Fréttablaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 60
Burstir með f léttumynstri sýna
kaflaskil og bjálkar tákna greinskil.
Þrjár frostrósir þýða þrír vetur.“
Samfélagsverkefni
Fyrirmyndin að Vatnsdalsreflinum
er hinn þýski 70 metra Bayeux-
refill, að sögn Jóhönnu. „Bayeux-
refillinn fjallar um árás Vilhjálms
sigursæla á Írland 1066, sá refill var
vígður með dómkirkjunni í Bayeux
árið 1077. Þessi ellefu ár fóru í að
spinna allt garnið og lita og væntan-
lega vefa dúkinn og sauma í hann,
þannig að þar hefur verið haldið
vel áfram en ég hugsa að fólkið hafi
ekki haft há laun í þá daga. Sá refill
er til enn og hefur lifað af margar
styrjaldir, oft hefur átt að eyðileggja
hann en alltaf var til gott fólk sem
bjargaði honum. Einu sinni átti að
klippa hann niður og nota í yfir-
breiðslur yfir stríðsvagna, í annað
skiptið sem segl. Hitler langaði
óskaplega mikið í hann. Refillinn
var þá kominn til Parísar og var fal-
inn í Louvre-safninu, einhverjir þrír
vissu af honum, þar sem hann var
læstur í einhverjum kimum, þetta
var í stríðslok og hann fór aldrei frá
Frakklandi.“
Margir hafa hjálpast að við að
sauma Vatnsdalsrefilinn, vinnu-
stofan er opin á sumrin og opnuð
fyrir hópa, samkvæmt samkomu-
lagi á öðrum tímum. Jóhanna hefur
umsjón með verkinu en kveðst eiga
góðar hjálparhellur sem hlaupi
undir bagga ef hún geti ekki verið
á staðnum. „Hugmynd mín var að
leyfa fólki að taka þátt í endursögn
á sögunni um leið og það viðhéldi
þessum gamla útsaumi sem oft er
kallaður gamli íslenski saumurinn.
Hann er úr stórri grúppu útsaums-
aðferða en einangraðist hér á landi
á miðöldum og var mikið notaður í
kirkjuklæðum. Ég sé um að yfirfæra
mynstrin, tek eina teikningu í einu
sem er allt upp í sex metrar hver. En
það koma fjórir nemendur núna
í janúar frá dönskum textílskóla
í Danmörku, þeir munu yfirfæra
næstu mynd. Þetta er samfélags-
verkefni og þannig sá ég það fyrir
mér. Kannski er það kennarablóðið
sem þar spilar inn í. Mitt sérsvið er
útsaumur og ég gæti saumað refilinn
ein en ég er alltof félagslynd til þess.
Það var kona í Frakklandi sem
saumaði 58 metra langan refil á
sextán árum og hún saumaði í þrjá
klukkutíma á hverjum einasta degi
í sextán ár. Ég held ég mundi ekki
nenna því. Hún var algerlega ein-
angruð, þeir sem komu að skoða
verkið máttu sjá hana í fjarska. Það
ætti ekki við mig! Trúlega hef ég
samt saumað mest af þessum refli
og svo samstarfskonur mínar en
danskir nemendur eru líka drjúgir.
Hann er þekktur í Danmörku þessi
Húsbúnaður
Elínar Briem,
gefinn af
erfingjum, er í
sérstakri stofu.
Lange notar prjóna númer eitt á sum dúkkufötin.
eigur hans og á þeirra vegum er
Iðunn Vignisdóttir sagnfræðingur
að skrifa sögu skólans, því hann var
mikil menningarstofnun.“
Í einni stofunni eru mublur Elínar
Rannveigar Eggertsdóttur Briem
sem var fjórum sinnum skólastjóri
Kvennaskólans, síðast 1915. Til
eru myndir af þessum húsgögnum
frá því upp úr 1900 í stofu Elínar á
Sauðárkróki, að sögn Jóhönnu. „Elín
giftist ekki en ól upp systurson sinn
og afkomendur hans, sem bjuggu í
Þýskalandi, buðu fram mublurnar
hennar, létu gera þær upp og flytja
á sinn kostnað hingað heim að
dyrum.“
Dúkkuföt af fínni gerðinni
Við erum komin í listamiðstöð-
ina, þar er oft fremur fámennt í
desember, að sögn Jóhönnu, og
þannig er það nú, hinn hollenski
leikbúningahönnuður Minne De
Lange hefur dvalið í tvo mánuði og
situr við að sauma og prjóna afar
fínleg dúkkuföt. Hann prjónar á
prjóna númer eitt og þráðurinn
er fínni en tvinni. 100 korselett
eru á verkefnaskránni, sum með
skjörtum, 65 eru tilbúin. „Þetta er
söfnunarvara, rándýr. Fólk sem á
haug af peningum safnar dúkkum
sem þessi föt passa á og Lange hefur
ekki undan að framleiða og selja á
netinu gegnum heimasíðu sína,“
segir Jóhanna. „Þetta er í þriðja
skipti sem hann kemur – margir
koma aftur og aftur því þeim líður
vel hér. Þýsk veflistakona kemur til
dæmis nú á nýju ári, hún er held ég
að koma í sjötta sinn. Við erum afar
heppin með fólk. Höfum til dæmis
verið með marga flotta prófessora,
sérstaklega frá Bandaríkjunum,
Kanada og Ástralíu. Ég hélt á tíma-
bili að Ástralía hlyti að vera bara
hérna hinum megin við ána!“
Í vefstofunni situr listakonan
Angie To, við einn stólinn, hún
skýtur skyttunni f imlega milli
skila og slær vefinn þess á milli.
