Fréttablaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 80
Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 550 5000 Ritstjórn 550 5070 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild 550 5050 auglysingar@frettabladid.is Prentun Torg. ehf mest lesna dagblað landsins. ÞÚ GETUR NÁLGAST FRÍTT EINTAK AF FRÉTTABLAÐINU VÍÐSVEGAR UM LANDIÐ. Óskir þú eftir því að fá blaðið í áskrift, hafðu samband við Póstdreifingu. Óttars Guðmundssonar BAKÞANKAR Njóttu Á liðnu ári bárust þær fregnir úr veröld vísindanna að menn væru að ráða gátu elli og hrörnunar. Fjölmiðill leitaði í aðdraganda jóla til valinkunnra gáfumanna sem tjáðu sig um málið. Skoðanir voru skiptar um hvort eilíft líf væri góð tíðindi. Reyndar gældu forfeður okkar við svipaðar hugmyndir. Menn leituðu að töfra- steini sem flaut upp á Jónsmessu- nótt á fjallinu Tindastóli. Þeir áttu að gefa manninum eilífa æsku samkvæmt sumum heimildum. Dauðinn er ein af staðreyndum lífsins. Allt kvikt deyr en líklega áttar maðurinn sig einn á enda- lokunum. Þegar hann uppgötvaði dauðann neyddist hann til að viðurkenna eigin takmarkanir. Það er erfitt að deyja frá skemmti- legu og unaðslegu lífi en dauðinn gerir sjálft lífið eftirsóknarvert. Sjálfur Ódysseifur gisti um tíma hjá gyðjunni Kalypsó á heimleið. Gyðjan bauðst til að gera hann ódauðlegan. Í staðinn átti hann að kvænast henni og hætta að hugsa um hana Penelópu sína og sitt gamla líf. Hinn vitri Ódysseifur hafnaði þessu. Hann sagði að veruleiki dauðans og hverfulleiki lífsins væri uppspretta hamingju og lífsnautnar. Eilíft líf er ekki eftir- sóknarvert heldur innantómt, leiðinlegt og án eftirvæntingar. Mestu skiptir því að taka lífinu eins og það er og átta sig á eigin takmörkunum. Sjálfur ákvað ég að vinna engin formleg áramótaheit heldur taka því sem að höndum ber af æðru- leysi. Í fyrra stefndi ég að því að verða 90 kíló og taka sömu þyngd í bekk. Hvort tveggja er jafn fjarlægt og útilegumannabyggðir í Þóris- dal. Ég ætla að hætta að skamma mig fyrir það sem ég er ekki og fagna því sem ég er. Er það ekki bara ágætt áramótaheit? Við áramót Tilboðið inniheldur tvö pizzadeig, pizzasósu, ost, pepperoni, skinku og grænmetisbakka. Gildir út morgundaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.