Fréttablaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 54
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Sirrý Berndsen tók nýlega við sem varaforseti Sálarrannsóknarfélags Íslands. Hún býr í borginni Boston í Bandaríkjunum þar sem hún starfar sem vinsæll og virtur miðill. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Það má lýsa því þannig að við dyrnar á milli lífs og dauða bíði löng röð framliðinna sem
vilja koma skilaboðum áleiðis til
ástvina sinna og við opnum þessar
dyr,“ segir Sirrý Berndsen, sem er
virtur miðill í Bandaríkjunum,
búsett og starfandi í Boston.
Sirrý er heima á Íslandi yfir jólin
og munu þau Þórhallur miðill,
fyrir hönd Sálarrannsóknarfélags
Íslands, endurvekja skyggni-
lýsingu í Fríkirkjunni á morgun,
sunnudag.
„Skyggnilýsingar voru algengar
í Fríkirkjunni á tímum Haraldar
Níelssonar fríkirkjuprests og
miðlanna Einars Kvaran og Ind-
riða Indriðasonar á fyrri hluta
síðustu aldar. Þá var ávallt fullt
út úr dyrum og færri komust að
en vildu. Sálarrannsóknarfélag
Íslands var svo stofnað 1918, þegar
frostaveturinn mikli gekk yfir
og spænska veikin felldi marga.
Þá ríkti mikil sorg hjá íslensku
þjóðinni sem þráði að komast í
samband við þá sem höfðu látist
og tengjast hinum framliðnu því
það hjálpar svo mikið við sorgina,
og fólk verður ekki eins hrætt við
dauðann og í hjartanu þegar þeirra
nánustu eru hjá þeim,“ segir Sirrý.
Sér, heyrir og finnur lykt
Sirrý segir orkuna í Fríkirkjunni
vera afar sérstaka.
„Fríkirkjan hefur staðið við
Tjörnina í meira en heila öld og þar
hefur margt gerst. Orka í kirkjum
er almennt hlý og þægileg því þar
á sér stað mikil andleg starfsemi
og er auðvelt fyrir miðla að fljóta
á þeim bylgjum,“ segir Sirrý sem
hefur þjálfað alla sína skynjun
gagnvart framliðnum hjá færustu
miðlum Bandaríkjanna og í Bret-
landi.
„Ég bæði heyri og sé þá fram-
liðnu, finn lykt og bragð og
stundum veit ég hluti. Það skiptir
svo ekki máli hvort maður fari
í bænahús kristinna manna,
gyðinga, múslima eða annarra; þar
sem bænir hafa verið beðnar í ára-
tugi eða öldum saman byggist upp
þægileg og róandi orka sem gott er
að dvelja í,“ segir Sirrý sem bjó um
tíma skammt frá Notre Dame-
kirkjunni í París.
„Þangað fór ég oft og sat löngum
stundum til að sækja í orkuna,
þrátt fyrir að vera guðleysingi á
þeim tíma. Ég er spírítúalisti og
spírítúalistar líta ekki á Jesú sem
frelsara heldur kennara og að Guð
búi innra með okkur öllum. Að
ljósið sem Jesús kenndi okkur og
talaði um sé Guð, það góða sem í
okkur býr og til að finna Guð þurfi
að lifa í ljósinu góða,“ útskýrir
Sirrý.
Engin vofveifleg tíðindi
Fólk á öllum aldri sækir í að kom-
ast á skyggnilýsingar. Sumir koma
til að sjá miðlana vinna á meðan
aðrir koma í von um skilaboð að
handan og til að vera með öðrum
sem eru andlega þenkjandi.
„Þeir sem koma á skyggni-
lýsinguna á morgun geta búist við
skilaboðum að handan, ljósi, gleði
og tárum en það þarf enginn að
vera hræddur og við flytjum aldrei
voveifleg tíðindi á opnum skyggni-
lýsingafundum. Berist óþægi-
legar fréttir eru þær geymdar fyrir
einkafundi,“ upplýsir Sirrý.
„Við einfaldlega opnum dyr
á milli jarðlífs og andaheima
og köllum stundum skilaboðin
stuttar kveðjur. Oft vilja þeir fram-
liðnu láta hina lifandi vita að þeir
vaki yfir þeim og kveðjurnar geta
verið mjög hjartnæmar, jafnvel svo
að tárin flæði en svo kemur hlátur
inn á milli og upplifunin getur
verið tilfinningarússíbani,“ segir
Sirrý um þá miklu geðshræringu
sem gestir skyggnilýsinga upplifa.