Nýjasti vefstóllinn sem er stafrænn
er þó ekki í þessari stofu, í hann fer
enginn nema að hafa fengið tilsögn
hjá Ragnheiði Björk Þórsdóttur sem
var að gefa út vefnaðarbók, hún er
sú eina sem kann á hann til hlítar,
að sögn Jóhönnu. „Þetta er eini
stafræni stóllinn á landinu en við
erum að reyna að fjármagna kaup á
öðrum og erum komin hátt í hálfa
leið. Við teljum svo mikilvægt að
koma þessari stafrænu tækni inn í
þekkinguna.
Einu sinni þótti málaralistin
flottust en textíllistin neðst en unga
fólkið sem kemur hingað lítur ekki
á listina í einhverjum lögum. Fyrir
því er sköpun listarinnar aðalat-
riðið og það notar þá aðferð sem því
hentar best.“
refill og Danir eiga örugglega fimm
prósent af honum.“
Bandið sem notað er til útsaums-
ins er íslensk lambsull sem var sér-
valin í Ullarþvottastöðinni, að sögn
Jóhönnu. „Mest af ullinni kemur úr
Eyjafirðinum og við Kristín Helga
völdum litina, þeir eru samkvæmt
útsaumspakkningu frá Bayeux, því
lok Vatnsdælasögu eru um 1030,
nánast á sama tíma og Bayeux-
refillinn er gerður. Það veit reyndar
enginn í dag hvernig litirnir í
honum voru upphaflega, því auð-
vitað hafa þeir fölnað, en þetta er
það sem fólk getur sér til um. Fyrst
Bayeux-refillinn hefur varðveist í
aldir hlýtur Vatnsdalsrefillinn að
gera það líka. Hugmynd mín er sú
að þegar hann verður tilbúinn verði
hann hengdur upp við Þingeyrar-
kirkju, trúlega verður að byggja
sérstakt hús, þar mega ekki vera
gluggar, heldur ákveðin lýsing og
ákveðið rakastig. Á Þingeyrum var
fyrsta munkaklaustur landsins reist
árið 1133 og rekið til siðaskipta og
árið 1270 er talið að Vatnsdælasaga
hafi verið skrifuð þar. Fyrir mér
væri það eins og að koma Vatnsdælu
heim aftur sem þakklæti fyrir upp-
fóstran mína og fjölskyldu minnar
í héraðinu.“
Í Minjastofu Kvennaskólans
Nú kveðjum við Vatnsdalsrefilinn
og höldum upp á loft, eftir viðar-
tröppum með sterkum vígindum.
Á göngum efri hæðar hanga skóla-
spjöld með myndum af námsmeyj-
um Kvennaskólans og fleira minnir
á upphaf legan tilgang hússins. Í
Minjastofunni eru sýnishorn af
fatnaði, útsaumi og vefnaði, myndir
úr eldhúsi og munir sem tilheyrðu
bók- og tónlistarnámi, allt minnir
það á aðalnámsgreinar skólans.
Mynd af Birni Sigfússyni (1849-
1932) á Kornsá hangir uppi, hann
var hugmyndasmiður að skólanum,
að sögn Jóhönnu. „Björn fékk hug-
myndina vegna þess að móðir hans
kunni að lesa en ekki skrifa. Hann
sagði: „Allar dætur mínar skulu
læra að skrifa.“ Skólinn var fyrst á
tveimur stöðum í Vatnsdal, Undir-
felli og Lækjarmóti, áður en hann
fór að Ytri-Ey, milli Skagastrandar
og Blönduóss, en síðan var byggður
stór skóli hér 1901. Hann brann í
febrúar 1911 og í október 1912 var
byrjað að kenna í þessu húsi, þann-
ig að það hefur verið tekið á því.
Þá bjuggu f lestir enn í torf bæjum
en það þótti mikið framfaramál
að stúlkur fengju menntun og allir
lögðust á árar,“ lýsir Jóhanna og
heldur áfram: „Félagsskapur sem
heitir Vinir kvennaskólans sér um
ÉG HÉLT Á TÍMABILI AÐ
ÁSTRALÍA HLYTI AÐ VERA
BARA HÉRNA HINUM
MEGIN VIÐ ÁNA!
Við einn af mörgum vefstólum hússins situr listakonan Angie To.
Hér eru nokkur korselettanna eftir Lange.
Minne De Lange ætlar að sauma 100 korselett á dúkkur og er búinn með 65. Hann selur þau á netinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
4 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð