Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.01.2020, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 04.01.2020, Qupperneq 74
Ég er í raun fyrst núna að upplifa það að fá að vera í beinum samskiptum við kúnnann, sem mér er búið að finnast ótrú-lega gaman. Það er svo frábært að upplifa viðbrögðin. Ég var áður með búð og mér finnst ógeðslega gaman að hjálpa konum að klæða sig. Svo fannst mér frá- bært að sjá hvað þær fíla við skóna, hvað þeim finnst að megi breyta eða bæta. Fyrir mig sem hönnuð er það mjög dýrmætt,“ segir Katrín Alda Rafnsdóttir, skóhönnuður og eigandi merkisins KALDA. Fjórar línur á ári Katrín rak fatabúð með systur sinni fyrir tæpum áratug. Í kjölfarið stofnaði hún fatamerkið KALDA, sem gekk mjög vel. Hún tók þó ákvörðun um að einbeita sér að ákveðnum vöruflokki og hafa skór og skóhönnun lengi átt huga Katr- ínar. „Ég einfaldlega elska skó. Þannig að ég byrja að hanna eingöngu skó fyrir þremur árum.“ KALDA átti strax þó nokkurri velgengni að fagna og sáust skór úr allra fyrstu línunum strax í heims- þekktum tískutímaritum. Hún hefur búið í London í þrettán ár, og þekkir því vel til, en hún stundaði nám við London College of Fashion þar sem lærði hún stjórnun í tísku og viðurkennir Katrín að það hafi hjálpað mikið til. „Ég var með samböndin sem ég þurfti og það er mikið náminu að þakka.“ Á hverju ári eru framleiddar fjórar línur. „Þannig að við förum til Parísar á þriggja mánaða fresti til að sýna nýja línu. Ég er með ítalska umboðsskrifstofu sem sér um að bóka fundi með öllum verslunun- um. Síðustu tvær línur hafa gengið einstaklega vel, sem sagt eftir að ég fór til ítölsku umboðsskrifstof- unnar. Hún er eiginlega sú stærsta í Skór sem tjáningarform Katrín Alda Rafnsdóttir er eigandi skó- merkisins KALDA sem hefur gert það gífur- lega gott síðustu ár. Nú fyrir jól opnaði hún pop-up verslun á Skólavörðustíg en Katrínu þótti ótrúlega dýrmætt sem hönnuði að upplifa bein samskipti við viðskiptavinina. Katrín lærði tískustjórnun við London College of Fashion, sem hún segir hafa hjálpað mikið við stofnun merkisins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON KALDA er selt í mörgum af helstu hönnunarvöruverslunum Bret- lands. MYNDIR/SILJA MAGG þessum bransa,“ segir Katrín. Skótískan meira flæðandi Skór KALDA eru seldir víðs vegar um heiminn, en eru mest áberandi í Bretlandi og á Ítalíu. „Í Bretlandi er KALDA selt til dæmis í Selfridges, Browns, Harvey Nichols og Liberty,“ segir Katrín en það eru einar helstu hönnunar- verslanirnar þarlendis. Nú, segir Katrín, er stefnan að ná sama árangri á ítalska markaðinum. „Við erum nú þegar komin inn hjá nokkrum af f lottustu búðunum á Ítalíu.“ Katrín er eini starfsmaður merk- isins í fullu starfi. „Þetta er svo ótrú- lega erfiður bransi. Það að gera heila fatalínu á þriggja mánaða fresti, það er ekki hægt ef þú ert einn. Það er erfitt með skó líka, en það góða við þá er að maður lokar ekki á eina línu og byrjar á næstu. Skóhönnun f læðir meira á milli lína, maður heldur oft áfram með ákveðinn stíl. Ferlið er allt hægara, sem mér finnst mjög gott. Það getur verið smá bilað hvað tískubransinn getur verið hraður,“ segir hún. Katrínu langaði alltaf að hafa línuna á svokölluðu miðjumarkaðs- verði (e. contemporary price point) en leggja ríka áherslu á gæði og mikla hönnun. „Ég held að það hafi vantað smá á þessum tíma þegar ég byrjaði með merkið. Þetta er allt handgert í sömu verksmiðjunni í Portúgal. Svo er þetta skemmtileg og öðru- vísi hönnun án þess að verðið fari algjörlega fram úr hófi. Það var allt- af mín hugsjón í upphafi, ég hugsaði þetta smá sem mótspyrnu við „high street“-fatnaðinn sem ég styð ekki sérstaklega,“ segir Katrín Hún segir mikilvægt að fólk reyni eftir fremsta megni að vera ábyrgir neytendur. „Ég vil bara ekki að fólk kaupi öll fötin sín „high-street“. Það er svo allt annað að kaupa þér eitt par af skóm sem þú elskar og dugar þér í fimm ár en að kaupa bara eitthvað af því það er ódýrt. Tilfinningalega gildið er líka stór partur af þessu. Þér er miklu meira sama um vöru sem keypt er út í blá- inn. Það er miklu betra að kaupa sjaldnar, en að vanda sérstaklega valið.“ Skór eru tjáningarform „Fatnaður getur verið mikið tján- ingarform, sérstaklega skór finnst mér. Ástæðan fyrir því að skór eru í svo miklu uppáhaldi hjá mér er að þeir algjörlega leggja línurnar fyrir skap manns yfir daginn. Ef þú ert í stígvélum sem ná yfir í hné líður þér allt öðruvísi en ef þú ert í Ugg-stíg- vélum. Maður fattar þetta til dæmis þegar mann langar að vera pæja og fer í ótrúlega háa hæla eða þegar mann langar ekkert meira en að vera bara í strigaskóm. Þetta er eitt- hvað sem við konur höfum fram yfir karlmenn, þeir eru bara alltaf í sömu leiðinlegu skónum,“ segir Katrín og hlær. „Maður getur gefið tóninn fyrir það hvernig dagurinn verður með skóvalinu. Sjálfri finnst mér skór f lottasta og besta tjáningarformið þegar kemur að klæðnaði. Skóvalið segir líka svo furðulega margt um líðan manns.“ Hún segir skófatnað ekki hafa náð sömu stöðu sem „statement piece“ hjá íslenskum konum og tíðkast erlendis. „Og mig langar mikið að breyta því,“ segir Katrín brosandi. Síðasti séns til að fara og kíkja inn í pop-up verslun KALDA er í dag og á morgun. Pop-up verslunina er að finna á Skólavörðustíg 28, einmitt þar sem verslunin Kormákur og Skjöldur voru áður til húsa. steingerdur@frettabladid.is Stórstirnið Gigi Hadid klæddist skóm hönnuðum af Katrínu á dög- unum. NORDICPHOTOS/GETTY Skór frá KALDA voru notaðir í tískusýningu merkisins Fenty eftir Rihönnu. NORDICPHOTOS/GETTY 4 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R42 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.