„Þegar einstaklingar hafa lifað
langa ævi hefur svo margt gerst,
bæði gleði og sorg. Góðir miðlar
geta farið inn á hvort tveggja og
rifjað upp mjög nákvæma atburði
og tilfinningar sem enginn veit
eða getur tekið til sín nema sá sem
skilaboðin fær. Þeir framliðnu
koma til okkar í gegnum leiðbein-
endur sem hleypa þeim í gegn, þeir
gera grein fyrir sér og við reynum
að koma með sem bestu og mestu
sannanir á sem stystum tíma. Þeir
sem farnir eru vita að tíminn er
skammur og oftar en ekki vilja þeir
biðjast fyrirgefningar á einhverju
sem var sagt eða gert í jarðlífinu.
Því er mikilvægt að vinna úr sem
flestu í lifanda lífi svo við tökum
ekki með okkur aukafarangur yfir
í hitt lífið. Að elska náungann eins
og sjálfan sig og reyna að finna það
góða í öllum.“
Drögum framliðna til okkar
Sirrý hefur verið skyggn síðan
hún var barn en segir bestu miðla
kunna að halla dyrunum yfir í
andaheiminn til að lifa sínu lífi
eins og annað fólk.
„Þeir dánu eru með okkur í
lífinu og sérstaklega um hátíðar
þegar minningarnar sækja á sem
og söknuður og sorg. Við finnum
fyrir þeim og þegar við hugsum til
þeirra framliðnu drögum við þá til
okkar. Líka þegar við verðum vör
við ákveðin teikn og förum óvænt
að hugsa til þess sem er fram-
liðinn, þá er sá framliðni líklega
hjá okkur því þau senda okkur
skilaboð, oft með veraldlegum
hlutum í vöku og vitja okkar í
draumum. Framliðnir eru alltaf að
reyna að hafa samband við okkur
og þeir eru líka alltaf að hjálpa
okkur,“ segir Sirrý sem bæði sér og
talar við framliðið fólk.
„Ég hef lært þá tækni að tengjast
fólki þegar það deyr og veit í
gegnum hjarta þess og hugsun
hver bíður eftir því og er hjá því
við dánarbeðinn. Þegar mamma
andaðist um jólaleytið fyrir
tveimur árum spilaði ég tónlist
sem þau pabbi höfðu haft gaman
af í gamla daga, Hauk Morthens og
Ragga Bjarna, en pabbi dó fáeinum
árum á undan. Ég sagði henni þá
að pabbi væri kominn, sem og
amma Dúna, mamma hennar. Þá
fann ég hvernig sál mömmu léttist
og hún gaf upp öndina og ég sá
pabba taka í hönd hennar og þau
dansa í faðmlögum rétt eins og í
gamla daga. Á vakt var líka hjúkr-
unarfræðingurinn Sigríður Pálína
Ólafsdóttir. Amma mín hét Sig-
ríður Pálína (Berndsen) og frænka
mín í föðurætt var Sigríður Ólafs-
dóttir. Nafn hjúkrunarfræðingsins
var því blanda af þeim báðum svo
skilaboðin voru allt í kring,“ segir
Sirrý sem hefur starfað sem miðill
til margra ára vestanhafs og notið
þar mikilla vinsælda.
„Miðilsstörf í Bandaríkjunum
eru allt öðruvísi en hér, þar sem
maður fæst við morðmál og fleira.
Sem miðill ferðast ég vítt og breitt
um Bandaríkin en kem heim af og
til og reyni þá að vera með fáeina
miðilsfundi. Nýlega tók ég að mér
að vera varaforseti Sálarrann-
sóknarfélags Íslands þar sem ég
held námskeið og einkafundi. Það
er mikill kraftur í félaginu undir
stjórn nýja forsetans Báru Sigur-
jónsdóttur og margt áhugavert og
spennandi fram undan.“
Skyggnilýsingin með Sirrý og
Þórhalli miðli hefst í Fríkirkjunni
klukkan 16 á morgun, sunnudag-
inn 5. janúar. Allir eru hjartanlega
velkomnir og aðgangur ókeypis.
Þeir dánu lifa með okkur
Tveir af mögnuðustu miðlum þjóðarinnar, Þórhallur Guðmundsson og Sirrý Berndsen, leiða
skyggnilýsingu í Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun. Þar opnast dyr á milli framliðinna og lifandi.
Framliðnir eru
alltaf að reyna að
hafa samband við okkur
og þeir eru líka alltaf að
hjálpa okkur.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . JA N ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R