Fréttablaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 28
Sá staður þar sem bókunum fjölgaði mest á Airbnb þegar listinn var tekinn saman er borgin Milwaukee í Wisconsin- fylki í Bandaríkjunum. Airbnb telur skýringuna á því vera að þjóðarráðstefna Demókrata- flokksins verður haldin þar í ár. En fyrir hinn almenna ferðamann er margt spennandi að sjá og gera í Milwaukee. Áin Milwaukee rennur gegnum borgina og gaman er að ganga eftir göngustígnum með- fram ánni og upplifa mannlífið þar. Fjöldi veitingastaða og kráa eru við göngustíginn og listaverk eru til sýnis hér og þar á leiðinni. Þar má einnig finna litrík skilti með upp- lýsingum um sögu borgarinnar. Historic Third Ward hverfið er einn vinsælasti ferðamanna- staðurinn í Milwaukee. Áður fyrr var hverfið drungalegt og fullt af vörugeymslum, en í dag er það tísku- og hipsterahverfi þar sem allt iðar af lífi. Þar er mikið úrval af veitingastöðum, leikhúsum, lista- söfnum og handverksbúðum. Það er ekkert beint flug til Milwaukee frá Íslandi en hægt er að fljúga til Chicago, leigja bílaleigubíl og keyra meðfram Michigan-vatni norður til borgarinnar. Það er um þriggja tíma akstur, leiðin er mjög falleg og tilvalið að gefa sér góðan tíma í ferðina og stoppa á leiðinni. Kastalar og stórbrotin náttúra Rúmenía er náttúruperla sem er í 5. sæti á lista Airbnb yfir aukningu á bókunum fyrir árið 2020. Rúmenía er þekkt fyrir volduga skóga og gömul fjallaþorp. Auk þess er Rúm- enía heimili Brankastala, sem er betur þekktur sem Drakúlakastal- inn. Í Rúmeníu er mikið af gömlum byggingum frá ýmsum tímum sem gaman er að skoða. Auk Brankastala er þar Peleskastali sem af mörgum er talinn einn fallegasti kastali í Evr- ópu. Náttúra Rúmeníu er stórbrotin og tilvalið að njóta hennar með því að fara í göngu í Karpatafjöllum. Þar eru göngustígar bæði fyrir vant og óvant göngufólk og útsýnið yfir tilkomumikil jökulvötn og fossa er stórfenglegt. Annar áfangastaður í Evrópu sem komst á lista Airbnb er borgin Maastricht í Hollandi. Þangað er einfalt að komast með beinu flugi til Amsterdam eða Brussel þaðan sem hægt er að taka lest yfir til Maastricht. Fyrir fólk sem vill skreppa í stutta ferð er Maastricht því tilvalinn áfangastaður. Í Maast- richt er mikið af sögulegum bygg- ingum og litlum þröngum götum sem gaman er að þræða. Árlega er haldin stór listamessa í borginni sem laðar að sér fjölda listafólks, sölufólks og gagnrýnenda. Annar ferðamannastaður sem líklega er sá mest framandi fyrir Íslendinga af þessum stöðum sem hér eru taldir upp er Vanúatú, eyjaklasi norðaustan við Ástralíu. Vanúatú samanstendur af um það bil 80 eyjum sem flestar urðu til í eldgosum. Á Vanúatú er mikil nátt- úrufegurð og hægt er að skoða hella, eldfjöll og dýralíf eða einfaldlega njóta þess að slaka á við guðdóm- lega fallegar strendur eyjanna. Að ferðast til Vanúatú frá Íslandi er kannski ekki einfalt eða fljótlegt. En fyrir fólk sem hefur mjög góðan tíma og góðan ferðasjóð er það vel þess virði að heimsækja þessar fal- legu suðrænu eyjar. Spennandi áfangastaðir 2020 Bókunarsíðan Airbnb tók saman lista yfir staði sem líklega verða vinsælir árið 2020 miðað við aukningu á bókunum. Þar eru ýmsir áhugaverðir staðir fyrir fólk sem vill feta nýjar slóðir á árinu. Flugeldar í Milwaukee lýsa upp Michiganvatn. MYNDIR/NORDICPHOTOS/AFP Rúmenía er heimili Brankastala sem er betur þekktur sem Drakúlakastalinn. Í Maastricht er mikið af fallegum byggingum og þröngum götum. Vanúatú er eyjaklasi í Kyrrahafinu sem er þekktur fyrir náttúrufegurð. Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Vanúatú er líklega sá mest framandi af þeim stöðum sem hér eru taldir upp. Þar er mikil náttúrufegurð og fjölbreytt dýralíf FD- FÉLAG DÁLEIÐARA KYNNIR: ALÞJÓÐLEGI DÁLEIÐSLUDAGURINN 4. janúar 2020 l Sigtúni 42, Reykjavík l kl. 14-16 Dáleiðsla er eðlilegt hugarástand sem við upplifum öll á hverjum degi. Með dáleiðslu má breyta hegðun og venjum sem fólk vill breyta, til dæmis: l Hætta að reykja, l Borða minna, l Líða betur, (almennt eða kringum ættingja, vinnufélaga, o.s.frv.) l Losna við fælnir (köngulóarfælni lofthræðslu/flughræðslu/o.s.frv.), l Losað um áhyggjur og kvíða, l Losna við verki, l Auka einbeitingu, t.d. við íþróttaiðkun. Eftirfarandi aðilar bjóða upp á dáleiðslumeðferðir, nánari upplýsingar um þá og hvernig hægt er að panta tíma má finna á heimasíðu Félags dáleiðara: www.fdt.is Álfheiður Eva Óladóttir Björg Einarsdóttir Esther Helga Guðmundsdóttir Heiðar Ragnarsson Hjördís Þóra Jónsdóttir Hólmfríður Jóhannesdóttir Ingibjörg Bernhöft Ingibjörg Bernhöft (yngri) Jón Víðis Jakobsson Kay Cook Kolbrún Þórðardóttir Margrét Jóhannesdóttir Sólveig Klara Káradóttir Valgerður Snæland Jónsdóttir Þráinn Víkingur Ragnarsson Í tilefni Alþjóðlega dáleiðsludagsins 4. janúar verður Félag dáleiðara með opið hús. FD býður öllum sem vilja kynna sér dáleiðslu og þá möguleika sem dáleiðsla býður uppá að mæta í Sigtún 42, Reykjavík milli kl. 14-16. Þar gefst gestum kostur á að hitta dáleiðara, fræðast um dáleiðslu og hvernig hægt er að nota hana til að ná fram markmiðum sínum að bættri líðan. Kynning verður á dáleiðslunámi og boðið upp á hópdáleiðslu fyrir þá sem vilja upplifa hvað dáleiðsla er. FD – FÉLAG DÁLEIÐARA ALÞJÓÐLEGI DÁLEIÐSLUDAGURINN 4. janúar 2020 – Sigtúni 42, Reykjavík – kl. 14-16 Í tilefni Alþjóðlega dáleiðsludagsins 4. janúar verður Félag dáleiðara með opið hús. FD býður öllum sem vilja kynna sér dáleiðslu og þá möguleika sem dáleiðsla býður uppá að mæta í Sigtún 42, Reykjavík milli kl. 14-16. Þar gefst gestum kostur á að hitta dáleiðara, fræðast um dáleiðslu og hvernig hægt er að nota hana til að ná fram markmiðum sínum að bættri líðan. Kynning verður á dáleiðslunámi og boðið upp á hópdáleiðslu fyrir þá sem vilja upplifa hvað dáleiðsla er. Dáleiðsla er eðlilegt hugarástand sem við förum öll í á hverjum degi. Með dáleiðslu má breyta hegðun og venjum sem fólk vill breyta, til dæmis: Hætta að reykja, borða minna, líða betur, (almennt eða kringum ættingja, vinnufélaga, o.s.frv.) losna við fælnir (köngulóarfælni/lofthræðslu/flughræðslu/o.s.frv.), losað um áhyggjur og kvíða, losna við verki, auka einbeitingu, t.d. við íþróttaiðkun. Dagskrá: Kynning á Félagi dáleiðara Hvað er dáleiðsla? Kynningar á dáleiðslunámi Félagsmenn kynna sig og sínar meðferðir Hópdáleiðsla Eftirfarandi aðilar bjóða upp á dáleiðslumeðferðir, nánari upplýsingar um þá og hvernig hægt er að panta tíma má finna á heimasíðu Félags dáleiðara: www.fdt.is Álfheiður Eva Óladóttir Dagskrá: l Kynning á Félagi dáleiðara l Hvað er dáleiðsla? l Kynningar á dáleiðslunámi l Félagsmenn kynna sig og sínar meðferðir l Hópdáleiðsla 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . JA N ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.