Fréttablaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 18
HEFðBUNDIN SERBNESK TÓNLIST TÓNLEIKAR OG VEISLA Í Neskirkju föstudaginn Við Hagatorg 107 Reykjavik Aðgangseyrir er kr. 2500 Allir velkomnir! 10. Januar 2020 Á TÓNLEIKUM Kór St Joakim og Ana Stjórnendur: Daniela Ivanovic Einsongvarar: Marijana Radosavljevic Einlekarar: Srdjan Rajakovac -harmónika Í VEISLUNNI Hljómsveit: Bistro tónlist Allsskonar bistro tónlist frá Balkanskaganum á Serbnesku. Einsongvarar: Dejan Rajakovac KL.19:00 4 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT Góðir en vanmetnir Knattspyrnugoðsögnin og sparkspekingurinn Gary Lineker sagði að Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, væri einn vanmetnasti knattspyrnumaður- inn á Englandi. Fréttablaðið tók saman aðra leikmenn sem eru ekkert endi- lega að stela fyrirsögnunum, fá ekki alltaf hrósið og má kalla vanmetna. Wilfred Ndidi Leicester Erfitt að kalla hann vanmetinn því flestir eru sammála því að Ndidi sé frábær í fótbolta. En hann er lítið í krúsidúllum og skærum, meira í því að ná boltanum af andstæðingum og tækla þá. Þar situr hann í efsta sæti tölfræðinnar. Tók við keflinu af N’Golo Kante og verður arftaki hans á miðjunni hjá Leicester. Mateo Kovacic Chelsea Króatinn Mateo Kovacic er hvergi á topplistum tölfræðinnar sem er tekin saman. En hann spilar flesta leiki Chelsea og sendingar hans og vinnusemi hefur ekki farið fram hjá Frank Lampard og félögum í þjálf­ arateyminu sem stýra liðinu – hvað þá stuðningsmönnum Chelsea það sem af er tímabilinu. Ilkay Gündogan Man. City Þjóðverjinn er aftarlega á merinni þegar kemur að hrósi til Manchester City. Þar stela aðrir senunni en Gün­ dogan er trommuleikari liðsins og lætur það halda takti. Pep Guardiola sagði hann í nóvember einn besta leikmann Evrópu og lagði kapp á að halda honum – og Guardiola segir yfirleitt ekki vitleysu. Raul Jimenez Wolves Mexíkóinn er kominn með átta mörk, búinn að leggja upp sex og búa til 11 marktækifæri fyrir félaga sína. Mörkin hafa komið í öllum regnbogans litum. Samt er hann neðarlega hjá flestum þegar kemur að því að nefna frábæra framherja í deildinni þótt tölfræðin segi annað. Kurt Zouma Chelsea Aðeins 25 ára en er samt búinn að spila um 200 leiki í efstu deild á ferlinum þrátt fyrir að hafa misst af nánast heilu tímabili. Flestir eru sammála um að hann sé slakur á boltanum en varnarhæfileikarnir eru svo sannarlega til staðar. Þar er hann á heimavelli með liði Chelsea. Scott McTominay Manchester United Mikilvægi hans á miðjusvæði Man­ chester United hefur sýnt sig eftir að hann meiddist gegn Newcastle. Trúlega finnst mörgum að lið eins og United gæti verið með betri miðjumann en McTominay er sárt saknað og verður næstu mánuðina á meðan endurhæfing stendur yfir sem segir allt um gæði hans. Mat Ryan Brighton Ástralinn í marki Brighton hefur haldið marki sínu hreinu fimm sinnum á tímabilinu, varið þriðju flest skotin það sem af er eða 75 og skilað 122 löngum boltum á sam­ herja sína. Brighton væri klárlega neðar en í 14. sæti ef ekki væri fyrir Ryan í rammanum. Danny Ings Southampton Það er kannski erfitt að segja að hann sé vanmetinn því hann er svo ofboðslega góður en Ings fékk sinn séns hjá stórliði og mistókst að nýta það tækifæri – þó að það hafi verið vegna meiðsla. Gífurlega vinsæll meðal allra knattspyrnu­ unnenda enda þekkt gæðablóð. Kominn með 13 mörk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.