur Ingi
mundur að vatni, samkvæmt sög
unni. Svo skemmtilega vill til að á
bökkum þess er Jóhanna fædd og
uppalin og býr þar enn á bænum
Akri sem stendur við Húnavatn.
„Þar fann Ingimundur ísbirnu
með tvo húna og af því leiðir að
við erum enn Húnvetningar! Faðir
minn, Pálmi Jónsson, sem ég stríddi
stundum á að kynni betur Vatns
dælu en sína eigin fjölskyldusögu,
vildi meina að birnan hefði trú
lega verið drepin, því þær eru svo
grimmar þegar þær hafa húna að
verja. En Ingimundur fór með hún
ana heim og geymdi þá,“ segir hún
og heldur áfram leiðsögninni: „Hér
er Sauðadalurinn, lítill dalur milli
Vatnsdals og Svínadals, Ingimund
ur týndi sauðum sínum og þeir
fundust í þessum litla dal. Síðan
týndust svínin líka, þessi göltur sem
var gamall og lífsreyndur og hafði
verið á skipinu að utan, svam yfir
vatn sem nú heitir Svínavatn. Þann
ig að örnefnin í landinu okkar eru
hér á þessum fyrstu metrum refils
ins, við köllum hann líka örnefna
kaflann. Svo voru bæjarheitin eftir
annaðhvort búskaparháttum eða
körlunum sem bjuggu þar og þau
notum við enn í dag.“
Verkið næstum hálfnað
Jóhanna útskrifaðist frá Hånd
arbejdets Fremmes Seminarium í
Kaupmannahöfn 1988. Hún hlaut
fálkaorðuna 17. júní á nýliðnu ári
fyrir störf í þágu safna og menn
ingar í heimabyggð. Vatnsdalsrefill
inn er hennar hugmynd og eign en
teikningarnar eru gerðar af annars
árs nemendum arkitekta og hönn
unardeildar Listaháskóla Íslands
árið 2011, undir stjórn Kristínar
Rögnu Gunnarsdóttur myndlistar
konu. Samhliða því sem nemarnir
teiknuðu kveðst Jóhanna hafa verið
að sauma alls konar teikningar sem
þeir sendu henni til að átta sig á
hversu smáar teikningarnar máttu
vera fyrir refilsaumsporin sem ein
kenna verkið.
Nú er búið að sauma um 22 metra
af ref linum af 46. Nálin stendur í
mynd af Hofi í Vatnsdal þegar við
erum á ferð. Jóhanna heldur áfram
sögunni: „Í síðustu ferð Ingimundar
til Noregs fer hann með þrjá ísbirni
og gefur þá Haraldi hárfagra, vini
sínum – ísbirnir þóttu konunglegar
gjafir. Í staðinn fær hann tvö skip,
Haraldur bað hann að velja en Ingi
mundur var svo snjall pólitíkus að
hann bað konuginn að velja fyrir
sig, hann valdi skipið Stíganda og
annað til og fyllti þau af viði. Stíg
andanafnið er enn til á gömlu tré
smíðaverkstæði hér á Blönduósi.
Svo dvaldi Ingimundur eitt ár í
Noregi og þegar hann kom heim var
hann orðinn gamall maður og kall
aður Ingimundur gamli eftir það.
Næst gerist það að fyrsta skrá
setta veiðideila Íslandssögunnar fer
fram þegar Ingimundarsynir reyna
að aftra því að hinn ódæli Hrol
leifur veiði í Vatnsdalsá. Sú deila
endar með því að Hrolleifur drepur
Ingimund gamla. Það gerðist upp
úr árinu 900 en við Húnvetningar
erum ekki enn búnir að fyrirgefa
Hrolleifi það óhæfuverk.“
Ingimundur í rauðri skikkju
Kaf larnir í Vatnsdælu eru 47 en
nemendurnir sem teiknuðu refilinn
voru 22, að sögn Jóhönnu. „Kristín
Ragna skipti köf lunum niður í 22
þætti, setti þá í hatt og lét nem
endurna draga, sumir fengu sam
liggjandi einn, tvo eða þrjá kaf la,
enginn gat ráðið hvaða kafla hann
fékk en þurfti að taka tillit til þess
sem á undan fór og þess sem á eftir
gerðist. Auðvitað eru teikningarnar
breytilegar því teiknararnir fengu
að halda eigin stíl. Ingimundur er
því ekki alltaf eins á ref linum, en
hann þekkist alltaf á rauðu skikkj
unni sinni. Hrolleifur hefur sérstök
einkenni líka, svo og mamma hans
með allar sínar vörtur. Nemend
urnir stúderuðu mikið veiðiskap í
þeim gögnum sem þeir gátu fengið.
Svo eru alls konar tákn í reflinum.
Hrafnarnir birtast þegar einhver
er drepinn, eða slíkt er yfirvofandi.
Jóhanna á hugmyndina að gerð Vatnsdalsrefilsins og á mörg saumspor í honum. Þegar gerð hans lýkur sér hún hann fyrir sér á Þingeyrum þar sem Vatnsdæla var rituð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Endursegja
söguna með
útsaumi
Þráðlistin á sér öflug vígi við Árbraut á
Blönduósi, í Heimilisiðnaðarsafninu og
Textílmiðstöð Íslands. Í því síðarnefnda
dvelur listafólk tímabundið. Sumt á sín spor
í Vatnsdalsreflinum sem er þar í mótun.
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
HROLLEIFUR HEFUR
SÉRSTÖK EINKENNI LÍKA,
SVO OG MAMMA HANS MEÐ
ALLAR SÍNAR VÖRTUR.
Ingimundur gamli og hans fólk gaf kennileitum nöfn sem enn eru í gildi, svo sem Borðeyri og Víðidalur.
4 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð