Fréttablaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 16
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Á nýju ári eigum við ekki að láta myrka vetrardaga byrgja okkur sýn. Það þarf hugrekki fyrir betri heim. Davíð Stefánsson david@frettabladid.is Árið 1412 sást skrýtið skip við Dyrhólaey. Þegar menn reru út í það kom í ljós að þarna voru Eng-lendingar á ferð. En hvað fékk Englendinga til að sigla alla leið til Íslands? Mestalla söguna var Ísland afskekkt eyja lengst norður í Atlantshafi sem fáir vissu af. Náttúran, íslenski hesturinn og Björk komu landinu á kortið um tíma. Nú eru það norðurljósin, lopapeysur og lundadót sem laða að strauma erlendra ferðamanna. Það var hins vegar upp úr aldamótunum 1400 sem Ísland komst í fyrsta skiptið í tísku. Það sem trekkti Englendinga að Íslandsströndum var fiskur. Vaxandi þéttbýli í Evrópu og útbreiðsla kristni olli því að skyndilega vildu allir kaupa fisk og snæða, einkum á föstunni. Íslendingar tóku Englendingum fagnandi. Við- skiptin við þá voru hagstæð því þau voru milliliða- laus – hvorki Danakonungur né kaupmenn tóku skerf af hagnaðinum. En það var ekki eina fagnaðarefnið. Líf, fjör og nýjungar fylgdu erlendum skipakomum. Sagnfræðingar hafa lýst ensku skipunum sem fljótandi verslunum. Til sölu var ullarefni, klæði, blý, korn, timbur, alls konar matvæli, tjara, nálar og tvinni. En partíið entist ekki lengi. Kóngur vildi fá sinn skerf af viðskiptunum. Hann rak gestina burt með hervaldi. Mestöll verslun á Íslandi komst í hendur danskra kaupmanna. Vöruúrval dróst saman, viðskiptakjör versnuðu og menningaráhrifin sem fylgdu erlendum gestum hurfu. Íslensk bylting Það er aldrei gaman þegar partíi lýkur. Sú krafa er nú gerð til Íslendinga að þeir tipli á tánum kringum hið nýja fjöregg þjóðarinnar, ferðaþjónustuna. Tilætlunar- semin náði nýjum hæðum í aðdraganda áramóta þegar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, varaði við takmörkun á notkun flugelda um áramót af því hún gæti haft neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna. Í miðbæ Parísar er torg sem hét einu sinni Torg Loð- víks XV. Á miðju torginu stóð einmitt stytta af Loðvík XV, konungi Frakka. En styttan fékk ekki að standa lengi. Undir lok átjándu aldar duttu kóngar illilega úr tísku. Almenningur krafðist aukinna réttinda. Frakkar voru fremstir í för. Árið 1789 hófst franska byltingin. Styttan af Loðvík XV var rifin niður. Í hennar stað var reist fallöxi á torginu sem fékk nýtt nafn: Byltingar- torgið. Ríkjandi konungur var hálshöggvinn, skrifuð var stjórnarskrá og hugmyndir um lýðræði tóku að breiðast út. Þótt við Íslendingar hefðum lítið pælt í byltingum á þessum árum áttum við óvart okkar þátt í frönsku byltingunni. Sex árum fyrir byltinguna hófust Skaftár- eldar sem ollu móðuharðindunum hér á landi. Eitruð gjóska frá gosinu dreifðist þó ekki aðeins um Ísland heldur um allt norðurhvel jarðar og olli í mörgum löndum kulda og uppskerubresti. Sumir sagnfræðingar telja að það hafi ekki aðeins verið hugmyndir um lýðræði sem hrintu byltingunni í Frakklandi af stað heldur hafi ástæður hennar verið efnahagslegar: Fólk krafðist betri lífskjara í kjölfar uppskerubrests sem rekja mátti til Skaftárelda. Skammtímahagsmunir fárra Á sama tíma og Íslendingar sprengdu flugelda um áramót geisuðu miklir gróðureldar í Ástralíu. Reykjar- mökkurinn teygði sig alla leið til Nýja-Sjálands, vega- lengd sem er svipuð og fjarlægðin milli Lakagíga og Parísar. Hvorki eldar né flugeldar brenna í tómarúmi. Eldgos á Íslandi getur breytt stjórnarfari á öllum Vesturlönd- um. Það liggur ekki í augum uppi hvernig best er að takast á við þann loftslagsvanda sem maðurinn hefur skapað og stefnir lífi á jörðinni í hættu. Á einu leikur þó enginn vafi: Ef hlustað er á óskammfeilna lobbíista sem eyða miklu púðri í að passa upp á fjárhagslega skamm- tímahagsmuni fárra á kostnað lífshorfa mannkynsins fyrir myndarlegan launatékka í lok hvers mánaðar er stutt í endalokin. Stutt í endalokin EKKERT BRUDL Anamma Vegan Pizza 2 teg., 350 g kr./350 g498 Veganvörurá góðu verði í Bónus Það var þungt yfir sumum þeim er gerðu upp árið, eða síðustu árin, í fjölmiðlum. Áherslan er um of á það sem hrjáir. Þetta séu tímar erfiðleika, spilltra átakastjórn-mála og sívaxandi hamfarahlýnunar sem ýtir undir vonleysi og framtíðarkvíða. En auðvitað er þetta ekki raunsönn lýsing á ástandi heimsins. Veruleikinn er annar og mun jákvæðari. Hér skal ekki gert lítið úr mikilvægi þess að við spornum við aukningu gróðurhúsalofttegunda. Og breyta þarf lífsstíl sem gengur sífellt harðar á auð- lindir náttúrunnar. Hér er ekki dregið úr alvarleika þess hve margir eiga um sárt að binda. Né heldur úr þunga stríðsátaka, mannréttindabrota, misskiptingar og spillingar heimsins. Og það á að taka alvarlega framsókn þeirra þjóðar- leiðtoga sem tala í nafni lýðhyggju gegn fjölmenningu og alþjóðasamskiptum. En þrátt fyrir daglegar fréttir af eymd, átökum, þrengingum, mengun og hamförum er staðreyndin sú að líf mannsins á jörðinni hefur farið batnandi og mannkyn hefur náð undraverðum árangri til meiri lífsgæða. Það er óhætt að segja sama hvert litið er. Mæli- kvarðar á lífsgæði þjóða, sem alþjóðastofnanir og samtök leggja fram, benda til jákvæðrar þróunar síðustu árin. Þar eru sigrar mannkyns margir. Þannig hefur þrátt fyrir meiri misskiptingu dregið mjög úr alvarlegri fátækt í heiminum. Síðan 2010 hefur sárafátækt minnkað um helming og farið úr 18,2 prósentum niður í 8,6 prósent. Á síðustu 10 árum hefur dregið úr ungbarnadauða um þriðjung og heilsufar hefur almennt batnað, þökk sé meiri þekkingu og nýmælum í vísindum og tækni. Og þrátt fyrir að lýðhylli og stjórnlyndi virðist eiga meira upp á pallborðið hjá of mörgum leiðtogum heims hefur ferðafrelsi og athafnafrelsi aukist. Jafnrétti kynjanna og mannréttindi hinsegin fólks hafa einnig þokast í rétta átt í mörgum löndum heims. Og svona mætti lengi telja. En það má ekki taka þessu sem sjálfsögðu. Þessar framfarir eru knúnar áfram af stöðugri þörf til að bæta eigið líf og annarra. Betri lífskjör síðustu ára eru tilkomin vegna frjálsra viðskipta og þeirra tækni- framfara sem opin hagkerfi og fjölþjóðleg samvinna leiða af sér. Við megum ekki láta letjast af þeim sem sjá ógnir í aðkomnum, flóttamönnum eða samstarfi þjóða. Sem fyrr liggja alvarlegustu ógnir mannkyns í þröngsýni, ótta, vanþekkingu og skorti á samvinnu þjóða heims. Nafni minn sagði: „Sá einn, sem áfram sækir, á andans þyrnibraut, og stæltur störf sín rækir, hann storkar hverri þraut.“ Á nýju ári eigum við ekki að láta myrka vetrardaga byrgja okkur sýn. Það þarf hug- rekki fyrir betri heim. Sá einn, sem áfram sækir 4 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.