Fréttablaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 36
HELSTU VERKEFNI + Stjórnun, stefnumótun og rekstur + Samstarf við samstarfsaðila, innanlands og utan. + Ábyrgð á vali nemenda frá þróunarlöndum til að taka þátt í árlegri 6-mánaða þjálfun eða MS/PhD námi hér á landi og efla samstarf við viðeigandi samstarfsaðila í samstarfslöndum skólans í Afríku og Mið-Asíu. + Ábyrgð á gæðum og skipulagningu náms. + Vinna með systurstofnunum á Íslandi (Sjávarútvegsskólanum, Jarðhitaskólanum og Jafnréttisskólanum) og Þekkingarmiðstöð þróunarlanda, sem er sameiginlegur tengiliður skólanna á Íslandi við UNESCO og utanríkisráðuneytið HÆFNISKRÖFUR + Doktors- eða meistaragráða á fagsviðum sem tengjast landgræðslu og sjálfbærri landnýtingu. + Stjórnunarreynsla + Reynsla af rannsóknum, kennslu eða leiðbeiningarstörfum nemenda á háskólastigi. + Gott vald á rituðu og töluðu máli, bæði ensku og íslensku. + Reynsla af störfum á alþjóðavettvangi svo sem þróunar- samvinnu æskileg. + Mjög góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að vinna með fólki frá mismunandi menningarheimum. + Frumkvæði og drifkraftur. FREKARI UPPLÝSINGAR Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskólans, hafdishanna@lbhi.is Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, ragnheidur@lbhi.is Árni Bragason, Landgræðslustjóri, arni.bragason@land.is Um er að ræða fullt starf með starfsstöð í Reykjavík. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Óskað er eftir að umsókn fylgi ferilskrá yfir menntun og fyrri störf, staðfesting á námi og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknarinnar og sýn sinni varðandi hlutverk og starfsemi skólans. Sótt er um í gegnum vefsíðu Landbúnaðarháskóla Íslands www.lbhi.is/storf Umsóknarfrestur er til og með 14. janúar 2020. FORSTÖÐUMAÐUR LANDGRÆÐSLUSKÓLANS BER ÁBYRGÐ Á STJÓRNUN, STEFNUMÓTUN OG REKSTRI SKÓLANS,SEM OG GÆÐUM OG SKIPULAGNINGU NÁMS SEM SKÓLINN STENDUR FYRIR. FORSTÖÐUMAÐUR LANDGRÆÐSLUSKÓLANS LEITAÐ ER AÐ Ö FLUGUM OG JÁK VÆÐUM STJÓRN ANDA Í KREFJ ANDI ST ARF. UM SKÓLANN Landgræðsluskólinn hefur gengið undir nafninu Land- græðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Frá upphafi árs 2020 starfar skólinn undir hatti UNESCO sem hluti af Þekking- armiðstöð þróunarsamvinnu, sem einnig er nefnd GRÓ. Landgræðsluskólinn er hýstur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og starfar í nánu samstarfi við Landgræðsluna. Markmið skólans er að þjálfa sérfræðinga sem starfa á stofnunum á sviði landgræðslu og sjálfbærrar landnýtingar í samstarfslöndum skólans í Afríku og Mið-Asíu. Skólinn er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og er kostaður af opinberum fjármunum utanríkisráðuneytisins til þróunarsamvinnu. Stærsta verkefni skólans ár hvert er 6 mánaða þjálfun á Íslandi fyrir starfandi fagfólk í samstarfs- löndunum þar sem mikil áhersla er lögð á hagnýtingu þekkingar. WWW.UNLRT.ORG Tilkynningar um nýtt fólk Atvinnublað Fréttablaðsins kemur út á laugardögum í viku hverri. Umsjónarmaður blaðsins er Hrannar Helgason. Blaðið birtir valdar greinar um ráðningu nýrra starfsmanna. Sendið til- kynningar ásamt mynd af viðkomandi á netfangið: nyttfolk@frettabladid.is Nýtt fólk Sunna Ósk ráðin á Kjarnann- Sunna Ósk Logadóttir hefur verið ráðin til starfa á ritstjórn Kjarnans. Þetta kemur fram í frétt á vef miðilsins, þar sem kemur fram að hún hafi þegar hafið störf. Sunna hefur starfað við blaðamennsku í yfir tuttugu ár, hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu árið 1999, var frétta- stjóri á blaðinu árin 2008 til 2012 og svo fréttastjóri á mbl.is til ársins 2016. Sunna er landfræðingur að mennt, hefur meðal annars einbeitt sér að skrifum um umhverfismál og þrívegis hlotið Blaðamannaverðlaun Íslands. Síðast árið 2017 fyrir umfjöllun sína Mátturinn og dýrðin þar sem hún fjallaði meðal annars um virkjunaráform á Vestfjörðum. Pétur Thor framkvæmdastjóri Freyju Pétur Thor Gunnarsson, sem starf-að hefur sem sölu- og markaðs-stjóri Freyju síðan 2015, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Ævar Guðmunds- son, eigandi Freyju og fráfarandi framkvæmdastjóri, tekur að sér starf stjórnarformanns. Pétur Thor er viðskiptafræðingur að mennt með áherslu á alþjóðamarkaðs- fræði. Hann hefur starfað á íslenskum dag- vörumarkaði í 24 ár og hefur víðtæka reynslu á því sviði. Pétur Thor hóf störf 18 ára hjá Ölgerðinni og starfaði þar við nánast öll störf er tengdust söludeild fyrirtækisins allt þar til hann hætti störfum þar í lok árs 2014, þá sem sölu- og rekstrarstjóri. Pétur Thor hóf störf hjá Freyju í byrjun árs 2015 sem sölu- og markaðsstjóri og gegndi því starfi í um eitt ár eða þangað til hann hóf að einbeita sér meira að ýmsum verkefnum er sneru að rekstri fyrirtækisins. Síðan þá hefur Pétur Thor komið meira og meira að flest- öllum þáttum í daglegum rekstri félagsins. Margrét ráðin rektor á Bifröst Margrét Jónsdóttir Njarðvík hefur verið ráðin rektor Háskólans á Bifröst frá og með 1. júní næstkomandi. Hún starfaði áður hjá fyrirtækinu Mundo sem meðal annars annast ráðgjöf í alþjóðamálum og sér um þjálfunarferðir íslenskra kennara til útlanda. Margrét er með doktors- próf í spænsku og bókmenntum frá Princeton-háskóla og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað bæði við Háskóla Íslands sem lektor í spænsku og við Háskólann í Reykjavík sem dósent við viðskiptadeild og forstöðumaður alþjóðasviðs. Rakel til Össurar Rakel Óttarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu yfirmanns upp-lýsingatæknisviðs og alþjóð- legrar verkefnastofu Össurar (CIO and VP of Global Program Office). Rakel hefur mikla reynslu af upplýsingatæknimálum og verkefnastjórnun. Hún starfaði áður hjá meðal annars Arion banka, síðast sem framkvæmdastjóri upp- lýsingatæknisviðs. Í starfi sínu leiddi hún meðal annars mótun og framkvæmd stafrænnar stefnu bankans. Rakel er með MBA-gráðu frá Duke University og B.Sc.-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. 8 ATVINNUAUGLÝSINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.